Morgunblaðið - 22.03.1998, Side 22

Morgunblaðið - 22.03.1998, Side 22
E SUNNUDAGUR 22. MARZ 1998 Skrifstofuhúsnæði Til leigu 300 fm innréttuð skrifstofuhæð við Síðumúla. 7 sérskrifstofur ásamt afgreiðslu- rými, kaffistofu,, tölvuherbergi, eldtraustri öryggisgeymslu og góðri skjalageymslu. yjigsanlegt er að leigja húsnæðið í tvennu lagi. Upplýsingar í síma 588 7600. Atvinnuhúsnæði Verslunar- og lagerhúsnæði til leigu í Ármúla, stærð ca 200 fm. Laust 1. apríl. Upplýsingar gefur Vilhjálmur í síma 893 8826. Skrifstofur Til leigu glæsileg 230 fm skrifstofuhæð í Síðu- múla 21, sem skiptist í 9—11 herbergi. Góð nýting. Laus eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 535 1000, 869 3570 og 554 4515.. Skrifstofuhúsnæði til leigu í Mörkinni 3 (Virku-húsinu) frá 1. maí. 130 fm á 2. hæð og 65 fm á 3. hæð. Upplýsingar gefur Helgi í síma 568 7477 og heimasíma 557 5960. MORGUNBLAÐIÐ Skrifstofuhúsnæði til leigu Á svæði 105 eru til leigu 2 herbergi á 4. hæð í lyftuhúsi. Einnig eitt stærra. Skrifborð geta fylgt. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 553 6777 á skrifstofutíma. Til leigu við Faxafen Til leigu er 200 fm verslunarpláss við Faxafen með góðri gluggahlið. Upplýsingar veitir Ragnar Tómasson, hdl., Skútuvogi 13, símar 568 2511 og 896 2222. SMÁAUGLVSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 3 = 1783238 = Dd. □ MÍMIR 5998032319 III □ HELGAFELL 5998032319 IVA/ 2 qGIMLI 5998032319 I I.O.O.F. 19 = 1783238 = III* I.O.O.F. 10= 1783238 = Aðalstöðvar v KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Almenn samkoma og barna- stundir í dag kl. 17. Vitnisburðir: Heiðrún Kjartansdóttir, Cortis Snook og Kornelía Eichhorn. Eftir samkomuna verður léttur matur til sölu gegn vægu verði. Allir eru hjartanlega velkomnir. fnmhjólp Aibinenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Mikill söngur. Samhjálparkórinn tékur lagið. Barnagæsla. Ræðu- menn Björg Lárusdóttir og Þórír Haraldsson. Kaffi að lok- inni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Útsala í fullum gangi Erl. geisladiskar 40% afsl. Erl. bækur 30— 60% afsl. Ýmsar gjafavörur 50% afsl. ý'ersluninJ^J^j \--------------------------- Hörgshlíð 12 Boðun fagnaöarerindísins. Bænastund í dag kl. 14.00. iV.fi =3 Hallveigarstíg 1 • simi 561 4330 Dagsferðir sunnud. 22. mars: Kl. 10.30 frá BSI. Gengið á reka á suðurströnd Reykjanesskagans. Páskaferðir 9. —13. apríl. Skaftárdalur — Lakagígar Gengið á skíðum frá Skaftárdal um Leiðólfsfell í Hrossatungur. Gengið um Lakagíga og á Laka. Farangur fluttur milli náttstaða með vélsleðum. 9.—13. apríl. Sigalda — Fjallabak — Skaftárdalur. Skíðaganga i Landmannalaugar úr Sigöldu. Þaðan er gengið í Jökuldali og siðan um Græna- fjallgarð í Skælinga. Þar er gist í gangnamannaskála. 9. —13. apríl. Sigalda — Landmannalaugar — Básar. Skíðaganga i Landmannalaugar úr Sigöldu. Þaðan er gengið í Hvanngil. Þriðja daginn er gengið um Emstrur og gist í Botnum. Komið i Bása á páska- dag. 11.—13. apríl. Básar um páska. Þriggja daga skemmtiferð fyrir alla fjölskylduna. Fjölbreyttar gönguferðir, kvöldvökur o.fl. 11.