Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998
LISTIR
MORGUNB LAÐIÐ
Nýjar bækur
• MEIRI gíiuvngangiir er eftir
Ólaf Hauk Símonarson og er end-
urútgefin í kilju, en hún kom
fyrst út árið 1991. Pjóðleikhúsið
sýnir nú um mundir leikgerð
byggða á bókinni.
Meiri gauragangur er sjálf-
stætt framhald Gauragangs og
„nú hittum við fyrir gamla kunn-
ingja, þá Orm og Ranúr. Þeir
taka stefnuna á Kaupmannahöfn í
leit að nýjum ævintýrum og þau
finna þeir! Við kynnumst mörgum
bráðfyndnum persónum og verð-
um vitni að
óborganlegum
uppákom urn “,
segir í fréttatil-
kynningu.
Útgefandi er
Bókaútgáfan
Forlagið. Meiri
gauragangur er
159 bls. Verð
990 kr. Kiljan
er prentuð í
Danmörku og kápu gerði Guðjón
Ketilsson.
Ólafur Haukur
Símonarson
BÓKASALA í janúar
RöðVar Titill/Hófundur/Útgefandi
1 ALMANAK HÁSKÓLA ÍSUNDS// Háskóiaútgáfan
2 EINAR BENEDIKTSSON/Guðjón Friðriksson/lðunn
3 LJÓÐAMÁL/ Bragi Halldórsson og Knútur S. Hafsteinsson/Mál og menning
4 NÆRINGARGILDI MATVÆLA/Ólafur Reykdal/Námsgagnastofnun og Rannsóknastofnun landb.
5 GRANDAVEGUR 7/VigdlsGrímsdóttir/lðunn
6 ALMANAK HINS ÍSLENSKA ÞJÓÐVINAFÉUGS//Hið íslenska þjóðvinafélag
7 SALKA VALKA/ Halldór Kiljan Laxness/Vaka-Helgafell
8 ENGUR ALHEIMSINS/ Einar Guðmundsson/Mál og menning
9 PANORAMA - ÍSUND/ Páll Stefánsson/lceland Review
10 LAXDÆU SAGA//Mái og menning
Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK
1 GRANDAVEGUR 7/ Vigdís Grímsdóttir/lðunn
2 SALKA VALKA/ Halldór Kiljan Laxness/Vaka-Helgafell
3 ENGUR ALHEIMSINS/ Einar Guðmundsson/Mál og menning
4 LAXDÆU SAGA// Útg. Mál og menning
5 SNORRA EDDA/ Snorri Sturluson/Mál og menning
6 LIFSINS TRE/ Böðvar Guðmundsson/Mál og menning
7 HÍBÝLIVINDANNA/ Böðvar Guðmundsson/Mál og menning
8 BRENNU NJÁLSSAGA//Mál og menning
9 HÍBÝLI VINDANNA/LÍFSINS TRÉ/ Böðvar Guðmundsson/Mál og menning
10 ANDSÆLIS Á AUÐNUHJÓLINU/ Heigi Ingólfsson/Mál og menning
ÆVISOGUR OG ENDURMINNINGAR
1 EINAR BENEDIKTSSON/Guðjón Friðriksson/lðunn
2 ÚTKALL TF-LÍF/ Óttar Sveinsson/fslenska bókaútgáfan
3 DÍANA - ÆVI HENNAR OG ARFLEIFÐ/ Anthony Holden tók saman/Bókaútgáfan Vöxtur
4 GUÐMUNDUR FRÁ MIÐDAL lllugi Jökulsson/Ormstunga
5 KJARVAL - MÁURI UNDS OG VÆTTA/ Aðalsteinn Ingólfsson/Almenna bókafélagið
fSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
1 TÓTA OG TÍMINN/ Bergljót Arnalds/Skjaldborg
2 SAGAN AF SKESSUNNI SEM LEIDDIST/ Guðrún Hannessdóttir/Forlagið
3 BÖRNIN í SKARKALAGÖTU/Astrid Lindgren/Mál og menning
4 KYNLEGUR KVISTUR Á GRÆNNI GREIN/ Sigrún Eldjárn/Forlagið
5 HVAR ER TOMMI?/ Lieve Baeten/Mál og menning
6-7 FÖTIN HENNAR NÍNU/ Lieve Baeten/Mál og menning
6-7 STAFAKARURNIR/ Bergljót Arnalds/Skjaldborg
8-9 RISARNIR í GULLSKÓGAUNDI Hildur Hermóðsdóttir endursagði/Mál og menning
8-9 SOSSA SKÓLASTÚLKA/ Magneafrá Kleifum/Mál og menning
10-11 EVA OG ADAM - AÐ VERA EÐA VERA EKKI SAMAN/ Mons Gahrton og Johan Unenge/Æskan
10-11 GÆSAHÚÐ/ Helgi Jónsson/Bókaútgáfan Tindur
ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR
1 ALMANAK HASKOU ISUNDS//Háskóiaútgáfan
2 LJÓÐAMAL/ Bragi Halldórsson og Knútur S. Hafsteinsson/Mál og menning
3 NÆRINGARGILDI MATVÆLA/ Ólafur Reykdal/Námsgagnastofnun og
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
4 ALMANAK HINS ÍSLENSKA ÞJÓÐVINAFÉUGS//Hið íslenska þjóðvinafélag
5 PANORAMA - ÍSUND/ Páll Stefánsson/lceland Review
6 BÓKIN UM WINDOWS 95/ Sigvaldi Óskar Jónsson/Fölvufræðslan
7 GEGNUM LJÓÐMÚRINN/lngi Bogi Bogason, Sigurður Svavarsson og
Vigdís Grímsdóttir sáu um útgáfuna/Mál og menning
8 ÞÆTTIR ÚR SÖGU VESTRÆNNAR MENNINGAR/ Guðmundur j.
Guðmundsson/Hið islenska bókmenntafélag
9-10 LÉTTA LEIÐIN TIL AÐ HÆTTA REYKINGUM/ Allen Carr/Fjölvi
9-10 SÍÐUSTU DAGAR SÓKRATESAR/ Platón/Hið íslenska bókmenntafélag
Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni
Höfuöborgarsvæðið:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi
Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla
Bóksala stúdenta v/Hringbraut
Penninn-Eymundsson, Austurstræti
Eymundsson, Kringlunni
Penninn, Hallarmúla
Penninn, Kringlunni
Penninn, Hafnarfirði
Utan höfuðborgarsvæðisins:
Bókabúð Keflavíkur, Keflavík
Bókval, Akureyri
Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum
KÁ, Selfossi
Samantekt á sölu bóka í janúar 1998 Unnið fyrir Morgunblaðiö, Félag íslenskra bókaútgefenda og
Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum
ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur.
*
Islenskur fíðluleikari
í Carnegie Hall
EVA Mjöll Ingólfsdótt-
ir, fíðluleikari, og
rússneski píanóleikar-
inn Svetlana Gorok-
hovich eru að hefja
tónleikaferð um
Kanada og Bandaríkin
um næstu lielgi, sem
lýkur með tónleikum í
Camegie Hall í New
York.
textiFyrstu hljóm-
leikana halda þær í
Calgary á vegum há-
skólans þar og fyrir
atbeina Islendingafé-
lagsins. Þaðan liggur
leiðin til Seattle í
Bandaríkjunum, þar
sem þær spila 26. febr-
úar og eruþeir fyrir milligöngu
sendiráðs Islands. Fleiri staðir 1
Bandaríkjunum og Kanada hafa
sýnt áhuga á að njóta listar þeirra,
en í lok þessarar Iotu eru aðaltón-
leikarnir í Camegie Hall f New
York. Þar leika þær tónlist eftir
Prokofiev, Shostakovich, Cesar
Franck, Jón Leifs og Johann
Sebastian Bach að kvöldi sunnu-
dagsins 8. mars næstkomandi.
Eva Mjöll Ingólfsdóttir stundaði
nám við Tónlistarskólann í Reykja-
vík í sex ár, þar sem Rut Ingólfs-
dóttir var aðalkennari hennar. Síð-
an var hún nemandi nokkurra
frægustu núlifandi kennara af
Austur-Evrópu- og rússneska skól-
anum, fyrst við Tónlistarháskól-
ann í Brussel, siðan í Genf og Am-
sterdam. Segja má að hefðir þess
stfls hafi sett mark sitt á leik henn-
ar fyrst og fremst, en
einnig hefur hún
stundað nám í Banda-
ríkjunum, þar sem
hún hefur verið búsett
undanfarin ár, fyrst í
Boston við nám í Har-
vard, en nú í New
York. Hún leikur á
frægt hljóðfæri, smíð-
að í Feneyjum af lista-
smiðnum Goffriller
um 1730.
Svetlana Gorok-
hovich er margv'erð-
launaður píanóleikari
frá Rússlandi, sem
lauk námi sínu við rík-
istónlistarskólann í St.
