Morgunblaðið - 22.03.1998, Síða 6
6 E SUNNUDAGUR 22. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Vegna aukinna verkefna vantar eftirfarandi starfsfóik í hópinn:
Þjónustustjóra:
Starfssvið:
Þjónustustjóri ber ábyrgð á allri
þjónustu við viöskiptavini okkar
hvort sem er hérlendis eða erlendis,
t.d. uppsetningum á tölvubúnaði,
hugbúnaði, umsjón með þjónustu-
samningum og þjónustubeiðnum
og afgreiðslu þeirra. Þjónustustjóri
sér sjálfur um þjónustuverk ásamt
öðrum starfsmönnum sem vinna að
þjónustumálum á hverjum tíma.
Hæfniskröfur:
Við leitum aö duglegum manni meö
reynslu af tölvuþjónustu, staðarnetum
og víðnetum.
Sölustjóra:
Starfssvið:
Sölustjóri ber ábyrgð á öllum þáttum
er viðkoma sölu- og kynningarmálum.
Hann heldur sölukynningar, sér um
tilboðagerð, svarar fyrirspurnum, sér
um markpóst og vinnur að almennum
markaðsmálum í samvinnu við
markaðsstjóra.
Hæfniskröfur:
Við leitum að viðskiptamenntuðum
drífandi einstaklingi, sem hefur gaman
af sölumennsku, getur unnið sjálfstætt
og er fljótur að tileinka sér nýjungar
á sviði upplýsingatækni.
Nokkra í Lotus Notes
forritun og þjónustu:
Starfssvið:
Notes forritari ber ábyrgð á ákveðnum
stöðluðum kerfum, þróar, setur upp og
kennir viðskiptavinum.
Hæfniskröfur:
Nauðsynleg er reynsla af forritun í
gluggaumhverfi, heist Notes, VB, Java,
C++. Þekking á netkerfum og stýrikerfum
er kostur.
Fjármálastjóra (40%starf):
Starfssvið:
Fjármálastjóri færir bókhald fyrirtækisins,
gerir greiðslu- og rekstraráætlanir, fylgist
með rekstrarkostnaði, sér um greiðslur
og innheimtur, aðstoðar viö reikningagerð
og gengur frá uppgjöri í hendur endur-
skoðenda.
Hæfniskröfur:
Leitað er að viðskiptamenntuðum
einstaklingi sem er nákvæmur í
vinnubrögöum og vanur aö færa bókhald.
Nánari upplýsingar veitir Jón
Baldvinsson í síma 588 3309.
Vinsamlegast skilið umsóknar-
eyðublöðum ásamt mynd til
Ráðningarþjónustunnar.
RÁÐNiNGAR
...ávallt réttur maður í rétt starf.
illlflMliHli1i|1iriiTi '
Hópvinnukerfi ehf
sérhæfir sig i gerð
Lotus Notes
hugbúnaðar á sviði
gæöa-, skjala-,
starfsmanna- og
markaðsmála.
Hópvinnukerfi er ört
vaxandi fyrirtæki með
trausta og góða
viðskiptavini
héiiendis og erlendis,
og er að vinna að
spennandi
útflutningsmálum.
Við leitum að
samviskusömu og
drífandi starfsfólki
sem er tilbúið að veíta
viðskiptavinum
okkar trausta og
persónulega þjónustu
gegn góðum launum.
RÁÐNINGAR
ÞJÓNUSTAN
Háaleitisbraut 58-60
108 Reykjavík
Sími: 588 3309
Fax: 588 3659
Netfang:
radning@radning.te
Veffang:
httpJ/www.skima.
is/radning/
Tæknival
Tæknival hf. er eitt stærsta tölvufyrirtæki landsins með yfir 250 starfsmenn.Tæknival er
vaxandi þekkingarfyrirtæki og selur mörg af þekktustu vörumerkjum heims á sviði
upplýsingatækni s.s. Compaq, Hyundai, Microsoft, Novell, Cisco, TEC og Concorde.
Tæknival á og rekur 4 verslanir auk þess að reka eitt stærsta hugbúnaðarhús landsins.
Símavarsla
Við leitum að þjónustulipri og drífandi manneskju til að annast símavörslu, móttöku
og létt skrifstofustörf.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með haldbæra þekkingu og/eða reynslu
af tölvunotkun, séu áhugasamir og hafi gaman af að starfa í lifandi og erilsömu
starfsumhverfi. Áhersla er lögð á nákvæmni í vinnubrögðum, eljusemi í starfi
og létta lund.
í boði er lifandi starf hjá öflugu og framsæknu fyrirtæki með góðan liðsanda.
Vinnutími er frá kl. 14-18 alla virka daga.
Umsóknarfrestur er til og með 27. mars n.k. Ráðning verður sem fyrst.
