Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 22

Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Heilbrigðiseftirlitið Algengast að kvartað sé vegna matarsýkingar Eðli kvartana til heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur Meint matarsýking Röng meðferð Skemmdur matur Neysluvatn Sóðaskapur Útrunnin vara Röng merking Óleyfileg aukaefni 17 2 Fjöldi kvartana Agúrkur, salöt, paprikur, steinselja Islenskt grænmeti allan ársins hring SKRÁÐAR kvartanir sem bárust Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna matvæla voru 54 á síðasta ári. Að sögn Rögnvalds Ingólfsson- ar, sviðsstjóra matvælasviðs hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, berast líka til þeirra kvartanir sem eru ekki skráðar. „Þá vill fólk ekki láta nafns síns getið og heilbrigðis- fulltrúar leysa úr málunum í síma án þess að það leiði til neinna ann- arra aðgerða." Algengustu kvartanimar á síð- asta ári voru vegna meintra matar- sýkinga og að sögn Rögnvalds er sjaldnast hægt að finna orsökina ef um fáa einstaklinga er að ræða. „Það er töluvert um að veirusýk- ingar valdi óþægindum í maga og fólk tengi slík óþægindi við síðustu máltíð sem neytt var.“ Hann segir að á síðasta ári hafi engar alvarleg- ar hópsýkingar komið upp. Rögnvaldur segir að nokkuð sé leitað til þeirra vegna rangrar meðferðar matvæla og einnig vegna skemmds matar eða gallaðs neysluvatns. „Við fengum níu kvartanir vegna skemmdra mat- væla á síðasta ári en vegna útrunn- inna vara, rangra merkinga og óleyfilegra aukefna voru einungis sex kvartanir sem báust til okkar.“ Þegar Rögnvaldur er spurður hvort þetta lága hlutfall kvartana vegna rangra merkinga og útrunn- inna vara endurspegli ástandið í verslunum segir hann að svo geti vel verið. „Hins vegar er erfitt að segja til um hvort svo sé og rétt að hvetja neytendur til að leita til okk- ar ef keypt em matvæli sem upp- fylla ekld kröfur eða eru ófullnægj- andi að einhverju leyti.“ Rögnvaldur segir misjafnt hvemig starfsmenn heilbrigðiseft- irhtsins bregðist við kvörtunum. „Stundum er hægt að leysa úr kvörtunum í síma og þá eru þær ekki skráðar. Ef um alvarlegri kvartanir er að ræða eru þær at- hugaðar nánar. Stundum er tekið sýni af vörunni og farið á staðinn ef um ranga meðferð matvæla er að ræða eða kvartað er undan sóða- skap.“ NEYTENDUM hefur nú í fyrsta skipti staðið til boða að kaupa ýmsar tegundir af íslensku grænmeti allan ársins hring. Að sögn Kolbeins Ágústssonar hjá Sölufélagi garðyrkju- manna hefur í fyrsta sinn tekist að framleiða islenskar agúrkur þannig að þær standi til boða árið um kring. „Við höfum ekki get- að annaðmarkaðnum alveg en eftir nokkrar vikur verður það mögu- legt. Ástæðan fyrir því að nú bjóðast agúrkur allan ársins hring er sú að æ fleiri eru farnir að rækta agúrkur með raflýsingu og þetta á líka við um græna papriku og salöt. Þá hafa islensk jarðarber verið fáanleg allt árið og í mörg ár hafa íslenskir sveppir verið til allt árið. fslenskir tómatar hafa verið að koma á markaðinn en það er Guðjón Birgisson á Mel- um á Flúðum sem sendi fyrstu tómatana frá sér 26. janúar síð- astliðinn. Viðtökur neytenda góðar Kolbeinn segir viðtökur ís- lenskra neytenda frábær- ar. „Það er ljóst af viðtök- unum að fólk vill islenskt grænmeti enda er gæða- munurinn mikill. Okkur hefur ennfremur tekist að halda verði nálægt því sem býðst á erlendu græn- meti en engir verndartollar eru lagðir á innflutt græn- meti um þessar mundir.“ Kol- beinn er viss um að ef verð á raforku væri lækkað kæmi það fram í Iægra verði á grænmeti. Hann segir bændur láta vel af ræktun grænmetis undir raflýs- ingu. „Það hefur aðeins borið á því að vanti t.d. lit á salat eins og Lollo Rosso þar sem lýsingin I er ekki mikil en bragðið er | engu að síður ágætt.“ Morgunblaðið/Emilía Nýtt Bakkelsi í brúsa SHAKE a Cake eða bakkelsi í 1 brúsa er nýjung á markaðnum. Hægt er að fá amerískar pönnukök- ur eða skonsur í svona brúsum og það eina sem þarf að gera er að bæta vatni út í duftið í brúsanum og hrista hann svo hressilega. Þá er deigið tilbúið á pönnuna. Einnig eru fáanlegar súkkulaði- tertur og súkkulaðimúffur í þessum 1 brúsum. Áður en deigið er sett í ( form er vatni og jurtaolíu bætt út í brúsann, tappinn skrúfaður á og * brúsinn hristur rækilega. íslenskar leiðbeiningar eru á flöskunum en bakstursbrúsarnir koma frá Bretlandi. Það er Ásgeir Sigurðsson ehf. sem sér um inn- flutning á brúsunum og þeir fást í öllum helstu matvöruverslunum. -kjarnimálsins! Bókaðu núna og tryggðu þér 30.000 kr. afslátl fyrir fjölskylduna til Benidorm Heimsferðir kynna nú hagstæð- ustu verð sumarsins til Benidorm, og ef þú bókar núna getur þú tryggt þér 6.000 kr. afslátt fyrir manninn, eða allt að 30.000 kr. afslátt fyrir fjöl- skylduna. Fáðu bæklingin sendan og kynntu þéj glæsilega nýja gistivalkosti fyrir sumarið og tryggðu þér besta verðið í sumar. Fáðu bæklinginn sentían Verð kr. 39.932 Verð kr. 53.960 Hjón með 2 börn, 2-11 ára, 2 vikur, M.v. 2 í íbúð, Vina del Mar, 2 vikur, Vina del Mar. 15. júlí. HEIMSFERÐIR mma ih Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 » n°kda9a ■Medisana buxur Styðja vel við mjóbak, mjaðmir og hné (Styðja við hné í lengri sídd, niður fyrir hnéj Örva vessakerfið og auka blóðstreymi. Húðin endurnýjar sig örar og verður stinnari. Hafa hjálpað mörgum í baráttunni við appelsínuhúð. Henta vel í alla líkamsrækt, sérstaklega HJIiI'IIJTíI Fáanlegar í tveimur lengdum og sjö stærðum Críptu tækifærid - meðan birgðir endast. Útsölustaðir: Lyfja, Lágmúla - Ingólfsapótek, Kringlunni Háaleitisapótek, Háaleitisbraut 68 - G rafarvogsapótek, H veraf o I d 1-5 Árbæjarapótek, Hraunbæ 102 - Dekurhornið, Hraunbergi 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.