Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998
MORGUNB LAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
JEuirgminMaltÍi
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
INDVERJAR KJOSA
INDLAND státar af því að vera fjölmennasta lýðræðisríki
veraldar, þótt hið indverska lýðræði sé fjölmörgum
annmörkum háð. Sami flokkurinn ög að miklu leyti sama
fjölskyldan hefur að mestu leyti farið með stjórn landsins á
þeirri hálfu öld, sem liðin er frá því Indland öðlaðist sjálfstæði
frá Bretlandi. Arin, sem Kongi’essflokkurinn hefur þurft að
vera í stjómarandstöðu, eru einungis fímm. Líkt og hætta er á
í slíkri stöðu var flokkurinn undir lokin farinn að líta á ríkið
sem einkaeign sína.
Gamalgróin stéttaskipting setur sömuleiðis enn mark sitt á
allt stjórnmálalíf, ofbeldi hefur frá upphafí verið algengt vopn
í hinni pólitísku baráttu og spilling er alvai’legt vandamál.
Stjórnskipulag Indlands er einnig hluti vandans. Það
byggist á mikilli miðstýringu í landi þar sem íbúarnir eru um
milljarður og skiptast í óteljandi þjóðai'brot og trúarhópa er
tala ólík tungumál. A undanförnum áratug hefur dregið mjög
úr miðstýringu efnahagslífsins en hin pólitíska miðstýring
hefur verið dragbítur á frekari framfarir. Þá hafa efnahagsleg
vandræði fjölmargra ríkja í suðausturhluta Asíu veitt þeim
vopn í hendur, sem vilja hægja á breytingum í frjálsræðisátt.
I gær hófust kosningar á Indlandi og munu kjósendur, sem
eru 600 milljónir að tölu, greiða atkvæði í áföngum fram í
næsta mánuð. A undanförnum vikum hefur flest bent til
sigurs Bharatiya Janata-flokksins, flokks þjóðernissinnaðra
hindúa, þrátt fyrir að Kongressflokkurinn hafí bætt stöðu sína
verulega í kjölfar þess að Sonia Gandhi, ekkja Rajivs Gandhis,
fyrrverandi forsætisráðherra, ákvað að leiða kosningabaráttu
flokksins.
Fari svo að Janata sigri í kosningunum og myndi stjórn
ásamt nokkrum smærri flokkum myndi það breyta miklu í
indverskum stjórnmálum. Til þessa hafa ríkisstjórnir
Indlands ekki byggt á lífssýn hindúa einvörðungu, ef frá er
skilin minnihlutastjórn Janata, sem var við völd í þrettán daga
árið 1996. Ríkisstjórnir hafa tekið mið af því hversu
fjölskrúðug indverska þjóðin er og sérstök lög hafa til dæmis
gUt um minnihluta múslima, sem eru 120 milljónir, s.s. á sviði
erfðalaga. Verði hinu mikla miðstýringarvaldi, sem stjórn
Indlands hefur, beitt í þágu eins hóps kann það að hafa
slæmar afleiðingar. Aðskilnaðarsinnar hafa löngum barist
fyrir sjálfstæði einstakra ríkja, t.d. í Kasmír þar sem
múslimar eru í meirihluta. Hindúsk hreintrúarstefna væri
vatn á myllu þeirra er vilja vopnaða baráttu múslima.
Janata-flokkurinn, sem lengst af hefur barist fyrir auknu
efnahagslegu frelsi á Indlandi, hefur nú jafnframt snúið við
blaðinu í þeim efnum og margar af yfírlýsingum leiðtoga
flokksins hafa vakið ugg með erlendum fjárfestum. Kongress-
flokkurinn, sem á fyrstu áratugunum eftir sjálfstæði Indlands
stóð að uppbyggingu miðstýrðs og hálfsósíalísks hagkerfís,
hefur á þessum áratug verið í forystu þeirra afla er vilja opna
Indland og efnahagskerfí landsins.
