Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 58

Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Úr myndaalbúmi Ijósmyndara Svarthvítar myndir koma frá hjartanu ►RAGNAR Axelsson Ijósmyndari í ramma Kristins Ingvarsson- ar sem einnig er ljósmyndari á Morgunblaðinu, - auðvitað í svart- hvítu. „FYRIR mér er ekkert til nema góð mynd eða vond mynd,“ segir Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, í samtali við Pétur Blöndal. „Miðlungsmyndir falla ekki í kramið hjá mér. Það verður að vera eitthvað við myndirnar til þess að þær heilli mig - eins og fallegt ljós, að þær séu vel innrammaðar eða sniðug- lega teknar.“ Mynd Ragnars af hundi á Grænlandi var valin blaðamynd ársins 1997 á sýningu Blaðaljós- myndarafélagsins sem haldin var nýverið. Er það í fjórða sinn á sjö árum sem honum hlotnast sá heiður. Myndin er svarthvít eins og margar myndir Ragnars. „Allt sem lifir í ljósmyndun er svart- hvítt vegna þess að þær myndir skilja eitthvað eftir handa ímynd- unaraflinu," segir hann. „Að mínum dómi er það að taka litmynd eins og að yrkja ljóð eftir pöntun, en svart- hvítar myndir koma meira frá hjartanu. Starfsins vegna verð ég að taka litmyndir og það er svosem ágætt. En þegar ég hrekk upp af vil ég heldur að mín verði minnst fyrir svarthvítu myndirnar. Erlendis eru litmyndir yfirleitt verðminni, en svarthvítar myndir geta gengið kaupum og sölum fyrir háar íjárhæðir. Hér á landi eru svarthvítar myndir lítt metn- ar, enda engin ljósmyndahefð til staðar." Ragnar hugsar sig um stundarkorn og bætir við: „Risa- eðlur hafa tæpast gert sér grein fyrir menningu á Islandi, ekki frekar en menningarheimurinn á Islandi vill vita af Ijós- myndum.“ ►„MYNDIN er tekin í þorpinu Sermiligaaq á Austur-Grænlandi í fyrra. Þangað fór ég með veiðimönnum og ég fékk hvergi að vera í friði fyrir litlu krökkunum í þorpinu. Ef ég var kominn með fallegt sjónarhorn brást ekki að barnsandlit gægðist upp í myndina. Það endaði á því að maður fór að gera ráð fyrir þeim. Oft þegar maður kemur úr svona langri ferð finnur maður ekki bestu myndirnar fyrr en löngu seinna. Þannig var með þessa mynd sem ég framkallaði í fyrsta skipti alveg nýverið." ►„ÞESSA myndarlegu og rólegu félaga hitti ég í Sand- ey í Færeyjum. Þeir stilltu sér upp óumbeðið. Eg heilsaði þeim og þá fóru þeir í þessar stelling- ar - eins og at- vinnufyrirsæt- ur. Gamli mað- urinn er að hengja upp heyið, sem er dálítið sérstakt fyrir Færeyjar. Þar er svo grunnt niður á klöpp að heyið þornar ekki vel annars." ►„ÞARNA er Ole Nielsen frá Thule að draga náhval upp á fastaísinn. Menn verða að veiða á Grænlandi, enda er enginn MacDonalds þar.“ ►RAGNAR er að vinna að bók um Færeyjar, Grænland og Island þar sem alþýðuhetjur verða í forgrunni, - „menn sem hafa ekki hátt en segja svo margt.“ Guðjón í Garðakoti í Mýrdal er einn þeirra. „Við gengum í fjörunni og hann var að gá að mink,“ segir Ragnar. „Ég myndaði hann á göngunni og eftir smástund hætti hann að taka eftir mér - varð hann sjálfur. Það eru dýrmætustu augnablikin fyrir ljósmyndara." Ragnar leggur mikið upp úr því að mynda lífið í landinu - nútímann. „Hann verður horfinn á morgun," segir hann. „Við áttum okkur ekki á núinu. Fjöllin munu standa næstu þúsund árin en mannlffið er sf- breytilegt. Alþýðuheljurnar sem ég mynda og það sem þær standa fyrir verður horfið fyrr en varir.“ ►„PRÍMUSINN er kominn í gang og ísak veiðimaður frá Thule yljar sér í tjaldinu á ísn- um við prímusinn. Ánægjusvipurinn leynir sér ekki enda var 40 stiga frost. Veiðimenn- irnir mundu ekki eftir svona miklum kuldum í 15 ár. Grænlendingar eru yndislegt fólk, en það verður að sýna þeim virðingu - eins og öllum öðrum.“ ►„ÞEGAR veiðimaðurinn Hjelmer gerði holu í ísinn fyrir utan Scoresbysund og beið eftir sel stóð biðin í margar klukkustundir. Þá var eina ráðið að taka myndir. Þótt það væri erfitt dreifði það huganum í kuldanum. Maður varð að pína sig áfram eða enda sem ísstólpi. Ég undirbjó mig vel undir þessa ferð út á ísbreiðuna og hljóp á hveijum morgni í hálft ár.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.