Morgunblaðið - 01.03.1998, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998
MORGUNB LAÐIÐ
Vilborg Dagbjartsdóttir
Morgunblaðið/Golli
Eg lærði sjálf
að skrifa
Skrift segir margt um innri manninn. Vilborg Dag-
bjartsdóttir hefur kennt skrift um áratugi og segir
hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá ýmsum vangavelt-
um sínum um þetta efni og einnig frá sérstæðu
barnaskólanámi sínu.
í skriftartíma
FÁTT er eins perónulegt og skrift manna.
En þótt skrift segi þannig mikið til um
einstaklinginn þá hefur hún á hverjum
tíma sameiginleg einkenni sem segja líka
talsvert um það þjóðfélag sem hún er sprottin
úr, eða það er að minnsta kosti álit Vilborgar
Dagbjartsdóttur, sem hefur kennt skrift í ára-
tugi og jafnframt kynnt sér skrift meðal ann-
arra þjóða. „Það þarf einbeitingu og aga til
þess að þjálfa sig í að skrifa vel. Það er því
hægt að sjá hvort það ríkir sterkur agi í samfé-
lögum á skrift þegnanna, það sá ég vel þegar
ég skoðaði skrift bama á ferðum mínum t.d. til
Austur-Þýskalands og Rússlands - einkum í
Rússlandi var stafagef ðin flókin en börnin þar
skiluðu verki sínu nánast fullkomnu," sagði Vil-
borg þegar blaðamaður Morgunblaðsins gerði
sér ferð upp í Austurbæjarbamaskóla, þar sem
Vilborg hefur kennt í rúm fjörutíu ár. „Ég
hafði mjög góða skriftarkennara í Kennara-
skólanum, þar sem ég stundaði nám í fjögur ár,
frá 1948. Skriftarkennari okkar var Guðmund-
ur I. Guðmundsson. Hann var feiknlega vand-
aður skriftarkennari sem bar mikla virðingu
fyrir faginu og kenndi okkur mjög vel að
skrifa. Hann gerði miklar kröfur, mér er t.d.
minnisstætt þegar hann kom eitt sinn inn í
skriftartíma og skellti stflabókunum okkar í ís-
lensku á borðið og sagði um leið: „Þetta kallið
þið skrift!“ Hann lagði mikla áherslu á að
skriftin yrði alltaf að vera eins góð og frekast
væri hægt, en ekki bara í skriftartímum.
Við lærðum hjá Guðmundi svokallaða
lykkjuskrift, sem var einfaldari skrift en sú
sem Morten Hansen kenndi á sínum tíma.
Þetta var stflhrein og einfóld skrift sem ég geri
ráð fyrir að hafi komið hingað frá Danmörku,
það hefur löngum verið ákveðið samhengi í
skrift á Norðurlöndum en t.d. Bretar hafa allt
annað snið á sinni skrift og skrifa jafnvel staf-
ina dálítið öðruvísi, við skrifum til dæmis í
lykkjuskrift stórt I með striki í en það tóku
þeir fyrir F.“
Gullhamsturinn í skúffunni
Vilborg byrjaði að kenna árið 1952 í Landa-
kotsskóla en hóf kennslu í Austurbæjarskólan-
um árið 1955. „Þá var enn við lýði að skrifa
með pennastöng og lausum pennum og nota
blekbyttu. Ekki var byrjað að kenna bömum
þá skrifstafi fyrr en um miðjan vetur þegar
þau voru átta ára, þangað til var þeim kennt að
skrifa prentstafi, þetta var samkvæmt kenn-
ingum ísaks Jónssonar, en ísaksskóli var æf-
ingaskóli Kennai'askólans þá. Fyrst skrifuðu
börnin með blýanti en svo var farið yfir í blek-
ið. Það þurfti nákvæmni við að dýfa pennunum
ofan í blekið. Til þess að gera bytturnar
stöðugri voru þær settar ofan í þar til gerð göt
á gömlu skólaborðunum. Búið var að skipta
slfloim borðum út þegar ég hóf kennslu, öllum
nema kennaraborðinu, í því voru sérhönnuð
göt fyrir blekbyttur. Það var margsett í stofur
þá, jafnvel þrísett, og alltaf tveir kennarar um
hverja stofu. Kennararnir þurftu því að skipta
kennaraborðinu með sér og höfðu þeir yfirleitt
sína læstu skúffuna hvor. Byttugatið var hins
vegar opið. Ég deildi stofu með Sigurði Run-
ólfssyni sem var einn af eldri kennurum skól-
ans, hann þótti strangur og ég bar óttablandna
virðingu fyrir honum. Um þetta leyti var að ná
fótfestu hér á landi nýtt gæludýr, gullhamstur,
og einn strákur í bekknum hafði fengið hamst-
ur og kom með hann til að sýna okkur. Ég setti
gullhamsturinn á kennaraborðið og allir stóðu í
kring og dáðust að honum. Allt í einu stökk
dýrið og smaug niður um byttugatið og ofan í
læstu skúffuna hans Sigurðar Runólfssonar.
