Morgunblaðið - 01.03.1998, Page 12
12 B SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLÍFSSTRAUMAR
LÆKNISFRÆÐL/r loksinsfarið að hilla undir lækningu við
pessum erfiða sjúkdómi?
Heila- og
mœnusigg
■ (MS)
Erfítt er að finna lækningu við sjúkdómi ef við
skiljum ekki eðli hans. Til að góð lækning finnist
þarf að rannsaka niður í kjölinn eðli og orsakir
viðkomandi sjúkdóms og þá fyrst er hugsanlega
hægt að ráðast gegn frumorsök hans. Einn
þeirra sjúkdóma sem gengið hefur ákaflega illa
að skilja er heila- og mænusigg sem oftast geng-
ur undir erlendu skammstöfuninni MS (multiple
sclerosis). Lengi var talið líklegast að um væri að
ræða veirusýkingu, og sumir telja enn að svo geti
verið. Ein af ástæðum þessa er sú að skemmd-
irnar sem verða í miðtaugakerfinu líkjast því
sem sést við sjúkdóma í dýrum sem vitað er að
stafa af veirum og má þar t.d. nefna visnu í sauð-
fé. Á grundvelli rannsókna undanfarinna ára
þykir flest benda til að um sé að ræða truflun á
starfsemi ónæmiskerfisins sem byggist á arf-
gengi og umhverfisþáttum.
A* sundanfórnum árum hefur
verið unnið ötullega að rann-
sóknum á MS. Fundist hafa breyt-
ingar á ónæmiskerfi MS-sjúk-
linga, sem gefa ákveðnar vísbend-
ingar um hugsan-
legar orsakir
sjúkdómsins. Þar
koma við sögu
ýmis efni og frum-
ur sem taka þátt í
starfsemi ónæm-
iskerfisins, m.a.
svo kallaðar T-
frumur. Á grund-
velli þessarar nýju þekkingar er
nú verið að rannsaka ótal efni og
hugsanleg áhrif þeirra á gang
sjúkdómsins. Fyrir u.þ.b. 10 árum
var frekar lítið hægt að hjálpa
þessum sjúklingum og lítið var að
gerast á þessu sviði. Síðan þá hafa
rannsóknir blómstrað og komið
hafa á markað í heiminum tvö lyf,
beta-interferón og kópólýmer I.
» Menn vona að þessi lyf geti haft
áhrif á gang sjúkdómsins þó svo
að ekki séu fyrir því góðar sann-
anir ennþá. Staðan hefur verið
metin þannig að við erum með
sjúklinga sem oftast eru á besta
aldri (20-40 ára), þeir eru með erf-
SUMIR MS-sjúklingar enda í hjólastól
m.a. verið dofi í útlim eða andliti,
minnkaður styrkur í hendi eða
fæti, sjóntruflanir, óvenjuleg
þreyta, svimi eða truflun á starf-
semi þvagblöðru. Hjá flestum kem-
ur sjúkdómurinn í köstum, í byrjun
jafnar sjúklingurinn sig að mestu
milli kasta en síðan verður hægt og
hægt um varanlega fötlun að ræða.
Sjaldgæfara er að sjúkdómurinn
versni jafnt og þétt án kasta. Hjá
stórum hluta sjúklinganna verður
aldrei um verulega fötlun að ræða
og sjúkdómurinn hefur þá ekki
áhrif á ævilengd. Gangur sjúk-
dómsins er ákaflega einstaklings-
bundinn, hlé á milli kasta getur
verið allt að 25 ár, en til eru dæmi
um að sjúkdómurinn hafi dregið
sjúklinginn til dauða á minna en
einu ári. Þeir sem deyja úr MS eru
venjulega orðnir verulega lamaðir,
stundum í öndunarvél og hafa ekki
lengur stjóm á þvaglátum og
hægðum, en þegar svo er ástatt er
mikil hætta á lífshættulegum sýk-
ingum. Þessi breytilegi gangur
sjúkdómsins milli einstaklinga ger-
ir rannsóknir á áhrifum lækninga
erfiðar, þær krefjast stórra sjúk-
lingahópa og langs tíma til að nið-
urstöðumar verði marktækar.
iðan sjúkdóm sem engin árangurs-
rík meðferð er til við, en þessi
nýju lyf vekja veika von og segja
má að við höfum ekki miklu að
tapa. Ef þessi lyf gera gagn virðist
það vera helst hjá þeim sem ekki
hafa gengið með sjúkdóminn lengi
og fá síendurtekin veikindaköst
þar sem ástandið versnar með
hverju kasti. Það er ekki síður
áhugavert að á grundvelli þeirra
nýju hugmynda um eðli sjúkdóms-
ins, sem nefndar voru að ofan, er
verið að gera rannsóknir á meira
en 20 mismunandi efnum og hugs-
anlegu lækningagildi þeirra við
MS. Því má telja nokkuð öruggt
að á næstu ámm komi á markað
ný lyf, sem vonandi geta hjálpað
fómarlömbum þessa sjúkdóms.
