Morgunblaðið - 01.03.1998, Qupperneq 14
14 B SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
s
I endurteknum
mistökum...
Erfíðieikarnir geta stundum reynst auðleysanlegri en
virðist í fyrstu. Ellert B. Schram komst til dæmis að
því að tilefni svolítils hjónaþrefs að morgni dags hafði
gufað upp yfír daginn og varð sannast sagna hálf fúll
> að geta ekki verið fúll áfram að því hann mundi ekki
út af hverju hann átti að vera fúll.
„í endurteknum mistökum býr sú list að heppnast." Hermann Meier fór fræga kollhnísa
í bruni á Ólympíuieikunum en vann síðan til tvennra verðlauna.
HUGSAÐ
UPPHÁTT
VIÐ VORUM að kýta einn
morguninn, hjónin, áður en
lagt var af stað í vinnuna
og þetta angraði mig dálít-
ið það sem eftir var dags, vegna
þess að við erum ekki vön að rífast
og ég fann að þetta sat í okkur. Svo
leið dagurinn og ég kom heim og
beið átekta og vildi binda enda á
deiluefnið. En viti menn, hún minnt-
ist ekki á þetta einu orði og var í
hinu ágætasta skapi og það sem
verra var, ég mundi bara alls ekki
lengur út á hvað deilan gekk og gat
ómögulega munað hvers vegna ég
hafði orðið argur um ---------------
morguninn. Og af því ég
er nú skaphundur af guðs
náð, varð ég hálffúll út af
því að geta ekki verið fúll
áfram, að því ég mundi ekki út af
hverju ég átti að vera full.
Já, svona geta erfiðleikarnir
stundum reynst auðleystir. Ekki
bara vegna þess að gleymskan
kemur manni til bjargar, heldur
einnig vegna þess að deilur,
áhyggjur og fúlt skap er oftar en
ekki sprottið af misskilningi, tilefn-
islitlum ástæðum eða þá af hreinum
og beinum óþarfa. Æsingi út af
engu. Misskildu stolti, þvermóðsku
eða fjargviðri út af smáatriðum eða
vandamálum, sem jafnan leysast af
sjálfu sér.
Við skulum líta á nokkur dæmi
Ég fór til Nagano þegar Ólymp-
íuleikarnir voru settir. Renndi mér
á skíðum með íslenska landsliðinu
og lærði að hneigja mig á japanska
vísu. Stoppaði þó ekki nógu lengi til
að verða vitni að hrakförum okkar í
keppninni sjálfri en er auðvitað
vonsvikinn yfir árangrinum. Og nú
spyrja menn, var rétt að senda
þessa krakka á Ólympíuleikana?
Attu þeir nokkurt erindi og maður
veltir sér upp úr þessari spurningu
og er allt í einu farinn að bera
ábyrgð á því að keppendurnir
komust ekki niður brekkuna. En ég
spyr á móti: Ef þeir hefðu ekki
keppt, hvað hefðu menn sagt þá?
Væri þá ekki spurt nú: Af
hverju sendum við ekki
keppendur, sem hefðu ör-
ugglega staðið sig vel, ef
þeir hefðu fengið tækifæri
til að sýna sig? Hvemig vitum við
hvað við stöndum ef við látum
aldrei á það reyna?
Pað sem ég á við er þetta: Hneig-
ingar Japana byggjast ekki ein-
vörðungu á kurteisi. Þær eru held-
ur ekki til þess fallnar að fólk beygi
sig í duftið. Þær eru látbragð til að
sýna auðmýkt sína og tillitssemi
gagnvart örlögunum, sem sjaldnast
eru á valdi okkar, og maður hneigir
sig og beygir í sifellu fyrir vanda-
málum, sem aldrei fást leyst, nema
á þau reyni. Og stundum og
langoftast er lausnin fólgin í því að
láta vandann yfir sig ganga, deilu-
málið, rifrildið, keppnina eða áskor-
unina, vegna þess að þá fæst niður-
staða og vandinn leysist af sjálfu
Bakarar - Kokkar
INNBAKSTUR OG HRAÐRÉTTIR
(*MIH 101)
Námskeið í innbakstri
og hraðréttum verður haldið
í skólanum 13. —15. mars.
Kennarar: Ingólfur Sigurðsson
og Kristján Heiðarsson.
*Námskeiðið er metið til eininga í meistaranámi.
Innritun virka daga frá kl. 8-16.
Frekari upplýsingar veitir kennslustjóri.
HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN
MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI
v/Digranesveg - 200 Kópavogi.
sími 544 5530. fax 554 3961, netfang mk@ismennt.is
sér. Annaðhvort kemst maður í
mark eða maður kemst ekki í mark,
annaðhvort talar maður um hlutina
eða talar ekki um þá og svo er þetta
búið, útkijáð og ekkert meira um
það að segja. Nema þá að hneigja
sig á ný og bíða næsta verkefnis.
Það er gömul og góð kenning að
maður læri af mistökunum. Ég var
að lesa hugleiðingar Haralds Ólafs-
sonar í Lesbókinni um síðustu helgi
um kenningar Sigvalda Hjálmars-
sonar og þar var að finna þessa
gullvægu tilvísun: „I endurteknum
mistökum býr sú list að heppnast“.
Þarf ég að segja meir? Ér þetta
ekki lífsreynsla okkar allra, hvort
heldur í keppni, starfi, hjónabandi
eða umgengni við annað fólk? Og af
því ég er nú á annað borð farinn að
vitna í þessa annars ágætu úttekt
Haraldar á Sigvalda, leyfi ég mér
að vísa í ljóðastef Grétars Fells,
sem Sigvaldi gerir að inngangsorð-
um sínum og höfuðtilvitnun:
Skipi þínu er ekki ætlað að lenda
Þú átt að stýra því út á hið enda-
lausa haf
Þetta segir Haraldur að sé inn-
tak kenninga Sigvalda og bætir við:
„Hann vill benda á að enginn verð-
ur nokkur sinni fullnuma, að rækt-
un huga og vilja er þrotlaust við-
fangsefni. Það er siglingin sem
skiptir máli, ekki áfangastaðurinn.
