Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 43

Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 43
I J MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 43 OSKAR HERVARSSON + Óskar Hervars- son fæddist í Súðavík í Álftafirði 17. júní 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 10. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmunda Eiríks- dóttir, f. 19.12. 1909, og Hervar Sigurvin Þórðarson, f. 29.9. 1906, d. 21.7. 1985. Systkini Óskars eru: Fanney, f. 17.6. 1931, Sólveig Þórunn, f. 5.9. 1932, Birna, f. 6.12. 1933, Svanhildur, f. 26.1. 1935, Eiríkur, f. 14.9. 1938, Dóra, f. 4.9. 1939, Hafsteinn Gunnar, f. 19.2. 1943, d. 5.9. 1943 og Jón Trausti, f. 19.8. 1945. Eftirlifandi eiginkona Óskars er Sigríður Fjóla Ásgrímsdóttir, f. 11.1. 1932. Börn þeirra eru: 1) I' Þórður Ægir, f. 4.6. 1954. Eiginkona hans er Sigurborg Odds- dóttir og eiga þau tvær dætur. Þórður Ægir á eina dóttur af fyrra hjónabandi og áður eignaðist hann eina dóttur. 2) Guð- munda Hrönn, f. 28.8. 1956. Eiginmaður hennar er Stefán Ei- ríksson. Þau eiga tvö börn. 3) Irma Sjöfn, f. 12.11. 1961. Eigin- maður hennar er Hrólfur Ölvisson. Þau eiga tvær dætur. Stjúpsonur Óskars er Ásgrímur Kárason, f. 18.11. 1950. Eiginkona hans er Jólianna Guðrún Þorbjörnsdóttir. Þau eiga þijú börn. Óskar verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Á hádegi hinn 10. febrúar andað- ist bróðir okkar Óskar Hervarsson. Fögur vetrarsólin gyllti hinn drif- hvíta snjó, yfir Akrafjallinu blár himinn, með þunnri slæðu hvítra skýja. Það var eins og öll þessi feg- urð himins og jarðar væri sett fram til heiðurs þér, okkar kæri bróðir. Ótímabært andlát hans er okkur sárt, en sá sem yfir vakir, hann ræður, okkar er að sættast á. Óskar var góður bróðir, grand- var og glaðlyndur maður sem gekk ávallt hægt um gleðinnar dyr og tók tillit til nærveru sálar. í faðm- lagi hans bjó hlýja og styrkur. I einkalífinu var Oskar ham- ingjusamur maður, elskaður af fjöl- skyldu sinni og kom kærleikur þeirra til hans best í ljós er þau önnuðust hann af ást og umhyggju hans síðustu daga hér á jörð. Hann uppskar eins og hann sáði til, því að fjölskyldan var honum dýrmætust og hlúði hann alla tíð vel að henni. Móðir okkar, nú orðin 87 ára að aldri, sér nú eftir góðum syni sem var henni mjög kær og hennar fyrsta bam. Guð styrki hana og alla fjölskylduna hans. í sólhvítu ijósi hinna síðhærðu daga býr svipur þinn. Eins og tálblátt regn sé ég tár þín falla yfir trega minn. Og íjarlægð þín sefur í faðmi minum í fyrsta sinn. (Steinn Steinarr.) Við þökkum honum samfylgdina í 67 ár. Hvíl í friði, kæri bróðir. Þín systkini. Þegar við félagar úr Kirkjukór Akraness komum saman ásamt samferðafólki föstudaginn 6. febrú- ar til þess að minnast ferðar okkar til Landsins helga fyrir 20 árum kom kveðja frá Óskari Hervars- syni. Hann gat ekki verið með þar sem hann hafði skömmu áður lagst inn á sjúkrahús til þess að gangast undii- aðgerð. Ég held að enginn hafi búist við því að áður en vika væri liðin yrði hann allur en sú er nú orðin raunin. Ekki fer hjá því að hugurinn leiti aftur í tímann við slík tímamót enda er margs góðs að minnast. Kirkjukór getur verið sundurleit- ur hópur því að söngfólkið kemur úr ýmsum áttum og úr flestum stéttum. Það sem sameinar það er áhugi á tónlist og það yndi sem það hefur af söng. Bassinn er kjölfestan í góðum kór og skiptir máli að hann sé vel skipaður. Þar var Óskar á réttum stað en hann hafði fallega bassarödd og var einnig lagviss maður. Hann var líka góður félagi, hafði næma kímnigáfu og naut þess að segja frá. Á árshátíðum kórsins og við fieiri tækifæri flutti hann annála starfsins með gamansömu ívafi við góðar undirtektir. Hann var formaður kórsins á árunum 1979-81 og gegndi því starfi af trú- mennsku og festu. - Sá er þetta rit- ar hefur nú starfað í Kirkjukórnum í 27 ár og man ekki betur en Óskar hafi verið þar allan þann tíma. Þær eru því orðnar margar stundimar sem við höfum átt saman á kirkju- loftinu og víðar í söng og við höfum sungið saman á mörgum tónleikum. Upp í hugann koma ógleymanlegar stundir á ferðalögum til ísraels, Þýskalands, Lundúna, Austurríkis og Ungverjalands, svo og á ferða- lögum innanlands. Skálholtsferðirnar eru orðnar margar. Fyrir þær góðu samveru- stundir skal nú þakkað. Það verður tómlegra á kirkjuloftinu eftir en áð- ur og skarð Óskars verður vand- fyllt. Fyrir hönd Kirkjukórsins sendi ég eftirlifandi eiginkonu, börnum, tengdabörnum, barnabömum og móður hans innilegar samúðar- kveðjur. Þeirra missir er mikill en minningin um góðan mann lifir. Steingrímur Bragason. „Verði þinn vilji.