MS-sjúkdómurinn er mun al-
gengari í köldum löndum en heit-
um, hann hefur verið til frá ómuna;
tíð og tíðnin virðist standa í stað. I
Norður-Evrópu fær um 1 af hverj-
um 2.000 þennan sjúkdóm en 1 af
10.000 í hitabeltinu og svo virðist
sem þessi munur ráðist af um-
hverfisþáttum. Flestir fá sjúkdóm-
inn á aldrinum 20 til 40 ára og hann
er heldur algengari meðal kvenna
en karla. Fyrstu einkennin geta
VÍSINDIÆVz/ hreyfilíjfæri nauðsynlegf
Oþarfiað
hreyfa sig
FLESTIR mundu líklega gera ráð fyrir því að það væri kostur fyrir allar
lífverur að geta hreyft sig. Slíkt mundi verulega auka möguleika lífver-
unnar til að afla sér matar eða hlaupa undan hættum sem að stafa. En
hvað um lífverur í umhverfi sem er svo aflmikið að það fleygir þeim um
svo að þær fá ekki við neitt ráðið? Hvernig væri það til dæmis fyrir okkur
að búa í straummikilli á þar sem við hefðum engan möguleika til að koma
fyrir okkur fótunum, jafnvel þó við hefðum þá. Jafnvel þó flestar lífverur
hafi einhverskonar hreyfitæki, hafa nokkrir vísindamenn nýlega leitt að
því rök að fyrstu bakteríumar, sem líklega voru á meðal fyrstu lífveranna
sem festu rætur á jörðinni, hafi ekki búið yfir neinum hreyfitækjum. Þeir
hafa einnig gefið upp lágmarksstærð þeirra lífvera sem nýtt gætu sér líf-
færi til hreyfingar.
Bandaríski lífeðlisfræðingurinn
David Dusenbery hefur, ásamt
nokkrum starfsfélögum sínum,
reiknað út að bakteríur og örverur
sem eru undir ákveðinni stærð hafi
hreint engan
hagnað af því að
hafa hreyfilíffæri.
Ástæðurnar fyrir
þessu eru tvenns
konar. I fyrsta lagi
er mögulegt að ör-
verur sem eru
langtum minni en
meðal kornastærð
þess umhverfis sem þær búa í flytj-
ist einungis um undir áhrifum um-
hverfiskrafta. Hreyfilíffæri af svip-
aðri stærð og örverurnar, og sá
kraftur sem þær hefðu í þeim,
mundi lítið duga til að sporna við
sviptingum í umhverfinu. I öðru
lagi hefðu örverurnar þurft að eyða
óeðlilega mikilli fyrirhöfn og orku í
þróun og notkun þessara líffæra.
Slíkt mundi vera á kostnað annarr-
ar líkamsstarfsemi.
Dusenbery hefur stungið upp á
því að spurningin um það hvort ör-
verur búi yfir hreyfilíffærum verði
ekki best athuguð út frá líffræði-
legu sjónarmiði, heldur sé eðlilegra
að athuga hana út frá sjónarhorni
eðlisfræðinnar og þá sér í lagi eðlis-
fræði umhverfisins. Hann hefur
unnið að því að setja saman líkön
sem lýsa hreyfingu baktería. Hann
hefur leitt að því rök að unnt sé að
lýsa hreyfingu baktería nokkuð ná-
kvæmlega með því að notast við til-
tölulega einfaldar stærðfræðijöfn-
ur. Þeir þættir sem ganga inn í
jöfnuna eru m.a. ljósstyrkur, hita-
stig og efnasamsetning umhverfis-
ins. I öllum þeim tilfellum sem
hann hefur gert ráð fyrir því að
bakteríumar hafí verið minni en 0,6
míkrómetrar hefur líkan hans sagt
fyrir um að þær hafi einfaldlega
engan hagnað af því að búa yfir
hreyfitækjum.
