Morgunblaðið - 22.03.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.03.1998, Blaðsíða 18
1« E SUNNUDAGUR 22. MARZ1998 MORGUNBLAÐIÐ Tónlist fyrir alla Auglýst er eftir tillögum að tónlistardagskrám og tónlistarverkefnum í skólum og fyrir al- menning á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla 1998—1999 og á haustönn 1999. Hug- rfiyndir þurfa ekki að vera bundnar tilteknum flytjendum. Þegar tillögur eru metnar er eftir- farandi m.a. haft til hliðsjónar: I Tónlistardagskrár fyrir skóla skulu vera við hæfi nemenda grunnskóla og fela með ein- hverju móti í sér bæði skemmtun og fræðslu og miðast við lengd einnar kennslu- stundar. Ljóst skal vera með hvaða hætti höfða á til mismunandi aldurshópa og til- laga feli í sér hugmynd um áhugavert kynn- ingar- og námsefni til nota við kennslu í tengslum við tónleika. If Flytjendurskulu hafa góðatónlistarmennt- un. Að jafnaði skulu þeir hafa haslað sér völl í tónlistarlífi hér á landi. Til greina kem- ur jafnframt að veita efnilegum tónlistar- mönnum, sem eru að stíga sín fyrstu spor, tækifæri á vettvangi Tónlistar fýrir alla. Þeir skulu jafnframt geta boðið fullgilda tón- leikadagskrá til að flytja á opinberum tón- leikum. III Flytjendur, sem standa að sömu tillögu, skulu að jafnaði ekki vera fleiri en fimm. Þeir skulu reiðubúnir að fara hvert á land sem er til tónleikahalds í skólum og fyrir almenn- ing meðan skólar starfa, enda standi hver ferð ekki lengur en tíu daga. IV Tónlistardagskrár með öllum tegundum tónlistar eiga heima á skólatónleikum upp- fylli þær ofangreind skilyrði og skal úrval úrtillögum hverju sinni vera fjölbreytt þar sem gætt er nokkurs jafnvægis milli ólíkra tegunda tónlistar. V Stuðla skal að því að tónlistarfólk og tónlist- arnemendur í heimabyggð taki þátt í verefn- inu, ýmist með sjálfstæðu framlagi eða með því að taka þátt í tónlistardagskrá aðkomu- hópa. "fliílögur berist Tónlist fyrir alla, pósthólf 1668,121 Reykjavík, á eyðublöðum sem fást í Menntamálaráðuneyti. Verkefnisstjóri veitir allarfrekari upplýsingar í síma 566 7810 árdeg- is. Skilafrestur rennur út þriðjudag 14. apríl nk. Nýskipuð samráðsnefnd Tónlistar fyrir alla heldur utan um faglega uppbyggingu Tónlistar fyrir alla og er verkefnisstjóra til ráðgjafar um tónlistardagskrár og tónlistarverkefni. Henni er ætlað að fara yfir umsóknir og hugmyndir sem berast um tónlistardagskrár og tónlistarverkefni á vegum Tónlistar fyrir alla. Eftirtaldir skipa samráðs- nefnd Tónlistar fyrir alla: Margrét Bóasdóttir söngkona, f.h. Félags íslenskra tónlistarmanna, Helga Hauksdóttir fiðluleikari, f.h. Sinfóníu- hljómsveitar íslands, Jónas Ingimundarson píanóleikari, f.h. Tón- menntakennarafélags íslands, Snorri Örn Snorrason tónlistarmaður, f.h. Félags íslenskra hljómlistarmanna, Björn Þorsteinsson forstöðu- maður fræðslu- og menningarsviðs Kópavogsbæjar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari, sem er formaður nefndarinnar. fBORGARVERKFRÆÐINGURINN í REYKJAVÍK Hugmyndabanki vegna ræktunarátaks Unglingar í Vinnuskóla Reykjavíkur hafa á und- ábförnum árum unnið að skógrækt í útmörkum borgarinnar svo sem Öskjuhlíð, Elliðaárdal, Austurheiðum og Heiðmörk. Nú erfullgróður- sett í mörg þessara svæða og er stefnt að því að á sumri komanda verði auknar gróðursetn- ingar innan borgarhverfanna. Hér með er leitað eftir ábendingum frá borg- arbúum um verkefni fyrir Vinnuskóla Reykja- víkur við rætkun í hinum ýmsu hverfum borg- arinnar. Borgarbúar komi hugmyndum sínum skriflega tij: Skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2,105 Rykjavík, eða hringi í bækistöðvar garðyrkjudeildar milli kl. 9.00 og 12.00 dagana 23.