Jafnvel þótt Kongress-flokknum takist að koma í veg fyrir
sigur Janata gæti hann ekki myndað stjórn án stuðnings
Sameinuðu fylkingarinnar, hreyfíngar fjölmargra smáflokka,
er stóð að síðustu ríkisstjórn. Það bendir því fátt til að hægt
verði að mynda öfluga ríkisstjórn á Indlandi að kosningum
loknum er tekið getur á þeim stóru vandamálum sem
Indverjar standa frammi fyrir: fátækt, þjóðernisdeilum og
breyttri stöðu Indlands í heiminum.
FASTEIGNAVEFUR
UM HELGINA opnaði Morgunblaðið nýjan fasteignavef á
netinu. Markmiðið með honum er að auka þjónustu við þá
lesendur blaðsins, sem hverju sinni eru að leita að eignum,
skipta um eignir eða stunda önnur fasteignaviðskipti. Og
jafnframt að bæta þjónustu við fasteignasala, sem áratugum
saman hafa verið í hópi beztu viðskiptavina Morgunblaðsins.
Fasteignablað Morgunblaðsins hefur um árabil verið helzti
vettvangur auglýsinga og upplýsinga um fasteignamarkaðinn.
Með opnun fasteignavefjarins, sem allir geta haft aðgang að,
vill Morgunblaðið nýta hina nýju tækni við upplýsingamiðlun,
sem netið býður upp á, lesendum sínum og öðrum
viðskiptavinum til hagsbóta.
Umsvif Morgunblaðsins á netinu hafa aukizt mjög á
undanförnum vikum. Fréttavefur blaðsins hefur hlotið með
eindæmum góðar viðtökur og í tengslum við hann hafa
notendur aðgang m.a. að töluverðum upplýsingum um ævi og
störf Halldórs Laxness, hins látna Nóbelsskálds, og er stefnt
að því að byggja upp víðtækara upplýsingasafn um skáldið og
verk þess. Einnig má nefna upplýsingar um nýja sýningu
Islenzku óperunnar, sem er að fínna á fréttavefnum, ferð
tveggja Islendinga til Suðurskautslandsins með erlendum
vísindamönnum o.fl.
Morgunblaðið væntir þess, að hinn nýi fasteignavefur verði
góð viðbót við þær upplýsingar, sem er að fínna í
fasteignablaðinu um fasteignamarkaðinn, og að hann muni
nýtast lesendum og viðskiptavinum vel.
Nú eru tæpir ellefu mánuðir
þar til áformað er að þau
aðildarlönd Evrópusam-
bandsins sem uppfylla skil-
yrði Maastricht-sáttmálans svokall-
aða og ekki hafa samið um sérstaka
undanþágu, læsi endanlega saman
gengi gjaldmiðla sinna og myndi nýj-
an gjaldmiðil, evru. Eins og nú horfír
bendir flest til að þessi áform gangi
eftir og að allt að ellefu lönd taki þátt
í myntsamrunanum í upphafi. Utan
munu að líkindum standa Danmörk
og Bretland, sem samið hafa um að
geta sjálf valið hvort þau taka þátt í
myntsamrunanum eða ekki, Grikk-
land, sem ekki uppfyllir skilyrði fyrir
þátttöku og Svíþjóð, sem hefur
ákveðið einhliða að taka ekki þátt í
byrjun.
Myntsamruninn í Evrópu mun hafa
margvísleg áhrif á þær þjóðir sem ut-
an standa og eiga náin viðskipta-
tengsl við þátttökuríkin. Þessi áhrif
gætu kallað á endurskoðun á fyrir-
komulagi gengismála þessara þjóða.
