Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 49
I
I
1
I
I
I
I
i
s
3
1
i
i
i
270 keppa í
eðlisfræði
FORKEPPNI í landskeppni í eðl-
isfræði og Ólympíuleikana í eðlis-
fræði fer fram í dag, 17. febrúar.
270 framhaldsskólanemendur í 11
framhaldsskólum víðsvegar um
landið þreyta keppnina og verða
fímm keppendur valdir fyrir
Ólympíuleikana í eðlisfræði.
Úslitakeppnin verður háð milli
14 framhaldsskólanemenda í byrj-
un mars og 5 þeirra verða valdir til
að taka þátt í Ólympíuleikunum í
eðlisfræði.
Forkeppnin felst í að leysa 25
fjölvalsspurningar á 2 klst. úr efni
sem að uppistöðu til er úr náms-
efni 1. árs (2 áfangar) í eðlisfræði
framhaldsskóla. Spurningarnar
hafa framhaldsskólakennarar lagt
til en eðlisfræðikennari Háskólans
á Akureyri hefur útbúið þær til
keppninnar.
Keppt á ísiandi
Það eru Eðlisfræðifélagið og Fé-
lag raungreinakennara sem standa
að Landskeppninni en Morgun-
blaðið stendur straum af öllum
kostnaði við keppnina. Ólympíu-
leikarnir í eðlisfræði fara í þetta
skiptið fram á Islandi í boði
menntamálaráðuneytisins í júlí.
Búist er við nærri 300 keppendum
frá 58 löndum og um 200 farar-
stjórum, áheymarfulltrúum og
öðrum gestum.
Keppnin stendur yfir í 8 daga
og fer hún fram í Laugardalshöll
en Fjölbrautaskólinn í Ármúla
hýsir skrifstofu leikanna. Marg-
háttaður undirbúningur fer nú
fram og mun ÍTR leita eftir 60 fs-
lendingum á þrítugsaldri sem eru
reiðubúnir að vera hinum ungu er-
lendu keppendum til halds og
trausts á meðan á dvöl þeirra hér-
lendis stendur.
Félag raungreinakennara leitar
eftir raungreinakennurum sem
stofna vilja til kynna við erlend
starfsystkini sín og sendiráðin
leita eftir fjölskyldum sem kynna
vilja keppendunum íslensk heimili,
segir í fréttatilkynningu.
Námsstefna um
kennslu ein-
hverfra
UMSJÓNARFÉLAG einhverfra
stendur fyrir námsstefnu dagana
17. -18. febrúar í KFUM og K hús-
inu við Holtaveg. Námsstefnan ber
yfirskriftina Kennsla einhverfra, frá
kenningum til aðgerða. Fyrirlesar-
ar eru þau Theo Peeters og Hilde
DeClerq sem eiu hérlendis dagana
16.-19. febrúar.
Einhverfan er sérstæð fbtlun.
Mikilvægt er að góð þekking sé á
fótluninni, þekking skilar sér í
auknum skilningi á fótluninni og á
þjónustustörf. Umsjónarfélag ein-
hverfra leggur mikla áherslu á
fræðslu.
Námsstefna sem þessi er mjög
mikilvæg. Hún er mjög vel sótt.
Foreldrar, kennarar, þroskaþjálfar
og fjöldi annarra sækja þessa náms-
stefnu, segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlestrar um
Tantra-jóga
JÓGAKENNARINN Dada Ru-
dreshvar heldur kynningarfyrir-
lestra á vegum Ananda Marga um
Tantra-jóga, sem er alhliða æfinga-
kerfi, næstu tvo miðvikudaga, þ.e.
18. og 25. febrúar kl. 20.
„Lögð verður áhersla á nokkur
meginatriði Tantra-viskunnar og
áhrif iðkunarinnar til heildræns
þroska, sannrar gleði og heilbrigði.
Tíunduð verða andleg markmið
Tantra-jóga og hugleiðslu til vit-
undarvakningar fyrir bættu um-
hverfi og betri heimi,“ segir í
fréttatilkynningu.
Kynningin verður í Lögbergi við
Hí, stofu 101, án endurgjalds.
FRETTIR
HEILSUSTOFNUN í Hveragerði.
