Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 31
MORGUNB LAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 31
Tilraun
sem mistókst
LEIKLIST
Snnnudagsleikhúsið
BLÖÐRUVELDIÐ
eftir Sigurð G. Valgeirsson og
Sveinbjörn I. Baldvinsson. 3.
þáttur: Minning um mann.
Leikstjóri: Agúst Guðmundsson.
Leikarar: Bessi Bjarnason, Hall-
dóra Geirharðsdóttir, Kjartan
Bjargmundsson, Sigurður Sigur-
jónsson og Örn Arnason. Stjórn
upptöku: Björn Emilsson. Mynda-
taka: Dana F. Jónsson, Einar
Rafnsson, Gylfi Vilberg Árnason,
Jón Víðir Hauksson og Vilhjálmur
Þ. Guðmundsson. Hljóð: Gunnar
Hermannsson. Lýsing: Árni Bald-
vinsson. Búningar: Stefanía Sig-
urðardóttir, Ingibjörg Jónsdóttir
og Vigdís Aðalsteinsdóttir. Leik-
mynd: Snorri Freyr Hilmarsson.
Tónlist: Óskar Einarsson. Tónlist-
arupptaka: Ari Dan. Hljóðsetning:
Agnar Einarsson. Myndblöndun:
Ragnheiður Valdimarsdóttir. Sam-
setning: Nicola Corvasce.
Rikissjónvarpið, sunnudagur 15.
febrúar.
ÞRIÐJI og síðasti þáttur í stofu-
farsaleik þeirra Sigurðar G. Val-
geirssonar og Sveinbjörns I. Bald-
vinssonar, Blöðruveldið, sór sig í
ætt við hina tvo fyrri: efnið var
laust við að vekja áhuga, leikur með
daufasta móti og aulafyndnin alls-
ráðandi. Það verður að segjast eins
og er að Jokki blöðrusali og hans
fólk er með því leiðinlegra sem
birst hefur á skjánum í háa herrans
tíð. Þessi tilraun til gamanþátta-
gerðar í'yrir sjónvarp mistókst.
Ég held að aðalgalli þessara þátta
liggi í persónulýsingunum. Af
hverju er fólkið haft svona frámuna-
lega heimskt? I amerískum sitcom-
þáttum (sem þessir eru að reyna að
líkjast) sem eitthvað er varið í er
fólk sjaldnast heimskt, oftast er það
bráðklárt, með munninn fyrir neðan
nefið, og kómíkin fæðist af tilsvör-
um og pínlegum aðstæðum (starfs^
fólk Staupasteins, Frazier, Grace). I
Blöðraveldinu er hver persónan
annarri heimskari og fyrir bragðið
leiðinlegri - og geta góðii- leikarar
lítið bætt hér úr.
Sérstaklega lítið líf var í þeim
Erni Árnasyni, Halldóra Geir-
harðsdóttur, Sigurði Sigurjónssyni
og Kjartani Bjargmundssyni í þess-
um lokaþætti - það var eins og þau
væra öll að því komin að hrökkva
upp af, ekki bara hann Jokki „í
plati“. Bessi Bjarnason var eini
leikarinn í þessum þætti sem nokk-
urri útgeislun stafaði frá.
Lokasenan, þar sem Jokki og
frú sitja sólbrennd fyrir framan
sjónvarpið, heldur dauf í dálkinn
og hlæja einu sinni heldur ósann-
færandi hlátri, endurspeglar
kannski einna best viðbrögð
áhorfenda Blöðruveldisins:
nokkurn veginn svona leið mér
yfir sjónvarpinu á sunnudags-
kvöldið - nema ég var ekki sól-
brennd.
Soffía Auður Birgisdóttir
Að safna
fallegum konum
KVIKMYIVPIR
Háskólabfó
SAFNARINN
„KISS THE GIRLS“ ★★★
Leiksljóri: Gary Fleder. Handrit:
David Klass byggt á samnefndri
sögn eftir James Patterson. Kvik-
myndatökusljóri: Aaron
Schneider. Tónlist: Mark Isham.
Aðalhlutverk: Morgan Freeman,
Ashley Judd, Cary Elwes, Brian
Cox, Tony Goldwyn og J.O. Sand-
ers. Paramount 1997.
ÞEGAR gera á spennumynd um
fjöldamorðingja sem er ljót bæði og
hryllileg og mátulega spennandi, er
ekki verra fyrir áhorfendur að hafa
Morgan Freeman í lögregluliðinu.
Það er næstum því nauðsynlegt.
Hann eltist við fjöldamorðingja í
Höfuðsyndunum sjö og enn á hann í
eltingarleik við geðsjúkan morðingja
í þessari nýju mynd, Safnaranum
eða „Kiss the Girls“, sem byggir á
metsölubók James Pattersons og
segir af því þegar ungar, greindar og
fallegar stúlkur taka að hverfa.
Finnast sumar látnar úti í skógi en
ekki spyrst til annarra. Ein af þeim
sem er horfin en hefur ekki enn
fundist látin er Naomi Cross, frænka
lögreglumannsins Alex Cross, þess
sem Freemann leikur svo ágætlega.
Það er hughreystandi að hafa
hann nálægan, einfaldlega vegna
þess að hann veit að í mynd um eitt-
hvað eins ómannlegt og fjöldamorð-
ingja þarf gott mótvægi við hryll-
inginn og það er hans hlutverk að
skapa það mótvægi. Þess vegna
stafar frá honum hið góða sem í
manninum býr. Freeman er and-
stæða hins illa á svipaðan hátt og
Jodie Foster sem Clarice Sterling í
Lömbunum þagna nama það fýlgir
honum meiri dýpt og þungi því
hann er alvöru leikari. Allt gerist
þetta furðu áreynslulaust í tilfelli
Freemans. Hann þarf í rauninni
ekkert að leggja á sig til þess að ná
fram réttu áhrifunum. Það er nóg
að horfa framan í hann. Hann kenn-
ir til.
