Morgunblaðið - 22.03.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.1998, Blaðsíða 14
4.4 E SUNNUDAGUR 22. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39 • Sími: 588 8500 • Bréfasími: 568 6270 Matreiðslumaður Laust er til umsóknar starf matreiðslumanns í eldhúsi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Selja- hlíð. Starfið felst meðal annars í matreiðslu fyrir heimilis- og starfsfólk, einnig er sendur út bakkamaturtil aldraðra._ Unnið er samkvæmt G.Á.M.E.S. kerfi. Omsóknarfrestur er til 27. mars nk. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðing vantartil starfa á hjúkrunar- deild Seljahlíðar. Einnig vantar í sumarafleys- ingar á hjúkrunar- og vistdeild. Nánari upplýsingar veitir María Gísladóttir, forstöðumaður, í síma 557 3633 milli kl. 10:00 og 12:00 daglega. Umsóknum skal skilað til forstöðumanns Seljahlíðar, Hjallaseli 55, Reykjavík. Rangárvallahreppur Land- og skálavörður Rangárvallahreppur leitar eftir land- og skála- verði í Hvanngil og víðar á Rangárvallaafrétt nk. sumar í u.þ.b. 8 — 10 vikur. Viðkomandi þarf að vera handlaginn, eiga auðvelt með að umgangast fólk, geta talað énsku og helst að geta bjargað sér á einu norðurlandamáli. Þarf að hafa bifreiðtil umráða sem hentar fyrir þetta svæði. í Hvannagili er tjaldsvæði, gistiaðstaða í gisti- skála og í eldri gangnamannaskála, snyrti- aðstaða fyrir ferðafólk, heysala, rétt og gerði fyrir hesta. Hvannagil nýturvaxandi vinsælda sem áningarstaður á „Laugaveginum" Nánari upplýsingar veita Sigurgeir Guðmundsson í s. 487 5441, Árni Þór Guð- mundsson í s. 487 5976 og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson í s. 487 5834 á skrifstofu Rang- árvallahrepps. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf og meðmælum, ef til eru, skal skila til Rangárvallahrepps, Laufskálum 2, 850 Hellu, í síðasta lagi 4. apríl 1998. Rangárvallahreppur Bókavörður spennandi starf á Húsavík Staða forstöðumanns bókasafnsins á Húsavík er laus til umsóknar. Um er að ræða mjög fjöl- breytt starf við áframhaldandi uppbyggingu nútímaþjónustu hjá safninu. Óskað er eftir starfsmanni sem hefur lokið námi í bókasafns- og upplýsingafræðum og manni með góða þekkingu átölvum og möguleikum hugbúnað- ar í safnaþjónustu. Húsavík er vinalegur 2500 manna bær. Hér eru góðir skólar, allt frá leikskólum upp í fram- haldsskóla. Hér er veitt öll grundvallarþjónusta og hér býr gott fólk. Húsavík er fjölskylduvænt samfélag. Upplýsingar um starfið, launakjör, aðstoð við flutning og húsnæði veitirformaður bóka- safnsstjórnar Hreiðar Karlsson í síma 464 2377 eða 464 1477. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna á Húsavík, Ketilsbraut 9,640 Húsavík eigi síðar en 15. apríl nk. < Stjórn bókasafnsins. AUianz (ffi) Sölumaður Vegna aukinna umsvifa og kynningar á nýjum tryggingum sem ekki hafa verið til sölu hér á landi fyrr, óskar Allianz Söluumboð ehf. eftir að ráða fleiri sölumenn til starfa. Starfssvið: Sala og kynning á tryggingum frá Allianz í Þýskalandi. Leitað er eftir framsæknum og dugmiklum sölu- mönnum sem hafa bifreiðtil umráða. Einhver reynsla af sölustörfum er æskileg en ekki nauðsyn. Góð aðstaða erfýrirsölumenn. Grunnlaun eru tryggð en að stærstum hluta eru launagreiðslur árangurstengdar. Umsóknum skal skila í afgreiðslu Mbl, merkt- um: „Allianz" fyrir 30. mars nk. Allianz söluumboð ehf. Útibú Allianz á íslandi. Sími 588 3060. ST JÓSEFSSPÍ1ALISÍÍ3 HAFNARFIRÐI Hjúkrunarfræðingar athugið Laus er 60% staða hjúkrunarfræðings, dag- vinna, við meltingarsjúkdómadeild spítalans (göngudeild) frá 1. apríl 1998 eða eftir nánara samkomulagi. í boði er áhugavert starf á deild sem er í stöðugri þróun hvað varðar hjúkrun, rannsóknir og vísindavinnu. Gerðar eru rann- sóknirá sviði speglana, lífeðlis- og lífefnafræði. Umsóknum skal skila fyrir 21. mars 1998. Upp- lýsingarveita deildarstjórar, Kristín og Ingi- gerður, í síma 555 3888 eða Gunnhildur Sig- urðardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 555 0000. Lyflækningadeild Hjúkrunarfræðingar óskast til sumarafleysinga. Einnig er laust framtíðarstarf frá 1. ágúst 1998. