Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIKIL umræða er
nú um auðlindir í sam-
eiginlegri eigu þjóðar-
innar og hvernig með
slík mál skuli farið. Fyr-
ir Alþingi liggja fjöl-
Ifcörg þingmál sem
tengjast með einum eða
öðrum hætti þessu við-
fangsefni. Inn í þessar
hugmyndir blandast svo
að nokkru leyti umræða
um mögulega gjaldtöku
fyrir afnot af þessum
sameiginlegu auðlind-
um þjóðarinnar.
Það einkennir öll þau
þingmál sem hér eru á
ferðinni að sameign
þjóðarinnar á auðlind-
um sjávarins og á almenningum og
afréttum er að verða ofaná og að
staðfestast. Til marks um þetta er
þjóðlendufrumvarp ríkisstjórnar-
Sítnar.
Það þingmál í þessum hópi sem á
sér lengsta og merkasta sögu er án
nokkurs vafa frumvarp Ragnars
Arnalds og okkar sex annarra þing-
manna Aiþýðubandalagsins og
óháðra um breytingar á stjórnskip-
unarlögum eða stjómarskránni.
Það framvarp gerir ráð fyrir að inn
í stjórnarskrána komi ákvæði þar
sem sameign þjóðarinnar á sameig-
inlegum verðmætum í
auðlindum sjávarins,
orku í fallvötnum og
jarðhita og almenning-
um á landi, verði stað-
fest. Hliðstætt fram-
varp flutti Ragnar Arn-
alds og fleiri þingmenn
Alþýðubandalagsins í
fyrsta sinn fyrir 32 ár-
um og framkvæði Al-
þýðubandalagsins er
því að þessu leyti óum-
deilt.
Því ber sérstaklega
að fagna að mikil þróun
hefur orðið hvað varðar
almennan skilning á og
almennan stuðning við
sameignarhugtakið í
þessu sambandi. Það er augljóst að
sameign þjóðarinnar á þessum gæð-
um nýtur vaxandi og útbreidds
stuðnings og eftir er íyrst og fremst
tæknileg vinna við að búa um þau
mál í löggjöf og stjórnarskrá.
Það er fróðlegt í þessu sambandi
að rifja upp sögu ákvæðisins um
sameign þjóðarinnar á fiskimiðun-
um umhverfis landið, hins marg-
fræga ákvæðis 1. gr. laga um stjórn
fiskveiða. Einnig í því tilviki tók það
sinn tíma að afla því sjónarmiði
fylgis og vinna því brautargengi að
slíkt sameignarákvæði ætti að koma
inn í lögin. Þar voru það sömuleiðis
þingmenn Alþýðubandalagsins sem
áttu ótvírætt og óumdeilt fram-
kvæði, en tillaga af slíkum toga var
flutt í fyrsta sinn sem breytingartil-
laga við kvótafrumvarpið marg-
fræga á Alþingi í desember 1983 af
okkur þremur þingmönnum flokks-
ins í neðri deild, þeim sem þetta rit-
ar, Geir Gunnarssyni og Hjörleifi
Guttormssyni. Þá var slík tillaga
felld og reyndar einnig í efri deild
og það var ekki fyrr en mörgum ár-
um síðar að fyrstu ákvæðin um
sameign þjóðarinnar á fiskstofnun-
um komu inn í lögin. Þau sameign-
arákvæði voru síðan fyrir fram-
kvæði Alþýðubandalagsins styrkt
með breytingum á lögum um stjórn
fiskveiða árið 1990, þegar við sam-
eignarmálsgreinina bættist að út-
hlutun veiðiréttinda samkvæmt lög-
unum myndi ekki eignarrétt eða
óafturkallanlegt forræði einstakra
aðila.
Gjaldtaka
Að lokum fáein orð um auðlinda-
gjald, veiðileyfagjöld eða skatta á
sjávarútveginn eða aðrar atvinnu-
greinar sem eftir atvikum nýti eða
geri út á einhvers konar sameigin-
legar auðlindir eða sameign þjóðar-
innar. Einnig að því leyti hefur orð-
ið mikili þróun í umræðunni, sem
betur fer, frá því að hugmyndir
gengu fyrst og fremst út á stór-
fellda skattlagningu á sjávarútveg-
inn einan atvinnugreina. Nú orðið
gera sér æ fleiri grein fyrir því að
komi til slíkrar auðlindagjaldtöku
þá verður að sjálfsögðu að gæta
fulls jafnræðis milli atvinnugreina.
