Morgunblaðið - 01.03.1998, Page 4

Morgunblaðið - 01.03.1998, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT íslendingar séu ein vinnu samasta þjóð veraldar, eða telji sig að minnsta kosti vera það, hafa þeir ekki eytt mikilli orku í vísindalegar athuganir á vinnu og frammistöðu fólks í starfí. Ásta Bjamadóttir fór því ekki troðnar slóðir þegar hún hóf nám í vinnu- og skipulagssálfræði við sálfræðideild Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum. I nóvember síð- astliðnum varði hún doktorsritgerð í þeirri grein eftir rannsókn á þeirri hegðun sem mestu máli skiptir fyrir frammistöðu í þjónustustörfum, og hafði þá skrifað bókina Starfs- mannaval, sem kom út hjá Framtíð- arsýn árið 1996. Hún er núna starfsmannastjóri Hagkaups. Vinnu- og skipulagssálfræðingar eru ekki margir hér á landi, fagið nánast óþekkt meðal almennings, og því er Asta spurð hvað þessi grein sálfræðinnar fjalli um í stuttu máli. „Hún fjallar um öll viðfangsefni, fyrirbæri og vandamál á vinnustöð- um þar sem þekking á mannlegri hegðun getur komið að gagni,“ seg- ir Asta. „Sem fræðigrein nær hún yfir fimm svið, starfsmannaval og frammistöðumat, þjálfun starfs- manna og starfsþróun, vinnuvilja og umbun, hönnun vinnuumhverfis og loks vinnuviðhorf og félagsmótun." Þróun vinnusálfræðinnar Ásta fékk áhuga á vinnusálfræði strax sem unglingur þegar hún vann hjá Félagsvísindastofnun Há- skólans við að gera starfslýsingar, jafnhliða námi sínu við Menntaskól- ann við Hamra- hlíð. „Þá átti ég við- töl við um þrjú hundruð sérfræð- inga og stjómend- ur á ýmsum vinnu- stöðum hér í bæ í því skyni að safna upplýsingum um störf þeirra og skrifa á þeim stuttar lýsingar sem síðan komu út í bók. Mér fannst fólk taka því vel þegar ég sýndi starfi þess áhuga og sjálf hafði ég hina mestu ánægju af. Eftir þessa reynslu langaði mig til að læra eitthvað sem hefði með vinnu og störf fólks að gera og komst eftir nokkra leit að því að til væri fag sem héti vinnusálfræði. Ég innritaðist þá í sálfræði í Háskóla Islands, gagngert til að læra vinnu- sálfræði síðar, og dreif af BA námið því hugurinn stefndi til Bandaríkj- anna enda er vagga vinnusálfræð- innar einmitt þar. Vinnusálfræði varð til í kringum 1910, og þá sem tilraun til að auka hagræðingu og framleiðni í verk- smiðjum. Hugmyndina um visinda- legt starfsmannaval má þó rekja langt aftur í tímann, til Kínverja og Fom-Grikkja. í fyrstu var verið að rannsaka hvemig best væri að velja starfsfólk og skipuleggja vinnu þess og vinnuumhverfi, til dæmis með það í huga að fækka slysum, og síðar meir var sjónum beint að félagsleg- um þáttum, hvatningu og þjálfun. Heimsstyrjaldimar urðu þó helsti hvatinn að þróun og útbreiðslu vinnusálfræðinnar. Þegar Banda- ríkjamenn hófu afskipti sín af fyrri heimsstyrjöldinni í apríl 1917, kom upp vandamál við val á hermönnum í stöður innan hersins, hvemig ætti að meta þá, velja og þjálfa. Þá var búið til fyrsta skriflega greindar- prófið sem lagt var íyrir stóra hópa nýliða. Sú aðferð að nota greindar- próf við val á starfsfólki hefur fram til þessa daga þótt einna árangurs- ríkust og er mikið notuð í Banda- ríkjunum. Eftir stríð fóm miklar sögur af þeim árangri sem sálfræð- ingarnir höfðu náð og einkageirinn tók á móti þeim opnum örmurn." Sigrar og ósigrar Doktorsritgerð Ástu