Morgunblaðið - 01.03.1998, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 B 11
insen af Jeff Lowe eftir að Lowe hafði hrapað eina 8-10 metra, en kippti sér ekki upp
leldur dustaði snjóinn af sér og hélt áfram að prfla.
lengi, eða í 40 ár, að ég veit orðið nokkurn veg-
inn hvað ég get og hvað ekki. Reynslan skiptir
þar miklu máli. Hún hjálpar manni að nota
minni orku við klifrið. Það sést líklega betur á
mér en öðrum, því ég er eldri en aðrir í þessi
ísklifri og þó ég komist ekki sem skyldi til að
klifra og er því ekki í nógu góðu formi, er ég
nokkuð góður í klifrinu eftir sem áður. Það ger-
ir reynslan.“
Er þetta eins og fólk grunar sem á horfír,
stórhættulegt?
„Vissulega er þetta hættuleg íþrótt. Menn
geta orðið fyrir íshruni og íyrir kemur að menn
hrapa. Þá er alltaf hætta á að lenda í illviðrum
og ugglaust gæti fleira komið fyrir. Vafalaust er
ísklifur með hættulegri íþróttum, en þó er ekki
hægt að bera það tölulega saman við aðrar
íþróttir. Ef ég bendi á það sem á móti kemur, þá
er búnaður mjög fullkominn og sérhæfður og
dregur það mjög úr slysahættu. Einnig finn ég
það vel hjá ísklifurfólki yfirleitt að það fer ákaf-
lega varlega. Það liggur í því hversu augljóslega
hættuleg íþróttin er ef menn flana að hlutunum.
Sjálfur hef ég aldrei á löngum ferli orðið fyrir
alvarlegu óhappi. I versta falli snúið mig um
ökklann."
Vöruskemman ísland
Jeff Lowe var hér á landi í fyrsta sinn og er
ákveðinn í að koma aftur og helst sem oftast,
því hann hreifst af því sem fyrir augu bar. „Ég
skemmti mér vel og hér býr gott fólk,“ segir
Lowe og: „Landið býður líka upp á mikla og
góða möguleika á ísklifri. Þann stutta tíma sem
ég var á Islandi sá ég ótal spennandi möguleika
og marga skemmtilega staði. Ef hver ísklifurs-
möguleiki væri skoðaður sem vörueining, þá er
óhætt að segja að ísland sé ein stór vöru-
skemma full af vörum. Hróður landsins fer vax-
andi og ég reikna fastlega með því að margir
ísklifursmenn sæki landið heim á næstu árum.“
Erþnð einhver umtalsverður fjöldi?
GUÐMUNDUR Helgi Chrisfjansen t.v. og Jeff Lowe.
„Áætlað er að um 50-60 þúsund manns
stundi ísklifur í Bandaríkjunum og um hálf
milljón á heimsvísu. Flestir í þeim hópi stunda
sitt klifur nærri heimahögunum. Lítill hópur,
kannski 100 til 200 manns, stundar það þó að
ferðast um allan heim og prófar ísklifur í hin-
um ýmsu löndum. Á hitt ber þó að líta, að
þessar tölur hafa verið að hækka gífurlega.
Það hefur verið alger sprenging í vinsældum
ísklifurs og fjöldi iðkenda hefur tvöfaldast á
fáum árum.“
Hvers vegna?
„Ég hreinlega veit það ekki! Þó virðist vera
beint samhengi við mikla fjölgun æfingarstöðva
sem bjóða upp á fjallaklifursumhverfi innan-
húss. I Bandaríkjunum einum eru nú hundruð
slíkra stöðva og því ljóst að geysilegur fjöldi
fær nú smjörþefinn af fjallaklifri sem aldrei
hefði fengið hann ella. Viss hópur þróar sig
alltaf úr fjallaklifri í ísklifur. Þetta virðist
a.m.k. vera ein af ástæðunum fyrir sprenging-
unni. Gróskan í ísklifri á íslandi er einnig vax-
andi og til marks um það, þá er einn ísklifrara
ykkar, Guðmundur Helgi Christjansen, einn af
allra fremstu ísklifrurum í heiminum.“
Er keppt í ísklifri?
„Það er eitthvað lítið um ]Jað, en þó eru hald-
in mót. Þetta er líklega erfið iþrótt að dæma.
Við höfum hins vegar gert meira af því að sýna
ísklifur, ýmist sjálfstætt eða í tengslum við
annað og það hefur tekist ákaflega vel og ef-
laust gert sitt til að auka á vinsældir ísklifurs."
Pú segir að menn fari gjarnan úr klettaklifri
yfír í ísklifur og það sé viss þróunarbraut. Tek-
ur eitthvað við af ísklifrinu, eða er það enda-
stöð?
„Nei, það er ekki endastöð, ekki í mínum
huga að minnsta kosti. Fyrir mér er þetta allt
saman undirbúningur að því að halda til háfjall-
anna, Alpanna og Himalaya, þai* sem menn
samræma alla sína fjallgöngureynslu. Það %
myndi vera strangasta prófraunin.“