Þetta á auðvitað við um Island, þar
sem um 60% utanríkisviðskipta þess
eru við aðildarlönd ESB1 og það á að-
ild að innri markaði þess í gegnum
EES-samninginn. Full ástæða er því
til að þessi áhrif séu brotin til mergj-
ar og valkostir Islands í gengismálum
skýrðir í framhaldi af því. Seðlabanki
Islands hefur fyrir þó nokkru hafið
slíka vinnu og gaf út skýrslu í júní
1997 um aðdraganda og áhrif stofn-
unar EMU. Einnig hefur ríkisstjórn-
in sett á fót samráðsnefnd til að fjalla
um áhrif EMU á Island og hugsanleg
stefnuviðbrögð. Umræða í fjölmiðlum
hefur hins vegar hingað til verið
fremur lítil en virðist nú vera að kom-
ast á skrið, sbr. ágæta grein utanrík-
isráðherra í Degi 9. desember sl., við-
tal við Þórð Magnússon, fram-
kvæmdastjóra fjármálasviðs Eim-
skips, í Morgunblaðinu 16. janúar sl.
og Reykjavíkurbréf þess 18. janúar
sl. Höfundur vill með þessari grein
leggja nokkuð til þessarar umræðu. I
stuttri blaðagrein er þó aðeins hægt
að fjalla um stærstu megindrætti.
Þeim sem kunna að vilja kynna sér
málið nánar er vísað á áðurnefnda
skýrslu Seðlabankans og ræðu sem
höfundur hélt í Frakklandsbanka í
október sl. og er að finna á enska
hluta heimasíðu Seðlabanka íslands á
veraldarvefnum (slóð:
http://www.sedlabanki.is).
Áhrif EMU á ísland
Að því gefnu að framkvæmd EMU
verði snurðulaus og hagþróun í þátt-
tökuríkjunum ekki of innbyrðis ólík
til að byrja með má búast við að efna-
hagsáhrifin á þátttökuríkin verði já-
kvæð. Það stafar af því að gengis-
áhætta hverfur meðal þeirra, við-
skiptakostnaður í utanríkisviðskipt-
um minnkar, verðbólga og vextir
lækka niður á stig þeirra landa þar
sem þeir eru lægstir, og vextir lækka
og fjármagnskostnaður minnkar
vegna stærri, dýpri og greiðsluhæfari
fjármagnsmarkaða. EMU fylgir hins
vegar einnig áhætta fyrir þátttöku-
ríkin þar sem peningastefna er ekki
til reiðu fyrir einstök lönd til að mæta
sérstökum áfóllum eða búhnykkjum.
Þessi áhætta er meiri því ótengdari
sem hagsveifla einstakra landa er
hagsveiflu „kjarnalanda" samrunans.
Tiltölulega ósveigjanlegir vinnumark-
aðir í mörgum EMU-löndum auka
einnig á áhættuna sem tengist aðild
að EMU.
Áhrif EMU á ísland munu fara eft-
ir því hve mörg lönd taka þátt í hon-
um. Hafa verður í huga að sé miðað
við vöruviðskipti ársins 1996 eru að-
eins tæplega 33% af viðskiptum ís-
lands við þau 11 lönd sem nú er lík-
legast að verði með í myntsamrunan-
um í upphafi. Líkur eru hins vegar á
að danska krónan verði tengd mjög
sterkt við evruna í gegnum þátttöku í
ERM II (valkvætt gengissamstarf
EMU-landa og annarra ESB-landa).
Að Danmörku viðbættri er hins vegar
enn um að ræða minnihluta utanríkis-
viðskiptanna, eða rétt rúmlega 40%.
Bretland er stærsta viðskiptaland ís-
lands með rúmlega 14% vöruvið-
skipta og nærri 20% útflutnings.
Hlutdeild ESB-landa í heild í vöruvið-
skiptum er tæplega 60%. Bretland
verður ekki með í myntsamrunanum í
fyrstu. Það er því misvísandi að
ganga út frá tölunni 70% í þessu sam-
bandi, eins og t.d. gert er í áður til-
vitnuðu viðtali við Þórð Magnússon.