fjallar um frammistöðu einstaklinga í þjón- ustustörfum, og var rannsókn henn- ar byggð á yfir eitt þúsund raun- vemlegum atvikum þar sem starfs- fólk var talið hafa sýnt góða eða slaka frammistöðu í samskiptum við viðsldptavini. „Ég ákvað að snúa mér að ÁSTA Bjamadóttir starfsmannastjóri: „Rannsóknir hafa sýnt að almenn greind er mikilvægasti á frammistöðu einstaklinga í starfi." Morgunblaðið/Árni Sæberg áhrifavaldurinn f sanæma Það er tálsýn að láta brjóstvitið ráða í starfsmannavali, segir Asta Bjarnadóttir, vinnu- og skipulagssálfræðingur. Hún hefur rannsakað frammistöðu fólks í þjónustustörfum og sagði Kristínu Marju Baldursdóttur frá hugmyndum sínum um starfsmannaval, frammistöðu og starfsánægju. frammistöðusviðinu og fékk fljótt áhuga á þjónustugeiranum. Mér hefur ætíð leiðst það viðhorf fólks að þjónustugeirinn sé afæta á grunnatvinnuvegum eins og sjávar- útvegi og landbúnaði. Ég byrjaði á að „stúdera pælingar“ hagfræðinga um þjónustugeirann og komst með- al annars að því að hlutfallsleg stærð hans í atvinnulífi er einn besti mælikvarðinn á þróunarstig landa. Ég er ekki sátt við þá skoðun að verðmæti myndist ekki í þjónustu- geiranum, og mér liggur við að segja að við getum vel lifað af því að klippa hárið hvert af öðru! Ég sneri mér því næst að þjón- ustumarkaðsfræðum og komst að því að þótt mikið hafi verið ritað um hvemig bæta megi þjónustu, vant- aði lýsingu á þeirri hegðun sem er forsenda þess. Þarna fann ég eyðu í „litteratúrnum", og það er að sjálf- sögðu óskadraumur allra sem skrifa doktorsritgerð. Ég ákvað að nálgast verkefnið með skemmtilegri aðferð sem er byggð á raunverulegum at- vikum eða sögum af sigrum og ósigrum, bæði frá viðskiptavinum og starfsmönnum þjónustufyrir- tækja. Þessi atvik voru síðan flokk- uð og greind af her manna sem ég hafði mér til aðstoðar og eftir þá flokkun hafði ég í höndum líkinda- gögn sem voru síðan greind með tölfræðilegri aðferð sem heitir þáttagreining. Ég fékk út tíu þætti sem lýsa frammistöðu einstaklinga í þjónustu, þar á meðal hve fljótt starfsmenn bregðast við, hlusta, gefa upplýsingar, afgreiða, fylgja eftir málum, og einnig komu þarna fram þættir eins og kurteisi, vinátta og samúð. Þetta líkan má nota í þjálfun, það er að segja að kenna fólki að hegða sér samkvæmt þess- um þáttum, en einnig má nota það sem grunn fyrir frammistöðumat.“ Starfsmannaval Ásta segir að Bandaríkjamenn séu vanir prófum þegar um val á starfsmönnum sé að ræða, og að flestir starfsmenn í ábyrgðarstörf- um gangist undir árlegt frammi- stöðumat, sem síðan tengist launum þeirra. „Bandarískt starfsmanna- hald, eins og það gerist best, beinist einkum að vönduðu starfsmanna- vali, hinu árlega frammistöðumati, þarfagreiningu, eða mati á því hvers konar þjálfun nýtist starfsmanni best, og síðan að starfsþróun sem felst í þvi að aðstoða starfsmann í að skipuleggja starfsferil sinn.