Pétursborg, og hefur
haldið tónleika í Japan eins og Eva
Mjöll og víða um heim.
I kynningu segir, að tónleika
sína í Camegie Hall hinn 8. mars
tileinki Eva Mjöll föður sínum, tón-
listarmanninum Ingólfi Guð-
brandssyni til heiðurs og í þakk-
lætisskyni fyrir þá fræðslu og upp-
örvun sem hann hafi veitt henni og
mörgum öðmm sem brautryðjandi
í íslensku tónlistarlífi, og í tilefni
afmælis hans.
Heimsklúbbur Ingólfs mun efna
til tónlistarhelgar í New York dag-
ana 5.-9. mars, þar sem kostur
gefst á að heyra Evu Mjöll þreyta
framraun sfna í Weil salnum í
Camegie Hall, en jafnframt sækja
óperasýningar í Metropolitan, þar
sem Lohengrin eftir Wagner er á
dagskrá daginn eftir fiðlutónleik-
ana, mánudaginn 9. mars.
Eva Mjöll
Ingólfsdóttir
Lokið við
síðustu sym-
fóníu Elgars
London. Reuters.
HINSTA ósk breska tónskáldsins
Edwards Elgars hefur verið að
engu höfð og lokið hefur verið við
symfóníuna sem honum lánaðist
ekki sjálfum að ljúka fyrir andlátið
og var hún frumflutt á sunnudag.
Elgarfræðingar segja fjölskyldu
tónskáldsins hafa „lagst á lík“ eins
mesta tónskálds þessarar aldar, en
gagnrýnendur segja hina fullunnu
symfóníu vera mikið listaverk.
Það var tónskáldið Anthony Pa-
yne sem tók að sér að ljúka verk-
inu. Afkomendur Elgars veittu
leyfi þrátt fyrir að hann hafi sagt
við dóttur sína, Clarice, þegar
hann lá banaleguna: „Láttu engan
fara að fikta í þessu. Líklega væri
réttast að brenna þetta.“
Payne sér ekki eftir neinu. „Ég
er hræddur um að mér finnist með
öllu fráleitt þegar miklir lista-
menn vilja að verk þeirra séu
brennd. Ef það var virkilega það
sem Elgar vildi þá hefði hann átt
að brenna þetta sjálfur." Payne
segir ennfremur fráleitt að ekki sé
hægt að ljúka verki sem þessu.
„Það var komið á þetta form að
mestu leyti en ég þurfti að líma
saman á nokkrum stöðum," sagði
hann.
Verkið verður flutt í Royal
Festival Hall í London á sunnudag
undir stjóm Andrew Davis. Hann
segir um verkið: „Þetta er ekta
Elgar. Þar sem þetta hefur verið
gert svona vel þá var þetta hárrétt
ákvörðun.“
Dágóður dreifbýliskór
TÓM.IST
Gerðuberg
KÓRTÓNLEIKAR
M.a. ættjarðarlög, þjóðlög og lög
eftir Loft S. Loftsson. Vörðukórinn u.
slj. Margrétar Bóasdóttur. Einsöngv-
ari: Loftur Erlingsson barfton. Agnes
Löve, píanó; Grétar Geirsson,
harmónikka; Loftur S. Loftsson (jr.),
kontrabassi. Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi, sunnudaginn 15.
febrúar kl. 16.
AFLA þurfti aukasæta þegar
Vörðukórinn frá uppsveitum Ar-
nessýslu efndi til tónleika í
Gerðubergi á sunnudaginn var,
því menningarmiðstöðin fylltist
fljótt út að dyrum. Kórinn kvað að
uppistöðu til stofnaður úr menjum
Arneskórsins sem Loftur S.
Loftsson stjórnaði um aldarfjórð-
ungs skeið, að því er undirritaður
komst að á þessum firnavel sóttu
tónleikum.
Það var auðheyrt strax á fyrstu
strófum „ættjarðarlaganna" Hin
ljúfa sönglist og Ó fögur er vor
fósturjörð eftir Gluck og Schiöth,
að hér fór dreifbýliskór fyrir ofan
meðallag. Þó að kórinn sé aðeins
fjögurra ára gamall var söngurinn
stöðugur og látlaus, inntónun
hrein, gliss milli tónbila hverfandi,
innkomur samtaka og jafnvægi
milli radda ótrúlega gott miðað við
landlæga karlaeklu (S.A.T.B =
20.10.8.6.). Ef að líkum lætur skrif-
ast sá árangur að mestu á reikning
Margrétar Bóasdóttur kórstjóra,
enda þrautreynd söngkona og
raddþjálfari, sem ætti mörgum
fremur að vera fær um að byggja
upp góðan kór á skömmum tíma.