Myntsamruni í Evrópu
og* valkostir Islands
í gengismálum
Myntsamruninn í Evrópu
mun hafa margvísleg áhrif á
þær þjóðir sem utan standa
og eiga náin viðskiptatengsl
við þátttökuríkin, segir Már
Guðmundsson. Þessi áhrif
gætu kallað á endurskoðun á
fyrirkomulagi gengismála
þessara þjóða.
Már Guðmundsson
Til að byrja með a.m.k. verður talan
mun lægri.
Ef vel tekst til mun EMU hafa já-
kvæð áhrif á efnahagslíf náinna við-
skiptalanda. Viðskiptakostnaður í ut-
anríkisviðskiptum mun minnka þar
sem erlendum gjaldmiðlum mun
fækka. Hugsanlegur aukinn hagvöxt-
ur í þátttökuríkjunum mun hafa já-
kvæð áhrif á viðskiptaþjóðirnar og
þær munu hagnast á stærri og betri
fjármagnsmarkaði. I öllum tilfellum
eru þessi jákvæðu áhrif þó minni en
meðal þátttökulandanna.
Neikvæðu áhrifin af að standa utan
EMU eru hins vegar m.a. þau að
samkeppnisstaða fyrirtækja og fjár-
málastofnana mun versna gagnvart
þeim sem eru í þátttökuríkjunum.
Hugsanlegt er að vaxtamunur gagn-
vart útlöndum muni aukast samfara
því að vextir lækka hlutfallslega í
þeim þátttökuríkjum þar sem þeir
voru hæstir áður. Einnig má nefna
þann möguleika að erfiðara getur
orðið að viðhalda fastgengisstefnu
samfara frjálsum fjármagnshreyfing-
um fyrir lítið land á útjaðri stórs
gjaldmiðilssvæðis.
EMU mun einnig hafa áhrif á hag-
stjórn meðal náinna viðskiptaþjóða,
óháð því hvaða gengisfyrirkomulag
þau munu velja sér. Stöðugleikastefna
mun, ef eitthvað er, verða enn mikil-
vægari og líklegt er að alþjóðlegir
fjármagnsmarkaðir og fyrirtæki sem
meta lánshæfi muni gera kröfu til
þess að þjóðir uppfylli við venjulegar
aðstæður skilyrði Maastricht-sáttmál-
ans og hins svokallað stöðugleika- og
hagvaxtarsáttmála.
Valkostir í gengismálum
Valkostir Islendinga í gengismálum
í ljósi myntsamrunans í Evrópu eru
fræðilega eftirfarandi:
• Núverandi kerfi
• Flotgengi
• Einhliða tenging við evru (hefð-
bundin eða myntráð)
• Tvíhliða tenging við evru
• Evra verði einhliða tekin upp sem
lögeyrir á Islandi.
Ekki er mögulegt á þessu stigi að
leggja endanlegt mat á þessa valkosti
þar sem það hlýtur að byggjast á
fjölda þátttökuþjóða í EMÚ, þvf
hversu vel tekst til með framkvæmd
þess og þeim kostum sem kunna að
verða í boði varðandi tvíhliða teng-
ingu við evru. Ekkert af þessu liggur
fyrir í dag. Hins vegar er hægt að
skýra þessa kosti frekar og auðvelda
þannig mat og umræður þegar frekari
upplýsingar liggja fyinr. Það er eink-
um þrennt sem eðlilegt er að leggja til
grundvallar þegar þessir kostir eru
metnir. í fyrsta lagi hvaða árangri
þeir sldla í lágri verðbólgu og efna-
hagslegum stöðugleika, í öðru lagi
hversu líklegir þeir eru til að lækka
vaxtamun gagnvart útlöndum og í
þriðja lagi hvaða sveigjanleika þeir
bjóða upp á þegar ytri áföll og bú-
hnykkir eru annars vegar. Áður en
þeir eru metnir er þó rétt að varpa
frarn þeirri spurningu hverjir séu
kostir og gallar þess að leggja af
krónuna, annaðhvort með einhliða
notkun á evru sem lögeyri eða með
þátttöku í myntbandalaginu (sem ekki
er möguleg án aðildar að ESB).
