Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ
42 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998
MINNINGAR
+
Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
KATRÍN GUÐLAUGSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
áður Frakkastíg 12,
lést mánudaginn 2. febrúar sl.
Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
Guðmunda Guðmundsdóttir,
Guðlaugur Wium,
Sigurhans Wium,
Guðmunda Wium,
Sigríður Júlía Wium,
Gísli Wium,
Anna Lísa Wium,
Hjördís Jónsdóttir,
Ingigerður Magnúsdóttir,
Sigurður Höskuldsson,
Einar Geir Guðnason,
Þorbjörg Gísladóttir,
Hjalti Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær sonur okkar og bróðir,
BRAGIPÁLSSON,
Hæðarbyggð 14,
Garðabæ,
lést á heimili sínu laugardaginn 14. febrúar sl.
Útför verður auglýst síðar.
Guðbjörg Hjörleifsdóttir, Páll Bragason,
Hinrik Pálsson,
Hjörleifur Pálsson,
Viðar Pálsson.
+
HENNÝ BERNDSEN,
Búðardal,
lést á heimili dóttur sinnar og tengdasonar,
sunnudaginn 15. febrúar.
Gunnar Óskarsson,
Birgir Óskarsson,
Hildur Óskarsdóttir,
Hilmar Óskarsson,
Jakobína Kristjánsdóttir,
Jóhanna Birna Sigurðardóttir,
Róbert Fearon,
Inga María Pálsdóttir.
+
PÉTUR JÓHANNSSON
fyrrv. skrifstofustjóri í Þorlákshöfn
og bóndi í Glæsibæ,
Sléttuhlíð, Skagafirði,
til heimilis í
Daltúni 14, Kópavogi,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Þorlákskirkju laugar-
daginn 21. febrúar kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast
hans, er þent á Þorlákskirkju og Karitas.
Margrét Pétursdóttir, Grétar G. Ingvarsson,
Guðríður Pétursdóttir, Guttormur Sigurðsson,
Jóhann Pétursson, Þóra Sæunn Úlfsdóttir.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ANNA JÓHANNSDÓTTIR,
Hlíðargerði 5,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 19. febrúar nk. kl. 13.30.
Magnús Jónasson,
Óskar Magnússon, Kristín Eggertsdóttir,
Jónas S. Magnússon, Nanna Ólafsdóttir
Edda Magnúsdóttir, Guðmundur Björnsson,
Guðrún J. Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+ Sigríður Soph-
usdóttir Blöndal
Broberg fæddist á
Siglufirði hinn 22.
desember 1917. Hún
lést á sjúkrahúsi f
Gautaborg hinn 24.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Olöf Þorbjörg
Hafliðadóttir Blön-
dal, húsmæðrakenn-
ari, f. 10.12. 1894, d.
26.5. 1976, og Soph-
us Auðunn Blöndal,
forstjóri, f. 5.11.
1888, d. 22.3. 1936.
Sigríður átti eina systur, Svein-
björgu Helgu Kjaran, sem lifir
systur sína. Sigríður lauk prófi
frá Verzlunarskóla Islands árið
1936. Að því loknu starfaði hún
hjá bæjarfógetanum á Siglu-
firði í eitt ár en fluttist til Sví-
þjóðar haustið 1937 með
unnusta sínum. Hún var í hús-
mæðraskóla í Svíþjóð einn vet-
ur en kom heim til íslands á
sumrin.
Árið 1939 giftist Sigríður All-
an Erlandsson, f. 4. júní 1914,
sildarkaupmanni í Svíþjóð.
Þeirra börn eru: 1) Bryndís
Gunnilla Borgen, f. 1. júlí 1941,
loftskeytam., skrifstofum. í
Gautaborg, giftist Erik Borgen,
f. 6. sept. 1939, stýrimaður í
Noregi, þau skildu. Þeirra son-
ur er Thomas Borgen, f. 21. júni
1969, nemi í Gautaborg. 2)
Gunnar Olof Sophus Broberg, f.
5. okt. 1944, framkv.stj. í Mala-
ysíu, kvæntist Catharine Bro-
berg Wigelius, f. 6. júní 1944,
húsm. í Gautaborg, þau skildu.
Þeirra börn eru: a)
Á fyrri hluta aldarinnar var mikill
uppgangur á Siglufirði. Sfldin var
þá fyrir Norðurlandi og atvinna
næg. Á sumrin iðaði bærinn af lífi
og skólafólk leitaði þangað til að
sækja sér vinnu.
I þessu umhverfi fæddist móður-
systir okkar Sigríður Blöndal og
ólst upp til 18 ára aldurs. Hún var
eldri dóttir hjónanna Ólafar Haf-
liðadóttur og Sophusar Blöndal. En
yngri dóttir þeirra er Sveinbjörg
Helga móðir okkar. Fjölskyldan bjó
í Hafliðahúsi sem enn stendur við
Norðurgötuna. Húsið var kennt við
Hafliða Guðmundsson hreppstjóra
afa þeirra. í næsta nágrenni bjuggu
systkini Ólafar, Helgi, Kristín, Guð-
mundur og Andrés. Mikill sam-
gangur var milli fjölskyldna þeirra.