Fyrirlestur um
fæðuval og mígreni
MÍGRENSAMTÖKIN halda
fræðslufund í Gerðubergi miðviku-
daginn 18. febrúar kl. 20. Dr. Inga
Þórsdóttir, dósent í næringarfræði
við Háskóla íslands, flytur erindi
um fæðuval og mígreni og svarar
fyrirspurnum. Inga er einnig for-
stöðumaður á næringarstofu Land-
spítalans þar sem næringarráðgjaf-
ar vinna og auk þess situr hún í
Manneldisráði.
Á undan fyrirlestrinum fer fram
stutt kynning á fyrirhugaðri
tveggja vikna dvöl mígrenisjúklinga
á Heilsustofnun í Hveragerði 9.-20.
mars næstkomandi sem undirbúin
hefur verið í samvinnu við Mígren-
samtökin. Áhersla í meðferðinni er
Fyrirlestur
um homma og
lesbíur
GUÐMUNDUR Páll Ásgeirsson,
námsráðgjafi við Iðnskólann í
Reykjavík, flytur íyrirlestur á veg-
um Rannsóknarstofnunar Kennara-
háskóla íslands, miðvikudaginn 18.
febrúar kl. 16.15. Fyrirlesturinn
nefnist: „Með hnút í maganum. Við-
töl við lesbíur og homma um sárs-
aukafullar tilfinningar í tengslum
við_ að koma úr felum.“
í fyrirlestrinum mun Guðmundur
greina frá viðtölum sínum við
nokkrar lesbíur og homma. Þar
sögðu þau frá því er þau gerðu sér
grein fyrir að þau væru samkyn-
hneigð. Einnig skýrðu þau frá
reynslu sinni af því að „koma úr fel-
um“. Athyglinni verður einkum
beint að sorg og sárum tilfinningum
og því hvernig tekist var á við þær,
segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlesturinn byggist á meist-
araprófsverkefni Guðmundar við
uppeldisvísindadeild Kennarahá-
skóla íslands 1997 á sviði ráðgjafar.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
stofu M-201 í Kennaraháskóla ís-
lands við Stakkahlíð.
Húnvetningafé-
lagið 60 ára
HÚNVETNINGAFÉLAGIÐ í
Reykjavík er 60 ára í dag, 17. febrú-
ar. I tilefni þessara tímamóta efnir
félagið til dagskrár nú á næstunni í
nýrri Húnabúð, sem tekin var í
notkun í gær, í Skeifunni 11, 3. hæð.
Föstudaginn 20. febrúar verður
kántrý- og hagyrðingakvöld. Þar
skemmtir Hallbjörn Hjartarson og
einnig verða á palli nokkrir kunnir
hagyrðingar.
Sunnudaginn 22. febrúar verður
tónlistardagur þar sem flutt verða
fjölbreytt tónlistaratriði tengd Hún-
vetningum.
Miðvikudaginn 25. febrúar verður
upplestur á bundnu og óbundnu
máli úr verkum Húnvetninga.
Afmælisskákmót verður haldið
föstudaginn 27. febrúar þar sem
þátttakendur verða Húnvetningar
sunnan heiða og norðan.
Afmælisdagskránni lýkur með
árshátíð sem verður í Kiwanishús-
inu við Engjateig laugardaginn 28.
febrúar. Um dansinn sér Geirmund-
ur Valtýsson.
á slökun, hreyfingu og mataræði; að
byrja nýtt líf, að breyta um lífsstíl. I
skipulegri dagskrá samkvæmt
stundaskrá er heilsuþjálfun: vatns-
leikfimi, göngur, æfingar í tækjasal,
bakskóli, æfingar fyrir háls og herð-
ar, almenn leikfimi og slökun. Auk
þess ýmiss konar böð (leirböð, víxl-
böð, slökunarböð, ilmolíuböð o.fl.)
og nudd og sjúkraþjálfun. Fræðsla
og ráðleggingar eru stór þáttur til
að hjálpa dvalargestum til að breyta
um lífsstíl, t.d. leiðbeinir næringar-
fræðingur um mataræði. Meðferðin
fer einnig fram í umræðuhóp með
öðrum mígrenisjúklingum.
Fulltrúi frá Heilsustofnun mun
annast kynninguna á meðferðinni.