Flutningur kórsins var nokkuð
jafn yfir heildina, en nefna mætti
sérstaklega ágætt lag Sigurðar
Agústssonar, Sveitin mín og út-
setningu Hallgríms Helgasonar á
Ég að öllum háska hlæ. Tíminn líð-
ur (úts. Arna Harðarsonar) og
Bartók-lögin Nöldrað fyrir
dansi/Belgpípuvísa voru hlutfalls-
lega daufari og kölluðu á meiri
þrótt en hér gat að heyra.
Fyrir utan að styðja fáliðaðan
kórþassann söng Loftur Erlings-
son einsöng í þremur af fjórum
lögum eftir Loft S. Loftsson eldri,
Heyrði ég í Hamrinum, hinu
glettna Vinsamleg tilmæli við ör-
uggan undirleik Agnesar Löve og
Gamla gryfjan við kórandirsöng,
auk sænsku laganna Jag unnar dig
ándá (þjóðl.) og Tonerna eftir
Sjöberg við píanóundirleik. Loftur
hefur óvenju fallega og vel fók-
useraða barítonrödd og er augljós-
lega efni í ljóðasöngvara, þó að enn
vanti upp á textatúlkun sums stað-
ar, t.a.m. í sænsku lögunum. Und-
irtektir voru að sama skapi hlýjar,
og var af því tilefni bryddað upp á
styttum „niðurlags-ítrekunum" (á
Vinsamleg tilmæli og Tonerna)
eftir uppklöppun sem undirritaður
man varla eftir á hérlendum tón-
leikum, en sem kunna að vera
praxís sunnar í löndum.
Tókust tónleikarnir hið bezta,
enda viðfangsefnin við hæfi að-
standenda. Þó ber ekki að leyna,
að fyrir óbreyttan áheyranda utan
úr þæ mynduðu dægurlögin þrjú
eftir Loft í lokin (Hvað dreymir
þig, Ljósar nætur og Húmljóð),
sem kórinn söng við harmónikku-
og kontrabassaundirleik í e.k.
tangó- eða beguine-stíl, hálfgerðan
andklímax við undangengna dag-
skrá, og hefðu sennilega hentað
betur á þorrablóti eða á sveitaballi
en á almennum tónleikum sem
þessum.
Ríkarður Ö. Pálsson
Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum í Gerðubergi
Dimmalimm og önnur ævintýri
SÝNINGIN Myndskreytingar úr
íslenskum barnabókum verður
opnuð í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi í dag, þriðjudaginn 17.
febrúar, klukkan 14. Af því tilefni
verður frumflutt dagskrá fyrir
börn sem byggist á ævintýri Guð-
mundar Thorsteinssonar, Muggs,
um litlu prinsessuna Dimmalimm
við tónlist eftir Atla Heimi Sveins-
son.
Nýverið var haldin sýning á ís-
lenskri barnamenningu í kaþólsku
akademíunni í Hamborg þar sem
sýndar voru myndskreytingar úr
íslenskum barnabókum ásamt
verkum úr safni Listasmiðju
barna í Gerðubergi, Gagn og gam-
an. Þessi sýning hefur nú verið
sett upp í Gerðubergi og gefst
gestum kostur á að sjá úrval af
myndum íslenskra myndskreyta.
Ævintýrið um Dimmalimm er
eitt elsta myndskreytta ævintýrið
fyrir börn á íslensku. A barnatón-
leikum um Dimmalimm verða
frumfluttir fimm þættir í útsetn-
ingu íyrir flautu og píanó úr tón-
verkinu Dimmalimm eftir Atla
Heimi Sveinsson. Dimmalimm
sjálf birtist og leiðir börnin inn í
ævintýraheim tónlistarinnar og
flytur þeim sögu sína. Flytjendur
dagskrár eru Guðrún Birgisdóttir
flautuleikari, Peter Máté píanó-
leikari og Harpa Arnardóttir leik-
kona.
Barnadagskráin um Dimma-
limm verður einnig flutt sunnu-
daginn 22. febrúar kl. 16 og
sunnudaginn 1. mars kl. 14. Sömu
daga kl. 15 verður boðið upp á
leiðsögn um sýninguna. Sýningin
á myndskreytingum úr barnabók-
um stendur til 29. mars.