Bakteríur geta lifað í nánast
hvaða umhverfi sem er þó iðulega
sé það að mestu leyti einhverskon-
ar vatnslausnir. Það er einn af eig-
inleikum vatns að á smárri lengdar-
einingu er það mjög seigfljótandi.
Ef örsmáar bakteríur hættu að
synda, jafnvel þó það væri ekki
nema í örskamman tíma, þá mundi
seiglan stöðva þær næstum því
samstundis. Eins mundu sífelldar
og óreglulegar hreyfingar kusks og
vatnseinda sífellt berja á bakteríun-
um og breyta stefnu þeirra.
Hreyfilíffæri þeirra mundu því lítið
duga í slíku umhverfi.
Niðurstöður þessara athugana
em að ef hreyfanleiki hefur enga
kosti þá ætti hann ekki að þróast
hjá viðkomandi lífverum. Máli sínu
til stuðnings athugaði Dusenbery
218 tegundir baktería sem sumar
hverjar gátu hreyft sig sjálfar, en
aðrar ekki.
Hann fann að hreyfanlegu bakt-
eríurnar voru almennt stærri en
þær sem ekki gátu hreyft sig og
einnig að engin af þeim tegundum
sem gátu hreyft sig var minni en
0,6 míkrómetrar. Ef röksemdir
Dusenbery’s eru réttar þá ættu
niðurstöður hans að gilda um allt
líf, jafnvel það sem (ef til vill) er til
úti í geimnum, ef sömu eðlis-
fræðilögmál ríkja þar og á jörð-
inni. Ekki eru allir jafn sanfærðir
um gildi rannsókna hanns. Sumir
benda einfaldlega á að grundvöllur
hreyfitækni nútíma baktería bygg-
ist á starfi 60 gena. Sú staðreynd
ein gæti skýrt afhverju einungis
stærri bakteríur hafi þróað
hreyfilíffæri.
eftir Sverri
Ólofsson
*
*
)
Láttu þetta ekkí henda þig!
Heildarpakki;
- Festing I bll mefl 12V hraðhleðshj,
handfrjálsri notkun (hendur á atýri)
og tengingu fyrir loftnet.
- Hraðhleðslutsekl fyrir 230 vott.
-120 klst. /1200 mAh NIMH rafhlaöa.
Helstu tæknilegir eiginleikar;
- Vatns- og höggvarið ytra byrði
- Reiknivél.
- Klukka og vekjari.
- Dagbók / minnisbók.
- Sýnir lengd samtals og kostnað
- Læsing fyrir notkun.
- Fullkomin hleðslustýring
1 mfnúta í hleðslu gefur 1 klst
endingu rafhlöðu.
- Hágæða rafhlöður, allt að 200
- Beintengi fyrir bila og t ' '
Síðumúla 37 - 108 Reykjavlk
S. 588-2800 - Fax 568-7447
Neyðarlínuhnappur (1
- Tilbúinn fyrir númerat
- Sendir/móttekur texta, tal og
- Innbyggt 1200 baud tölvumótald.
- Innbyggt RS232 tengi fyrir
- Innbyggt tengi fyrir GPS staðs-.a.
- DMS (Data Mobile Station) í NMT
Álþjóðleg og öðmvísi kennara-
menntun í Danmörku
The Necessary Teacher Training College menntar kennara sem ætla sér eitthvað
sérstakt með menntun sinni - hvort sem þú ætlar að kenna í heföbundnum skólum
eða í óháðum skólum ætlaða bömum með sérþarfir eða annars staðar í heiminum.
4 ára námið innifelur tímabil í verklegri þjálfun í kennslu og uppeldisstörfum, bæði í
hefðbundnum skólum eða I skólum fyrir börn með sérstakar menntunarþarfir. Nám
og reynsla af 9 mánaða starfi á vinnumarkaðnum. Nám í vísindum, íþróttum, tónlist,
listum, tungumálum, 4 mánaða námsferð til Asíu og margt fleira. Nemendum býðst
aðgangur að tölvuneti, Intemeti og tölvuþósti. öflun fjár til að standa straum af
námskostnaði er hluti af náminu.
The Necessary Teacher Training College, DK - 6990 Ulfborg
Sfml OO 45 97 49 10 13, Fax OO 45 97 49 22 09
e-mall: tvlnddns@inet.unl2.dk
homepage: http://lnet.uni2.dk/-tvlnddns
KYNNINGARFUNDUR f REYKJAVÍK I MARS.
BIODROGA
Jurtasnyrtivörur
V
Bankastræti 3, sími 531 3635.
J