—13. apríl. Fimmvörðu- háls um páska. Gengið frá Skógum upp í Fimm- vörðuskála. Gengið niður í Bása daginn eftir. Ferðaáætlun 1998. Ferðaáætlun 1998 fæst á skrif- stofu Útivistar. Skráning þátt- töku í sumarferðir stendur yfir. KROSSINN Sunnudagur: Almenn sam- koma kl. 16.30. Barnagæsla er meðan á samkomunni stendur. Hvað ætlar Guð að gera fyrir okkur í dag? Mánudagur: Útsending á Omega kl. 21.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Enn meira af orði Guðs. Föstudagur: Konunglegu her- sveitirnar kl. 18.00. Barnastarf fyrir 5-12 ára. Laugardagur: Unglingasam- koma kl. 20.30. Kraftur, dýrð og enn meiri blessun. Bóka og gjafavöruverslunin er opin alla virka daga frá kl. 14-18. Við erum að hefja söfnun á notuð- um fötum og skóm. Tekið verður við slíku alla virka daga. Netfang okkar er krossinn@skima.is Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Samkoma kl. 16.30. Vitnisburðir. Ræðumaður Hinrik Þorsteinsson. Barnagæsla meðan á samkomu stendur. Allir hjartanlega velkomnir. Mið: Kl. 18:30 fjölskyldusamvera með léttum veitingum á vægu verði. Kl. 19:30 fræðsla og bæn. Fös: Kl. 20:30 unglingasam- koma. Netfang: www.gospel.is. Frá Sálar- rannsóknar- félagi íslands Miðlarnir og huglæknarnir Bjarni Kristjánsson, Guðrún Hjörleifs- dóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Kristín Karlsdóttir, Margrét Haf- steinsdóttir, María Sigurðardótt- ir, Skúli Lórenz og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Auk þess býður Bjarni Kristjánsson upp á umbreytinga- fundi fyrir hópa. Fræðslu-, fyrirbæna- og sjálf- styrkingarhópar, sem Friðbjörg Óskarsdóttir annast, eru á mánu- dögum og þriðjudögum. Hafin er skráning í nýjan bæna- hring sem Skúli Lorenz mun stofna og halda utanum. Við mynnum á heilunarsam- komuna í dag kl. 14.00 i Garða- stræti 8. Upplýsingar og bókanir eru frá kl. 9-12 og 13-17 alla virka daga í símum 551 8130 og 561 8130 og á skrifstofunni Garðastræti 8. Einnig er tekið á móti fyrirbæn- um í sömu simum. SRFÍ. Klg,tÖÍnn K r i « t i í i > m f i I i ( Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Kl. 11.00 Krakkakirkja. Kl. 20.00 Almenn samkoma. Predikun: Stefán Ágústsson. Beðiðfyrir þörfum einstaklinga. Laugardagur kl. 21.00: „Eldur unga fólksins." Bænastund miðvikudag kl. 20.00. Allir velkomnir. Morgunsamkoma kl. 11:00. Unglingablessun. Barnastarf í fjórum deildum og kennsla fyrir fullorðna. Kvöldsamkoma kl. 20:00. Lofgjörð, predikun og fyrirbæn. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Brigaderarnir Ingibjörg og Óskar Jónsson stjórna og tala. Allir hjartanlega velkomnir! Mánudag kl. 15.00 Heimilasam- band. Séra Anna Pálsdóttir talar. íslenska Kristskirkjan Morgunsamkoma kl. 11:00. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Almenn samkoma kl. 20:00. Friðrik Schram predikar. Heilög kvöldmáltíð. Allir velkomnir. HEIMILISDÝR Frá H.R.F.I Kynningarfundur á veiðiprófum fyirr standandi fuglahunda verð- ur þriðjudaginn 24. mars kl. 20.30 og kynningarfundur á veið- iprófúm fýrir Retriever hunda verður þriðjudaginn 31. mars kl. 20.30. Báðir fundirnir verða haldnir í Gerðubergi, D—sal. Stjórnin. KENNSLA HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU Bakmeðferð Námskeið helgina 28.