Morgunblaðið - 08.04.1998, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
L
Risastór flotkví slitnaði frá dráttarbáti 3-400 mflur suður af fslandi
Hefur rekið stjórnlausa
um hafíð í sex sólarhringa
Ahöfn dráttarbátsins hafnaði aðstoð
FLOTKVIIN sem Vélsmiðja Orms
og Víglundar sf. í Hafnarfirði hefur
fest kaup á hjá breska hemum er
nú á reki stjómlaus á Atlantshafi,
4-500 sjómflur suður af íslandi.
Flotkvíin slitnaði aftan úr breskum
dráttarbáti sem var að draga hana
til Islands aðfaranótt fimmtudags í
síðustu viku og hefur hún því verið
á reki í rúma sex sólarhringa. Allar
tilraunir áhafnar dráttarbátsins til
að ná kvínni hafa reynst árangurs-
lausar fram að þessu.
Annar dráttarbátur hélt af stað
til aðstoðar í gær
I gær var annar dráttarbátur
sendur af stað til aðstoðar frá Suð-
ur-Englandi en áhöfn dráttarbáts-
ins hafði áður hafnað aðstoð sem
eigendur Vélsmiðjunnar buðust til
að útvega. Siglingin frá Suður-
Englandi tekur tvo og hálfan sólar-
hring. Eiríkur Ormur Víglundsson
hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar
segist telja alveg Ijóst að áhöfn
dráttarbátsins hefði átt að þiggja
aðstoð fyrr. Eiríkur segir að þetta
atvik sé mjög alvarlegt og allt verði
gert til að koma togvír í kvína og
bjarga henni.
„Hann hefur ekki talið sig þurfa á
aðstoð að halda fyrr en núna. Við
buðum honum aðfaranótt laugar-
dags að senda annan bát en hann
hafnaði því og sagði það óþarfa,“
sagði Eiríkur.
Eiríkur kvaðst ekki hafa neinar
upplýsingar um hversu mfldð tjón
hefði orðið á flotkvínni.
Rekur stöðugt í suðvesturátt
Breski dráttarbáturinn lagði af
stað með kvína í eftirdragi frá
Clydefirði í Skotlandi 30. mars
áleiðis til Islands. Gert var ráð fyrir
að komið yrði með hana tfl Haftiar-
fjarðar á skírdag. Aðfaranótt
fimmtudags bilaði spilið í dráttar-
bátnum og missti áhöfnin allan
dráttarvírinn út og hefur ekki tekist
að ná vímum inn aftur, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir. Hins vegar seg-
ist áhöfn bátsins vera búin að gera
við spilið, að sögn Eiríks.
Kvína rekur stöðugt í suðvestur
en að sögn Eiríks er hún það langt
úti á Atlantshafi að ekki er hætta á
að hana reki upp á land enn sem
komið er. Hjá Landhelgisgæslunni
fengust þær upplýsingar í gær að
flotkvíin væri það langt utan ís-
lenskrar lögsögu að ekki væri
ástæða til sérstakra aðgerða af
gæslunnar hálfu.
Flotkvíin getur tekið allt að 10.000
tonna skip í slipp. Hún er mjög djúp-
rist og með 13.500 tonna lyftigetu.
Flugleiðir ;
ekkiá
undanþágu
JENS Bjarnason, flugrekstrarstjóri
hjá Flugleiðum, segir að Flugleiðir
hafi, eins og aðrir flugrekendur, sótt
um viðurkenningu Flugöryggissam- j
taka Evrópu, JAA. Flugfélagið hafi j
lagt inn sín gögn og sé málið í eðli- í
legum farvegi og vinnslu.
„Þetta er unnið í ákveðinni röð og
umsóknin er í eðlilegri afgreiðslu.
Flugleiðir eru því ekki á neinni sér-
stakri undanþágu eða fresti,“ segir
Jens.
Pétur Maack, framkvæmdastjóri
Loftferðaeftirlitsins, sagði að um-
sókn Flugleiða væri í eðlilegum far-
vegi og að íslenskar flugöryggiskröf- j
ur væru að stærstum hluta í sam-
ræmi við evrópsku kröfumar.
„Þótt reglumar hafi tekið gfldi er j
enginn flugrekandi á undanþágu og
allir eru með gflt flugrekendaskír-
teini. Nú er verið að fara yfir gögn
lið fyrir lið. Málið er því í eðlflegum
farvegi,“ sagði Pétur.