Bræður Sophusar, þeir Magnús og
Gunnlaugur Blöndal, dvöldu einnig
langdvölum á Siglufirði og áttu þá
sitt annað heimili hjá Olöfu og
Sophusi. Gunnlaugur málaði á þess-
um árum margar sínar bestu mynd-
ir. Þær systur sátu oft fyrir hjá hon-
um sem börn.
Heimili Ólafar og Sophusar var
mikið tónlistarheimili. Hjónin sungu
bæði í kirkjukórnum og auk þess
söng Sophus í karlakórnum Vísi og
fóru raddæfingar kórsins fram á
heimilinu. Þannig varð tónlistin
snemma ríkur þáttur í lífi þeirra
systra. Þær léku báðar á gítar og
sungu. Á Siglufirði átti frænka okk-
ar góða bernsku og æsku. Hjá ást-
Charlotte Sigríður
Broberg, f.19. jan.
1971. b) Camilla
Margarethe Bro-
berg, f. 27. feb.
1974. c) Sophus
Carl Christer Bro-
berg, f. 9. ág. 1980.
3) Sigrún Agnes
María Gustavsson,
f. 6. mars 1946, iðju-
þjálfi í Gautaborg,
gift Anders Gust-
avsson, f. 2. sept.
1946, verslunarm. í
Gautaborg. Þeirra
börn eru: a) Agnes
Jessica Gustavsson, f. 21. júní
1975. b) Joel Andreas Gustavs-
son, f. 17. mars 1978.
Árið 1950 slitu þau Sigríður
og Allan samvistir og árið 1951
giftist hún eftirlifandi manni
sínum Carl Joel Broberg, f. 18.
jan. 1918, lækni í Gautaborg,
þeirra börn eru: 1) Ulla Kristina
Skogsberg, f. 10. maí 1951,
tannsmiður í Gautaborg, gift
Lars Jerker Skogsberg, f. 11.
júní 1947, tannlækni í Gauta-
borg og eru þeirra börn: a) Carl
Mikael Skogsberg, f. 14. okt.
1975. b) Anna Ulrika Skogs-
berg, f. 26. apríl 1979. 2) Kerstin
Annika Broberg, f. 18. feb. 1953,
d. 5. okt. 1955. 3) Ingela Marg-
areta Petterson, f. 5. sept. 1957,
verslunarm. í Gautaborg, gift
Thomas Petterson, f. 15. maí
1953, viðskiptafr. í Gautaborg.
a) Erik Carl Gustav Petterson, f.
22. júlí 1987. b) Carl Gustav Per
Petterson, f. 2. mars 1991.
Útför Sigríðar fer fram frá
Orgrytakirkju í Gautaborg hinn
18. febrúar.
ríkum foreldrum á heimili þar sem
allir voru velkomnir. Sigga var góð-
ur námsmaður og eftir að skóla-
göngu lauk í Bamaskóla Siglufjarð-
ar fór hún suður til Reykjavíkur og
stundaði nám í þrjá vetur við Verzl-
unarskóla íslands. Þau ár bjó hún
hjá foðursystrum sínum Kristjönu
og Sigríði Blöndal og ömmu sinni og
nöfnu. Þær leigðu fyrst í Bernhöfts-
bakaríi og síðan hjá frú Petersen í
Skólastræti 3. Á þessum árum eign-
aðist Sigga vinkonur sem bjuggu í
næsta nágrenni, þær Bimu Peter-
sen, dóttur frú Petersen, Ágústu
Ahrens, sem bjó líka Skólastræti,
Gerðu Herberts, sem bjó í Banka-
stræti, og Ágústu Gísladóttur sem
bjó við Miðstræti. Þessar konur
hafa verið bestu vinkonur þeirra
systra æ síðan en þær tóku mömmu
okkar opnum örmum er hún kom
nokkm síðar í Verzlunarskólann.
Síðasta ár Siggu í Verzlunarskól-
anum dó faðir hennar skyndilega
langt fyrir aldur fram. Var hann öll-
um mikill harmdauði og þurfti móð-
ir hennar nú að sjá fyrir sér og
dætrum sínum. Hún hóf hannyrða-
kennslu við bamaskólann og á
sumrin seldi hún aðkomufólki fæði
og húsnæði eða hafði „kostgangara"
eins og hún sjálf kallaði það. Margt
ungt skólafólk sem sótti vinnu til
Siglufjarðar á sumrin bjó þá á
heimili þeirra mæðgna. Einnig
bjuggu þar oft erlendir síldarkaup-
menn. Einn þeirra var ungur Svíi,
Allan Erlandson. Hann og Sigga
frænka trúlofuðu sig og flutti hún
með honum tii Gautaborgar haustið
1937 og giftust þau vorið 1939. Þau
eignuðust þrjú börn en skildu árið
1950. Árið 1951 giftist Sigga eftirlif-
andi manni sínum Carli Joel Bro-
berg lækni í Gautaborg og var það
hennar mesta gæfa í lífinu. Calle
tók börnin hennar þrjú að sér sem
sín eigin og saman eignuðust þau
þrjár dætur. Eina þeirra, Aniku,
misstu þau aðeins tveggja ára úr
hvítblæði.