Það var engin leið að ná hamstrinum upp úr og
ég várð að hringja heim til Sigurðar til þess að
biðja hann að koma, hann átti ekki að byrja að
kenna fyrr en um hádegi umræddan dag. Ég
var mjög miður mín yfir þessu, en svo vel vildi
til að Sigurður var feiknlega mikill dýravinur
og hann skellihló meðan hann opnaði skúffuna
og náði í hamsturinn, sem hann hafði mikinn
áhuga fyrir að skoða, eins og við hin. Hamstur-
inn var þá búinn að sparða í skúffuna og ekki
nóg með það - hann var líka búinn að naga
homið af kladdabókinni. Hver og einn kennari
lagði metnað sinn í að vanda gerð þeirrar bók-
ar eftir fóngum og ekki var Sigurður Runólfs-
son sístur þar. Bókin var vitaskuld handskrifuð
og ég veit að Sigurður varð að skrifa hana alla
upp á nýtt, en af því að í hlut átti þetta nýja
litla dýr þá hló hann að öllu saman.
Nýjar stefnur í skriftarkennslu
En skyldi skrift hafa breyst mikið á þeim
tíma sem Vilbörg hefur kennt skrift? „Já, en
það er aftur farið að gera meiri kröfur til
skriftar eftir hokkra lægð í kröfugerðinni sem
átti sér nokkuq margþætta forsögu. Skömmu
eftir að ég j Jtóf kennslu komu svokallaðir
bírópennar, Jeða kúlupennar, til sögunnar.
Lengi vel var bannað að taka skriftarpróf með
kúlupenna, fólk varð að nota sjálfblekunga sem
tekið höfðu við af pennastöngunum, en svo
náðu kúlupennamir yfirhöndinni og um svipað
leyti fór að fækka hinum sérstöku skriftartím-
um, þar sem allir sátu hljóðir og skrifuðu af ná-
kvæmni eftir forskrift af töflunni. Nýjum fög-
um var bætt inn á stundatöfluna án þess að á
móti kæmu fleiri kennslustundir og þá viku
skriftartímamir smám saman. í sumum skól-
um var lögð æ minni áhersla á skriftarkennslu
og loks var ástandið orðið slíkt að tfl vandræða
horfði. Þá var ákveðið að taka upp nýja tegund
af skrift, hina svokölluðu ítölsku skrift, og jafn-
framt vora unnar nýjar kennslubækur. Italska
skriftin er ekki lykkjuskrift, heldur skyldari
prentstöfum. Hún er mjög stflhrein og falleg
þegar fólk hefur náð valdi á henni, en hún er
vandasöm ekki síður en lykkjuskriftin. Ein
mikflvæg röksemd fyrir þessari ákvörðun var
að þessi skrift er talin betur við hæfi í alþjóð-
legu samhengi.
Maður gæti kannski
kjaftað inn á spólu?
En er falleg skrift eins mikfls metin og áður
var? „Nei, nú er ekki lagt mfldð upp úr því að
skrifa listavel. Áður lögðu menn jafnvel á sig
að læra koparstungu, þá glæsilegu og fallegu
upphafsstafi, sem nálguðust skrautskriftina.
Eg man eftir einum bekk sem ég kenndi sem
lagði sérlega litla áherslu á að læra að skrifa
fallega, einkum voru strákamir latir að æfa sig
og skrifuðu illa. Loks sagði ég við þá að ef
þetta héldi svona áfram gætu þeir átt á hættu
að giftast ekki. „Hvaða stúlka haldið þið að vilji
eiga mann sem ekki getur einu sinni skrifað
henni bréf svo vel sé.“ Það varð þögn í bekkn-
um og strákamir hugsuðu um þetta þangað til
einn þeirra rétti upp höndina og sagði: „Maður
gæti nú kannski kjaftað inn á eina spólu og
sent henni svo henni liði betur." Þá voru í
reynd upp runnir þeir tímar að lykkjuskriftin
átti ekki lengur við, þótt reynt væri að halda
henni tfl streitu víða, jafnvel eftir að ekki feng-
ust kennslubækur, þessu lyktaði eins og fyrr
kom fram með að ítalska skriftin var tekin upp
fyrir nokkram áram.“
Hvemig á að auka áhuga nemenda á að
skrifa vel? „Það mætti hugsa sér að hafa skrift
sem valgrein líkt og teikningu," segir Vilborg.
