Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MORGUNB L AÐIÐ skífu eftir rúma viku, en nokkur ár eru síðan út kom skífa með frumsaminni tónlist hans. f bnsnum Eric Clapton, sem telja verður með helstu gítarleikurum sögunnar að mati Árna Matthíassonar, sendir frá sér breið- EINN FREMSTI gítarleikari rokksögunnar er Eric Clapton sem á sér að auki lengri feril í sviðsljósinu en margir af hans gömlu spilafélögum í blúsklúbb- um Lundúna fyrir bráðum fjörutíu árum. Líkt og fleiri tónelsk bresk ungmenni hreifst Clapton af blús og hrynblús blakkra Bandaríkjamanna, en ólíkt þeim flestum hefur hann haldið tryggð við tónlistarformið alla tíð. Mörg ár eru síðan Eric Clapton sendi frá sér hljóðversskífu með frumsaminni tónlist en á mánudag- inn eftir viku kemur út ný breiðskífa hans sem beðið er með mikilli eftir- væntingu. Eric Clapton fæddist í Surrey í Englandi fyrir rétt tæpum 53 árum; hann á afmæli 30. mars. Clapton fæddist á heimili móðurforeldra sinna, en faðir hans var kanadískur hermaður sem hvarf aftur til konu og barna heima í Kanada í stríðslok. Clapton ólst því upp hjá móðurfor- eldrum sínum, sem gengu honum í foreldra stað, og fram á unglingsald- urinn var honum sagt að móðir hans væri systir hans. Clapton hefur eftir- nafnið frá móður sinni, Patriciu Molly Clapton, en faðir hans hét Ed- ward Fryer. Clapton ungi var fyrirmyndarpilt- ur á alla vegu, rólyndur með góða námshæfileika og nokkuð listhneigð- ur. Hann hreifst af Buddy Holly og suðaði í móðurforeldrum sínum þar til þau keyptu handa honum Hoya- kassagítar í afmælisgjöf þegar hann varð þrettán ára. Upp frá því var Clapton með gítarinn í fanginu og ekki leið á löngu að hann var farinn að hlusta á tónlistina sem lá að baki bandarísku gítarpoppi, blús með þeim Big Bill Broonzy, Jimmy Reed, og Muddy Waters. Svo heltekinn var drengurinn af gítamum að allt annað varð að víkja og smám saman hallaði undan fæti í náminu. Honum tókst þó að komast í listaskóla og lagði stund á glerlist, en ekki nema að nafninu til og svo fór að hann féll og fór í byggingarvinnu. Kvöldin notaði hann síðan í að hanga fyrir utan jassbúllur í Lundúnum og laumast inn ef svo bar undir. Um líkt leyti keypti hann sér annan gítar, að þessu sinni Kay rafmagnsgítar og fór að troða upp sem gítarleikari. Fyrsta hljómsveitin 1963 kynntist Clapton bassaleikar- anum Tom McGuinness sem bað hann koma að spila með hryn- blússveit sinni The Roosters. Ekki stóð það samstarf lengi, því sveitin hætti störfum eftir sex mánuði. McGuinness stofnaði þegar aðra sveit, Casey Jones and The Engineers, og Clapton fylgdi honum. Sú sveitin lifði enn skemur en sú fyrri, ekki nema mánuð, ekki síst vegna þess að Clapton kunni illa við poppið sem leikið var í sveitinni. Þó ekki hefðu sveitirnar tvær lifað lengi og eðlilega ekki haldið nema takmarkað af tónleikum höfðu menn tekið eftir gítarleikaranum snjalla og þegar Top Topham hætti í hljóm- sveitinni Yardbirds var Clapton boð- ið í sveitina með þeim Keith Relf, Chris Dreja, Paul Samwell-Smith og Jim McCarty. í Yardbirds fékk Clapton viðurnefnið fræga Slowhand, sem mjög er deilt um uppruna þess. Einn forðum félaga hans í Yardbirds, Chris Dreja, segir viðurnefnið þannig til komið að þeg- ar strengur slitnaði í gítar Claptons tók hann sér góðan tíma til að setja í nýjan streng á sviðinu og þá hafí áheyrendur gjarnan klappað í hæg- um takti á meðan, það sem menn kölluðu „slow-hand clap“. Umboðs- maður sveitarinnar, Giorgio Gomel- sky, greip það á lofti og setti á um- slag plötunnar Five Live Yardbirds sem kom út í desember 1964. Clapton tekur undir þetta, segir að umboðsmaðurinn hafí iðulega haft orð á því að hann væri handfljótur þegar hann væri að spila og því hafi honum þótt snjallræði að tvinna þetta tvennt saman sem orðaleik. Yardbirds voru fastráðnir til að spila í vinsælum klúbb, Crawdaddy, þar sem Rollingarnir höfðu meðal annars leikið um hríð. Hljómsveit- inni gekk og allt í haginn og sendi frá sér tvær breiðskífur á meðan Clapton var í henni. Þegar seinni skífan var tekin upp var eitt laganna For Your Love og sagan hermir að Clapton hafi verið nóg boðið; hann kunni ekki að meta poppið sem þeir félagar hans vildu leika og þegar John Mayall bauð honum í sveit sína Bluesbreakers var hann ekki lengi að þiggja boðið. Ekki var hann þó bara bundinn Bluesbreakers, því hann tók sér stutt frí í millitíðinni og skrapp til Grikklands haustið 1965 með félögum sínum í sveit sem þeir kölluðu Kirtlana, The