Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Þessa mynd tók Guðmundur Helgi Christja við það li F.V. GUY Lacalle og Manu Ibarra, báðir Fransmenn, þá franskur ónafngreindur ljósmyndari og því næst Christophe Moulin og Jeff Lowe. ISLENSKIR fjallamenn hafa lagt ísklif- ur íyrir sig, enda aðstaðan til þess hér á landi af besta tagi. íslenski alpaklúbbur- inn hefur verið athvarf nútíma fjalla- manna hér á landi og klúbburinn á tutt- ugu ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni voru nokkrir af fremstu ísklifrurum veraldar staddir hér á landi fyrir skömmu í boði Islenska alpaklúbbsins. Meðal þeirra var Jeff Lowe, sem er sagður óumdeild- ur guðfaðir ísklifurs í heiminum. Lowe er 48 ára gamall, en gefur ekkert eftir sér yngri mönnum og sannast á honum að fátt kemur í stað reynslunnar. Að sögn Sigursteins Baldurssonar hjá Is- lenska alpaklúbbnum, sem skipulagði för hinna erlendu ísklifrara hingað á dögunum, er ísklifur tvímælalaust nýr vaxtarbroddur í ferðaþjón- ustu landsmanna. „Nýverið hafa augu erlendra ísklifrara í auknum mæli beinst til Islands. Sem dæmi má nefna, að í janúar/febrúarhefti tíma- ritsins Rock and Ice, sem er virtasta klifur- tímant Bandaríkjanna, er stór grein um ísklif- ur á íslandi. Blaðið er rétt nýkomið í dreifmgu en við höfum samt þegar orðið varir við aukinn áhuga erlendra fjallamanna á íslandi. Þessi grein í Rock and Ice mun enn fremur auka áhuga erlendra fjallamanna á komu Jeffs Lowe til Islands, áhuga sem við höfum fulla trú á að muni skila sér í fjölgun heimsókna hingað til lands utan hefðbundins ferðamannatíma," segir Sigursteinn. Dæmi um það sem þegar liggja fyrir nefnir Sigursteinn: „Þegar er vitað um að minnsta kosti nokkra mjög þekkta klifrara sem ætla að leggja leið sína til landsins, en það eru Kanadamaðurinn Guy Lacelle, bandaríski klifrarinn Jay Smith, ofurkonan Kitty Cal- houn sem kemur hér ásamt ljósmyndara frá fataframleiðandanum The North Face. Einnig má nefna Frakkann Christophe Moulin og Manu Ibarra sem einnig kemur með ljós- myndara, í þessu tilviki frá klifurfyrirtækinu Grivel.“ Guðfaðir prflsins... Sem fyrr segir er Jeff Lowe orðinn 48 ára gamall sem sumum þætti líklega hár aldur á þessu sviði. Menn sjá fyrir sér ofurþjálfaða ung- kroppa. En hann er enn í fullu fjöri og er talinn frumkvöðull í nútíma fjallamennsku og hefur verið leiðandi í þróun nútíma ísklifurtækni síð- ustu tuttugu árin. Klifurklúbbar um allan heim keppast við að bjóða hann velkominn og gjaman er hann fenginn til að flytja fyrirlestra í leiðinni. Lowe sagði í samtali við blaðið á dögunum, að ísklifur hefði ávallt verið hluti af alhliða fjallamennsku. Alla tíð hefðu menn þurft að ganga eða klifra yfir snjó og ís. Hins vegar væri það sem menn þekktu sem ísklifur í dag nýrra fyrirbæri sem varð til síðla á sjötta áratugnum er tól og tæki tóku að þróast. „Skyndilega var hægt að klifra upp meiri bratta, t.d. upp frosna fossa. Við fórum þá nokkrir að æfa þetta nýja klifur sérstaklega," segir Lowe. En hvað skyldu menn fá út úr því að klifra upp flughálar, snarbrattar íssúlur? „Þetta er aðeins einn angi fjallamennsku. Ég hef persónulega alveg jafn gaman af því að ganga á auðvelt fjall til að skoða plöntur og njóta útsýnis. Það er einnig gaman að fara á fjöll í góðum félagsskap, t.d. með góðum vini. Meira að segja í ísklifri geta menn notið þessa þáttar, því þótt menn verði að einbeita sér að klifrinu á meðan á því stendur, þarf þó að koma sér á staðinn. En svo eru menn auðvitað að leita að krefjandi verkefni. Sjá hvað hægt er að komast langt, koma kannski sjálfum sér á óvart. Það er þó ekkert aðalatriði fyrir mig, a.m.k. í seinni tíð. Ég er alveg eins mikið fyrir rólegheitafjallamennskuna." Ertu oft að koma sjálfum þér á óvart? „Nei, ekki oft,“ svarar Lowe og hlær að, en heldur svo áfram: „Ég er nú búinn að klifra svo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.