„Skriftin er ákveðið fag og mætti jafnvel telja
hana hluta af grafískum listgreinum. Ýmsar
breytingar i skólastarfi, svo sem hin mikla
áhersla sem lögð var á skapandi starf innan
skólans, var nokkuð á kostnað „rútínuvinnunn-
Þið eigið að teikna bláar öldur
byrja frá vinstri
halda áfram viðstöðulaust
með léttum hreyfingum
yfirtilhægri
fylla síðuna
síðan megið þið lita skipið
ogsól
ogský
ogfugl
innan stundar hafa öll bömin
lokið við myndina sína
efst í hægra hominu brosir geislandi sól
til vinstri er ský
yfirskipinuflýgurfugl
en á myndinni hennar Agnar litlu
sem býr hjá móður sinni f Kvennaathvarfinu
er sólin að gráta
táralækir ná alveg niður í bláar öldumar
og barmafylla hafið
Vilborg Dagbjartsdóttir
ar“, svokölluðu. Stöðug endurtekning og æfing
minnkaði og dregið var úr heimavinnu, þá má
nefna þá fijálsræðishyggju sem fylgdi í kjölfar
stúdentauppreisnanna um 1970 og þess upp-
lausnarástands sem skapaðist þá í samfélag-
inu. Á það ber að líta að það er ekki frelsis-
skerðing að tileinka sér menntun, það er ekki
hægt að tileinka sér menntun án vinnu og það
þarf óneitanlega þjálfun og mikla þolinmæði til
að læra að skrifa vel. Þótt af öllum þessum or-
sökum hafi um árabil dregið æ meira úr áhuga
fólks á að öðlast fallega rithönd þá eru nú þeir
tímar að aukins áhuga gætir á góðri skrift.
Fór á mis við barnaskóla
En hver skyldi hafa kennt Vflborgu sjálfri að
draga tfl stafs? „Því miður fór ég á mis við
bamaskóla og ég lærði sjálf að skrifa, mest eft-
ir forskriftarbókum Helga Hjörvars," segir
hún. Þetta þykja blaðamanni nokkuð óvenju-
legar upplýsingar, enda skólaskylda fyrir |
margt löngu komin á þegar Vflborg var í heim-
inn borin árið 1930. „Ég fæddist í miðri
heimskreppunni og það hafði áhrif á Vestdals-
eyrina, mitt fæðingarþorp,“ segir Vilborg. „Þar
hafði verið skóli, en hann var lagður niður árið
sem ég var sjö ára. Ég hafði hins vegar áhuga
á að læra að lesa og skrifa, mér var kennt
heima að lesa og svo vora mér gefnar forskrift-
arbækur sem ég æfði mig sjálf eftir. Ég lærði
ekki að reikna fyrr en ég var tólf ára, þá var ég
komin í Nesskóla á Norðfirði. Ég fékk að vísu
að sækja svolítið skóla á Seyðisfirði þegar ég i
var tíu ára, en þann vetur var mjög skert
skólaganga vegna þess að herinn tók skólahús-
ið. Um þetta leyti veiktust systur mínar af j
berklum og dóu, þegar ég kom í skólann haust-
ið eftir, árið 1941, þá var mér vísað úr skóla -
fólk óttaðist svo mikið berklana. En það stafaði
engin smithætta af mér og ég fékk ekkert í
staðinn fyrir skólagönguna, þá tíðkaðist ekki
að kennarar væra sendir heim tfl að hjálpa
börnum sem af einhverjum ástæðum gátu ekki
sótt skóla, þetta var því mikið ranglæti sem
mér þótti mjög leiðinlegt að sæta. Önnur böm .