í áður tilvitnuðu viðtali talar Þórð-
ur Magnússon um að íslendingar
greiði „gjaldmiðlaskatt". Það má til
sanns vegar færa. „Skatturinn" felst í
að gengisáhætta veldur áhættuálagi í
innlendum vöxtum auk þess sem við-
skiptakostnaður í utanríkisviðskiptum
er meiri en ella. Vaxtamunurinn eins
og hann er í dag stafar hins vegar
ekki nema að hluta af „gjaldmiðla-
skattinum". Stór hluti hans stafar af
öðrum þáttum eins og forsögu óstöð-
ugleika, stöðu hagsveiflunnar á ís-
landi miðað við Evrópu og skuldaraá-
hættu. Allar forsendur eru því til að
þessi vaxtamunur geti lækkað á
næstu árum enda þótt krónan verði
ekki lögð af. I áðurnefndri skýrslu
Seðlabankans kom fram það mat að
1-114% vaxtamunur gæti stafað af til-
vist krónunnar sem slíkrar og tengist
þannig gengisáhættu sem illa verði
losnað við. Þetta samsvarar um 114%
af landsfi’amleiðslu. Því til viðbótar
kemur að viðskiptakostnaður gæti
lækkað sem nemur um '/2-1% af
landsframleiðslu við það að leggja af
krónuna. Vel er hugsanlegt að í báð-
um tilfellum sé um ofmat að ræða.
Samanlagt er hér um u.þ.b. 2% af
landsframleiðslu að ræða.
Því má ekki gleyma að „gjaldmiðla-
skatturinn" er ekki bara einhver
byi’ði sem ekkert fæst fyrir. Á móti
kemur að gengissveigjanleiki er til
staðar til að laga þjóðarbúið að ytri
áföllum og búhnykkjum. Framhjá því
verður ekki horft að á undanförnum
áratugum hefur nær ekkert samtíma-
samband verið á milli hagvaxtar á Is-
landi og ESB-löndum.2 Þannig getur
það auðveldlega átt sér stað að efna-
hagslægð sé á meginlandi Evrópu um
leið og uppgangur er hér á landi. Það
felur í sér mikið óhagræði varðandi
þátttöku í myntsamruna ESB, sem
vega verður á móti „gjaldmiðlaskatt-
inum“. Yrði evra tekin upp í stað
krónunnar gæti það m.ö.o. gerst að
vegna aðstæðna í Evrópu hækkuðu
vextir og gengi á Islandi á sama tíma
og íslenskur þjóðarbúskapur væri í
öldudal, t.d. vegna aflabrests. Aðlög-
unin verður þá að gerast með ein-
hverjum öðrum hætti, þ.e. með sveigj-
anlegum nafnlaunum, tilfærslum frá
ESB, í gegnum innlenda sveiflujöfn-
unarsjóði eða atvinnuleysi og fólks-
flótta. I áðurnefndri skýrslu Seðla-
bankans er bent á að í „ljósi sögunnar
er hins vegar tryggara að verði
ákvörðun tekin um að leggja af krón-
una, verði jafnframt hugað að leiðum
til að tryggja að beinar launalækkanir
geti orðið að veruleika ef stór áföll
ríða yfir“. Að þessu verður þvl að
huga vandlega áður en ákveðið er að
leggja niður krónuna sem gjaldmiðil.
Núverandi skipan gengismála felst
í því að gengið er tengt viðskiptaveg-
inni gengisvísitölu með 6% fráviks-
mörkum. Ekki er á þessu stigi hægt
að fullyrða að ísland geti ekki haldið
þessa skipan eftir tilkomu cvi-unnar.
