Morgunblaðið - 22.03.1998, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. MARZ 1998 E 9
Forstöðumaður
skóla- og menningar-
sviðs á Norðurlandi
Laust ertil umsóknar nýtt starf forstöðumanns
skóla- og menningarsviðs í sameinuðu sveitarfé-
lagi Árskógs-, Svarfaðardalshrepps og Dalvíkur-
bæjar. Um er að ræða víðtækt rekstrar- og stjórn-
unarstarf. Undirsviðið heyra málefni leikskóla,
grunnskóla, tónlistarskóla, æskulýðs-, íþrótta-
og tómstundamál og menningarmál.
Forstöðumaður undirbýr árlegar fjárhagáætl-
anir fyrir rekstrardeildir sviðsins, fylgist með
framkvæmd þeirra og ber ábyrgð á, eftir atvik-
um að fjárhagsáætlanir standist.
Bæjarstjóri er næsti yfirmaðurforstöðumanns
en hans næstu undirmenn eru skólastjórar
grunnskóla, forstöðumenn leikskóla, skóla-
stjóri tónlistarskóla, íþrótta- og æskulýðsfull-
trúi og forstöðumenn safna.
Gerð er krafa um að umsækjandi hafi háskóla-
próf á sviði stjórnunar eða rekstrar og/eða
starfsreynslu á þeim vettvangi sem nýtist í
starfinu. Æskilegt er að viðkomandi hafi einnig
þekkingu og reynslu á sviði áætlanagerðar,
góða tölvukunnáttu og vald á a.m.k. einu Norð-
urlandamáli auk ensku. Hann þarf einnig að
eiga auðvelt að vinna með öðrum og hafa með
hendi forystu, geta skipulagt flókin verkefni
og framkvæmd þeirra og sett fram á skilmerki-
legan hátt verk sín í ræðu og rituðu máli.
Upplýsingar um starfið, kaup og kjör, veitir
bæjarstjórinn á Dalvík, Ráðhúsinu Dalvík í síma
466 1370. Umsóknum skal skilað fyrir 30. mars
1998, en starfslýsing vegna starfsins liggur
frammi í afgreiðslu Ráðhússins.
Gert er ráð fyri að umsækjandi geti hafið störf
1. júní nk.
Bæjarstjórinn á Dalvík,
Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson.
Penninn hf. er 65 ára gamalt og rótgróið
fyrirtæki. Starfsmenn eru nú 130. Penninn
rekur 4 ritfangaverslanir, 2 bókaverslanir
Eymundsson, Pennann skrifstofubúnað og
Pennann-Egil Guttormsson heildverslun.
Innkaupafulltrúi
Penninn-Egill Guttormsson heildverslun
óskar eftir að ráða innkaupafulltrúa.
Innkaupafulltrúi mun sjá um innkaup,
samskipti við erlenda birgja, eftirfylgni
firamleiðsluþátta auk þess að annast
markaðssetningu á ýmsum vörum.
Við leitum að röskum og drifandi aðila
með marktæka reynslu af sambærilegu.
Enskukunnátta er nauðsynleg. Áhersla er
lögð á skipulögð og öguð vinnubrögð auk
metnaðar til að ná góðum árangri í starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 27. mars
n.k. Ráðning verður sem allra fyrst.
Guðrún Hjörleifsdóttir, ráðningar-
fulltrúi, veitir nánari upplýsingar.
Viðtalstímar eru frá kl.10-13.
Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi
á skrifstofunni, sem opin er frá
kl.10-16 allar virka daga.
STRÁj ehf. IB
starfsráðningar| guðný harðardóttir
Mörkinni 3,108 Reykjavík, sími: 588 3031, bréfcími 588 3044
Staða skólastjóra
Grunnskóla Sauðárkróks
Staða skólastjóra Grunnskóla Sauðárkróks er
laustil umsóknar. Samkvæmt ákvörðun skóla-
nefndar Sauðárkróks og bæjarstjórnar Sauðár-
króks hefur verið ákveðið að sameina Barna-
skóla Sauðárkróks og Gagnfræðaskólann á
Sauðárkróki undir ei.na stjórn.