af Vestdalseyrinni gátu sótt skóla, þeim var I
komið fyrir á Seyðisfírði þegar vont var veður - j
það var bara sótthræðslan sem hindraði skóla- |
göngu mína. ’
Varð bara næstlægst
Mér fannst mjög gaman að komast í skólann
þegar ég loks komst þangað tólf ára gömul. Ég
varð að vísu að vinna með skólanum, eins og var
oft til siðs á þeim áram, en ég hafði mikinn
áhuga á náminu. Auðvitað stóð ég langt að baki
skólasystkinum mínum, það var svo margt sem
ég kunni ekki. Ég man td. vel hvað ég varð glöð j
þegar að áliðnu hausti var próf í stafsetningu og j
ég varð næstlægst. Ég hljóp heim og byrjaði að J
kalla niðri í stiga „Kristín, Kristín - ég varð bara
næstlægst." Þá kom læknisfrúin sem bjó á sömu
hæð og sagði þurrlega: „Maður hrópar nú ekki
hástöfum þótt maður sé næstlægstur.“ Mér
fannst þetta hins vegar frábær árangur. Þegar
frá leið gekk mér prýðflega í skólanum og ég
lauk mínu barnaprófi á réttum tíma.
Skólinn er tími og tækifæri
Er skólinn eins mikflsverður og af er látið? |
„Fólk heldur stundum að skóli sé bara að fá
að læra ákveðin fóg - en hann er miklu meira
en það. Hann er tími - tækifæri tfl þess að fá að j
hrærast í samfélagi við önnur böm og sína
jafnaldra, hann er svo ótalmargt sem ekki er
tekið próf í. Skólinn er besta umhverfi sem
börn eiga kost á, fyrir utan sitt heimfli. Þegar
böm era mjög óhamingjusöm í skóla er það oft
vegna þess að þau era mjög óhamingjusöm í
lífinu, þau búa við einhverja óhamingju. Það er
auðvitað sorglegt að það skuli stundum vera
þannig búið að bömum að þau geti ekki nýtt .
sér þá möguleika sem skólinn býður uppá, '
heldur flosna upp og fara út í samfélagið með I
enga menntun, það er alltof mikið um það í j
okkar samfélagi og það skortir tilfinnanlega
framboð á margvíslegri starfsmenntun eftir að
skyldunámi lýkur.
En skyldi góð kunnátta í skrift hafa áhrif á
möguleika fólks í starfi? „Nú skiptir öllu máli
að kunna á tölvu. Þeir sem era kunnáttumenn
á tölvu fá góð laun en það verður enginn veru-
lega leikinn á tölvu nema að hann tfleinki sér
líka aðra hluti. Tölva er bara tæknitæki tfl þess
að vinna á, ef fólk setur sig ekki inn í það sem I
er að gerast í samfélaginu dugir tölvukunnátt- j
an skammt til þess að komast áfram í lífinu. L
Eigi að síður era vissulega ekki lengur þeir '
tímar að fólk fái vinnu með því að skrifa um-
sókn með glæsilegri rithönd.
Skriftin og rithöfundarferillinn
En hefur handskriftin skipt verulegu máli á
rithöfundarferli Vilborgar sjálfrar? „Eg þekki
rithöfunda sem til skamms tíma skiluðu hand-
ritum sínum handskrifuðum. Sjálf keypti ég
mér ritvél þegar ég var 25 ára og einnig Vél- I
ritunarskóla Elísar og æfði mig svo á ritvélina j
með réttri fingrasetningu. Ég hef aldrei verið .
fljót að vélrita en þessi kunnátta hefur dugað *
mér til að semja og ganga frá handritum,
fyrst á ritvél og síðan á tölvu, sem ég nota
raunar eins og ritvél. Þó er það þannig að
ljóðskáld mega enn skila ljóðum sínum á
pappír en ekki á diski eins og krafan er hvað
annað efni snertir í dag. í minni Ijóðagerð
nota ég ritvélina meira en handskrift. Ef ég
vakna á nóttunni með hugmynd að ljóði í koll-
inum þá fer ég ekki fram og skrifa á blað j
heldur vinn ég með ljóðið í huganum og skrifa ,
það svo á tölvuna þegar það er fullbúið. Fyrst
er að hugsa ljóð og svo er að koma þeim frá f
sér. Sumir halda að það sé nú ekki mikið verk
að setja niður þessi órímuðu Ijóð - og form-
lausu að því er fólki finnst, en það getur verið
ákaflega erfitt að ná því að segja hugsun sína
og skapa úr henni Ijóð í frjálsu formi, það er
mikill vandi. Þótt handskrift leiki ekki alltaf
mjög stórt hlutverk í lífi einstaklingsins finnst
mér mikilvægt fyrir fólk að ná tökum á að
skrifa vel, sú þjálfun sem það krefst venur |
fólk á sjálfsaga, og sjálfsagi er eitt það mikil-
vægasta sem manneskjan lærir á vegferð *
sinni - sjálfsaginn er ein af þeim undirstöðum j
sem fólk byggir lífsgæfu sína á.