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Sjúkraliðar óskasttil sumarafleysinga. Nánari upplýsingar veitir Bergþóra Karlsdóttir, deild- arstjóri, eða Gunnhildur Sigurðardóttir, hjúkr- unarforstjóri í síma 555 0000. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39 • Sími: 588 8500 • Bréfasími: 568 6270 Félagsráðgjafar Félagsráðgjafi óskasttil starfa á stoðþjónustu- sviði fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Um er að ræða 80% starf í 6 mánuði. Starfið felst í vinnu að fósturmálum, umgengn- ismálum og fleiri sérhæfðum verkefnum. Menntunar- og hæfniskröfur; starfsréttindapróf í félagsráðgjöf eða önnur háskólamenntun á sviði félags- uppeldis- eða sálarfræði. Þekking og reynsla í vinnslu meðferðarmála einstaklinga/fjölskyldna er nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. Umsóknum skal skilað til forstöðumanns stoðþjónustusviðs, Erlu Þórðardóttur, sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 588 8500. Lögfræðingur — viðskiptafræðingur Traust fasteignasala í Reykjavík óskar eftir að ráða lögfræðing eða viðskiptafræðing fljót- lega til að annast skjalagerð ásamt sölustörf- um. Til greina kemur að ráða nema sem út- skrifast á þessu ári. Góð starfsaðstaða í vax- andi fyrirtæki. Með allar umsóknir verðurfarið sem trúnaðarmál. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um við- komandi sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 29. apríl nk. merktar: „Vor í lofti — 3936". Hjúkrunarheimiiið Skógarbær óskar eftir • Hjúkrunarfræðingum á kvöld-, helgar- og næturvaktir. • Sjúkraliðum í fullt starf og hlutastarf. Einnig óskar Hjúkrunarheimilið eftir fólki í þessi sömu störf til sumarafleysinga. Um er að ræða störf nú þegar eða eftir sam- komulagi. Óskað er eftir fólki sem getur sýnt áhuga, lipurð og virðingu í mannlegum sam- skiptum. Hjúkrunarheimilið Skógarbær er bæði fyrir eldri og yngri einstaklinga sem þurfa sólar- hringsumönnun og stuðning við að lifa farsælu lífi þráttfyrirfötlun og sjúkdóma. Hjúkrunar- heimilið Skógarbærgefurstarfsfólki möguleika til að vinna í fallegu umhverfi við gefandi starf, við að móta nýja starfsemi. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Skógarbæjar, Rannveig Guðnadóttir, sími 510 2100. RÆSTiiGAR Vormenn ehf er 5 ára gamalt ræstingafyrírtæki. í örum vextí. með starfsemi á hofuðborgarsvæðinu. SfUI SBS 4144 FAX 5S8 4164 V0BMEIN9V0RTEX.IS Vormenn óska eftir að ráða vandvirkt, heiðarlegtfólktil eftirtalinna ræstingastarfa: 1. Ræsting aðra hverja viku, 6 daga í senn, á skemmtilegri líkamsræktarstöð, miðsvæðis í Reykjavfk. Verkið tekur um þrjá tíma, frá kl. 21:00. 2. Ræsting á snyrtilegu skrifstofuhúsnæði, miðsvæðis í Rvk, þrír tímar fimm virka daga vikunnar, hægt að byrja kl. 17:00. Góð laun eru í boði og þau hækka í samræmi við frammistöðu. Starfsfólk með reynslu af ræstingum gengur fyrir. Hreint sakavottorð skilyrði. Áhugasamir hafi samband hið fyrsta við Harald í síma 568-4144. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39 • Sími: 588 8500 • Bréfasími: 568 6270 S j ú kr a I i ða r/sta rf sf ól k Óskum eftir sjúkraliðum eða starfsfólki með 100 stunda Sóknarnámskeið í aðhlynningar- störf. Upplýsingar veitir Ingibjörg Bernhöft, for- stöðumaður, Hjúkrunarheimili aldraðra, Drop- laugarstöðum, Snorrabraut 58, í síma 552 5811. Félagsmálastofnun Selfoss Félagsráðgjafar Félagsmálastofnun Selfoss óskar eftir félags- ráðgjöfum til starfa. Starfssvið er almenn félagsþjónusta, þ.e. ráð- gjöf við einstaklinga og fjölskyldur, þjónusta við aldraða og fatlaða, fjárhagsaðstoð og barnavernd. Nánari upplýsingar veitir undirrituð í síma 482 1408. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 8. apríl nk. Féiagsmálastjórinn á Selfossi, Ólöf Thorarensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.