Morgunblaðið - 01.03.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 B 19
Ævintýralegt sumar
á Siglufírði
„Ég fluttist til Siglufjarðar á átt-
unda áratugnum og byrjaði að spila
þar með Gautum. Eg fór þó fyrst og
fremst norður í þeim tilgangi að
vinna í loðnubræðslu og ná mér í
góðar tekjur. í bræðslunni var ég
ekki lengi. Ég var ráðinn í eitt og
hálft starf við Tónlistarskólann og
kenndi þar á öll helstu blásturs-
hljóðfæri í tvö ár.
Ég gerðist útgerðarmaður og ætl-
. aði mér stóran hlut í aflanum. Eg lét
smíða fyrir mig nýja trillu, Færey-
ing, frambyggðan plastara, og gerði
hann út. Eg hafði ekki fyrr keypt
bátinn en fiskurinn nánast hvarf af
miðunum! Ég var alltaf fyrstur á sjó-
inn á morgnana og kom síðastur allra
að landi á kvöldin, og með minnstan
aflann. Ég kunni ekkert að leita að
fiski en var ákveðinn í að standa mig
og umfram allt að verða sjálfstæður
útgerðarmaður! Ég elti gömlu karl-
, ana en fiskaði svo eiginlega aldrei
bein úr sjó, þeir hlógu bara að mér.
Eftir sumarið seldi ég bátinn og þá
kom fiskurinn! Ég sigldi bátnum til
' ísafjarðar eftir BP-vegakorti. Gár-
ungarnir á Siglufirði sögðu: Hann
kemst þetta aldrei, hann er dauður!
Ég fór bara á guðs vegum eins og
Gústi guðsmaður. Ég var tvo sólar-
hringa á leiðinni frá Siglufirði, einn
að þvælast þetta í haugasjó og mann-
skaðaveðri. Pað kom samt alltaf logn
. þegar ég var að stranda uppi í fjöru!
Að lokum komst ég yfir Húnaflóann
eftir mikla hrakninga og til Skaga-
strandar og þar svaf ég í trillunni
eina nótt. Þegar ég fór svo þaðan á
trillunni var komin bræla og erfitt að
sjá nokkuð til lands. Ég setti allt í há-
norður og vissi þá ekki fyrri til en ég
var næstum búinn að sigla niður heil-
an vita! Vitinn birtist allt í einu þarna
í kófinu, en allt fór þetta vel að lokum
og ég náði í höfn á ísafirði. Ég kunni
ekkert á höfnina á ísafirði og ég
sigldi bara af augum og beint upp í
slý og drullu! Það var eins gott að
enginn sjómaður sá mig þá! Ég
I bakkaði bátnum upp að trilluhöfniimi
þar sem kaupandinn beið mín. Ég
þurftd síðan að hífa bátinn upp að aft-
an daginn eftir og skera slýið úr trill-
unni. Þá fékk ég loks peningana.
Þetta var óneitanlega mikil lífs-
reynsla."
Atvinnutónlistarmaður
Rúnar Georgsson hafði ekki langa
viðdvöl í Keflavík, þar sem hann hóf
feril sinn með hljómsveit Guðmund-
ar Ingólfssonar.
„Ég man að ég spilaði með SAS-
tríóinu og Stebba Jóns tvö kvöld í
Félagsgarði í Kjós. Þá spilaði ég
með hljómsveit Björns R. Einars-
sonar á Hótel Borg í nokkra mánuði
skömmu eftir að ég kom frá Kefla-
vík. Þaðan fór ég yfir í Vetrargarð-
inn, sem þá var einn helsti sukkstað-
ur borgarinnar, og byrjaði að spila
þar í hljómsveit með Kalla MöÚer,
Pétri Östlund og Kristni Vilhelms-
syni bassaleikara, sem lengi hefur
búið í Danmörku. Þaðan lá leiðin yf-
ir í Lúdó-sextettinn, líklega árið
1961. Ég var með Lúdó í Stork-
klúbbnum í tvö ár og síðar í Þórs-
kaffi í nokkur ár. Lúdó var ein
helsta stuðhljómsveit landsins. Við
spiluðum mikið í Hlégarði, Félags-
garði í Kjós, Aratungu og á sveita-
böllum. Þetta voru uppgangstímar í
þjóðfélaginu, nóg af peningum og
mokafli ár eftir ár á miðunum. Eftir
að ég hætti í Lúdó var ég með Hauki
Morthens í Klúbbnum einn vetur og
svo síðar með hljómsveit Þóris Bald-
urssonar eða þar til ég tók stóra
ákvörðun.