í hinum sameinaða grunnskóla eru tæplega
500 nemendur. Skólinn býrvið þröngan húsa-
kost og er forgangsverkefni bæjaryfirvalda að
skapa skólanum þá aðstöðu að skólinn verði
einsetinn árið 2001. Verið er að teikna viðbygg-
ingu við skólahús Gagnfræðaskólans. Lögð
er áhersla á að sá/sú sem ráðin(n) verðurtil
skólastjórastarfsins geti komið sem fyrst til
starfa og tekið þátt í mótun hugmynda um
framtíðarbyggingu. Hér er því um að ræða
bæði krefjandi og áhugavert starf. Krafa er
gerð um tilskilin starfsréttindi samkvæmt lög-
um og tekur viðkomandi laun skv. kjarasamn-
ingum Launanefndar sveitarfélaga og kennara-
félaganna.
Á Sauðárkróki búa rúmlega 2700 manns og hefur íbúafjöldi vaxið
hratt á undanförnum árum. Þjónustustig er með því besta sem gerist.
Þar er fjölbrautarskóli, sjúkrahús, tónlistarskóli, leikskólar, bókasafn,
iþróttahús og sundlaug. Þar er lika skólaskrifstofa fyrir Skagafjörð,
Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra, þá rekur
bæjarfélagið öfluga félagsþjónustu. Sauðárkrókur er þekktur fyrir
öflugt íþrótta- og menningarlíf. Samgöngur eru mjög góðar hvort
heldur á landi eða í lofti.
Þann 6. júní nk. sameinast Sauðárkrókur og 10 önnur sveitarfélög
í Skagafirði í eitt sveitarfélag með hátt í 5000 íbúa.
Umsóknarfrestur um starfið er til 15. apríl nk.
og skal skila umsóknumtil bæjarstjóra, bæjar-
skrifstofu við Faxatorg, 550 Sauðárkrókur, sem
veitir einnig allar nánari upplýsingar um
starfið. Vinnusími: 453 5133, hs. 453 5184.
Einnig veitir formaður skólanefndar Ásbjörn
Karlsson upplýsingar í síma 453 6632 á kvöldin
og um helgar.
KÓPAVOGSBÆR
Kópavogsbær auglýsir eftirfarandi
sumarstörf
iaus til umsóknar:
Vinnuskóli
Yfirflokkstjórar og flokkstjórar (leiðbeinendur).
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í
verkstjórn og að starfa með unglingum. Um-
sækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Vinnu-
skólinn er reyklaus vinnustaður.
Skólagarðar og smíðavellir
Leiðbeinendur. Æskilegt er að umsækjendur
hafi reynslu og áhuga á ræktun/smíðum og
að starfa með börnum. Umsækjendurskulu
vera 20 ára eða eldri.
Sundlaug
Afleysingamenn. Góð sundkunnátta áskilin.
Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri.
íþróttavellir
Flokkstjórar og verkamenn í almenna hirðingu
og gæslustörf.
Gæsluvellir
Afleysingamenn í 70% starf. Æskilegt er að
umsækjendur hafi reynslu og áhuga á að starfa
með börnum.
Áhaldahús
Flokkstjórar og verkamenn í garðyrkjustörf og
almenn verkamannastörf. Flokkstjórar skulu
hafa reynslu í verkstjórn og garðyrkjustörfum.
Umsóknareydublöð liggja frammi á tækni-
deild Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma
554 1570 kl. 9-11 og 13-15.
Umsóknarfrestur um ofangreind störf er
til 15. apríl nk.
Starfsmannastjóri.
IFélagsmál astofn un
Hafnarfjarðar
Vitinn
Liðsmaður
Við viljum ráða liðsmenn til starfa, sérstaklega
vantar liðsmann fyrir fullorðinn fatlaðan ein-
stakling í Hafnarfirði. Um er að ræða vinnu
sem einungis væri unnin á kvöldin og um helg-
ar. Gert er ráð fyrir að unnir séu 30 tímar á
mánuði.
Liðsmenn vinna samkvæmt lögum um málefni
fatlaðra nr. 59/1992 en þar segir m.a. í X kafla 24.
gr..að með liðveislu sé átt við persónulegan
stuðning og aðstoð við að njóta menningar
og félagsiífs.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmála-
stofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 8—10.
