Morgunblaðið - 22.03.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
Dagbók
Háskóla
Islands
DAGBÓK Háskóla íslands 23.-28.
mars 1998. Allt áhugafólk er vel-
komið á fyrirlestra í boði Háskóla
Islands. Dagbókin er uppfærð
reglulega á heimasíðu Háskólans:
http://www.hi.is
Þriðjudaguriim 24. mars:
Elvira Scheich eðlis- og stjórn-
málafræðingur og Skúli Sigurðsson
vísindasagnfræðingur flytja rabb á
vegum Rannsóknastofu í kvenna-
fræðum kl. 12 í stofu 201 í Odda
sem þau nefna „Vísindi sköpuð:
mikilvægi flokkunar eftir kynferði“.
Rabbið fer fram á ensku.
Guðmundur Jónsson sagnfræð-
ingur flytur fyrirlestur í málstofu í
sagnfræði kl. 16.15 í stofu 423 í
Ámagarði og nefnist hann: „Bötn-
uðu lífskjör Islendinga á tíma iðn-
væðingarinnar, ca 1880-1930?“
Happdrætti Háskóla íslands
dregur í „Heita pottinum".
Lois Bragg prófessor við
Gallaudet-háskólann í Washington
flytur opinberan fyrirlestur í boði
heimspekideildar Háskóla íslands
og Félags heymarlausra í stofu 201
í Ámagarði kl. 20. Fyrirlesturinn
nefnist „Muteness and the
supematural in early Iceland" og
mun fjalla um gömlu goðin og
haugbúa.
Miðvikudagurinn 25. mars:
Sheila Kitzinger félagsmann-
fræðingur flytur opinberan fyrir-
lestur á vegum Málstofu í ljósmóð-
urfræði á Grand Hótel í Reykjavík
kl. 17. Fyrirlesturinn fjallar um
bameignir í nútímasamfélagi og
reynslu kvenna út frá femínísku
sjónarhomi. Fyrirlesturinn verður
fluttur á ensku og er túlkaður.
Hægt verður að leigja heymartól á
kr. 500.
Sigríður Hjartardóttir líffræð-
ingur, Keldum, flytur fyrirlestur
sem hún nefnir: „Sýklalyfjaskimun
í sláturdýrum". Fyrirlesturinn
verður fluttur í bókasafninu í Til-
raunastöð Háskóla Islands í meina-
fræði að Keldum kl. 12.30.
Fimmtudagurinn 26. mars:
Hilmar Viðarsson, líffræðingur
og M.S.-nemi flytur fyrirlestur sem
nefnist: „Samskipti þekjuvefs við
millifrumuefni í eðlilegum og af-
brigðilegum bijóstvef'. Fyrirlest-
urinn er fluttur í málstofu í lækna-
deild sem haldin er í sal Krabba-
meinsfélags íslands, Skógarhlíð 8,
efstu hæð kl. 16.
John McKinnell, kennari við há-
skólann í Durham, flytur opinberan
fyrirlestur í boði heimspekideildar
Háskóla íslands í stofu 201 í Áma-
garði kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefn-
ist „Myth as Therapy. The Useful-
ness of Þrymskviða.“ Fyrirlesarinn
mun fjalla um hlutverk
Þrymskviðu.
Föstudagurinn 27. mars:
Viggó Þór Marteinsson, örvem-
líffræðingur á Iðntæknistofnun,
flytur fyrirlestur í málstofu í líf-
fræði í stofu G-6, Grensásvegi 12.
kl. 12.20 sem hann nefnir: „Djúp-
sjávarhverir".
Þorgeir E. Þorgeirsson, ís-
lenskri erfðagi'einingu, flytur fyrir-
lestur sem hann nefnir „Staðbundin
spunamörkun og rannsóknir á
byggingu lífefna“ í málstofu efna-
fræðiskorar, húsi VR-II við Hjarð-
arhaga kl. 12.20-13.