Sömuleiðis ber að fagna því að
margt bendir nú til að hófsamleg og
skynsamleg stefna verði ofaná í
þessum efnum. Einnig að þessu
leyti hafa þingmenn Aiþýðubanda-
lagsins verið brautryðjendur, en
fyrir Alþingi liggja nú þrenns konar
frumvörp flutt af þingmönnum Al-
þýðubandalagsins þar sem gert er
Ég spái því að sú
stefna sem Alþýðu-
bandalagið hefur tekið
upp í þessum efnum,
segir Steingrímur J.
Sigfússon, eigi eftir að
reynast málamiðlun
sem þjóðin getur
sæst á.
ráð fyrir skynsamlegri, samræmdri
og hófsamlegri auðlindagjaldtöku til
þess fyrst og fremst að standa
straum af rannsóknum, stjórnun
nýtingar og varðveislu auðlindanna.
Hins vegar er hugmyndum um stór-
fellda skattlagningu til óskyldra
þarfa hafnað.
A miðstjórnarfundi Alþýðubanda-
lagsins um síðustu helgi náðist
einnig góð samstaða um að leggja
til að þetta málefni verði þróað
áfram gegnum starf opinberrar
nefndar sem hafi það að markmiði
að skilgreina betur forsendur slíkr-
ar hófsamlegrar auðlindagjaldtöku.
Hér er í grandvallaratriðum um
aðra nálgun að ræða en þá sem
skattheimtumenn og þá fyrst og
fremst alþýðuflokksmenn hafa
barist fyrir. Þó svo að alþýðuflokks-
menn hafi dregið verulega í land
með hugmyndir um stórfellda skatt-
lagningu á sjávarútveginn í gegnum
veiðileyfagjald, þá ganga enn aftur í
þingmálum þeirra hugmyndir um
að auðlindaskattar fari stighækk-
andi eftir að þeir verða komnir á.
Þannig geti slík skattlagning eða
tekjuöflun að lokum að miklu leyti
leyst núverandi tekjuöflunarkei-fi
eða skattkerfi ríkisins af hólmi.
Það er ljóst að himinn og haf skil-
ur að þá hófsamlegu og skynsam-
legu stefnu eða málamiðlun sem
verið hefur að mótast í Alþýðu-
bandalaginu á undanfórnum mán-
uðum og misserum og hina trylltu
skattlagningarhugmynd kratanna.
Höfundur spáir því að sú hófsam-
lega stefna sem Alþýðubandalagið
hefur tekið upp í þessum efnum eigi
eftir að reynast sú málamiðlun sem
þjóðin öll geti sæst á í þessu sam-
bandi. Það er að segja að sjávarút-
vegurinn og aðrar sambærilega
settar atvinnugreinar sem nýta í
þágu þjóðarinnar, í verkaskiptu
þjóðfélagi, sameiginlegar auðlindir
leggi meira af mörkum en nú er í
formi kostunar á þjónustu og þátt-
töku í eftirliti og rannsóknum. Hug-
myndir um stórfellda sértæka
skattlagningu eða tekjuöflun til
óskyldra þarfa verði verði hins veg-
ar lagðar til hliðar.
Höfundur er þingmaður Alþýðu-
bandalagsins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra og formaður sjávarút-
vegsnefndar Alþingis.
Frumkvæði
Alþýðubandalagsins í
mótun auðlindastefnu
Steingrímur J.
Sigfússon
Meinatækni -
lykill að lækningu
MARGIR virðast
hafa þá einu hugmynd
um störf meinatækna
að þeir séu „blóðsugur",
þeir taki blóðsýni og
rækti þau ef til vill eitt-
hvað en geri lítið annað.
Staðreyndin er vissu-
Jega önnur og slagorð
alþjóðasamtaka meina-
tækna IAMLT - meina-
tækni, lykill að lækn-
ingu - segir á lýsandi
hátt hvert er aðalinntak
í störfum meinatækna á
rannsóknastofum í heil-
brigðisþjónustu en það
er stærsti starfsvett-
vangur þeiraa.