-27. mars. Símar 581 4569 fyrir svæðið sunnan og vestan Ejjiðaáa, og 587 8035 fyrir svæðin norðan og austan Elliðaáa. KÓPAVOGSBÆR Salir — breyting á aðalskipulagi Tillaga að breyttu aðalskipulagi Kópavogs 1992—2012 auglýsist hér með skv. 18. gr. skipu- lags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. Breyt- ingin nærtil svæðis sem afmarkast af Hádegis- hólum og byggð í Lindum í vestur, lögsögu- mörkum Kópavogs og Reykjavíkur í norður, mörkum Vatnsendalands og Fífuhvammslands við Markastein í austur og Rjúpnahlíð og Hnoð- raholt í suður. Breytingin felst í eftirfarandi: 1. Arnarnesvegur er færður norðar og tengi- braut feld út alltfrá Leirdalsbotni að bæjar- mörkum Reykjavíkurog Kópavogs á móts við Jaðarsel. 2. Verslunar- og þjónustusvæði í Leirdalsbotni er fellt út. 3. Iðnaðarsvæði í Rjúpnadal erfellt út. 4. Gert er ráð fyrir 9 holu golfvelli í Litla-Leir- dal. 5. Afmörkun fyrirhugaðs kirkjugarðs í Leirdal er breytt og hann stækkaður. 6. Afmörkun bæjarverndar í Hádegishólum er breytt með tilvísan í ítarlegri afmörkun. 7. Afmörkun íþrótta- og skólasvæðis breytist. 8. Afmörkun íbúðarsvæðis vestast á svæðinu breytist. Milli þess og íþróttasvæðisins er gert ráð fyrir hverfisþjónustu og leikskóla. 9. Afmörkun íbúðarsvæðis austast á svæðinu breytist og það fært norðaustur. Sjá jafn- framt lið 3 hér að ofan. Göngu- og reiðleiðir breytast. Uppdrættur, ásamt skýringarmyndum verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 2,4. hæð, frá kl. 9—15 alla virka daga frá 23. mars—24. apríl nk. Athugasemdum og ábend- ingum skal skila skriflega til Bæjarskipulags, eigi síðar en kl. 15.00 föstudaginn 8. maí nk. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Kópavogs. BORGARVERKFRÆÐINGURINN í REYKJAVÍK Lóðaúthlutun í Reykjavík Til úthlutunar eru neðangreindar lóðir í Staða- hverfi. • Lóðirfyrireinbýlishús:36lóðirvið Bakka- staði. • Lóðirfyrir raðhús: 9 lóðir (29 íbúðir) við Bakkastaði. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingar- hæfar í ágúst og september nk. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2,3. hæð, sími 563 2300. Þarfást einnig afhent umsóknar- eyðublöð, skipulagsskilmálar og uppdrættir. Tekið verður við umsóknum um lóðirnar frá og með föstudeginum 27. mars nk. kl. 8.20 á skrifstofu borgarverkfræðings. Borgarstjórinn í Reykjavík. Starfsstyrkir til listamanna í Kópavogi Lista- og menningarráð auglýsir eftir umsókn- um um starfsstyrki til listamanna úr Kópavogi fyrir árið 1998. Veittir verða starfsstyrkir einungistil þeirra listamanna sem búsettir eru í Kópavogi. Umsóknarfrestur ertil 19. apríl nk. Umsóknum um framangreinda starfsstyrki skal skila til Lista- og mennningarráðs Kópavogs, Fannaborg 2, 2.hæð, 200 Kópavogi. Lista- og menningarráð Kópavogs. Auglýsing frá Landbúnaðarráðuneytinu og embætti yfirdýralæknis Varnarsvæði samkv. reglu- gerðum nr. 158 og 168/ 1998 um varnir gegn út- breiðslu á smitandi hita- sótt í hrossum Samkvæmt heimild í lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, hefur landinu verið skipt upp í vamarsvæði, svo sem hér segir: Svæði 1. Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörð- ur, Garðabær, Bessastaðahreppur, Mosfellsbær og Árnessýsla. Svæði 2. Akranes. Svæði 3. Reykjanes, sunnan Hafnarfjarðar. Svæði 4. Kjalarnes- og Kjósarhreppar. Svæði 5. Borgarfjarðarsýsla, sunnan Skarðs- heiðar. Svæði 6. Rangárvallasýsla, vestan Markar- fljóts. Svæði 7. Rangárvallasýsla, austan Markar- fljóts og Mýrdalshreppur. Svæði 8. Aðrir kaupstaðir og landshlutar. Eftirfarandi reglur gilda um takmörkun á flutningi hrossa, reiðtygja og flutnings- tækja, sótthreinsun fatnaðar, hestamót o.fl.: 1. Óheimilt er að flytja hross á milli eða í gegn- um varnarsvæði. 2. Óheimilt er að flytja notuð reiðtygi, þ.m.t. kamba, klórur, píska, ábreiður og dýnur á milli varnarsvæða. 3. Óheimilt er að fara með flutningatæki fyrir hross á milli varnarsvæða. 4. Hestamenn og aðrir sem umgangast hross skulu forðast samgang við hross af öðrum varnarsvæðum. Sé brýn þörf á slíkum sam- gangi skulu hestamenn klæðast hlífðar- fatnaði og skóm sem ekki eru notaðir í hest- húsum eða við hestamennsku á öðrum svæðum eða hafa verið sótthreinsaðir. Þeir skulu með öllum tiltækum ráðum hindra að óhreinindi úr umhverfi hrossa berist á önnur varnarsvæði t.d. með bílum. 5. Innan svæða er heimilt að flytja hross á milli hesthúsa og umgangur hirða, járningam- anna og tamningamanna milli hesthúsa er heimill. Þá er heimilt að stunda útreiðar, halda reiðnámskeið og hestamót innan hvers varnarsvæðis. Um heyflutninga milli vamarsvæða gilda eftirfarandi reglur: 1. Óheimilt er að nota til heyflutninga tæki sem notuð eru til flutninga á hrossum. 2. Eingöngu má nota heyflutningatæki sem auðvelt er að þrífa að utan sem innan. 3. Heyflutningatæki skulu háþrýstiþvegin fyrir og eftirflutninga og hjól, hjólaskálar, flutn- ingsrými og gólfrými ökumanns úðað með sótthreinsileginum „Virkon", eða jafnvirku sótthreinsiefni. 4. Bílstjórum er óheimilt að fara inn í hesthús, hlöðurog hesthúsagerði og skulu gæta ítrasta hreinlætis við störf sín. Þeir skulu sótthreinsa skófatnað og klæðast nýþvegn- um hlífðarfatnaði. 5. Vélar sem notaðar eru til heyflutninga innan hesthúsahverfa má ekki flytja til annarra svæða nema að undangenginni sótthreinsun. Brot gegn fyrirmælum þessum varða viðurlög- um samkvæmt 30. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Landbúnaðarráðuneytið og Embætti yfirdýralæknis, 20. mars 1998. FÉLAGSSTARF Ný skólastefna — enn betri skóli — Opinn kynningarfundur um framangreint málefni verður i fundarsal Mýrarhúsaskóla, þriðjudaginn 24. mars kl. 20.30. Á fundinum verður kynnt ný skólastefna menntamálaráðherra. Frummælendur verða: Björn Bjarnason, menntamálaráðherra og Jónmundur Guðmarsson, verkefnisstjóri nýrrar skólastefnu hjá Menntamálaráðuneytinu. Fundurinn sem haldinn er af Sjálfstæðisfélagi Seltirninga er öllum opinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.