Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
PRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 25
Hvatt til
viðræðna
á Kýpur
RAUF Denktash, leiðtogi
Kýpur-Tyrkja, hvatti í gær til
beinna viðræðna milli Grikkja
og Tyrkja á
eynni en um
helgina var
Glafcos Cler-
ides endur-
kjörinn for-
seti Kýpur-
Grikkja.
Virðist sem
hann hafi
dregið nokk-
uð í land með þá kröfu, að
tyrkneski hlutinn verði viður-
kenndur sjálfstætt ríki áður
en viðræður geti hafíst. Cler-
ides var endurkjörinn með að-
eins 50,8% atkvæða og mun
það ekki gera honum auðveld-
ara fyrir í væntanlegum við-
ræðum um aðild gríska hlut-
ans að Evrópusambandinu.
Alþjóðlegir sáttasemjarar von-
ast til, að hugsanleg Evrópu-
sambandsaðild gríska hlutans
geti greitt fyrir sáttum milli
Grikkja og Tyrkja á Kýpur.
Clerides
Ný rannsókn
barnsmorðs
FJÖLDI manna hefur boðist
til að veita frönsku lögreglunni
upplýsingar eftir að hún birti
teiknaða mynd af hugsanleg-
um morðingja 13 ára gamallar
breskrar stúlku, Caroline
Dickinson. Var hún myrt fyrir
rúmlega hálfu öðru ári þegar
hún var á skólaferðalagi í
Frakklandi. Er myndin byggð
á lýsingu skólafélaga Dickin-
son og sýnir kraftalegan, órak-
aðan mann á fertugsaldri.
Fyrri rannsókn snerist aðal-
lega um DNA-rannsókn á 422
karlmönnum á aldrinum 15 til
60 ára í þorpinu þar sem Dick-
inson var myrt en hún bar
engan árangur. Verður haldið
áfram með þá rannsóknarað-
ferð en hún er ekki heimil
nema menn gefi samþykki til.
Handtökur
í Georgíu
LÖGREGLAN í Georgíu hef-
ur handtekið nokkra menn,
sem grunaðir eru um aðild að
morðtilræðinu við Eduard
Shevardnadze, forseta Georg-
íu, fyrir viku. Sagði innanríkis-
ráðherra landsins, að vitað
væri hverjir hefðu staðið að
baki því en meðal hinna hand-
teknu eru stuðningsmenn Zvi-
ads Gamsakhurdia, fyi'rver-
andi forseta, en honum var
steypt 1992.
Ekki sátt
um lýðveldi
ÞÓTT meirihluti Ástralíu-
manna sé hlynntur því að slíta
tengslin við bresku krúnuna,
þá virðist lítil ánægja ríkja með
það lýðveldisfyrirkomulag, sem
samþykkt var á nýafstöðnu
stjórnlagaþingi. Hún lagði til,
að forsætisráðherra, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar og þing-
ið kysu væntanlegan forseta til
fímm ára í senn. I nýrri skoð-
anakönnun kemur fram, að að-
eins 43% geta fellt sig við þetta
fyrirkomulag og 45% vilja
heldur óbreytt ástand.
Hörð gagnrýni á Starr
Washington. Reuters.
WILLIAM Ginsburg, lögmaður
Monicu Lewinsky, gagnrýndi sér-
skipaða saksóknarann Kenneth
Stan’, sem fer með rannsókn
Whitewater-málsins, harðlega í
viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN.
Stan- hefur krafíst þess að
Lewinsky beri vitni um meint ást-
arsamband hennar og Bills Chnt-
ons Bandaríkjaforseta og sagði
Ginsburg að stjórnarskrárbundin
réttindi hennar væru að engu höfð.
Hún myndi þó mæta fyrir kvið-
dóm, þegar þar að kæmi, og bera
vitni. Ginsburg sagði að þrátt fyrir
að honum „byði við“ og að hann
væri „hneykslaður" á aðferðum
Starrs myndu hann og Lewinsky
eiga samvinnu við saksóknarann.
Lewinsky reið
Hann sagði að í viðræðum hans
og Starrs hefði þegar komið fram
hvað Lewinsky væri reiðubúin að
segja í ft-amburði sínum. Eina
ástæða þess, að Starr hefði þrátt
fyrir það í hyggju að kalla hana fyr-
ir kviðdóm, hlyti að vera að hann
vildi láta reyna á hvort hann gæti
þrýst á Lewinsky að breyta fram-
burði sínum.
Hann sagði Lewinsky hafa náð að
byggja sig upp aftur á síðustu dög-
um og væri hún mjög reið vegna
þess hvemig málið hefði þróast.
I nýjasta hefti Newsweek segist
tfmaritið hafa heimildir fyrir því að
Lewinsky hafí greint vinkonu sinni
Lindu Tripp frá því að hún hafi
„falið sig“ í hliðarherbergi er Clint-
on átti fund með Ernesto Zedillo
Mexíkóforseta. Þá hafi hún kvartað
yfir því að Clinton „vildi ekki kyssa
hana lengur". Segir tímaritið Tripp
einnig hafa afhent Starr afrit af
tölvupóstssendingum frá Lewinsky
þar hún vísar til hins meinta sam-
bands við forsetann.
[ FIMET
Rafmótorar
Eigum til á lager alhliða
rafmótora í
9,25-90 Kw
Utfærslur:
♦IP55
♦Með fót og
í Spilverk
Sími 544-5600 Fax 544-5301
Kynnstu töfrum Suzuki
Njóttu lúxusþœginda í millistœrðarbtl
Baleno Sedan er fullkomíð svar Öryggisbúnaður eíns og Baleno 4x4 hefur eínstaklega
við þörfum fjölskyldunnar hann geríst bestur góða aksturseígínleika
Ml ■ ogöll stjómtækí við hendina Rxrllix,ajrifnir Ralenn Viafa RRfj
Baleno Sedan vekur ekki aðeins
aðdáun fyrir fallegar línur og vand
aðan frágang. Mælaborðið er sér-
lega vel hannað. Loftpúðar, kippi-
belti og krumpusvæði að framan
og aftan stórauka árekstursöryggi.
ABS hemlalœsivöm fáan- iVSfSI
leg sem aukabúnaður. faSeSfeðl
96 eða 85 hestafla, 16 ventla
vél með fjölínnsprautun
Baleno Sedan er hagkvæmur í rekstri
og sameinar mikið afl og litla eyðslu.
Suzuki hönnun tryggir bestu elds-
neytisnýtingu við allar aðstæður.
Rýmið er óvenju mikið, bæði jyrir bíl-
stjóra ogfarþega. Nýjasta tœkni er nýtt
til að bjóða upp á það besta í þessum
stærðarflokki. Ahersla er lögð á þægindi
og öryggi, hljóðlátan og hagkvæman
akstur og ekki síst, stílhreint ogglæsilegt
útlit.
Og Uttu á verðið.
1,3 GL, 4-d
í ,6 GLX,4-d
1,6 GLX, 4-d 4x4
1.265.000 KR.
1340.000 KR.
1,495.000 KR.
SUZUKI
AFL OG
ÖRYGGI
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00.
Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf„ Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bílagarður ehf.
Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri S, simi 482 37 00.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
ALLIR
SUZUKI BlLAR
ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS-
LOFTPÚÐUM.