Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 B 13 Var Pacciani „skrímslið frá Flórens“? Róm. The Daily Telegraph. SMÁBÓNDI að nafni Pietro Pacciani, sem dæmdur var fyrir fjórtán af sextán raðmorðum „skrímslisins frá Flórens“ en síðar sýknaður, fannst látinn við grunsamlegar kringumstæður á heimili sínu í San Casciano. Talið er að hið raunverulega „skrímsli" hafi myrt hann. Pacciani lá á grúfu á gólfinu með buxurnar niðrum sig og skyrtuna á öxlunum þegar að honum var komið. Beðið er nið- urstöðu réttarkrufningar, en lögreglan telur allt benda til þess að hann hafi verið myrtur. „Skrímslið“ hafði það til siðs að njósna um pör og er þau lágu í hvílubrögðum í bílum eða tjöld- um inni í skógarrjóðrum lét hann til skarar skríða og myrti þau með Beretta-byssu hlaðinni Winchester H-skotum. Að því búnu lék hann lík kvennanna illa. Grunsemdir beindust að Pacciani er í ljós kom að morðin voru einungis framin á því tíma- bili sem hann var utan fangelsis- múra. Hann var fangelsaður fyr- ir morð á sölumanni árið 1951 sem hann kom að í ástarleik með unnustu sinni í skógarrjóðri. Að morðinu loknu neyddi hann kon- una til samræðis við sig við hlið líksins. Morð „skrímslisins", sem eru öll eins og endurtekn- ing á morðinu á sölumanninum, hófust um það leyti sem Pacc- iani var sleppt úr fangelsi. Þau héldu áfram til 1985 er honum var aftur stungið inn fyrir að misnota tvær dætur sínar kyn- ferðislega en þá linnti þeim. Við húsleit hjá Pacciani fund- ust skot af þeirri tegund sem notuð voru við morðin og hluti af Beretta-byssu. Var hann dæmd- ur sekur fyrir fjórtán morð af sextán árið 1994 en í janúar 1996 var Mario Vanni, bréfberi á eftirlaunum og vinur Paccianis, handtekinn og sakaður um morðin. Á endanum var Pacciani sýknaður í desember 1996 en í fi-amhaldi af því að drykkjufé- lagi hans, Giancarlo Lotti, gekkst við morðunum mánuði seinna og sagði að Pacciani, Vanni og fleiri hefðu átt aðild að þeim var smábóndinn enn á ný hnepptur í varðhald. Er rann- sókn málsins enn ólokið og þykir grunsamlegur dauðdagi Pacc- iani flækja það jafnvel enn meira. Aðaliiindur Nýherja 1998 Aðalfundur Nýherja hf. verður haldinn miðvikudaginn 4. mars 1998. Fundurinn verður í Sunnusal Hótel Sögu og hefst kl. 15:00. Dagskrá • Venjuleg aðalfundarstörf. • Tillögur: Heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum skv. 55. grein hlutabréfalaga. • Breytingar á samþykktum: Á fundinum verða bornar upp tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. Lagt verður til að ákvæði um tilgang félagsins orðist þannig: "Tilgangur félagsins er að veita viðskiptavinum sínum heildar- lausnir á sviði upplýsingatækni. í því felst þróun hugbúnaðar, útvegun tölvu- og skrifstofubúnaðar, ásamt ráðgjöf og tengdri þjónustu. Auk þess fjárfestir félagið í skyldum rekstri." Aðrar meginbreytingar lúta einkum að samræmingu samþykktanna við breyttar starfsaðferðir hjá fyrirtækinu og gildandi lög um hlutafélög að því er varðar hlutabréf, fundarboðun og fundarsókn aðalfundar, ákvörðunartöku stjórnar, verklag við gerð ársreikninga, slit, samruna og réttindi hluthafa." • Heimild til stjórnar um aukningu hlutafjár. • Önnur mál, löglega upp borin. fél; J ~ H,L H en Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem þess óska geta nálgast tillögur að breytingum á samþykktum á skrifstofu félagsins. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboö, verða að veita slíkt skriflega. NÝHERJI Skaftahlíð 24 - 105 Reykjavlk Simi: 5SS 7700 - Fax: 569 7799 Vörulisti á netinu: www.nyhBrji.is HONDA Verð á götuna: 1.295.000,- Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri nnifalið í verði bílsins M400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun eglar iVindskeið með bremsuljósi kÚtvarp og kassettutæki kHonda teppasett ►14" dekk ► Samlæsingar ► ABS bremsukerfi ►Ryðvörn og skráning Honda Civic 1.6 VTi VTEC 1.890.000,- 160 hestöfl 15" álfelgur Rafdrifin sóllúga 6 hátalarar Sportinnrétting Leöurstýri og leðurgírhnúður Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.490.000,- 115 hestöfl Fjarstýðar samlæsingar Höfuðpúðar aftan 4 hátalarar Hæðarstillantegt ökumannssæti Honda Civic 1.4 Si 1.375.000,- 90 hestöfl Sjálfskipting 100.000, Sfmi: 520 1100 Nýja förðunarlínan er komin GULLIN GEISLADÝRÐ EXCLUSIVE BIO : ' I Ý Instant Natural Golden Glov/ UV jGel) f | ' Sólargel með UV-vörn EXCLUSIVE BIO Instanl Natural Golden Highlighter Sólskinsljómi EXCLUSIVE BIO Natural Golden Finish UV Sólarpúður meó UV-vörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.