Evran myndi þá fá vægi í gengisvog-
inni í samræmi við hlutdeild þeirra
landa sem hana nota í utanríkisvið-
skiptum landsins. Þessi leið felur það
hins vegar í sér að enginn sérstakur
ávinningur næst í lækkun vaxtamun-
ar gagnvart útlöndum umfram það
+
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 33
Samningur um forvarnir til framtíðar
Morgunblaðið/Sigrún
INGIBJÖRG Pálmadóttir, Halldór Ásgrímsson og Einar Gylfi Jónsson við undirskrift
samningsins um forvarnir á Hornafirði.
Hornfírðingar vilja
snúa vöm í sókn
Það var áfall fyrir íbúa á Höfn
í Hornafírði er niðurstöður lágu
fyrir nýlega í könnun meðal
ungmenna í Heppuskóla á neyslu
vímuefna. I l.jós kom að nokkur
fjöldi stúlkna af svæðinu hefur
ánetjast eitrinu, en piltar mun
síður og reyndar er frammistaða
þeirra með því besta á landinu.
Sigrún Sveinbjörnsdóttir, frétta-
ritari, fylgdist með fundi heima-
manna, ráðherra og SAA, þar
sem rætt var um að snúa vörn
í sókn og hefja forvarnastarf
til framtíðar.
.
sem felst í því að trúverðugleiki stöð-
ugleikans eykst eftir því sem fram
líða stundir. Auk þess sýnir reynsla
undanfarinna ára, nú síðast frá Asíu,
að erfiðara er orðið að halda stöðugu
gengi með frjálsum fjármagnshreyf-
ingum og æ stæm og virkari alþjóð-
legum fjármagnsmörkuðum. Þessu
síðastnefnda mætti mæta með því að
leyfa genginu að fljóta, en ef það á að
fara saman við lága verðbólgu og
áframhaldandi lækkun vaxtamunar
gagnvart útlöndum þyrfti að koma til
yfirlýst verðbólgumarkmið og fullt
sjálfstæði Seðlabankans til að beita
tækjum sínum til að ná því markmiði.
Einhliða tenging gagnvart evru kem-
ur vart til greina, þar sem hún skilar
engum sérstökum ávinningi í auknum
trúverðugleika og lægi-i vaxtamun
gagnvart útlöndum. Hún hefur auk
þess þann ókost að gengistengingin
endurspeglar ekki utanríkisviðskipti
þjóðarinnar og því útilokuð nema
Bretland sé með í myntbandalaginu.
Tvíhliða tenging er mun skárri þar
sem á móti þessum ókosti kæmi auk-
inn trúverðugleiki vegna stuðnings
Seðlabanka Evi’ópu við tenginguna
og þar með ávinningur í lægri vaxta-
mun. Vaxtamunur vegna gengisá-
hættu hyrfi hins vegar ekki þar sem
stuðningur Seðlabanka Evi’ópu yrði
aldrei takmarkalaus og óskilyrtur.
Gengisbreytingar að tillögu hvors að-
ila um sig yrðu því enn mögulegar
(sbr. fyrirkomulagið í ERM II). Það
er fyrst ef krónan er lögð af og evran
tekin einhliða upp sem lögeyrir með
svipuðum hætti og Panama og Liber-
ía hafa gert gagnvart Bandaríkjadoll-
ar, að gengisáhætta og vaxtamunur
vegna hans hverfa. Það hlýtur hins
vegar að vera umhugsunarefni að
ekkert sjálfstætt ríki með efnahags-
mál sín í lagi hefur mér vitanlega far-
ið þessa leið þar sem hagnaður af
notkun myntarinnar fellur öðru landi
í skaut og enginn íhlutunarréttur er
um þá peningastefnu sem fylgt er.
Auk þess er enn óljóst hvort þessi leið
verður fær í sátt við hinn væntanlega
Seðlabanka Evrópu. Þá yrði þátttaka
í myntbandalaginu mun betri kostur
þar sem hún fæli í sér hlutdeild í
svokölluðum myntsláttuhagnaði sem
fylgir gjaldmiðlinum og þátttöku í
ákvörðunum um peningamál. Það
krefst hins vegar aðildar að ESB,
eins og áður er fram komið, en sú
spurning veltur auðvitað á mun fleiri
þáttum fyrirkomulagi gengis- og pen-
ingamála.