Blóðtökur eru sá
hluti starfs meinatækna sem al-
menningur kemst helst í snertingu
við og eru oftast einu beinu tengslin
milli meinatækna og sjúklinga. Stór
hluti meinatækna starfar við rann-
sóknir á blóði og öðrum sýnum sem
rannsóknastofurnar koma, bæði
með greiningu í smásjá og frumu-
og efnagreiningum í flóknum tölvu-
stýrðum hátæknibúnaði sem krefst
sífellt aukinnar sérþekkingar. í
meinefnafræðilegum rannsóknum
eru mæld ýmis efni. Frávik frá eðli-
Kristín
Jónsdóttir
ENSKT SEVILLE
APPELSÍNU MARMELAÐI
Gæðavara frá Elsenham
rg PIPAR OG SALT
If' j Klapparstíg 44
k ■'ft/ S: 562 3614
legu magni efnanna
gefur vísbendingu um
sjúkdóm eða áhættu á
að fá tiltekna sjúk-
dóma, um árangur
meðferðar og horfur.
Ræktun lífsýna er
nauðsynleg í ýmsum til-
vikum, en oftast eru
sýnin greind beint með
öðrum aðferðum. Við
greiningu smitsjúk-
dóma sem margir
meinatæknar starfa við
er m.a. beitt ræktunar-
aðferðum þar sem
skapaðar eru kjörað-
stæður hvers sýkils
þannig að ef hann er til
staðar í sýninu vex
hann og verður sýnilegur. Sjúkdóm-
ar eins og þvagfærasýking, háls-
bólga, heilahimnubólga, blóðsýking,
lungnabólga og niðurgangur eru
meðal þeiraa fjölmörgu sjúkdóma
sem finna má orsök fyrir með þess-
um aðferðum. Einnig gera meina-
tæknar næmispróf á sýklunum sem
segja til um hvaða lyf gætu virkað
við lækningu sýkingarinnar. Þegar
rækta þarf sýkla í sýnum eða rækta
framur til frekari greiningar tekur
það oft marga daga og er seinleg
rannsóknaraðferð. Oft er þörf á
skjótari greiningu og getur smá-
sjárgreining gefið fyrstu vísbend-
ingu um sjúkdóm. Smásjá er eitt
fyrsta hjálpartæki meinatækna og
hefur víða verið notað sem tákn fyr-
FLÍSASKERAR
OG FLÍSASAGIR
:SÍ
Stórhöfða 17, við GuUinbrú,
síml 567 4844
Helztu nýjungar í
meinatækni, segir
Kristín Jónsdóttir,
eru á sviði sameinda-
líffræði.
ir meinatækni. Of langt mál yrði að
tíunda allar þær rannsóknir sem
meinatæknar starfa við, en margar
þeirra eru mjög sérhæfðar og krefj-
ast mikillar sérþekkingar. A rann-
sóknastofum í vefjafræði, ónæmis-
fræði, æðasjúkdómum, lífeðlisfræði,
litninga- og ísótóparannsóknum
starfa meinatæknar við greiningu
fjölda sjúkdóma og við lyfjafram-
leiðslu nýtast kraftar þeirra einnig.
Helstu nýjungar í störfum meina-
tækna era á sviði sameindalíffræði,
fræðigreinar er beinir sjónum sín-
um að erfðaefninu DNA. Fjöldi
meinatækna vinnur við slíkar rann-
sóknir hjá Islenskri erfðagreiningu,
rannsóknastofu Hjartaverndar og
hjá Krabbameinsfélagi íslands og
við erfðafræðilega greiningu sjúk-
dóma á rannsóknastofum sjúkra-
húsanna. A sviði sýklafræðinnar er
ein helsta nýjungin að greina erfða-
efni sýkla í sýnum. Gæðaeftirlit hef-
ur alltaf verið ríkur þáttur í starfs-
umhverfi meinatækna og öll vinna á
rannsóknastofum er undir ströngu
eftirliti og stöðugt er prófað hvort
mælingar séu réttar.
Niðurstöður rannsókna er meina-
tæknar framkvæma leiða í mörgum
tilvikum til greiningar sjúkdóms
og/eða gefa leiðbeiningar um hvern-
ig best er að meðhöndla sjúkdóm
viðkomandi einstaklings. Þannig
gefa þær þeim sem meðhöndlar
sjúklinginn lykilinn að lækningu
hans.