-29. mars nk. Kennsla í slökunarnuddi með virkum ilmolíum, þrýstipunkta- nuddi fyrir bakvandamál. Svæða- meðferð fyrir bak. Upplýsingar og innritun fyrir 26. mars á Heilsu- setri Þórgunnu í síma 562 4745 og 896 9653 milli 8.30-9.30 og 12.00—14.00 alla virka daga. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída *; í UPPVEXTI mínum held ég að spil hafí verið í hávegum höfð á flestum heimilum. Allir krakkar höfðu gaman af að spila, en það var dálítið mismunandi hvað spilamenn- ingin var þróuð á þessum eða hinum heimil- unum. Á mínu heittelskaða æskuheimili höfðum við ánægju af spilum, en einhvem veginn held ég ekki, að við höfum verið mik- ið spilafólk. Eg held að hæst hafi spilamenn- ingin risið hjá okkur í þau fáu skipti sem nokkrir ættingjar komu og spiluðu fram- sóknarvist við pabba og mömmu. Við krakk- arnir lágum á gægjum, hlustuðum á gleð- skapinn, og ég man eftir að hafa hugsað að þegar ég yrði fullorðinn, myndi ég ef til vill uppgötva leyndardóma spilamennskunnar geta lært að spila framsóknarvist. A spilasviðinu var ég mjög flinkur að byggja spilaborgir, en lærði seinna að leggja kapal og spila svarta Pétur. í því spili gat orðið mikill spenningur og stundum læti. Á þessum árum fann ég út að á heimilum sumra kunningjanna vom spilin tekin miklu hátíðlegar en heima hjá mér. Stundum var manni boðið að taka þátt í einhverju spili, sem maður hafði aldrei heyrt um. Þá vom menn settir niður við borð og oftast sagt sem svo að þetta væri enginn vandi og myndi lærast um leið. En mér gekk ekkert vel að læra nýju spilin, kófsvitnaði og lék af mér. Fannst þetta ekkert gaman. %umir strákanna vora miklir spilagosar. Ekki einasta komu þeir frá miklum spila- heimilum og kunnu þar af leiðandi ekki bara flókin spil eins og lomber, marías, póker og vistina áðurnefndu, heldur gátu þeir líka framið alls kyns spilagaldra. Stundum vom þeir með stokkinn í vasanum og drógu hann upp til þess að sýna kúnstir sínar. Einfeldn- in^fer eins og ég vora oft tilvalin fórnarlömb. Olsen Allavega tiktúrur notuðu þeir við að stokka spilin og gátu næstum látið þau fljúga í loft- inu. Vora þeir æstir í að halda svoleiðis sýn- ingar þegar stelpur vora viðstaddar til þess að dást að þeim. Þegar ég var táningur, barst hið heims- fræga spil Olsen Olsen til landsins. Olli það straumhvörfum í viðhorfi mínu til spila- mennskunnar því hér var komið spil, sem ég gat lært og spilað af kunnáttu mér til mikill- ar ánægju. Þegar ég var kyndari á hvalveiði- bát, spiluðum við Olsen af feiknarkrafti og héldum mörg mót á vertíðinni. Mikill spenn- ingur og hiti hljóp oft í keppendur og höfðu allir gaman af. Eitt sinn í vondu veðri kom kokkurinn með sætsúpupottinn í borðsalinn og skorðaði hann á borðinu upp við vegginn. Á hillu fyrir ofan lágu Olsen keppnisspilin og þegar skipið hallaði í einum öldualnum, duttu ein 10 kort ofan í pottinn. Brugðu menn skjótt við og veiddu grómtekin spilin upp úr sjóðandi heitri súpunni og þurrkuðu af þeim eftir beztu getu. Var súpan síðan borðuð af góðri lyst, en spilin voru þurrkuð í bökunarofninum og síðan notuð