Lokaorð
Það viðfangsefni sem ég hef fjallað
um í þessari gi’ein er hér hvergi
nærri brotið til mergjar. Mér hefur
þó vonandi tekist að sýna fram á að
málið er flóknara en stundum er vera
látið og að þeir kostir sem til greina
koma hafa allir bæði kosti og galla.
Einnig er töluverð óvissa um fram-
vindu málsins og þá kosti sem kunna
að vera í boði. Það er því hyggilegast
að fylgjast gi-annt með því sem fram
vindur og reyna eftir föngum að
skýra þá kosti sem í boði eru, m.a.
varðandi tvíhliða tengingu við evru.
Það hlýtur ekki hvað síst að koma í
hlut Seðlabankans í gegnum tengsl
hans við Peningastofnun Evrópu og
síðar Seðlabanka Evrópu. Afar ólík-
legt er hins vegar að Seðlabanki Evr-
ópu og þátttökuríkin í myntbanda-
laginu muni leggja mikla vinnu í að
skilgreina möguleika landa utan ESB
í þessu sambandi fyrr en fyrstu
skrefin hafa verið stigin í mynt-
bandalaginu. Þangað til gera íslend-
ingar best í því að halda verðbólgu í
skefjum og varðveita efnahagslegan
stöðugleika og búa þannig í haginn
fyrir að geta valið þegar þar að kem-
ur. Reynslan um allan heim hefur
sýnt að þegar öllu er á botninn hvolft
eru það ekki einhverjar patentlausnir
í gengismálum sem skipta sköpum
heldur traust hagstjórn og innviðir
viðkomandi hagkerfis.
'Hér er miðað við hlutdeild ESB-
mynta í gengiskörfu íslands sem tek-
ur bæði til vöru- og þjónustuvið-
skipta á árinu 1996.
2Sbr. viðauka III í skýrslu Seðla-
banka íslands: Efnahags- og mynt-
bandalag Evrópu - EMU, sérrit 2.
Höfundur er adulhagfræðingur Seðla-
bauka Islands. Skoðanir sem fram
koma ígreininni eru höfundar og
þurfa ekki nauðsynlcga að endur-
spegla stefnu og skoðanir Scðlabanka
íslands.
NEYSLA vímuefna af öllu
tagi færist mikið í aukana
og er Hornafjörður engin
undantekning þar á.
Akveðið var í mars á síðasta ári, að
árið 1998 yrði helgað ungu fólki.
Voru það ekki orðin tóm því vinna við
eitt brýnasta verkefnið, vímuefna-
vai’nir á breiðum grundvelli, er kom-
in á fullt.
Tímamótasamningur var undirrit-
aður á Höfn í liðinni viku, á borgara-
fundi um þessi málefni, samningur
um samstarf að forvörnum, milli heil-
brigðisráðuneytisins, SAA og Horna-
fjarðarbæjar. Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðisráðherra sagði á fundin-
um, að síðastliðin 2 ár hefði Horna-
fjarðarbær og heilbrigðisráðuneytið
starfað náið saman að heilbrigðismál-
um í sýslunni, þar sem Hornafjörður
var eitt af reynslusveitarfélögum
hvað varðar heilbrigðismál. Hefði
það gefist mjög vel og þessi samning-
ur sem nú var undirritaður í vímu-
efnavörnum væri stórt samvinnu-
verkefni.
Einar Gylfi Jónsson hjá SÁÁ tók
undir orð heilbrigðisráðherra um að
þetta væru merk tímamót og væri
mikill kraftur og áhugi í Hornfirðing-
um að gera eitthvað róttækt í vímu-
efnavömum og þá til langframa.
