Morgunblaðið - 22.03.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.03.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARZ 1998 E 15 Heilsugæslan í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast á næturvakt við heimahjúkrun Heilsugæslunnar í Reykjavík. Um er að ræða hlutastarf í vaxandi starfsemi innan heilsugæslunnar. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfram- kvæmdastjóri heimahjúkrunar, Björg Cortes, í síma 552 2400. Umsóknarfrestur ertil 1. maí nk. Umsóknir sendist starfsmannastjóra á þartil gerð- um eyðublöðum sem fást á afgreiðslu Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, Barónsstíg 47. Heilsugæslan í Reykjavík, Barónstíg 47,101 Reykjavík. Grunnskólakennarar /sérkennarar Kennara vantar að Borgarhólsskóla, Húsavík, næsta skólaár. M.a. vantar bekkjarkennara á yngsta stigi og miðstigi. Sérkennara vantar í fullt starf. Reynt er að útvega niðurgreitt hús- næði. Flutningsstyrkur er greiddur. Borgarhólsskóli er einsetinn, heildstæður grunnskóli. Vel er að skólanum búið í nýju húsnæði. Nánari upplýsingar veita Halldór Valdimars- son, skólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1974, og Gísli Halldórsson, aðstoðarskólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1631. Umsóknarfrestur er til 14. apríl nk. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39 • Sími: 588 8500 • Bréfasími: 568 6270 Heimaþjónusta Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar leitar að áreiðanlegu og traustu starfsfólki til starfa við félagslega heimaþjónustu fyrir 66 ára og yngri. Um er að ræða bæði hálfs- og heilsdags störf. Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmanna- félagsins Sóknar. Umsóknum skal skilað til Sigríðar Karvels- dóttur, deildarstjóra hverfaskrifstofu FR í Skóg- arhlíð 6, sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 562 5881. Óskum eftir samstarfi við kennara á landsbyggðinni Nú bráövantar okkur kennara í hlutastörf á Sauöárkróki, Húsavík og í MosfellsJbae. Auk þess vantar okkur tengiliöi á þeim stöðum utan höfuöborgarsvaeöisins þar sem skólinn er ekki enn starfræktur. Viö bjóöum upp á skemmtilegt og árangursríkt tölvunám, enda hafa viötökur allsstaöar veriö mjög góöar. Upplýsingar eru gefnar i sima 553 3322. FRAMTÍÐARBÖRN Alþjóðlegur tölvuskóli fýrir börn og unglinga á aldrinum 4-14 ára. Skólinn er nú starfræktur á 14 stöðum víða um landið. Skrúðgarðyrkja Vantar starfskraft í skrúðgarðyrkju. Mikil vinna framundan. Umsóknirsendisttil afgreiðslu Mbl. merktar: „S — 3912". Hveragerðisbær Frá Grunnskólanum í Hveragerði Við Grunnskólann í Hveragerði eru eftirtaldar kennarastöður lausar. 1. Ein og hálf staða íþróttakennara. 2. Staða raungreinakennara. 3. Almenn kennarastaða. Upplýsingar gefa Guðjón Sigurðsson, skóla- stjóri, og Pálína Snorradóttir, aðstoðarskóla- stjóri, í síma 483 4350 og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður skólanefndar, í síma 483 4940. Umsóknarfrestur er til 16. apríl nk. Skólastjóri. Hjúkrunarfræðingur — ráðgjöf Heilbrigðisráðgjöf í fyrirtækjum ehf. óskar eftir framsæknum hjúkrunarfræðingi með hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið felst í þjónustu og ráðgjöf til fyrirtækja og starfsmanna þeirra. Helstu þættir starfsins eru: Heilsuefling, heilbrigðisráðgjöf til starfs- manna fyrirtækja, söfnun heilbrigðisupplýs- inga, fræðsla og annað forvarnarstarf. Laun og starfshlutfall er samkomulag. Öllum umsóknum svarað. Fullum trúnaði heitið. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 568 4700. Umsóknir berist fyrir föstudaginn 27. mars nk. Heilbrijgðisráðgjöf í fyrirtækjum Björg Amadóttir, Suðurlandsbraut 4a, 108 Reykjavík. Heilsugæslulæknar Heilsugæslustöð Mosfellsumdæmis auglýsir stöðu heilsugæslulæknis lausa til umsóknar. Staðan veitist frá og með 1. júní næstkomandi. Einnig er óskað eftir læknumtil afleysinga átímabilinu 1. maí — 1. október næstkom- andi. Stöðin er um þessar mundir að flytjast í nýtt og glæsilegt húsnæði í Kjarnanum í Mos- fellsbæ. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendast til stjórnar Heilsu- gæslustöðvar Mosfellsumdæmis, Reykjalundi, 270 Mosfellsbæ. Nánari upplýsingar veitir Þengill Oddsson yfir- læknir í síma 566 6100 eða Elísabet Gísladóttir framkvæmdastjóri í síma 899 2378. Umsóknarfrestur er til 15. apríl næstkomandi. Sölumaður — Rafeindavirki Ungt og öflugttölvufyrirtæki á Selfossi óskar eftir tveimur nýjum starfsmönnum í fullt starf. Annars vegar sölumanni í verslun og hins vegar rafeindavirkja á verkstæði. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist: Tölvu- og rafeindaþjónusta Suður- lands, Eyravegi 23, 800 Selfoss. Fresturtil um- sókna rennur út 6 apríl nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum um- sóknum svarað. Þjónustustjóri/ Lánasérfræðingur íslandsbanki hf. auglýsir stöðu þjónustustjóra/ lánasérfræðings á Isafirði lausa til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa viðskiptafræðimenntun eða sambærilega menntun, búa yfir góðum skipu- lags- og söluhæfileikum og eiga gott með að um- gangast viðskiptavini bankans og samstarfsmenn. Hann þarf auk þess að vera jafnvígur á hópvinnu og sjálfstæði í vinnubrögðum. Nánari upplýsingar veitir Halldór Margeirsson, útibússtjóri á Isafirði. Umsóknir sendist Guðmundi Ritikssyni, starfsmannaþjónustu Islandsbanka. Kirkjusandi, 155 Reykjavík, fyrir 8. apríl 1998. ISLANDSI3ANKI Staða bókasafnsfræðings Skjalavörður Á Bæjarskrifstofu Hafnarfjarðar er laus staða bókasafnsfræðings. Um kaup og kjörfer sam- kvæmt samningi við Starfsmannafélag Hafn- arfjarðar. Upplýsingar veitir Anna Sigríður Einarsdóttir í síma 565 2960. Umsókn, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, ber að skila til Önnu Sigríðar Einars- dóttur, forstöðumanns, pósthólf 30, 222 Hafn- arfirði. Umsóknarfrestur er til 17. apríl nk. Matvælasvið Við leitum að háskólamenntuðum starfsmanni með sérþekkingu á matvælasviði til afleysinga- starfa í eitt ár. Verkefni vegna matvælalöggjaf- ar og matvælaeftirlits, alþjóðlegt samstarf vegna samningsins um Evrópska efnahags- svæðið (EES). Skrifleg umsókn með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf skal berast stofnuninni fyrir 31. mars. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Jón Gíslason forstöðumaður matvæla- og heil- brigðissviðs. Hollustuvernd ríkisins. Ráðgjöf, þjónusta og rannsóknir á sviði matvæla, mengunarvarna og eiturefna, Ármúla 1a, pósthólf 8080,128 Reykjavík, sími 568 8848. st.jósefsspítauSM HAFNARFKÐ! Læknaritari Ný staða læknaritara er laus til umsóknar. Starfið erfólgið í almennri læknaritun auksér- vinnu fyrir speglanadeild. Æskilegt að viðkom- andi geti byrjað sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 30. mars nk. Nánari upplýsingar veitir Valgerður Kristjáns- dóttir, skrifstofustjóri í síma 555 0000. Fr am kvæ mdastjó ri. Góðæri í fasteignasölu! Við ráðum nýja sölumenn! Reynsla af fasteigna- sölu, eða annarri sölumennsku er skilyrði. Vandaðar umsóknir með ítarlegum upplýsing- um sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „G — 3927" fyrir 25. mars. Markaðsfulltrúi Vegna stóraukinna umsvifa getur eitt af stærri internetfyrirtækjum landsins bættvið einum til tveimur markaðsfulltrúum. Góð tölvukunn- átta er æskileg. Vinsamlegast sendið upplýsingar um nafn, aldurog starfsferil til afgreiðslu Mbl. merktar: „Internet — 3952", fyrir 1. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.