Morgunblaðið - 17.02.1998, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 21
VIÐSKIPTI
Hagnaður Sony
eykst um 46%
Tókýó. Reuters.
Þýzk tillaga
um 30 tíma
vinnuviku
Frankfurt. Reuters.
LEIÐTOGI félags opinberra starfs-
manna í Þýzkalandi hefur lagt til að
vinnuvikan verði stytt í 30 tíma til að
draga úr atvinnuleysi og tillagan
hefur hlotið stuðning hins volduga
verkalýðsfélags IG Metall.
Herbert Mai, formaður OeTV
verkalýðsfélagsins, sagði í viðtali við
blaðið Bild að stórt átak væri nauð-
synlegt til að draga úr atvinnuleysi,
sem hefur ekki verið meira í Þýzka-
landi frá stríðslokum og nær til um
4,8 milljóna manna.
Mai sagði að með 30 tíma vinnu-
viku yrði stigið stórt skref að því
marki að minnka atvinnuleysi um
helming.
Mai sagði að ef 38,5 tíma vinnu-
vika opinberra starfsmanna yrði
stytt um aðeins einn tíma yrðu til
135.000 ný störf. Ríkið, fylkin og
bæjar- og sveitarstjórnir hefðu
fækkað störfum um 500.000 1992-
1996. Vinnuvikan er 40 tímar í Aust-
ur-Þýzkalandi.
Talsmaður Bonn-stjórnarinnar
kvað tillöguna „geggjaða". Stytting
vinnuvikunnar hefði í för með sér
hækkun vinnulauna.
-----------------
Renaultjók
sölu um 12,9%
París. Reuters.
FRANSKI bílaframleiðandinn
Renault segir að sölutekjur í fyrra
hafl aukizt um 12,9% í 207,91 millj-
arð franka.
í tilkynningu segir að þar með
hafi sala í fyrsta skipti farið yfir 200
milljarða franka. Velta bíladeildar
nam 165,788 milljónum franka og
jókst um 13.6% frá 1996. Fyrirtækið
segir að sala utan Frakklands hafi
vegið á móti minni sölu innanlands
og meira en það.
Fyi'ir ári boðaði Renault mikla
endurskipulagningu og síðan hefur
keppinauturinn PSA Peugeot-
Citroen verið undir þrýstingi.
HAGNAÐUR Sony Corp. jókst um
46% á þremur mánuðum til desem-
berloka vegna veikara jens og
góðrar sölu á PlayStation leikja-
tölvunni. Fyrirtækið spáir áfram-
haldandi velgengni til loka fjár-
hagsársins í Japan 31. marz og að
árshagnaðurinn mundi aukast um
meira en 50% og slá met annað ár-
ið í röð.
„Jákvæð áhrif jensins höfðu
miklu meiri áhrif en okkur hafði
órað fyrir,“ sagði talsmaður Sony.
Hann kvað alla framleiðslu fyrir-
tækisins hafa selzt vel.
Gengi dollars gegn jeni hækkaði
um 12,7% 1997, þannig að Sony og
önnur japönsk fyrirtæki gátu selt
varning sinn á lægra verði en er-
lendir keppinautar.
Hagnaður Sony jókst í 110,38
milljarða jena á tímabilinu, sem er
bezta útkoma á einum ársfjórð-
ungi frá upphafi og 46,4% meiri
hagnaður en á sama tíma árið á
undan.
Kodak kaupir
stafrænt
fyrirtæki
New York. Reuters.
EASTMAN Kodak Co. hefur sam-
þykkt að kaupa PictureVision Inc.,
fremsta fyrirtækið á sviði stafrænnar
ljósmyndaþjónustu. Þar með snýr
Kodak sér í vaxandi mæli að stafi’æn-
um ljósmyndum, en áhugi á þeim hef-
ur aukizt vegna alnetsins. Tilgangur-
inn er að auka umsvif Kodaks á al-
netinu og á sviði stafrænnar ljós-
myndagerðar á sama tíma og fyrir-
tækið mætir harðri samkeppni á
hefðbundnum ljósmyndafilmumörk-
uðum. Bæði Kodak og PictureVision
bjóða þjónustu sem gerir neytendum
kleift að senda myndir um alnetið og
geyma þær í heimilistölvum sínum.