Stefán Olafsson, framkvæmdastóri
fræðslu- og menningarsviðs, kynnti
skýrslu sem Rannsóknarstofnun
uppeldis- og menntamála lét gera
1997 um tíðni vímuefnaneyslu meðal
nemenda í níunda og tíunda bekk í
öllum grunnskólum landsins. Að
beiðni yfirvalda í Hornafirði fengu
þeir sérstaka skýrslu um þetta efni
úr Heppuskóla en í honum eru allir
nemendur sýslunnar á þessum aldri,
svo skýi-slan gaf mjög góða yfirsýn.
Niðurstöðurnar áfall
Mörgum var illa brugðið þegar
niðurstöðumar vora kynntar og hafa
margir reynt að rengja þær. Svar-
hlutfall könnunarinnar var yfir 90%
og er áreiðanleiki hennar þrí talinn
ótríræður.
Skýi’slan var mikill skellur fyrir
íbúa svæðisins. Stúlkur í Heppuskóla
komu illa út úr henni en ekki má ein-
blína á þær því drengir í Heppuskóla
skára sig að mörgu leyti líka úr hvað
varðar litla notkun á öllum rímuefn-
um. Hvað varðar reykingarnar þá er
það einungs 1 af 37 piltum sem reyk-
ir eða 2,8%,á móti 18,8% eða 6 stúlk-
um af 32. Hvað varðar áfengisneyslu
koma strákarnir mun betur út þar
einnig, 8 piltar af 37 drakku eða
22,3% en stúlkur sem drakku voru
nær helmingi fleiri eða 43,2%.
Hvað varðar harðari efni eins og
hass var munurinn mikill en strák-
amir í Heppuskóla höfðu lægst hlut-
fall neytenda á landinu, 2,7%, eða 1 af
37 strákum á móti 12,5% stúlkna eða
4 af 32, og vora stúlkur í Heppuskóla
með hæst hlutfall á öllu landinu.
Jafnræði í íþróttahúsinu
- betri árangur stúlkna
Síðan kom síðasti skellurinn eða
amfetamínneyslan og aftur vora
stúlkumar í sýslunni hlutfallslega
flestar yfir landið; 9,4% þeirra sögð-
ust hafa notað amfetamín einu sinni
eða oftar um ævina. Enn vora það
strákamir hér sem vora lægstir eða
2,7% og voru það piltar á Austurlandi
sem vora í minnstri neyslu.
Þessi könnun sýnir svo ekki verð-
ur um ríllst að neysla stúlkna hér í
sýslunni er mun harðari en hjá strák-
unum og er það mikið áhyggjuefni.
Spurt var hvort stúlkur hefðu ekki ‘.
sömu möguleika og drengir til af- ..
þreyingar hér um slóðir. Komu þá
helst til tals íþróttir en Ungmennafé- il
lagið Sindri hefur haft það sem
metnaðarmál að gera stúlkum og
drengjum jafn hátt undir höfði og
sýnir tímatafla í íþróttahúsunum það. ,
Björn Guðbjörnsson formaður
Sindra gat þess að stúlkur fréþ* "
Hornafirði hefðu náð mun lengra í
íþróttum en drengirnir. Átti hann þá
við þátttöku þeirra í landsliðum og
afrek í einmenningsíþróttum. I fót-
boltanum eru það 3 stúlkur á móti 1
dreng, í frjálsíþróttum era það 7
stúlkur á móti 4 drengjum og í blaki
er hlutfallið jafnt, 1/1. Með þessu
hrakti hann fullyrðingar sem fram
höfðu komið um þetta mál.
Sædís Guðmundsdóttir kom fram
á fundindum fyrir hönd nemenda í
Framhaldsskólanum í Austur-
Skaftafellssýslu og var gott að sjá að *
sýslan á stóran hóp ungs fólks sem
vill vera með í baráttunni fyrir vímu-
vöi’num.
Tóku fundai-gestir vel undir og
sýnir það að vilji er sterkur hér um
slóðii’ til að bæta ástandið og hoi’fa á
vandann frá öllum hliðum en einblína
ekki á einn sökudólg fyrir þessari ~
neyslu ungmennanna okkar.