Ég flutti af landi brott til Dan-
merkur og bjó um tíma hjá Gunnari
Kvaran sellóleikara, sem hafði verið
búsetttur þama í nokkur ár og verið
í námi. Ég byrjaði í flautunámi hjá
einum besta flautuleikara Dana, Jo-
hann Bentsson. Það nám gekk ágæt-
lega. Svo kom Jón Páll Bjamason og
flutti inn til okkar. Við litum inn á
músíkbúllur og við fengum að taka í
á Montmartre og á Parísarklúbbn-
um og eltum uppi fræga djassleik-
ara. Við auglýstum þá í Politiken
eftir vinnu. Jón Páll fékk vinnu með
hljómsveit í amerískn herstöð í
Þýskalandi og ég fékk vinnu í Norð-
ur-Svíþjóð með blökkumannabandi.
Þar vom tveir svartir frá Jamaíka,
ég og danskur píanisti. Þar spilaði
ég á glæsilegu hóteli í þrjá mánuði.“
Árið 1967 kom Rúnar síðan heim
til íslands og var hér um tíma og
starfaði með ýmsum hljómsveitum
eða þar til hann ákvað að reyna
frekar fyrir sér erlendis.
„Ég flutti til Svíþjóðar 1969 og
spilaði með hljómsveit Busse Sulv-
én. Hljómsveitarstjórinn er þekktur
gítarleikari í Svíþjóð og Danmörku
og með hljómsveitinni söng Lisa
Linn, sem þá var fræg dönsk djass-
söngkona, þau komu mikið fram í
Danmarks Radio. Ég spilaði með
þeim í hálft ár. Þá fór ég yfir til
Stokkhólms og byrjaði að spila með
Rock Buris, sem var frægur
rokksöngvari í Svíþjóð á sjöunda
áratugnum. Ég spilaði með honum í
Söderham og fór þaðan eftir mánuð
og fór að spila með bandi í Norður-
Svíþjóð sem hét Gunnar Beklund og
spilaði með því næstu tvö árin. Þetta
var vönduð hljómsveit og launin
ágæt. Við spiluðum mest dansmúsík.
Þá var ég í hljómsveit með Þóri
Baldurssyni í Svíþjóð um tíma og við
ferðuðumst saman víða.
Árið 1972 kom ég svo heim og fór
að spila með hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar á Hótel Sögu. Með
Ragnari var ég í eitt ár, kom síðan
aftur inn í hljómsveitina. Ég vildi
alltaf vera að hlaupa á milli hljóm-
sveita til að safna reynslu.
Ég var við tónlistarkennslu á Dal-
vík og í Borgarnesi og var svona á
þvælingi fram og til baka í kennslu
og að spila. Ég fór aftur til Svíþjóð-
ar árið 1982, og þá með fjölskylduna
með mér, en það var heldur stutt
dvöl og enn var ég kominn heim og
þá í kennslu við tónlistarskólann í
Njarðvíkum. Ég kenndi við djass-
deild FÍH á fyrstu árum deildarinn-
ar. Þá var ég með í stórsýningum á
Broadway hjá Óla Laufdal á níunda
áratugnum. Það var ánægjulegt og
margs er að minnast frá því tímabili.
Það er í mér eitthvert flökkueðli,
ég er hálfgerður sígauni og á
kannski ekki langt að sækja það úr
föðurættinni. Ég tók mér stundum
frí frá músíkinni og fór þá á sjóinn, á
millilandaskip, og sigldi um heims-
höfin. Ég var á bátum frá Sandgerði
og Grindavík.
Ég fór eitt sinn á línubát frá
Sandgerði og var kokkur á þeim bát
og brenndist þá svolítið illa í andliti.