Höfundur er meinatæknir á sýkla-
deild Landspítala. Hún er í masters-
námi við Háskóla íslands.
Hvar er Fram-
sóknarflokkurinn?
SPURT er að gefnu
tilefni. Ég hef verið að
velta því fyrir mér und-
anfamar vikur hvers
vegna Sjálfstæðisflokk-
urinn nýtur einn ávinn-
ingsins af þeirri stjórn-
arstefnu sem fylgt er.
Þegar sjómenn náðu nú
loks eyram þjóðarinnar
og ríkisstjórnarinnar
kom í ljós að Fram-
sóknarflokkurinn hefur
enga opinbera stefnu
um hvemig leysa á
þann ágreining sem
hefur þrisvar valdið sjó-
mannaverkfóllum á síð-
ustu árum. Það á að eft-
irláta það einhverri
nefnd sem skipuð er tveimur ráðu-
neytisstjóram og einum sendiheraa.
Stjórnarflokkarnir hafa ekkert um
málið að segja. Sá fjöldi fólks, sem
er félagar í þessum flokkum vegna
þess að það telur skoðanir þess og
flokkanna fari saman, á ekkert að
hafa um málið að segja.
Það blasir við í deilunni um
kvótaviðskiptin að hagsmunaaðilar
eru ekki færir um að finna ein-
hverja lausn sem þeir geta báðir
sætt sig við. Þess vegna hefði ég
talið að nú þyrfti að koma til kasta
stjómmálamanna að axla þá póli-
tísku ábyrgð að höggva á hnútinn.
Það er allavega lágmarkskrafa að
stjórnmálaflokkar sem tóku virkan
þátt í að koma núverandi fiskveiði-
stjórnunarkerfi á hafi einhverja
skoðun á því hvernig það á að þró-
ast til þess að það nái best þeim til-
gangi sem lagt var upp með. Það er
ljóst að kerfið mun ekki geta staðið
óbreytt ef að það á að ná fram sátt
um það til framtíðar.
Það er hlutverk stjórnmálaflokka
að hafa skoðanir á þeim þjóðmálum
sem efst eru á baugi á hverjum
tíma. Það á ekki að eftirláta emb-
ættismönnum það hlutverk. Þá
vakna spurningar um hvar þing-
menn Framsóknarflokksins, sem
ekki sitja í ríkisstjórn, standa í
þessu máli. Hafa þeir
enga skoðun á málefn-
um líðandi stundar?
Framsóknarmenn
samþykktu ályktun á
síðasta fundi miðstjórn-
ar þar sem bent er á
nauðsyn þess að flokk-
urinn verði í forystu við
að sætta sjónarmiðin
sem uppi era um fisk-
veiðistjórnunarkerfið
og átti m.a að taka mál-
ið upp á sérstökum
fundi. í því ríkisstjórn-
arsamstarfi sem við er-
um í hefur þeirri stefnu
verið fylgt að bera ekki
ágreining við sam-
starfsflokkinn á torg.
Það er vel, en það þýðir ekki að við
eigum að láta af því að hafa okkar
skoðanir á málunum og að halda
þeim á lofti.
Fiskveiðistj órnunar-
kerfíð, segir G. Yaldi-
mar Valdemarsson, er
ekki einkamál ráðherra
og embættismanna.
Meðan okkar áherslur og skoðan-
ir koma ekki fram standa kjósendur
í þeirri meiningu að allt sem gert er
hljóti að vera runnið frá stóra
stjórnarflokknum. Eða er okkur
ekki kennt að meirihlutinn ráði. Ég
skora á framsóknarmenn að halda
nú fundinn um sjávarútvegsmálin
og láta ekki sitt eftir liggja þegar
stefna næstu ára í þessum mikil-
væga málaflokki verður mótuð. Það
er mikilvægt fyrir flokkinn og okk-
ur sem þar störfum að við fáum að
koma okkar sjónarmiðum að. Þetta
mál er ekki einkamál ráðheraa og
embættismanna.
Höfundur situr ( miðstjórn Fram-
sóknarflokksins.
G. Valdiniar
Valdemarsson