Á heimili Siggu og Calle var alltaf
mikill gestagangur. Vinir barnanna
komu þar mikið og vinir og ættingj-
ar frá Islandi komu í heimsókn. Síð-
ast en ekki síst stóð heimili þeirra
opið íslenskum námsmönnum í
Gautaborg. Eiga þau marga vini
þeirra á meðal sem haldið hafa
tryggð við þau alla tíð. Calle lagði á
sig að læra íslensku og les hann
hana og skilur ágætlega í dag. Þau
hjónin voru samhent í að koma sér
upp góðu safni íslenskra listaverka
og ber þar hæst myndir Gunnlaugs
föðurbróður Siggu en hann heim-
sótti þau og málaði á Billdal.
Við systur höfum allar ásamt fjöl-
skyldum okkar notið gestrisni Siggu
og Calle á Billdal en þar áttu þau sér
sumarbústað í skerjagarðinum rétt
utan við Gautaborg. I fyrstu dvöldu
þau þarna bara á sumrin en síðar
gerðu þau húsið að heilsársbústað
og bjuggu þar alla tíð. Þama vildi
Sigga helst vera, því þar sá hún sjó-
inn eins og heima á Siglufii-ði.
I bamsminni okkar er Gautaborg
mesta heimsborg alh-a staða. Þar
vom keyptir á okkur jólakjólar og
fermingarkjólar. Þar bjó hún sól-
brúna, failega frænka okkar sem
fyllti stofumar með gleði og söng
þegar hún kom í heimsókn. Sigga
og Calle heimsóttu ísland eins oft
og þau gátu og frá árinu 1960 komu
þau næstum árlega. I þessum heim-
sóknum kynntumst við systur þeim
best því þau bjuggu þá á heimili for-
eldra okkar. Heimsóknum þeirra
fylgdi jafnan mikil gleði og kátína
og var þá sungið og spilað á gítar á
hverju kvöldi jafnt íslensk sönglög,
söngvar Hjálpræðishersins á Siglu-
firði og Glúntarnir, Bellmann og
Evert Taube. Einnig vom rifjaðar
upp minningar frá Siglufirði.
Allt frá því við vorum smábörn
hefur lífið á Siglufirði og bernsku-
og æsku-minningar þeirra systra
staðið í miklum ljóma í hugum okk-
ar. Við minnumst lýsinga á skraut-
sýningum þar sem pabbi þeirra lék
álfakónginn og þær fengu að vera
með sem smábörn. Sfldarböllin og
klúbbböllin tóku svo síðar við.
Við þekkjum engan sem kunni
annað eins af íslenskum og erlend-
um söngvum og Sigga frænka. Þó
hún hafi verið búsett í Svíþjóð í sex-
tíu ár kunni hún íslenska texta bet-
ur en flestir aðrir og söng þá á lýta-
lausri íslensku enda var það henni
kappsmál að halda móðurmálinu.
Þegar heilsan var farin að gefa sig
og hún ekki fær um að koma til ís-
lands endaði hún gjarnan símtöl við
okkur á spurningunni „Er ég nokk-
uð farin að tala með hreim?“
I þau rúmlega sextíu ár sem
Sigga bjó í Svíþjóð höfðu hún og
mamma mjög náið samband. Fyrstu
áratugina skrifuðust þær á vikulega
en eftir að símsamband batnaði töl-
uðu þær minnst vikulega saman og
síðustu árin miklu oftar. Söknuður
mömmu er því mjög mikili.
Þann 29. október síðastliðinn
fékk Sigga heilablæðingu. Hún
missti mál og mátt og var á sjúkra-
húsi síðan. Þennan tíma var fjöl-
skylda hennar henni mikill styrkur.
Calie vék ekki frá henni og þegar
hann varð fyrir því óhappi að fót-
brotna rétt fyrir jól bað hann um að
fá að vera á sama sjúkrahúsi og hún
og var hann hjá henni þegar hún dó.
Dætur Siggu og tengd -idóttir vöktu
yfir henni, sungu fyrir hana og
gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til
að létta henni veikindin. Sonur
hennar, sem býr í Malasíu, kom til
Svíþjóðar þegar hann frétti af veik-
indum móður sinnar.
Við og fjölskyldur okkar sendum
Calle og börnum þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Ólöf, Soffía og Helga Kjaran.
+
Fóstra min,
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Droplaugarstöðum
v/Snorrabraut,
lést föstudaginn 13. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Steindór Guðmundsson
og fjölskylda.
SIGRIÐUR
SOPHUSDÓTTIR
BLÖNDAL BROBERG