Morgunblaðið - 22.03.1998, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. MARZ 1998 E 7
ÞU LÆRIR
ERLENT
TUNGUMÁL,
KYNNIST
NÝJU FÓLKI OG
UPPLIFIR ÆVINTÝRI
Au Pair - U.S.A.
Arsdvöl í Bandaríkjunum er reynsla
sem þú býrð að alla ævi.
Lögtegri au pair bjóðast;
• Fríar ferðir.
• 43.000 - 59.000 kr. á mánuði.
• 4 daga námskeið í skyndihjálp og
uppeldisfræði við komuna til USA.
• Námsstyrkur til að stunda nám
að eigin vali.
• Tilboð á ferðum um Bandaríkin
t.d. á vegum "Trek America."
Au Pair - Evrópa
Frelsi til að velja. Utvegum au pair
vist f 6-12 mánuði í Austurríki,
Belgíu, Bretlandi, Danmörku,
Frakklandi, Hollandi, írlandi,
NÚ ER RÉTTI TÍMINN
TIL AD NEMA NÝ LÖND
Ítalíu, Ermasundseyjunum Jersey og
Guemsey, Noregi, Spáni, Svíþjóð,
Sviss og Þýskalandi. Auk þess
bjóðum við sumarvist í 2-3 mánuði.
Starfsnám:
Austurriki, England
og Frakkland
Kjörin leið til að læra tungumál
í málaskóla og öðlast síðan
starfsreynslu í hótel- og veitinga-
þjónustu. Ef þú ert á aldrinum 18-
30 ára er þetta gott tækifæri til að
reyna eitthvað nýtt og spennandi í
2-7 mánuði.
Námsstyrkir:
Leonardo da Vinci
Umsækjendur um starfsnám geta
sótt um Evrópusambandsstyrk sem
rennur til greiðslu á hluta
kostnaðar.
N*.
é.
Visr/
Skiptk
0
AuPAIR • MALASKÓLAR • STARFSNÁM
Málaskólar
Tungumálanám er vegabréf fram-
tíðarinnar. Við bjóðum málaskóla-
nám víðsvegar í Evrópu, Kanada
Bandaríkjunum og Ástalíu.
Nútímalegar kennsluaðferðir og
lifandi málumhverfi, sniðið að
þínum þörfum.
íStósú»«*UDW
LÆKJARGATA 4 101 REYKJAVÍK SÍMI 562 2362 FAX 562 9662 NETFANGvista@skima.is
Vistaskipti & Nám var stofnaö áriö 1990. Markmið okkar er aö gera ungu fólki kleift að kynnast siöum og venjum annarra þjóöa,
afla sér þekkingar og reynslu, án þess aö greiöa þaö dýru veröi. Viö störfum einungis meö viöurkenndum menningarskiptasamtökum,
málaskólum og au pair skrifstofum sem hafa leyfi viökomandi stjórnvalda til starfseminnar.
Þjálfar - hjúkrunarfræðingar - verslunarfólk
Ahugaverð störf!
ÖSSUR hf. er framsækið hátæknifyrirtæki, sem hannar og framleiði r óhefðbundin
stoðtæki, og er leiðandi á sínu sviði í heiminum. ÖSSUR hf. á þrjú dótturfyrirtæki
erlendis og vinnur markaðs- og sölustarf í gegnum viðurkennda dreifíngaraðila. Hjá
fyrirtækinu starfa nú um 90 manns. Fyrirtækið fluttist nýverið í vistleg húsakynni
á Grjóthálsi 5 í Reykjavík.
VINNUEFTIRLIT RÍKISINS
Administration of occupational safety and health
Bíldshöfða 16 • Pósthólf 12220 • 132 Reykjavík
Umdæmisstjóri á
Suðurnesjum
Laust er tii umsóknar starf umdæmis-
stjóra í Sudumesjaumdæmi með aðsetur
í Keflavík.
Umdæmisstjóri hefur umsjón með starfi stofn-
unarinnar í umdæminu en það byggirá lögum
nr. 46/1980 um aðbúnað og hollustuhætti og
öryggi á vinnustöðum. Starfið felur í sér auk
stjórnunar; eftirlit með fyrirtækjum og ýmis-
konartækjabúnaði s.s. farandvinnuvélum, kötl-
um, lyftum o.fl., fræðslu af ýmsu tagi, sem ein-
nig er töluverður þáttur í starfinu. Um er að
ræða fjölbreytt og krefjandi starf á reyklausum
vinnustað. Leitað er að sjálfstæðum, framtaks-
sömum einstaklingi, konu eða karli með stað-
góða tæknjmenntun, t.d. tækni- eða verkfræði
menntun. Önnur menntun getur þó komiðtil
greina. Starfsþjálfun er í boði við upphaf
starfs.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður
Þórarinsson deildarstjóri eftirlitsdeildar í síma
567 2500.
Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna.
Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf skal skila til Vinnueftirlits ríkisins,
Bíldshöfða 16, fyrir 15. apríl nk.
Laus staða eftirlits-
manns við véla- og
tækjaskoðanir
Laust er til umsóknar starf eftirlitsmanns
við véla- og tækjaskoðanir í Reykjavík.
Starfið felst í eftirliti með ýmiskonar tækja-
búnaði s.s. farandvinnuvélum o.fl., ásamt
fræðslu, sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um að-
búnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf á
reyklausum vinnustað.
Leitað er að sjálfstæðum framtakssömum ein-
staklingi konu eða karli með staðgóða tækni-
menntun, t.d. tækni- eða vélfræðimenntun,
ásamt starfsreynslu.
Önnur menntun getur þó komið til greina.
Starfsþjálfun er í boði við upphaf starfs.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Haukur
Sölvason deildarstjóri farandvinnuvéladeildar,
í síma 567-2500.
Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfs-
manna. Umsóknum ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf skal skila til Vinnueftirlits
ríkisins, Bíldshöfða 16, fyrir 15. apríl nk.
ÓSSUR hf. óskar eftir að ráðafólk til starfa í Hjálpartœkjabankanum og í verslun
fyrirtœkisins. Stöifin henta vel þroskaþjálfum, hjúkrunaifrœðingum, sjúkraþjálfurum,
iðjuþjálfum og verslunarfólki. Um er að rœða bœði heilsdagsstörf og hlutastörf.
Æskilegt er að umsœkjendur hafi starfsreynslu, séu liprir í samskiptum,falli vel inn
í hressan hóp starfsmanna í góðu staifsumhverfi og láti vel að vinna sjálfstætt. Tekið
skalfram að ÖSSUR hf. er reyklaust fyrirtœki.
Vinsamlega sendu umsókn þína, ásamt upplýsingum um kunnáttu og starfsferil, til
ÖSSURAR hf, Grjóthálsi 5,110 Reykjavík, merkt: Áhugaverð störf. Umsóknin þarf
að berast okkur fyrir 2. apríl n.k. Pú getur nálgast umsóknareyðublöð á skrifstofu
okkar á Grjóthálsi 5, eða sent okkur umsóknina á öðruformi.
Efþú óskar frekari upplýsinga, veita Kristín Andrea og Edda Heiðrún
þær fúslega í síma 515 1300.
Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar fyrirspumir og persónulegar upplýsingar.
n
ÖSSUR
ÖSSUR HF, GRJÓTHÁLSI 5, 110 REYKIAVÍK, SÍMI 515 1300, FAX 515 1366
Vélfræðingur
Vélfræðingur (VF I) (vélvirki) óskar eftir
framtíðarstarfi á höfuðborgarsvæðinu.
Svör óskast send til afgreiðslu Mbl. merkt:
„V — 3906" fyrir 30. mars.
Vörubílstjóri
og gröfumaður
Vörubílstjóra og gröfumann vantar í vinnu
Upplýsingar í síma 483 496 og 893 6471.
Samtök um þjóðareign óska eftir
starfsmanni
til að stjórna skrifstofu samtakanna.
Við leitum að kraftmiklum hugsjónamanni sem
vill leggja nóttvið dag til að afla málstaðnum
fylgis. Við leitum að hugmyndaríkum hæfileik-
amanni sem getur unnið sjálfstætt. Samtök
um þjóðareign hafa um 2000 félaga á skrá og
vikulega ganga um 50 manns til fylgis við sam-
tökin. Þau stefna að því að breyta íslensku
þjóðfélagi og afnema það óréttlæti að einhverj-
ir einstaklingar geti kastað eign sinni á sam-
eign þjóðarinnar og leikið sér síðan með hana
í fjárhættuspili. Þau stefna að frelsi, jafnrétti
og sjálfstæði allra íslendinga. Mikið er í húfi
að þau finni starfsmann sem geturverið allt
í senn boðberi slíkra hugmynda og barist fyrir
þeim til sigurs.
Skrifstofa samtakanna er í Brautarholti 4,105
Reykjavík.
Umsóknirsendisttil afgreiðslu Mbl. fyrir 31.
mars nk., merktar: „Frelsi/réttlæti — 3871".