Upplýsingar gefur Kolbrún Oddbergsdóttir fél-
agsráðgjafi og umsjónarmaður með málefnum
fatlaðra á Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar, í
síma 565 5710 á milli kl. 11.00og 12.00 alla virka
daga.
Starfsmenn í félags-
lega heimaþjónustu
Áhugasama starfsmenn vantar í félagslega
heimaþjónustu hjá Félagsmálastofnun Hafn-
arfjarðar.
Vinnan felst einkum í því að vinna með einstak-
lingum, sem þurfa á aðstoð að halda við létt
heimilisstörf. Vinnutími er sveigjanlegur en
oftast frá kl. 9.00—17.00.
Laun samkvæmt kjarasamningi á milli Hafnar-
fjarðarbæjar og Verkakvennafélagsins Framtíð-
arinnar í Hafnarfirði.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félags-
málastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 8—10.
Upplýsingar gefur Húnbjörg Einarsdóttir, um-
sjónarmaður heimaþjónustu í síma 565 5710
á milli kl. 9.00 og 11.00 alla virka daga.
Tilsjónarmenn
Einnig er óskað eftir tilsjónarmönnum, sem
starfa eftir lögum um vernd barna og ung-
menna nr. 58/1992. Um er að ræða hlutastörf.
Hlutverk tilsjónarmanns felst fyrst og fremst
í því að aðstoða foreldra við að sinna forsjár-
og uppeldisskyldu sinni s.s. best hentar hag
og þörfum barns eða ungmennis. Nauðsynlegt
er að umsækjendur séu a.m.k. eldri en 20 ára.
Upplýsingar um störf tilsjónarmanna veitir
María Hjálmarsdóttir, yfirfélagsráðgjafi í síma
565 5710.
V
vinmumAla
STOfNUN
Eftirfarandi störf hjá Vinnumálastofnun em laus til umsóknar:
■ Náms- og starfsráðgjafi hjá Vinnumálastofnun, Reykjavík.
Hlutverk ráðgjafans verður m.a, að samræma störf náms- og starfsráð-
gjafa á svæðisvinnumiðlunum og vinna að stefnumótun með yfirstjóm
Vinnumálastofnunar og leggja fram tillögur og meta úrræði gegn
atvinnuleysi.
■ Náms- og starfsráðgjafi hjá Svæðisvinnumiðlun
Norðurlands vestra, Blönduósi.
Hlutverk ráðgjafans verður m.a. að vinna að starfsleitaráætlunum með
atvinnuleitendum í samræmi við lög nr. 13/1997 um vinnumarkaðsað-
gerðir óg þjónusta atvinnufyrirtækin í umdæminu með vinnumiðlun.
■ Menntun og hæfniskröfur:
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi lokið háskólanámi í náms- og starfs-
ráðgjöf, vinnusálfræði, hafi kennaramenntun eða annað sambærilegt
nám. Þá er einnig nauðsynlegt að umsækjandi hafi víðtæka þekkingu á
vinnumarkaðnum og menntakerfinu, hafi góða hæfni til mannlegra
samskipta ásamt góðum skipulagshæfileikum.
Laun samkvcemt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Upplýsingar veita Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar í síma
511 2500 og Gunnar Richarðsson forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar
Norðurlands vestra í síma 455 4200. Umsóknarfrestur ert til 6. apríl.
Vinnumálastofnun er þjónustustofnun sem starfar samkvæmt lögum
nr. 13/1997 um vinnumarkaðsaögerðir og fer með yfirstjórn vinnu-
miðlunar í landinu. Þá annast Vinnumálastofnun m.a. sjóðsvörslu og
daglega afgreiðslu fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð, Tryggingasjóð
sjálfstætt starfandi einstaklinga, Ábyrgðasjóð launa og
Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins. A vegum stofnunarinnar
starfa átta svæðisvinnumiðlunarskrifstofur.
VINNUMÁLASTOFNUN • HAFNARHÚSINU VID TRVGGVAGÖTU
160 REYKJAVlK • SlMI 511 2500 • MYNDSENDIR 511 2520