Laugardagurinn 28. mars:
Karl G. Kristinsson dósent flytur
fyrirlestur á vegum Hollvinafélags
læknadeildar í fyrirlestraröðinni
Undur líkamans - furður fræðanna
í sal 3 kl. 14 í Háskólabíói og nefnist
fyrirlesturinn: „Vaxandi ónæmi
sýkla; möguleg endalok krafta-
verkalyfjanna? Hvað veldur og
hvað getum við gert?“
Þorsteinn Gylfason, prófessor í
heimspeki, flytur fyrirlestur í hátíð-
arsal kl. 14 í tilefni af greinaflokki
Kristjáns Kristjánssonar um póst-
módemisma og þeim deildum sem
um hann hafa staðið. Kristjáni hef-
ur verð boðið suður af þessu tilefni
og mun væntanlega taka þátt í um-
ræðum.
Sýningar
Stofnun Áma Magnússonar
v/Suðurgötu. Handritasýning í
Árnagarði er opin almenningi
þriðjudaga, miðvikudaga og
fimmtudaga kl. 14-16. Unnt er að
panta sýningu utan reglulegs sýn-
ingartíma sé það gert með dags
fyrirvara.
Landsbókasafn íslands - Há-
skólabókasafn Sigurður Breiðfjörð,
200 ára minningarsýning, 1798-
1998. 7. mars til 30. apríl 1998.
Passíusálmar Hallgríms Pétursson-
ar - frá handriti til samtíðar, 9.
febrúar til 9. apríl 1998.
Námskeið á vegum Endur-
menntunarstofnunar HÍ vikuna
23.-28. mars:
23. og 24. mars kl. 8.30-12.30.
Auglýsingar. Kennari: Hallur A.
Baldursson, framkvæmdastjóri
Yddu o.fl.
23. mars kl. 12.30-16. Dreifð
vinnsla með DCOM. Kennari:
Magnús Guðmundsson, tölvunar-
fræðingur hjá EJS hf.
23. og 24. mars kl. 20-23. íslenski
þroskalistinn. Námskeið fyrir not-
endur listans. Kennarar: Einar
Guðmundsson sálfræðingur, for-
stöðumaður Rannsóknastofnunar
uppeldismála og Sigurður J. Grét-
arsson sálfræðingur, dósent við Há-
skóla íslands.
23. og 24. mars kl. 8.15-12. Breið-
band Landssímans hf. Kennari:
Tryggvi Guðmundsson, breið-
bandsþjónustu Landssímans hf.
25. og 26. feb. og 2. og 3. mars kl.
8.30-12.30. Verkefnastjómun í hug-
búnaðargerð. Kennari: Helga Sig-
urjónsdóttir tölvunarfræðingur,
sérfræðingur hjá Þróun ehf.
23. og 24. mars kl. 16-19. Megin-
atriði íslensks sjóréttar: Inngang-
ur. Kennan: Jón Finnbjömsson
dómarafulltrúi.
23. og 25. mars kl. 16-20. Notkun
Excel 7.0 við fjármál og rekstur I.
Umsjón: Guðmundur Ólafsson hag-
fræðingur, lektor í upplýsinga-
tækni við HÍ.
23. -24. mars kl. 12.30-16.30. Unix
2. Kennari: Helgi Þorbergsson,
Ph.D. tölvunarfræðingur hjá Þróun
ehf.
24. og 25. mars 1998 kl. 9-16.
Bijóstakrabbamein: Leit - greining
- meðferð. Umsjón: Valgerður Sig-
urðardóttir, læknir hjá Krabba-
meinsfélagi íslands.
24. og 25. mars kl. 16-19. Lestur
og greining ársreikninga fyrir-
tækja. Kennarar: Stefán Svavars-
son dósent HÍ og Árni Tómasson,
stundakennari HÍ, endurskoðandi
Löggiltum endurskoðendum hf.
25. mars kl. 9-16 og 26. mars kl.
9-13. Umhverfisstjórnunarkerfi -
ISO 14001. Kennari: Guðjón Jóns-
son efnaverkfræðingur, ráðgiafi hiá
VSO ráðgjöf.
25. mars kl. 13-17.00, 26. mars kl.
9-16 og 27. mars kl. 9-12.30. Stjórn-
un og markaðssetning menningar-
stofnana. Kennari: Emer Ni
Bhradaigh, en hún kennir „Arts
and Cultural Management við Uni-
versity College í Dublin". Umsjón:
Magnús Árni Skúlason, fram-
kvæmdastjóri íslenska dansflokks-
ins.