Fjöldamorðingjar eru hin sívin-
sælu ski-ímsli nútíma spennumynda,
geðsjúklingar sem myrða af full-
kominni tilviljun og án ástæðu ann-
arrar en þeirrar að svala fýsnum
sínum. Sagan um Safnarann kynnir
nýja hlið á þeim ömurleika. Morð-
inginn kallar sig Kasanóva og safn-
ar konum í einkakvennabúr þar sem
hann leikur sér að þeim áður en
hann á endanum myrðir þær eða
þær brjóta reglur hans, þá finnast
þær úti í skógi. Nema ein, sem As-
hley Judd leikur, sleppur úr haldi
og vinnur með Freeman að rann-
sókn málsins og saman þrengja þau
hringinn í kringum úrþvættið.
Leikstjórinn Gary Fleder vinnur
góða spennumynd úr efniviðnum og
fylgir bókinni nær algerlega eftir að
undanskildu lokaatriðinu. Myndin
dregur mikið úr lýsingunum í bók
Pattersons en samt er nóg eftir til
þess að skapa óhugnað og hrylling.
Leikur allur er góður. Judd stendur
sig mjög vel við hlið Freemans sem
fórnarlamb sem reiðubúið er að
takast á við óvininn og hefna sín.
Aðrir leikarar í minni hlutverkum
era einnig fínir.
Helsti gallinn er sá, og skrifast á
handrit David Klass, að myndin
gefur sér engan tíma til þess að
kafa ofan í sálarlíf morðingjans svo
hann verður sú persóna sem áhorf-
andinn kynnist minnst og er jafn
óskrifað blað í myndarlok og hann
var í upphafi myndarinnar. Þannig
verður til gat í sögunni sem ekki
tekst að fylla upp í undir blálokin.
Að öllu öðru leyti er hér um vel
heppnaða og spenrrandi afþeyingu
að ræða.
Arnaldur Indriðáson
KIYEA
VISAGE
- ■ ■ ' s ■
1 H I¥EA ; | VSSAGE HIVEA j I HiVEA ) { MIVEA Í \ ISACU
L^^smmrnm
FOAMtNG VVATER
ClEAMSlSG GEL;
HREINSIVÖRUR
HUÐINAI
ígfe’v
Hörð rúmdýna, sveigja á hryggnum !
Rannsóknir og tækni
Hefurðu velt því fyrir þér að stirðleikinn sem þú finnur íyrir í öxlunum á morgnana
gæti verið rúminu þínu að kenna?
Árum saman hefur því verið haldið fram að rúmdýnur ættu að vera stinnar.
Rannsóknir hafa hinsvegar sýnt fram á að stinnar og harðar dýnur geta valdið
óþægindum og verk í baki, hálsi, herðum og mjöðmum. Hörð dýna þvingar líkamann
til að aðlagast beinum fleti og taka upp óeðlilega stellingu. Að auki kemur of hörð
dýna í veg fyrir eðlilegt blóðstreymi og veldur þreytuverk.
Klukkustund lengur í djúpum
svefni - sérhverja nótt
Svefninn býr jafnt huga sem hönd undir næsta
dag.Þess vegna þarftu ekki aðeins að sofa lengi
heldur og miklu fremur - að sofa vel.
A rannsóknarstofu í Stokkhólmi voru
ýmsar rúmtegundir prófaðar.
DUX-rúmin reyndust ævinlega
stigahæst varðandi djúpsvefn - þann svefn sem
maður þarf til að endurnærast vel. Niðurstaðan
varð að 10% lengri djúpsvefn náðist hverja
nótt svæfu menn í DUX-rúmi. Það samsvarar
einum mánuði á ári.
Það liggur í augum uppi
Það fer betur um þig í DUX-rúmi og þu byltir
þér sjaldnar og hvílist því enn betur í lengri
djúpsvefni.
í þægilegu nimi bylta flestir sér 20 til
30 sinnum á nóttu. í hörðu rúmi bylta menn
sér allt að 100 sinnum á nóttu. Skyldu menn
hafa mikinn tíma til að sofa í þannig atgangi?
Rúmið sem bakið á þér hefur beðið eftir
Okkur er ljóst að fólk er ekki á einu máli um hvernig það vill hafa rúmið sitt.
Þess vegna bjóðum við ýmsa valkosti og ýmsar stærðir, allt frá því einstæða DUX-
fjaðrakerfi til yfirklæðninga úr náttúrlegu latexi og tryggjum fólki þannig betri svefn
en áður.
Við kynntum nýlega Pascal-kerfið, byltingarkennda nýjung, einingakerfi sem
sníður rúmið að þínum þörfum. Hinar breytanlegu einingar styðja með mismunandi
hætti við herðar þínar, mjaðmir og fætur. Þótt tveir sofi í sama rúmi geta þeir hagrætt
dýnunni hvor eftir sínum þörfum.
Lin rúmdýna, sveigja á hryggnum!
Sofið á DUX-dýnu með beina hryggsúlu!
VrÍNGDÚ^^ ygRCUSTA É
.................
ARMULA 10 108 REYKJAVIK SIM! 568 9950
fM lotsgtmlíl -i ijarni mábim!