Morgunblaðið - 01.03.1998, Side 18
'"'IS B SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Það er í mér
eítthvert
flökkueðli
Rúnar Georgsson tónlistarmaður lærði
ungur á saxófón og flautu og hefur mörg
undanfarin ár verið í fremstu röð íslenskra
tónlistarmanna. Hann hefur leikið með
flestum helstu danshljómsveitum landsins
allt frá því að hann hóf að leika opinber-
lega fyrir um það bil fjörutíu árum. Ólafur
_ Qrmsson ræddi við Rúnar um tónlistarferil
hans. Rúnar rifjar upp nokkur skemmtileg
atvik á löngum ferli og segir frá því sem
1 hann er að fást við í dag.
ÞAÐ VAR á árunum í kringum
1960 að Magnús Björnsson veit-
ingamaður rak á Víkinni, við
Hafnargötuna í Keflavík, mat-
sölustað og kaffiteríu á neðri hæð,
uppi á loftinu var salur þar sem
dansleikir voru haldnir. A neðri
hæðinni var djúkbox, sem þá var al-
gjör nýjung og vakti mikla hrifningu
unglinga. Þar var ég eitt sinn í árs-
lok 1960 að reyna að töfra fram úr
djúkboxinu eitt vinsælasta lag
þeirra ára, „Vertu ekki að horfa
svona alltaf á mig, ef þú meinar ekki
neitt með því“, þegar ungur rauð-
hærður piltur, fremur hávaxinn og
grannur, gekk þar um þar sem ég
var í einhverjum vandræðum með
að fá tóninn úr tækjunum. Hann var
ekki lengi að kippa málunum í lag og
gaf tóninn. Þar var kominn Rúnar
Georgsson, sem þá var fluttur til
, Kefíavíkur frá Vestmannaeyjum.
Hann var mér þó ekki með öllu
"^ókunnugur.
Eg var rétt var nýlega orðinn
sextán ára þegar ég heyrði Rúnar
leika á saxófón í tríói í Aðalveri,
samkomustað á efri hæð í húsi Aðal-
stöðvarinnar í Keflavík. Ég hafði
heyrt hann leika með hljómsveit þar
fytr á árinu 1959 en þarna í lok nóv-
ember var það ekki bara rokkið sem
var á dagskrá. Rúnar spilaði hug-
ljúfar djassballöður. Hróður hans
sem saxófónleikara barst víða og
hann festi ekki rætur í Keflavík eða
á Suðurnesjum.
A þeim tæpum fjörutíu árum sem
síðan eru liðin hefur Rúnar Georgs-
son leikið með öllum helstu dans-
hljómsveitum landsins og einnig inn
á hljómplötur og diska og komið
fram í útvarps- og sjónvarpsþáttum.
Hann hefur fyrir löngu skipað sér í
raðir okkar fremstu tónlistarmanna.
Hann var árið 1961, þá átján ára,
farinn að spila annað slagið með KK-
sextettinum, en þar var valinn mað-
ur í hverju rúmi og ekki lítill heiður
fyrir ungan og upprennandi tónlist-
armann að fá að starfa með Kristjáni
Kristjánssyni og félögum. „Ég fékk
svona að taka í, en var ekki fastráð-
inn,“ sagði Rúnar hógvær um það
- tímabil á tónlistarferlinum.
Rúnar Georgsson gat nánast valið
Mivar hann spilaði hverju sinni og
með hverjum. Ur saxófóninum
töfraði hann hljóma sem þóttu einna
helst jafnast á við leik fremsta saxó-
I fónleikara þeirra ára, Gunnars
Ormslev. Auðvitað hafði Rúnar ekki
/ sömu reynsluna eða tæknina sem
/ löngum einkenndi Gunnar Ormslev
og skipaði Gunnari á bekk með
i'remstu saxófónleikurum Evrópu.
Rúnar varð að sanna sig með auk-
inni reynslu og það gerði hann þeg-
ar hann spilaði t.d. með Jimmy He-
ath og ýmsum öðrum erlendum
djassleikurum sem komu hingað á
vegum Djassklúbbs Reykjavíkur og
spiluðu t.d. í Tjarnarbúð á sjöunda
áratugnum.