í keppni á næturvaktinni. Þegar alvara fullorðinsáranna þröngvaði sér upp á fólkið skaut upp ijótum kollinum í spilaheiminum leikur sá, sem brids er kall- Olsen aður. Vitanlega var hann búinn að vera lengi við lýði, en mér hafði þó tekist að láta sem hann væri ekki til. En nú var það ekki hægt lengur, því jafnaldrarnir höfðu útskrifaðist úr Olsen skóla lífsins og vora nú farnir að spila brids. Líkaði mér það alls ekki vel. Þegar ég ákvað að festa ráð mitt höguðu örlögin því þannig að ég, frá Olsen-heimili í Vesturbænum, lagði hug á stúlku af brids- heimili í Austurbænum. Nú vora góð ráð dýr. Gerði ég mér vitanlega upp mikinn áhuga á þessari göfugu spilaíþrótt, en bæði heitkonan og foreldrar hennar undraðust, hvernig ég hafði sloppið í gegnum uppvöxt- inn án þess að verða brids-sýkinni að bráð. Einhvern veginn talað ég mig út úr því, en baðst forláts og sagðist nú hafa mikinn áhuga og vildi læra listina hjá þeim. Fóru nú í hönd mörg kvöld, þar sem ég sat kófsveittur yfir spilunum með þeim þremur. Mér var kennt að telja punkta og segja sagnir og það reyndist mér þung raun. Bölvanlega gekk mér að fylgjast með því hvaða spil hinir vora búnir að leggja út og heldur var ég ekki klókur að geta séð á svip mótspilaranna hvernig spil þeir höfðu á hendi. Þetta hringsnerist allt í hausnum á mér, en ég reyndi samt að gera mitt bezta, því til mikils var að vinna. Þau hljóta að hafa séð einhverja framför eftir nokkur kvöld, því verðandi tengdamútter sagði eitt sinn sem svo að ég myndi þjálfast því við kæmum ef- laust til með að spila mikið í hjónabandinu. Eg bara kyngdi vandræðalega en sagði ekk- ert. Eftir að við vorum gengin í það heilaga held ég að eiginkonan hafi fljótlega séð að hún hafði keypt Olsen-köttinn í sekknum, hvað bridsmálunum viðvék. Ef til vill hafði hún séð í gegnum mig í tilhugalífinu og hún hefur aldrei ásakað mig um að hafa svikið sig í brids-tryggðum. Eins og þið vitið, þá er það nú á dögum í tízku að játa opinberlega fyrrum drýgðar syndir af öllu tagi. Finnst mér því nú að ég verði að viðurkenna opin- berlega að ég villti á mér heimildir í spila- málunum. Konan hefii- haldið áfram að stunda sitt heittelskaða brids og hefir náð góðum árangri á þessu sviði. Hún hefir lesið feiknin öll af brids-bókum og verið meðlimur í mörgum spilaklúbbum. Nú getur hún líka spilað brids við Omar Shariff í tölvunni og hefi ég sagt henni að hún verði að sætta sig við hann fyrst ég hef brugðist henni. Og nú hefir það gerst að Olsen Olsen, sem reyndar er allsendis óþekkt spil hérna í henni Ameríku, hefir verið endurreistur í okkar lífi. Við eram búin að kenna barna- börnunum þetta snjalla spil og höfum setið að spilum með þeim marga góða stundina. Öll hafa þau mjög gaman af leiknum, en það er yngsta barnið, Anna Lína 7 ára, sem er al- gjörlega heilluð af spilinu og köllum við hana Olsen-drottninguna. Hún er sú sem alla vinnur, jafnvel afa sinn, sem eitt sinn taldi sig liðtækan Olsen-mann. Það er alltaf jafn- gaman að sjá svipinn á þeirri litlu, þegar hún skellir síðasta spilinu á borðið og hrópar 01- sen Olsen!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.