Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 B 7
1973 þegar hann tróð upp með sveit-
inni The Palpitations, sem meðal
annars var skipuð obbanum úr
Traffíc auk þeirra Claptons og
Townsends. Um líkt leyti sigraðist
Clapton á heróínfíkninni en drakk
þeim mun meira. Fyrsta breiðskífan
eftir hreinsunina var 461 Ocean Bou-
levard, kom út 1974 og sló rækilega í
gegn með lag Bobs Marleys I Shot
the Sheriff fremst í flokki. Vinsældir
plötunnar komu mönnum reyndar
nokkuð á óvart og næsta skífa á eft-
ir, There’s One in Every Crowd þótti
hálfgerð hrákasmíð þó hún hafi selst
bráðvel.
Liðsmenn Claptons á þeirri skífu
áttu eftir að vinna með honum meira
og minna út áratuginn, en eftir
Bandaríkjatúr fimm árum síðar rak
hann þá alla á einu bretti til að
breyta til og eftir það voru ýmis til-
brigði með mannaskipan, menn
reknir óforvarandis og ráðnir aftur
jafnskjótt.
Næsta skífa var No Reason to Cry
sem Clapton tók upp með The Band
1976 og ári síðar komst hann efst á
vinsældalista með Slowhand, meðal
annars fyrir lög eins og Cocaine og
Wonderful Tonight.
Backless kom út 1977 og sama ár
giftist Clapton Patti Harrison.
Drykkjan tók að setja strik í reikn-
inginn og breiðskífu sem hann tók
upp 1981, Another Ticket,var hafnað
af útgáfu hans sem krafðist þess að
hann tæki skífuna upp aftur með
nýjum upptökustjóra. Tónleikaferðin
til að fylgja skífunni eftir var matröð
sem náði hámarki þegar Clapton hné
niður á tónleikum í Winsconsin nán-
ast dauður úr ofdrykkju. Skífan náði
þó góðri sölu og Clapton lét áfallið í
Wisconsin sér að kenningu verða,
náði tökum á drykkjunni og hefur
verið þurr upp frá því, meðal annars
með því að mæta reglulega á AA
fundi, en að sögn mætir hann á fundi
í hverri þeirri borg sem hann heim-
sækir til tónleikahalds.
Næstu ár lék Clapton með hinum
og þessum, þar á meðal í sveit
Ronnie Lanes á styrktartónleikum
og með sveit Rogers Waters um
tíma, á breiðskífu og á tónleikferð,
og síðan setti hann saman sveit 1983
til að taka upp nýja breiðskífu, sem
hann kallaði Behind The Sun og
vitnaði þar í gamlan Muddy Waters-
blús. Útgáfan var ekki ánægð með
skífuna og þrýsti á Clapton um að
taka upp lög sem hentuðu fyrir smá-
skífur sem hann og gerði, tók upp
lögin Forever Man, See What Love
Can Do, Something’s Happening og
Loving Your Lovin’ í Los Angeles,
en síðasttalda lagið kom reyndar
ekki út fyrr en iöngu síðar. Þessi af-
skipti útgáfunnar urðu ekki til að
bæta skífuna, því hún seldist ekki
nema miðlungi vel og í kjölfar tón-
leikaferðar til að fylgja skífunni eftir
sneri Clapton sér að kvikmyndatón-
list, gaf meðal annars út plötuna Ed-
ge Of Darkness.
Ferillinn á hægri,
öruggri niðurleið
í upphafi níunda áratugarins
skildi Clapton við Patti og tók saman
við ítalska fyrirsætu, Lori Del
Santos, en skildi við hana skömmu
eftir að þau eignuðust son saman.