Eins og nærri má geta af spéfugli
og húmorista eins og Rúnari kann
hann margar fyndnar sögur af sjálf-
um sér og samferðamönnum. Rúnar
er þekktur fyrir gáska og kímni, létt-
leika, mikla orku og lífsgleði. Þótt
hann sé kominn á sextugsaldurinn
minnir hann kannski fremur á mann
um fertugt, íþróttamann, sprett-
hlaupara . Ekki er grátt hár að finna
á höfði hans og andlitið er ekki
markað rúnum viðburðaríkrar ævi.
Bernska og mótunarár
„Ég er fæddur í Reykjavík í sept-
embermánuði árið 1943 og fór kom-
ungur með móður minni til VesU
mannaeyja og átti þar heima þar til
ég varð fjórtán ára. Við áttum heima
í sama húsi og Oli Laufdal og við Oli
ákváðum að gerast útgerðarmenn.
Ég náði mér í þorskhausa og gellaði
og fór í heimahús og seldi. Óli saltaði
kinnar og gellur og seldi líka í heima-
hús. Móðir mín er Guðlaug Sveins-
dóttir, fyrrverandi hárgreiðslukona.
í föðurætt er ég hálfur Spánverji og
er Gomez í kirkjubókum.
„Ég fór í bamaskóla og var síðan
einn vetur í Gagnfræðaskólanum í
Vestmannaeyjum og byrjaði þá að
læra á trompet. Þar var stjórnandi
og kennari sá ágæti maður Oddgeir
Kristjánsson. Þar hóf ég feril minn
sem trompetleikari. Ég byrjaði
reyndar í tónlistinni sem munn-
hörpuleikari. Ég spilaði einleik á
munnhörpu á þjóðhátið í Eyjum og
með mér spilaði á þessari sömu
þjóðhátíð Ingþór Haraldsson, munn-
hörpusnillingur úr Reykjavík. Ég
var átta eða níu ára þegar ég spilaði
með Guðmundi Ingólfssyni, sem síð-
ar flutti til Keflavíkur. Við spiluðum
á stúkufundum í Eyjum, Guðmund-
ur á kassagítar og ég á munnhörpu.
Ég fór í nokkra píanótíma hjá Guð-
jóni Pálssyni jafnframt því sem ég
var í tímum hjá Oddgeiri Kristjáns-
syni og lærði á trompet. Ég spilaði
nokkur ár á trompet.
Ég flutti til Hafnarfjarðar 1957 og
fór þar í gagnfræðaskóla. í Hafnar-
fírði spilaði ég á trompet í hljóm-
sveit með Alfreð Alfreðssyni
trommuleikara og Edward Fredrik-
sen. Við spiluðum aðallega dix-
ieland. I Vestmannaeyjum keypti ég
nánast ónýtan altsaxófón sem ég
Morgunblaðið/Ásdís
RÚNAR með norrænni djasshljómsveit á RÚREK í Borgarleikhúsinu
fyrir fáeinum árum.
gerði svo upp. Síðan seldi ég hann
og fékk mér tenórsaxófón í hljóð-
færaversluninni Rín og gerði hann
einnig upp og spilaði á hann um tíma
þar til ég fékk nýjan saxófón hjá
Kristjáni Kristjánssyni og spilaði á
hann í nokkur ár.“
Saxófónninn verður
aðalhljóðfærið
Valdir þú snemma að spila á saxó-
fón?
„Já, ég var fimmtán ára þegar ég
ákvað að spila svo til eingöngu á
saxófón. Eftir að hafa dvalið í Hafn-
arfirði í rúmt ár flutti ég síðan til
Keflavíkur og þar byrjaði ballið. Þá
byrjaði ég að spila með hljómsveit
Guðmundar Ingólfssonar í Krossin-
um í Njarðvík og í Aðalveri og Ungó
í Keflavík. I þeirri hljómsveit voru
auk okkar Guðmundar Þórir Bald-
ursson á píanó, Páll Ólafsson á
trommur og Erlingur Jónsson
handavinnukennari á bassa. Einar
Júlíusson og Berti Jensen voru
söngvarar með hljómsveitinni.