Sala Sony á ársfjórðungnum
jókst í 2,01 billjón jena, sem er
einnig met, úr um 107 milljónum
jena vegna lækkunar jensins.
Sony spáði því að hagnaður fyr-
irtækisins til marzloka 1998 mundi
slá met og aukast í 210 milljarða
jena í stað 185 milljarða eins og
spáð hefði verið. A fjárhagsárinu
1996/1997 nam hagnaður 139,46
milljörðum jena.
Sony á kvikmyndaverið Sony
Pictures Entertainment í
Hollywood og tónlistardeildina
Sony Music Entertainment. Miða-
sölutekjur af kvikmyndum eins og
Men in Black, My Best Friend’s
Wedding og Air Force One slógu
öll fyrri met í Bandaríkjunum og
heiminum öllum.
Talsmaður fyrirtækisins sagði
einnig að fjármálakreppan í Asíu
mundi líklega draga úr tekjum
fyrirtækisins vegna aukins rekstr-
arkostnaðar í verksmiðju fyrir-
tækisins í Suðaustur-Asíu.
Japanskt
banka-
hneyksli
breiðist iít
Tókýó. Reuters.
TVEIR aðrir úr röð stærstu banka
Japans hafa verið bendlaðir við
mútuhneyksli, sem starfsmenn jap-
anska fjármálaráðuneytisins eru
viðriðnir og verður æ víðtækara.
Nýjar handtökutilskipanir hafa
verið gefnar út á hendur tveimur
eftirlitsmönnum fjármálaráðuneyt-
isins, sem þegar eru í gæzluvarð-
haldi, vegna gruns um að þeir hafi
þegið ríkulega risnu af Sumitomo
banka og Tókýóbanka Mitsubishi
(BTM) fyrir leynilegar upplýsing-
ar.
Þar með hafa sex af tíu stærstu
bönkum Japans flækzt í hneykslið.
Embættismennimir voru teknir
höndum í síðasta mánuði, grunaðir
um að hafa þegið mútur frá fjórum
öðrum bönkum - Asahi, Dai-Ichi
Kangyo, Sanwa og Hokkaido
Takushoku. Þeir hafa nú verið
ákærðir fyrir mútuþægni.
Stjórnendur fyrirtækja
Erum að endurnýja fyrirtækjaskrána hjá okkur eins og venjulega
um áramót. Allar upplýsingar meðhöndlaðar sem trúnaðarmál
hjá okkur eins og fyrr.
Höfum fjársterka kaupendur að eftirtöldum fyrirtækjum:
1. Góðum heildverslunum, litlum og stórum.
2. Lítil framleiðslufyrirtæki.
3. Matvöruframleiðslufyrirtæki.
4. Útflutnings- eða þjónustufyrirtæki fyrir sjávarútveg.
5. Þjónustufyrirtæki sem getur verið úti á landi.
6. Rekstrarlega hagstæð fyrirtæki.
7. Ýmis önnur fyrirtæki.
F.YRIRTÆKIASALAN
SUÐURVE R I
SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
233
mæ
• **<« • Hr
. :■***:.
tm
■■■
300 Mhi Pentium 2
Stór Targa turn
Targa IX möðurborð
64MB SDRAM vinnsluminni
4MB I28bíta skjákort
15" Targa skjár
4320 MB UltraDMA harður diskur
Soundblaster 64AWI
280W hátalarar
33.6 mðtald með faxí og símsvara
24 hraða Samsung geísladrif
Win95 lyklaborð
PS/2 mús
Windows95 uppsett
Windows95 geisladiskur og bðk
6 íslenskir leikir
Tðhnir
Grensásvegi 3-108 Reykjavík - Sími: 5885900 - Fax : 5885905
muAiiA
CAFFE' ESPRESSO
Jonathan Ricketts er gestur
okkar í eldhúsi La Primavera
næstu vikurnar. Hann er
yfirkokkur á veitingastaðnum
Aiistair Little í London.
Matseðill Jonathans verður
að hætti „nýja ítalska
eldhússins". Okkurværi það
sönn ánægja ef þú sæir þér
fært að koma og snæða hjá
okkur og Jonathan.
r
PRIMAVERA
RISTORANTE
AUSTURSTRÆTI 9 - SÍMI 561 8555