Hann er er ekki bara leyndardóm-
ur, heldur beinlínis óskiljanlegur og
til einskis að hugsa um hann.“
Ég skil þetta svo að hvert andar-
tak í lífi manns, átök, áskoranir, at-
burðir og öll augnablikin eru miklu
meira virði en hitt, hvar við endum
og hvar við lendum, þegar allt er
hvort sem er komið að leiðarlokum.
Þegar ég hélt til Japans í byrjun
mánaðarins, var vá fyrir dyrum hér
heima. Verkfall fiskiskipaflotans
vofði yfir. Deilan var í óleysanleg-
um hnút og deiluaðilar bitu í skjald-
arrendur. Japanskar hneigingar
þekktust ekki á bænum þeim.
Svo kom ég heim hálfum mánuði
síðar og þessi deila hafði gufað upp.
Ég las um það í dagblöðunum á
heimleiðinni að menn væru byrjaðir
að kasta og loðnan gengin og miðin
væru svört og bátar drekkhlaðnir.
Hvað hafði gerst, spurði ég, hvern-
ig gátu menn leyst þessa harðvít-
ugu deilu? Jú, deiluaðilar höfðu fall-
ist á að vísa ágreiningsefnum í
nefnd! Og þar situr hún, þessi deila
og enginn minnist á hana lengur og
útgerðin græðir og sjómennirnir
moka inn tekjum og þjóðarbúinu er
borgið og sennilega er eins farið
með útgerðina og sjómennina og
okkur hjónin hér á dögunum að það
man varla nokkur lengur hvers
vegna þeir voru að rífast. Vanda-
málið hafði leyst af sjálfu sér, af því
að menn hættu að tala um það!
Og það er fleira sem verið er að
setja í nefnd. Þessa dagana hefur
Alþýðubandalagið lagt fram tillögu
á alþingi, sem gengur út á það að
hugmyndunum um auðlindagjald
verði vísað til nefndar. Stjórnar-
flokkarnir eru þessari málsmeðferð
sammála og þar með virðist
stærsta ágreiningsmálið í pólitík-
inni þessa dagana ætla að gufa upp
í þar til skipaðri nefnd, sem eflaust
verður skipuð embættismönnum,
sem fá það verkefni að segja stjórn-
málamönnunum og þjóðinni hvað
henni sé fyrir bestu í þessu mesta
stórmáli seinna tíma. Það er of flók-
ið fyrir pöpulinn, það er of áhættu-
samt fyrir pólitíkusana, það hafið
yfir flokka og forystumenn Islend-
inga að ráða fram úr því hvernig
sameign þeÚTa í
hafinu er ráðstaf-
að. Vandamálið
skal saltað í nefnd
og fær farsæl
málalok. Guð má
vita hvenær nefnd-
in lýkur störfum,
enda er þeim
óþægindum sem
stafa af þessu máli
ýtt út af borðinu á
meðan. Þau þvæl-
ast að minnta kosti
ekki fyrir þegar
kosið er næst.
Hér er enn og
aftur að sannast
kenningin hans
Sigvalda að áfangastaðurinn skipti
ekki máli, heldur siglingin ein og
sér.
Já, nú eru það nefndirnar sem
ráða og ráða því meir, sem þeir eru
hlutlausari, nefndarmennirnir.
Sem minnir mig á þá vísindalegu
niðurstöðu, sem kynnt var á forsíðu
Morgunblaðsins um daginn og
gengur út á það að farsæl hjóna-
bönd verða ekki lífseig fyrir það eitt
að hjónin ræði málin og komist að
sameiginlegri niðurstöðu. Síður en
svo. Slík hjónabönd geta reynst fall-
völt og vandamálin illleysanleg, eins
og kjaradeilur, sem ekki eru settar í
nefndir. Vísindin hafa hinsvegar
sýnt fram á að besta aðferðin til að
viðhalda hjónaböndum og hamingj-
unni í þeim, er sú, að karlmaðurinn
samþykki orðalaust allt það sem
konan hefur fram að færa. Sem sagt
þegi og gegni og hneigi sig á jap-
anska vísu, þegar þeim hjónunum
sinnast. Það þarf ekki einu sinni að
ganga svo langt að salta hjónadeilur
í nefndum, það þarf ekki einu sinni
að leggja það á sig að muna út á
hverju var rifist í gær eða í morgun.
Bara kyngja sínum skoðunum og
segja já, elskan og hlutirnar eru
samstundis komnir í lag.
Hjónabandið er að þessu leyti
sigling í anda Sigvalda og áfanga-
staðurinn er aukaatriði.
Og þannig leysast vandamálin af
sjálfu sér.
7 vikna aðhaldsnámskeið Gauja litla
Góðir hlutir taka tíma
2. mars n.k. og standa til 18. apríl. Námskeiðin eru
opin öllum þeim sem vilja losna við aukakilóin í eitt
skipti fyrir öll. Við bjóðum upp á morgun- og kvöld-
námskeið.Skráningarsíminn er 896 I 298
WorltWlass
/etum.
Það eru til ýmsar kenningar og leiðir til léttara lífs en
aðeins fáar skila árangri. Ein af þeim er Leid til léttara
lífs sem ég hef sjálfur þróað með góðum árangri. Núna
stendur yfir skráning á námskeið sem hefjast