Eg byrjaði að vinna á Keflavíkur-
flugvelli fimmtán ára, nokkru áður
en ég varð sextán ára, og ég þurfti
að fá sérstakt leyfi og var þá að
vaska upp í offiseraklúbbnum. í
klúbbnum fór ég að spila með amer-
ískum hljómsveitum um helgar. Ég
fór beint úr uppvaskinu upp á sviðið,
spilaði og fékk borgað í dollurum.
Aðallega var þetta nú rokk og sveita-
músík sem við spiluðum, það var
einmitt þannig músík sem Amerík-
anar vildu heyra á þessum árum.
Það vildi svo undarlega til að það
voru nánast eingöngu lögregluþjón-
ar í þessum hljómsveitum og þess
vegna var auðvitað ekki möguleiki að
fara á barinn og varla einu sinni til
að ná í appelsín, lögregluþjónamir
héldu uppi ströngu eftirliti."
Ekki þykir mér nú ólíklegt að
Gunnar Örmslev hafi haft mikil
áhrif á þig þegar þú byrjarðir fyrst
að spila á saxófón. Höfðu fleiri ís-
lenskir saxófónleikarar áhrif á þig?
„Já, og Gunnar var auðvitað frá-
bær saxófónleikari. Fyrsta fyrir-
myndin eftir að ég flutti frá Keflavík
til Reykjavíkur var Magnús Ran-
drup. Maggi Randrup var uppáhald-
ið mitt lengi. Það kom líka í ljós þeg-
ar hann spilaði með okkur á
RUREK fyrir tveimur árum að
hann hafði engu gleymt. Maggi
Randrup var einn besti saxófónleik-
arinn hér á landi árum sarnan."
Djassinn
- nýr heimur
Hvað með frekara tónlistarnám?
„Ég lærði á flautu hjá Manuelu
Wiesler í eitt ár. Þá var ég í námi hjá
Sveini Ólafssyni saxófónleikara í um
það bil ár og einnig hjá Vilhjálmi
Guðjónssyni. Þá fór ég aftur í nám í
flautuleik í nokkra mánuði en það
gekk fremur illa. Ég náði ekki taktin-
um úr flautunni fyrr en löngu síðar.
Ég tók aldrei nein próf vegna þess að
ég var með svo slæman prófskrekk
og taldi alltaf öruggt að ég myndi
falla. Ég gat ekki lært músík. Éins
og Jón Múli sagði réttilega: Eftir
ritúalinu kann maðurinn ekki rass-
gat. Ég hef helst lært af því að hlusta
á músík. Ég varð yfir mig hrifinn
þegar ég var í Keflavík og hlustaði á
Earl Bostik, sem var rosalega góður
saxófónleikari og einn af bestu djass-
leikurum Bandaríkjanna."
Hvenær kom svo djassinn fyrst til
sögunnar?
Eg kynntist Pétri Östlund í Kefla-
vík þegar við vorum báðir sextán ára
og þá byrjuðum við að æfa saman
djass á fullu. Við lokuðum okkur inni
í herbergi heima hjá Pétri og settum
græjumar á fullt og spiluðum með.
Þetta heyrðist auðvitað um allt ná-
grennið og það var hvergi svefnfrið-
ur. Þá var ég mest hissa á því að lög-
reglan skyldi ekki taka okkur og
setja 1 steininn. Líklega hefur þó
Keflvíkingum fundist að þarna væri
eitthvað að gerast sem ástæða væri
til að veita athygli. Við spiluðum svo
til eingöngu lög með John Coltrane
og Miles Davis. Ég hlusta ennþá
mikið á Coltrane. Hann hefur verið
mikill áhrifavaldur á alla saxófón-
leikara í heiminum. Ég hlusta líka
mikið á Stan Getz og hann er í miklu
uppáhaldi hjá mér í dag.
Ég spilaði mikið á djasskvöldum í
Glaumbæ og Tjarnarbúð, meira og
minna allan sjöunda áratuginn. Ég
man að ég djammaði eitt sinn með
hljóðfæraleikurum úr hljómsveit
sem kom hingað með Louis Arm-
strong árið 1964. Þeir komu niður í
Tjamarbúð og þar spiluðum við t.d.
dixielandmúsík og djass.“