Fyrsti fundur
skógræktarfé-
laganna í vetur
SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN halda
fræðslufund í Mörkinni 6 (húsi
Ferðafélagsins) í kvöld, þriðju-
dag, kl. 20.30. Þetta er fyrsti
fundur ársins í fræðslusamstarfi
Skógræktarfélags Islands og
Búnaðarbanka Islands hf. og er
nú tekinn upp þráðurinn frá því í
fyrra.
Aðalerindi kvöldsins flytur Jón
Loftsson skógræktarstjóri og
nefnist „Skógræktin inn í 21. öld-
ina“. „Lítil útbreiðsla skóga, ásamt
jarðvegsrofi, eru eitt alvarlegasta
umhverfisvandamál okkar. Mikið
verk er óunnið að því að byggja
upp gróðurauðlind landsins þó svo
að ýmislegt hafi áunnist. Núna era
um eitt hundrað ár síðan skipuleg
skógrækt hófst hér á landi, sem
margvíslegan fróðleik er hægt að
draga af. Jón mun í máli, og með
litskyggnum, fjalla um þann lær-
dóm sem af því má draga og gera
grein fyrir framtíðarsýn sinni á
skógræktarmálum," segir í frétta-
tilkynningu.
Áður en Jón hefur mál sitt mun
Bergþór Pálsson söngvari syngja
nokkur skógarlög. Kaffi og kleinur
verða á boðstólum.
RANGLEGA var farið með eftimafn
Kristínar Hallberg í Morgunblaðinu
á laugardag í texta með mynd af
samsæti íslendinga 1 Stokkhólmi
stuttu eftir veitingu Nóbelsverðlaun-
anna árið 1955. Birtist myndin hér
aftur, en á henni eru í fremri röð frá
Námskeið í
skyndihjálp
REYKJAVÍKURDEILD RKÍ
gengst fyrir námskeiði í almennri
skyndihjálp sem hefst fimmtudag-
inn 19. febrúar. Kennsludagar
verða 19., 23. og 24. febrúar.
Kennt verður frá kl. 19-23. Nám-
skeiðið verður 16 kennslustundir
og verður haldið í Fákafeni 1, 1.
hæð. Námskeiðsgjald er kr. 4.000.
Skuldlausir félagar í RKÍ fá 50%
afslátt. Hægt verður að ganga í fé-
lagið á staðnum. Einnig fá nem-
endur í framhaldsskólum og há-
skólum sama afslátt gegn framvís-
un skólaskírteinis.
Meðal þess sem kennt verður á
námskeiðinu er blásturaðferðin,
endurlífgun með hjartahnoði, hjálp
við bruna, blæðingum úr sárum.
Einnig verður fjallað um helstu
heimaslys, þ.m.t. slys á börnum og
forvarnir almennt. Að námskeið-
inu loknu fá nemendur skírteini
sem hægt er að fá metið í ýmsum
skólum.
Barnfóstrunámskeiðin hefjast 4.
mars. Næsta námskeið um slys á
bömum verður í maí. Önnur nám-
skeið hjá félaginu eru námskeið í
áfallahjálp (sálrænni skyndihjálp)
og um móttöku þyrlu á slysstað.
Þeir sem hafa áhuga á að komast á
þessi námskeið geta skráð sig frá
kl. 8-16.
Tekið skal fram að félagið út-
vegar leiðbeinendur til að halda
þessi námskeið.
Fyrirlestur um
auglýsingar
ALLIANCE Frangaise, Austur-
stræti 3, stendur fyrir fyrirlestri
og almennri umræðu um heim
auglýsinganna miðvikudaginn 18.
febrúar kl 20.30.
Marta Þórðardóttir segir frá því
ferli „sem liggur að baki þessa
mjög svo áberandi fyrirbrigðis í
nútímaþjóðflélagi“, eins og segir í
fréttatilkynningu.
Hún mun sýna nokkur valin
dæmi og útskýrir þau, um leið og
hún ber saman vinnuaðferðir aug-
lýsingahönnuða og auglýsingar,
hér á landi og í Frakklandi, þar
sem hún lærði.
Kynningin og umræður fara
fram á frönsku og íslensku.