26. og 27. mars kl. 8.30-12.30.
Taugasálfræðileg einkenni eftir
heilaskaða: Kynning. Kennari:
María K. Jónsdóttir, dr. í klínískri
taugasálfræði.
27. mars 1998 kl. 8.30-14. Timb-
urvirki. Kennarar: Bjöm Marteins-
son, arkitekt og verkfræðingur hjá
Rannsóknastofnun byggingariðn-
aðarins, Hafsteinn Pálsson frá
Rannsóknastofnun byggingariðn-
aðarins og auk þess verður fyrirles-
ari frá Límtré hf.
27. mars kl. 9-16 og 28. mars kl.
9-13. Sjálfsvígsfræði með sérstöku
tilliti til sjálfsvíga ungs fólks. Kenn-
arar: Wilhelm Norðfjörð og Hugo
Þórisson sálfræðingar.
Haldið á Akureyri 28. mars kl.
13-17. Kynning á nýmælum lögræð-
islaga nr. 71/1997 er tóku gildi 1.
janúar 1998. Kennarar: Drífa Páls-
dóttir, skrifstofustjóri í dómsmála-
ráðuneytinu, og Davíð Þór Björg-
vinsson lagaprófessor.
Göinul íslensk póstkort inn á alnetið
PÓSTHÚSSTRÆTI árið 1924.
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
Vekur áhuga er-
lendra fræðimanna
Selfossi. Morgunblaðið.
Á DÖGUNUM var opnuð ný
vefsíða á alnetinu sem inni-
heldur gömul póstkort með
íslenskum yósmyndum.
Höfundur síðunnar er Arn-
ar Þór Óskarsson frá Sel-
fossi.
Að sög-n Arnars er hér
um að ræða merkilega
heimild um þróun byggðar
á íslandi á þessari öld. Elstu
kortin munu vera frá um
1903, en þau yngstu frá
1933.
„Safnið er hluti af arfi
sem ég hlaut að afa mínum
látnum. Ég taldi að þarna
væri á ferðinni mjög áhuga-
vert efni sem gæti vakið
áhuga bæði frímerkja- og
kortasafnara og eins fræði-
manna og þeirra sem hafa
áhuga á sögu lands og þjóð-
ar,“ segir Arnar. Síðan hef-
ur fengið nokkuð góð við-
brögð og nú fyrir skemmstu
setti breskur fræðimaður
sig í samband við Arnar og
sendi honum gömul póst-
kort frá Reykjavík.
Myndimar era flestar frá
Reykjavik og hefur Araar
nú þegar sett myndir af 61
póstkorti inn á siðuna. Hann
stefnir að því að koma
a.m.k. hundrað kortum á
framfæri en aðgangur að
síðunni er ókeypis og
áhugasamir geta skoðað og
sótt myndir af póstkortun-
um inn á alnetið, slóðin er
www.vefur.is/postkort.
EITT af gömlu póstkortunum firá Reykjavík sem má finna á alnetinu.
Myndin er tekin í miðbæ Reykjavíkur árið 1909.
ARNAR Þór Óskarsson, vefari og fræðimaður, er sáttur við þau viðbrögð
sem vefurinn hefur fengið.
Konurnar í golfkliíbbnum
æfa innanhúss
Borgarnesi. Morgunblaðið.
Konur í Golíklúbbi Borgarness hófu
fyrir skömmu æfingar undir stjórn
Karls Ómars Karlssonar ákveðnar í
að koma sér í gott form fyrir sumar-
ið. En vaxandi áhugi er meðal
kvenna í Borgarnesi fyrir golfi.
Golfklúbburinn hefur ekki yfii-
neinu æfingarými að ráða innanhúss,
og barist er um hvern tíma í íþrótta-
salnum. Konurnar sóttu fast að fá
æfingatíma. Fengu þær loksins tíma
á sunnudegi sem enginn annar vildi
nýta. Að sögn Þuríðar Jóhannsdótt-
ur formanns kvennanefndar GB
æfðu þrjár konur golf fyrir átta ár-
um, en nú eru um 15 konur sem æfa
golf í Borgamesi.
„„.TTin , „ . Morgunbiaðið/lngimundur
KUjNUK i Golfklubbi Borgarness eru byrjaðar að æfa af kappi.