1986 var enn haldið í hljóðver að
taka upp breiðskífu, og að þessu
sinni voru gestasöngvarar á skífunni,
Phil Collins og Tina Tumer. Allt
kom fyrir ekki og ekki bai- á öðru en
að ferill Claptons væri á hægri ör-
uggri niðurleið. Safnkassinn Cross-
roads, sem kom út 1988 sneri þeirri
þróun þó við að hluta og blússkífan
Journeyman fékk góðar viðtökur
þegar hún kom út ári síðar. Áður en
fullreynt var með viðtökur við þeirri
skifu gerðist sá hörmulegi atburður
að sonur Claptons, Conor, féll út um
glugga á 53. hæð í háhýsi í New
York.
Lengi vel heyrðist ekkert frá
Clapton i kjölfar þessa hörmulega
slyss, en í viðtali sem birtist löngu
síðar segir hann að tónlist hafi hjálp-
að sér að ná áttum og lag sem
Clapton samdi til að vinna á sorginni
fyrir kvikmyndina Rush, Tears in
Heaven, varð gríðarlega vinsælt um
heim allan. í framhaldi af því tróð
Clapton upp með órafmagnaðan blús
og nokkur lög úr eigin smiðju í sjón-
varpsþætti á MTV-stöðinni, svo-
nefndum Unplugged-þætti, og breið-
skífa sem gefin var út með upptök-
um úr þættinum seldist í á annan tug
milljóna eintaka, aukinheldur sem
Clapton hlaut sex Grammy-verðlaun
fyrir skífuna. Næsta plata á eftir,
from the Cradle, var enn meiri blús,
lög eftir Leroy Cair, Eddie Boyd,
Lowell Fulson, Freddy King og
Muddy Waters, svo fáein nöfn séu
tínd til, og enn var hann verðlaunað-
ur, fékk fern Grammy-verðlaun að
þessu sinni. Þriðji verðlauna-
skammtur kom svo fyrir flutning
hans á lagi eftir Babyface í kvimynd-
inni Phenomenon.
Clapton er í þeirri stöðu að geta
gert það sem honum helst sýnist og
þannig var næsta skífa sem hann
kom að triphop-platan Retail Ther-
apy sem hann gerði með upptöku-
stjóranum Simon Climie undir
nafninu T.D.F., en á skífunni kall-
ast Clapton „X-Sample“.
Eric Clapton hefur sent frá sér á
fimmta tug breiðskífna frá því í
desember 1964 og getur varla talist
til tíðinda að hann sendi frá sér
breiðskifu. Þó er plötu hans að
þessu sinni beðið með meiri eftir-
væntingu en nokkurrar skífu hans
síðustu ár.
Tryggðu þér afsláttinn
Benidorm
í tvær vikur
ira 39.932
með Heimsferðum i sumar
kr.
atsláttui et áákaa
ivrir 10. 1
vatdar brottlarir
Undirtektir við Benidormferðum
Heimsferða hafa verið ótrúlegar í
sumar og nú þegar eru fyrstu ferð-
irnar uppseldar og hafa viðskipta-
vinir okkar greinilega kunnað að
meta lága verðið. Heimsferðir
bjóða nú frábæra gistivalkosti á Benidorm í sumar, góð íbúðarhótel við strönd-
ina þar sem þú nýtur góðs aðbúnaðar, frábærrar staðsetningar og að sjálfsögðu
nýtur þú rómaðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Verð frá kr,
39.932
M.v. hjón með 2 börn í 2 vikur,
Vina del Mar. íbúð á Acuarium með
6.000 kr. afslætti.
Verð frá kr,
53.360
M.v 2 í studio, Aquarium II íbúðarhótelið
15. júlí, 2 vikur með 6.000 kr. afslætti.
Verð
frá kr. 4l .460
Flug og hótel í Barcelona í eina viku,
15. júlí. Með 4.000 kr. afslætti.
arcelona
- beint leiguflug í sumar
Heimsferðir bjóða hagstæðasta
verðið til Barcelona í sumar. Nú
getur þú kynnst þessari einstöku
borg og strandbæjunum í kring
og notið þeirrar stemmningar
sem þar er að finna.
Tryggðu þér sæti meðan enn er
laust. Beint flug alla miðvikudag
í júlí og ágúst.
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600