LEIÐRÉTT
Haldiðún Gróa hafi skó
í FRÉTT í blaðinu á laugardag,
um minningarathöfn um Halldór
Kiljans Laxness, var m.a. sagt frá
lögum, sem Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn
fluttu við ljóð Halldórs. Ranglega
var farið með nafn höfundar
lagsins Haldiðún Gróa hafi skó.
Höfundur er Gunnar Reynir
Sveinsson. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
vinstri: Sven B.F. Janson, Þórunn
Ástríður Bjömsdóttir, Sigurður
Nordal, Kristín Hallberg, Halldór
Laxness. Standandi frá vinstri: Pet-
er Hallberg, Ragnar Jónsson, Ólöf
Nordal, Jón Helgason og Auður
Sveinsdóttir Laxness.
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa kl. 10-14. Léttur máls-
verður.
Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf fyr-
ir 10-12 ára kl. 17.
Dómkirkjan. Kl. 13.30-16
mömmufundur í safnaðarh., Lækj-
argötu 14a. Kl. 16.30 samverustund
fyrir böm 11-12 ára.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður á eftir.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um.
Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12
ára börn kl. 17 í safnaðarheimilinu.
Langholtskirkja.Ungbarnamorg-
unn kl. 10-12. Opið hús. Æskulýðs-
fundur kl. 20.
Laugarneskirkja. Lofgjörðar- og
bænastund kl. 21. Umsjón Þorvald-
ur Halldórsson.
Neskirkja. Foreldramorgunn á
morgun kl. 10-12. Fræðsla:
Mataræði ungbarna.
Seltjarnaraeskirkja. For-
eldramorgunn kl. 10-12
Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn
i safnaðarheimilinu í dag kl. 10-12.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón-
usta með altarisgöngu kl. 18.30.
Bænaefnum má koma til sóknar-
prests í viðtalstímum hans.
Digraneskirkja. Starf aldraðra í
dag frá kl. 11.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-
10 ára kl. 17.
Grafarvogskirkja. Eldri borgarar.
Opið hús kl. 13.30. Föndrað, spilað,
sungið. Kaffi. KFUM, drengir 9-12
ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsfélag,
yngri deild, fyrir 8. bekk kl. 20-22.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18.
Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í
safnaðarheimilinu Borgum í dag kl.
10-12.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 8-10 ára böm kl. 17-18.30 í
safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í
Vonarhöfn í safnaðarh. Strand-
bergi fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30.
Bessastaðakirkja. Bæna- og kyrrð-
arstund kl. 17.30. Hægt er að koma
bænaefnum til presta og djákna
safnaðarins.
Vídalínskirkja. Fundur í æsku-
lýðsfélaginu, yngri deild kl. 19.30,
eldri deild kl. 21.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og
fyrirbænir kl. 18.30.
Borgarneskirkja. Helgistund
þriðjudaga kl. 18.30. Mömmumorg-
unn í Félagsbæ kl. 10-12.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10. TTT starf kl. 18-19 fyrir
10-12 ára. Unglingastarf kl. 20.30
fyrir 8. 9. og 10. bekk.
Keflavíkurkirkja. Hugvekja í
Hvammi kl. 17. Kirkjan opin 14-16.
Starfsfólk kirkjunnar í Kirkjulundi
14-16.
Landakirkja. Kl. 16 kirkjuprakk-
arar (7-9 ára). Kl. 20.30 eldri deild
KFUM & K í húsi félaganna.
Lágafellskirkja. Kyrrðar- og
bænastund verður í Lágafells-
kirkju í dag kl. 18. Mömmumorgun
í safnaðarheimilinu miðvikudag kl.
10-12.
-------------------
Fundur um
starfsmannamat
ANNAR hádegisverðarfundur
menntanefndar Bandalags háskóla-
manna í fyrirlestraröð um starfs-
mannamál verður í Komhlöðunni,
Bankastræti 2, 19. febrúar nk. kl.
12-13.
Þar ræðir Þórður S. Óskarsson,
framkvæmdastjóri starfsmanna- og
stjórnunarsviðs Norðuráls hf„ um
frammistöðumat/starfsmannasam-
töl.
Fundurinn er öllum opinn.
Blað allra landsmanna!
i&orgtinl&líi&ifc
- kjarni malsins!
Rangt eftir