Glands eða The Greek Loon Band. Einnig tók hann þátt í upptökum á blússkífu undir nafninu The Powerhouse í mars 1966. Tveir félaga hans í þeirri sveit, Jack Bruce og Steve Winwood, áttu síðar eftir að koma við sögu, en einnig voru í Powerhouse Peter York, Paul Jones og Ben Palmer. Á sinni tíð var Bluesbreakers Johns Mayalls með helstu blússveit- um Bretlands og fyrsta skífa sveitar- innar, samnefnd henni, er jafnan tal- in með helstu plötum sjöunda ára- tugarins er breskan hrynblús ber á góma. Clapton var þó ekki lengi í sveitinni, rétt rúmt ár, en nógu lengi til að vera tekinn í guða tölu fyrir gítarleik sinn. Clapton kunni því vel að spila með Bruce og langaði til að víkka út blús- inn, en einnig kunni hann þvi illa að vera undir agavaldi Mayalls sem var nokkru eldri en þeir félagar hans í sveitinni. Á endanum hætti hann því í Bluesbreakers og hann, Jack Bruce og trymbillinn Ginger Baker, sem áður hafði leikið með Graham Bond Organization, stofnuðu tríó sem þeir kölluðu Cream. Cream var fyrsta rokktríóið sem eitthvað kvað að og átti eftir að geta af sér óteljandi afbrigði slíkra. Þó farið hafí verið af stað með fógur fyr- irheit lá í loftinu þegar í upphafi að samstarfið yrði ekki langvinnt, því ekki kunni góðri lukku að stýra að hafa þrjá skipstjóra í brúnni. Fyrsta skífa sveitarinnar, Fresh Cream, þótti mikið merkisverk og vel heppnuð tónleikaferð um Banda- ríkin tryggði góða sölu. í kjölfarið fylgdu skífumar Disraeli Gears og Wheel of Fire. Velgengni Cream varð aðeins til að skerpa á deilum á milli þeirra Claptons og Bruce og á endanum leystist sveitin upp í leiðindum 1968, þá á hátindi frægðar sinnar. Hálfu ári síðar var Clapton búinn að stofna aðra sveit stjörnum prýdda, Blind Faith, með Steve Winwood, Ginger Baker, Rick Grech, sem áður lék á bassa í Fa- mily, og Steve Winwood, sem Clapton lék með blús á sínum tíma, en var þegar hér var komið sögu ný- hættur í Traffic. Fyrstu tónleikai- Blind Faith voru frammi fyiir á ann- að hundrað þúsund áheyrenda og fyrsta plata sveitarinnar, samnefnd henni, varð gríðarlega vinsæl. Liðs- menn sveitarinnar gátu þó ekki kom- ið sér saman um hvaða leið ætti að fara í tónlistinni og fyrsta tónleika- ferð Blind Faith um Bandaríkin varð um leið kveðjuferð hennar, eftir ell- efu mánaða samstarf. Fyrsta sólóskífan í tónleikaferðinni tók Clapton upp á því að birtast óforvarandis á svið- inu hjá upphitunarsveitinni Delaney and Bonnie sem_ hann átti eftir að starfa með frekar í framtíðinni. Áður en af því varð fór hann til Bretlands hljómsveitarlaus og tilboðum um spilamennsku rigndi yfir hann. Með- al þeirra sem báðu hann um að troða upp með sér var John Lennon sem fékk hann til að spila með Plastic Ono Band á tónleikum í Toronto og síðan í Lundúnum haustið 1969, en leik Claptons má meðal annars heyra í laginu fræga Cold Turkey. Clapton var einnig gestur hjá Delan- ey and Bonnie og lék sem gestur á nokkrum tónleikaferðum með sveit- inni. Árið 1970 kom úr fyrsta sólóskífa Claptons, samnefnd honum, en und- irleikarar á plötunni voru liðsmenn sveitar Delaney Bramlett, sem samdi nokkur lög með Clapton. Plat- an gekk bráðvel, ekki síst fyrir smá- skífuna After Midnight, en Clapton virtist kunna illa við sig í sviðsljósinu og ekki bættu úr skák ýmis áfóll í einkalífinu, ekki síst það að þegar hann var að leika inn á sólóskífu Ge- orge Harrisons vinar síns varð hann ástfanginn af eiginkonu hans, Patti. Um líkt leyti var Clapton farínn að fikta við heróín og ekki leið á löngu að hann var orðinn forfallinn fíkill. Með Delany Bramlett stofnaði hann nýja hljómsveit, Derek and the Dominoes, og hélt í tónleikaferð um Bretland áður en haldið var í hljóð- ver að taka upp breiðskífuna tvö- földu Layla and Other Love Songs. í kjölfarið fylgdi sukkferð um Bandaríkin og nokkrir tónleikar í Bretlandi en þegar kom að því að taka upp næstu skífu snemma árs 1971 voru liðsmenn svo út úr heimin- um af sukki og svínaríi að ekkert varð úr. Eftir stutt frí var Clapton þó aftur kominn á stúfana, nú að spila með George Harrison á Bangla Desh-tón- leikunum, en lengi eftir það heyrðist ekkert frá honum, því hann var fast- ur í tveggja ára heróínvímu. Þrátt fyrir það kom út breiðskífa með safni laga sem kallaðist The History of Eric Clapton, og seldist bráðvel. Sigrast á heróínfíkninni Peter Townsend varð til þess að draga Clapton á svið aftur á tónleik- um í Rainbow leikhúsinu í janúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.