“ - Hvemig kemur vinnu- og skipu- lagssálfræði helst að gagni í at- vinnulífinu? „Við gerum kröfur um betri lífs- kjör og meiri framleiðni og því þurfa fyrirtæki að vanda val á starfsmönn- um, þjálfa þá rétt, umbuna þeim svo þeir haldist við í starfinu, og hanna gott vinnuumhverfi. Störfm úti í þjóðfélaginu verða æ flóknari og stjómun þessara mála því að sama skapi erfiðari. í flestum löndum hef- ur framleiðni aukist, mest þó í Bandaríkjunum, og íslendingar geta ekki leyft sér að vera eftirbátar í þeim efnum. Vinnusálfræðin gengur undir þessum kröfum. Það er alltaf verið að hagræða, verið að reyna að ná sem mestri framleiðni út úr fólki en þó á þann hátt að því líði vel og að hæfileikar þess séu nýttir. Vinnusál- fræði þjónar báðum herrunum, vinnuveitandanum og starfsmannin- um, en aukin framleiðni er alltaf mikilvægt markmið. Þótt launþegasamtök á íslandi hafi gert marga góða hluti hafa þau að vissu leyti staðið^ í vegi fyrir framleiðniaukningu. í fyrsta lagi með því að láta launahækkanir fara eftir starfsaldri en ekki frammi- stöðu, sem þýðir að fólki með lang- an starfsaldur er kannski umbunað en ekki því sem duglegast er, og í öðru lagi með því að koma í veg fyr- ir að starfsmenn gangi í fleiri en eitt starf innan fyi-irtækisins. Það er líka allt of mikið um það að peningum sé sóað í námskeið sem hafa lítið eða ekkert að gera með það starf sem unnið er. Sem starfsmannastjóri hef ég fengið margar upphringingar frá aðilum sem vilja selja mér námskeið fyrir starfsmenn eins og til dæmis í fata- vali, snyrtingu, slökun eða sjálfs- styrkingu. Hins vegar hefur enginn hringt til að bjóða mér kjötnám- skeið eða þjónustunámskeið, eða raunar nein önnur námskeið sem tengjast þeim störfum sem unnin eru hjá Hagkaupi. Það er að mínu mati lítilsvirðing við vinnandi fólk að taka það frá störfum sínum til að senda það á námskeið sem hefur það eitt markmið að vera tilbreyt- ing frá hinu daglega amstri.“ Starfsánægja Starfsmannaval heyrir undir vinnusálfræðina og það'Væri fróð- legt að vita hvemig Ásta mundi velja sér starfsmenn ef hún ræki sitt eigið fyrirtæki? „Það er tálsýn að best sé að láta brjóstvitið ráða í starfsmannavali. Ég mundi nota sálfræðileg próf, því ég hef mikla trú á þeim, enda eru þau bæði í þágu starfsmanna og fyr- irtækisins. Fyrir starfsmenn sem eiga að hafa samskipti við viðskipta- vini mundi ég leggja þjónustuvilja- próf, greindarpróf fyrir yfirmenn og þá sem eiga að gegna flóknari störfum, og fyrir þá almennu starfs- menn sem hefðu ekki bein sam- skipti við viðskiptavini mundi ég leggja áreiðanleikapróf. Prófin segja ekki allt svo ég mundi líka ræða við væntanlega starfsmenn, og nota þá kerfisbundin viðtöl, það er að segja viðtöl þar sem sömu spurningar eru lagðar fyrir alla.“ - Og hvernig er nú besti starfs- maðurinn? „Rannsóknir hafa sýnt að almenn greind er að jafnaði mikilvægasti áhrifavaldurinn á frammistöðu ein- staklinga í starfi. Aðrir þættir eins og menntun, samviskusemi, sam- starfsleikni og þjónustuvilji, koma svo inn í eftir eðli starfsins." - En hvenær eru starfsmenn ánægðir? „Niðurstöður rannsókna sem ég og aðrir hafa gert sýna að starfsá; nægja ræðst af fjórum þáttum. í fyrsta lagi tengist hún starfinu sjálfu, það er að segja fjölbreytni verkefna, hvort hæfileikar nýtist í starfi, ábyrgð, hvort starfið veiti umbun eftir frammistöðu og hvort kostur gefist á að yinna verkin frá upphafi til enda. í öðru lagi hafa hinir félagslegu þættir á vinnustað áhrif, eins og andrúmsloft, sam- skipti og tilfinning fólks fyrir því að geta haft áhrif á starfsaðstæður sín- ar. í þriðja lagi eru það ytri aðstæð- ur, þar með talinn samanburður við aðra sambærilega starfsmenn á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.