Guðrún Hjörleifsdóttir, ráðningarfulltrúi, veitir nánari upplýsingar.
Viðtalstímar eru frá kl. 10-13. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á
skrifstofunni, sem opin er frá kl. 10-16 alia virka daga.
STRÁ ehf.
STARFSRAÐNINGAR
GUÐNY HARÐARDOTTIR
Mörkinní 3,108 Reykjavík, sími: 588 3031, bréfsími 588 3044
JÖKLAFERÐIR HF.
GLACIER TOURS LTD.
Jöklaferðir h/f, Hornafirði
óska eftir
starfsfólki í eftirtalin
tímabundin störf:
Störf við ferðir á Vatnajökli:
Um er að ræða störf við ferðir á snjóbílum og
vélsleðum á Vatnajökli, móttöku ferðamanna,
leiðsögn, viðhald áhalda og tækja og fl. Krafist
er þekkingar á notkun GPS staðsetningartækja,
góðrar enskukunnáttu og helst fleiri tungu-
mála, þekkingar á viðhaldi og umhirðu tækja,
hjálp í viðlögum og góðrar þjónustulundar.
Störf í Jöklaseli Vatnajökli (veitingar og
gisting).
Um er að ræða störf við veitingasölu og þjón-
ustu í Jöklaseli, Vatnajökli. Krafist er reynslu
í þjónustu, meðferð matvæla, góðrar ensku-
kunnáttu og helst fleiri tungumála, hjálp í við-
lögum og góðrar þjónustulundar.
Leiðsögumenn í fastar ferðir.
Um er að ræða störf við leiðsögn í föstum ferð-
um Jöklaferða h/f frá Höfn á Vatnajökul og Jök-
ulsárlónið og ferðum með sérhópa. Æskilegt
að hafa annað hvort svæðisbundin réttindi
eða landsréttindi. Nauðsynleg er góð kunnátta
í ensku og þýsku og að hafa góða þjónustu-
lund.
Tjaldstæðið Höfn - afgreiðsla Jöklaferða h/f.
Um er að ræða störf á tjaldstæðinu Höfn, sem
felst í eftirliti á tjaldstæðinu, innheimtu gjalda,
þrif, upplýsingagjöf og afgreiðslu á þjónustu
Jöklaferða h/f og samstarfsfyrirtækja. Krafist
er góðrar enskukunnáttu og helst fleiri tungu-
mála, hjálp í viðlögum og góðrar þjónustu-
lundar.
Verkstjóm á Vatnajökli — viðhald áhalda
og tækja.
Um er að ræða starf sem stjórnandi rekstrar
félagsins á Vatnajökli og viðhald á áhöldum
og tækjum. Viðkomandi þarf að geta starfað
sjálfstætt, hafa reynslu í stjórnun, eiga gott
með að umgangast fólk, hafa þjónustulund,
þekkingu á viðhaldi og rekstri tækja, góða
enskukunnáttu og helst fleiri tungumála, og
kunnáttu í hjálp í viðlögum.
Þetta gæti verið heilsársstarf.
Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu
Jöklaferða h/f, Hafnarbraut 52, 780 Höfn.
Sími 478 1000. Fax 478 1901.
Umsóknum með upplýsingum um viðkom-
andi, menntun og fyrri störf skal skilað til skrif-
stofu félagsins eigi síðar en 31. mars nk.
Öllum umsóknum verður svarað.
Framkvæmdastjóri Jöklaferða h/f.
Kerfis- eða tölvunar-
fræðingur
Bændasamtök íslands auglýsa eftir starfs-
manni í fullt starf með háskólamenntun í kerfis-
eða tölvunarfræði (TVÍ/HÍ) við tölvudeild sam-
takanna.
Starfið felst í nýsmíði hugbúnaðar og viðhaldi
á núverandi hugbúnaði. Gerð er krafa um
frumkvæði í starfi, öguð vinnubrögð og lipurð
í samskiptum og samstarfi. Um er að ræða fjöl-
breytt og krefjandi starf. Aðalforritunarmál
er Borland Delphi, og kunnátta í Java, C++ og
Pascal (Dos) er æskileg.
Tölvudeildin er reyklaus vinnustaður. í tölvu-
deildinni vinna 8 manns, þar af 2 kerfisfræðing-
ar TVÍ og 1 tölvunarfræðingur. Á annað þús-
und notendur eru að forritum, sem Bænda-
samtökin eiga sjálf, eða sjá um þjónustu á fyrir
dönsk fyrirtæki.
Umsóknirsendisttil Bændasamtaka íslands
— Tölvudeild, Bændahöllinni v/Hagatorg, 127
Reykjavík, fyrir 15. apríl nk., merktar: Forritari.
Nánari upplýsingar veitir Jón B Lorange, for-
stöðumaður tölvudeildar, í síma 56 30 300.