Mér hefndist fyrir að gefa áhöfninni
fisk alla daga vikunnar! Það eina
sem ég kunni að kokka var að sjóða
ýsu og steikja beikon, jú og að
steikja lambalæri, sem ég var með
einu sinni í viku, og þá átu þeir eitt
læri á mann! Ég nennti ekki að vera
með veislumat handa liðinu. Mér
fannst þeir alltof feitir og taldi að
þeir ættu að reyna að ná af sér spik-
inu. Ég var eitt sinn með saltfisk í
matinn og það var öldugangur og
haugasjór. Ég tók hlemminn af pott-
inum þar sem ég vildi ekki láta mat-
inn verða að drullu. Þá kom undir-
alda og ég fékk sjóðandi vatnið yfir
hausinn. Það var hefndin fyrir að
vera ekki með veislumat um borð.
Ég var fluttur með hraði á gjör-
gæsludeild Landspítalans og lá þar
allsber á laki. Það mátti enginn
koma inn til mín. Ég var einna lík-
astur Drakúla í framan; allur eitt
hrúður. Þarna var frábær læknir,
Árni Bjömsson lýtalæknir, sem
sagði að það væri best að gera sem
minnst fyrir mig. Þetta greri svo
smám saman og ég fékk nýja húð og
hef ekkert elst síðan, annars væri ég
eins og sjötugur maður! Þetta var
annars stigs brunasár.
Alltaf var ég að spila af og til öll
árin eða þar til fyrir átta árum að ég
hætti að mestu að spila á dansstöð-
um. Ég var orðinn þreyttur á þess-
um erli. Ég hef stundað trygginga-
sölustörf síðan. Nú geri ég minna af
því í bili og er farinn að spila meira
aftur og er núna að spila með hljóm-
sveitinni Sangria á pöbbum og víðar.
Mér líkar það vel að vera í nálægð
við fólkið. Þá spila ég á stórsýning-
unni á Broadway, þar sem frumherj-
ar rokksins eru heiðraðir. Ég er
meira að fara yfir í tónlistina og kem
til með að spila meira á næstunni en
verið hefur undanfarin ár.“
Kona Rúnars Georgssonar er
Helga Markúsdóttir. Dóttir þeirra
Elva Björk, nítján ára, hefur erft
tónlistarhæfileikana frá fóður sínum.
Hún er fiðluleikari. Rúnar á dóttur
frá fyrra hjónabandi, Björgu, sem er
að útskrifast sem lögfræðingur, og
son í Svíþjóð, Ketil, 25 ára. Ketill er
gítarleikari í þungarokkssveit.
t Viltu nokkuð annað
en það besta?
Á upplýsingaöld og tímum
síaukinna fjarskipta hefur enginn
efni á að nota annað en besta
fáanlegan símabúnað.
Kynntu þér Hicom símkerfin
og þú munt sannfærast um
yfirburðastyrk Siemens.
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 • Reykjavík
Sími: 520 3000 • Fax: 520 3011
Netfang: sminor@tv.is
Veffang: www.tv.is/sminor
Jórunn Þóra Siguröardóttir
Jéttistum7
Sigrlður Tómasdóttir
léttistum 18kg
Hópurinn sem
hefur náð
frábærum árangri
á fitubrennslu-
námskeiðum hjá
okkurfer ört
stækkandi!
Dóra ÞorlákSdóttir
léttistum 17 kg
Sigríður Úlfarsdóttir
léttist um 18 kg
ndSnæiand
um 4 kg
8-vikna fitubrennslu-
námskeið:
• Þjálfun 3-5x í viku
• Fræöslu- og kynnlngarfundur
• Fitumælingar og vigtun
• Matardagbók
• Uppskriftabókin „Léttlr rétUr“
150 frábærar uppskrlftir
• Upplýslngabæklingurinn
„f formi tll framtfftar"
• Mjög mikið aðhald
• Vmningar dregnir út
(hverri viku
• Flmm heppnar og samvisku- I
samar fá 3ja mán. kort i iok "
námskeiðs
Fitubrennslunámskeiðin okkar hafa hjálpað
mörgum konum aö breyta um lífsstíl, tileinka sér
hollari lífshætti og aukna hreyfingu.
Allt þetta leiðir af sér léttara og skemmtilegra líf.
Vertu tneð, það verður léttara en þú heldur!
mtmam
RGUSTU & HRHFNS
Kvöldhópar
□aghópur
Morgunhópur
Framhaldshópur
Barnagæslo
Hefst 9. mars.
SKEIFAN 7 101 REVKJAVÍK S. 533-3355