“ Stundum get- um við lítið annað sagt. Þannig var mér innanbrjósts þegar ég frétti veikindi og síðan lát Óskars Hervarssonar. Óskar var of fljótt burtkallaður frá vinum sínum og Blómabúð in öa^ðskom v/ PossvogskiFUjucja^ð Sími: 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa Islands Suðurhlíó 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. Crfídryííj ur UPPLVSINGAR f SÍMUM 562 7575 & 5O5O 925 HOTEL LOfTLEíÐfR I * G f í Ií * l' * ( * f f t í fjölskyldu. En við deilum ekki við hinn æðsta dómara, heldur verðum við að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt, jafnvel þó að okk- ur finnist dómurinn ekki tímabær eða réttlátur. Nú þegar leiðir skilja viljum við systkinin og foreldrar okkar í Flatatungu, þakka fyrir allt það sem þú gafst af þér á langri sam- leið. Þau eru ófá veridn sem þú skildir eftir þig og margar hlýjar samverustundir sem við áttum með ykkur hjónunum. Þegar ég var barn voruð þið Didda í mínum huga einn af vor- boðunum. Á vorin þegar túnin voru orðin það sprottin að grasið bylgj- aðist undan vindinum gátum við átt von á því að þið færuð að koma í fyrstu heimsókn sumarsins. Þið komuð færandi hendi og við bræð- ur hlökkuðum til. Allt frá því ég man fyrst eftir mér talaðir þú við okkur krakkana eins og jafningja þína og taldir ekki eftir þér að sýna þolinmæði við að svara bamalegum spumingum. Seinna skildist mér að lítillætið er einkenni stórbrotinna manna. Með Óskari Hervarssyni er genginn góður drengur sem fegraði og bætti mannlífið í kringum sig. Ég veit að sökuðurinn er mikill hjá fjölskyldunni og eftirlifandi eigin- konu. Megi Guð styðja þau og styrkja. Ámi Gunnarsson frá Flatatungu. ♦O' y % ¥ Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA Eiginmaður minn, HALLGRÍMUR INDRiÐASON, Litla-Hvammi, Eyjafjarðarsveit, varð bráðkvaddur á heimili okkar laugardaginn 14. febrúar. Lilja Jónsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, BJARNÞÓR VALDIMARSSON, lést á heimili sínu Reykjamörk 2b, Hveragerði að kvöldi 14. febrúar sl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir mína hönd og annara vandamanna, Þórdís Jónsdóttir. Bróðir okkar, GARÐAR RÖÐULL KRISTJÁNSSON frá Finnstungu, lést á sjúkrahúsi í Ástralíu 15. janúar sl. Útförin hefur farið fram. Grétar F. Guðmundsson, Heimir F. Guðmundsson, Áslaug F. Guðmundsdóttir, Svanhildur F. Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tendamóðir og amma, RAGNA SVAVARSDÓTTIR, Stiilholti 8, Akranesi, lést laugardaginn 14. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Bergljót Skúladóttir, Benedikt Skúlason, Einar Skúlason, Laufey Skúladóttir, Ingibjörg Skúladóttir, Þorbjörg Skúladóttir, Sigrfður Skúladóttir, Skúli Ragnar Skúlason, tengdabörn og barnabörn + Bróðir okkar og mágur, SIGURÐUR JÓNSSON, vélvirki, Stóragerði 38, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 18. febrúar kl. 15.00. Ingigerður Jóndóttir, Maria Jónsdóttir, Guðrún S. Jónsdóttir, Brynhildur Stefánsdóttir, Margrét Stefánsdóttir. Egill Kristbjörnsson, Jón Kristjánsson, Pétur Kristbergsson, Kristinn Júlíusson, + Kveðjuathöfn vegna, MARGRÉTAR FINNBJÖRNSDÓTTUR frá ísafirði, verður haldin I Dómkirkjunni í Reykjavík mið- vikudaginn 18. febrúar kl. 16.00. Útför hennar verður gerð frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00. Elísabet G. Kristjánsdóttir, Hulda Bryndís Sverrisdóttir, Kristján Sverrisson, Margrét K. Sverrisdóttir, Ásthildur L. Sverrisdóttir, Greta L. Kristjánsdóttir, Ragnhildur Sverrisdóttir, Guðni A. Jóhannesson, Ema S. Ragnarsdóttir, Pétur S. Hilmarsson, Matthías Sveinsson, Sverrir Hermannsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.