Lyf gegn
brjóstakrabbameini
Eykur
möguleika
forvarna
„ÞAÐ sem er merkilegt við þessar
rannsóknaniðurstöður Bandaríkja-
manna er þessi ábending um að til-
vikum brjóstakrabbameins fækki
þar sem lyfið er gefið í forvama-
skyni,“ segir Þórarinn E. Sveins-
son, yfirlæknir krabbameinslækn-
ingadeildar Landspítalans, að-
spurður um lyfið tamoxífen sem
notað hefur verið í meðferð við
brjóstakrabbameini. Segir hann
Bandaríkjamenn hafa opinberað
rannsóknimar fyrr en þeir ætluðu
vegna þessara óvæntu niður-
staðna.
Þórarinn segir að tamoxífen hafi
verið notað hérlendis í meira en
áratug við meðferð á brjósta-
krabbameini með góðum árangri. í
rannsókn Bandaríkjamanna fengu
tveir hópar kvenna lyfið og fengu
helmingi færri konur brjósta-
krabbamein meðal þeirra sem tóku
lyfið en þeirra sem ekki tóku það.
Þórarinn segir hugsanlegt að gefa
lyfið þeim konum sem séu í
áhættuhópi vegna brjóstakrabba-
meins, til dæmis konum í ættum
þar sem oft kemur upp brjósta-
krabbamein. Um 100 konur grein-
ast hérlendis árlega með bijósta-
krabbamein.
„Þetta eykur möguleika á að
gera eitthvað í forvamaskyni fyrir
konur í ættum þar sem brjósta-
krabbamein er algengara en venju-
legt er. Þetta rekur á eftir okkur
með að koma á fót slíkri ráðgjöf og
það verður skoðað á krabbameins-
lækningadeild Landspítalans í
framhaldi af þessum bandarísku
niðurstöðum," sagði Þórarinn.
Morgunblaðið/Golli
Snæfínnur á Akureyri
ÞAÐ verður mikið um að vera á eyri gefiir þessi myndarlegi Snæ-
Akureyri, Isafirði og víðar um finnur vegfarendum langt nef og á
páskana. Á Ráðhústorginu á Akur- óskipta athygli yngri vegfarenda.
Ráðherraskipti j
í ríkisstjórn
eftir páska
RÁÐHERRASKIPTI í rfldsstjóm
Islands eru áformuð seinni hluta
næstu viku. Friðrik Sophusson læt-
ur af embætti fjármálaráðherra að
eigin ósk og við tekur Geir H. Haar-
de.
Strax eftir páska kemur þing-
flokkur Sjálfstæðisflokksins saman
til fundar. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins mun Davíð Odds-
son forsætisráðherra gera tillögu á
fundinum um Geir H. Haarde sem
fjármálaráðherra. Er fastlega búist
við því að sú tillaga verði samþykkt
einróma. Ráðherraskiptin eru
áformuð á fimmtudag eða fostudag í
næstu viku.
Friðrik Sophusson mun áfram
gegna þingmennsku. Hann var
landskjörinn þingmaður 1978-’79 og
hefur verið þingmaður Reykvíkinga
síðan 1979. Friðrik var iðnaðarráð-
herra 1987-88 og hefur verið fjár-
málaráðherra síðan vorið 1991. Hef-
ur hann gegnt því embætti lengur
samfleytt en nokkur annar.
Geir H. Haarde er 47 ára gamall.
Hann hefur verið alþingismaður
Reykvfldnga síðan 1987. Hann hef-
ur verið formaður þingflokks sjálf-
stæðismanna síðan 1991.
>
Þrjú vinnuslys \
ÞRÍR menn slösuðust í jafnmörg-
um vinnuslysum í gær og voru þeir
fluttir í kjölfarið til rannsóknar á
slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur,
en meiðsl þeirra reyndust ekki eins
alvarleg og óttast var í fyrstu.
Skömmu fyrir hádegi í gær var
þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð
út til að sækja sjómann sem fengið
hafði höfuðhögg við vinnu sína um
borð í netabátnum Hring GK á Sel-
vogsbanka. Rannsókn leiddi í ljós
að meiðsl hans voru ekki eins mikil
og haldið var í fyrstu og var honum
leyft að fara heim eftir skoðun.
Lestarlúga lenti á baki og höfði
skipveija á togaranum Erni BA
þegar hann var að vinna á milli-
dekki skipsins í Hafnarfjarðarhöfn
skömmu fyrir hádegi. Var hann
fluttur á slysadeild en meiðsl hans
reyndust ekki jafnmikil og talið var
í fyrstu.
Einnig slasaðist lyftaramaður á
vinnusvæði fyrirtækis í Borgartúni
um klukkan 15.30 í gær, en hann
hafði stigið úr lyftaranum til að lag-
færa timburhlaða og hrundi timbur
yfir hann. Eftir rannsókn á slysa-
deild fékk hann að fara heim.
Hollusta
► FÆÐI um borð í skip-
unum er áhugamál nær-
ingarfræðingsins Onnu
Elfsabetar Olafsdóttur.
Markaður fýrir grá
lúðu styrkist/C2
Hrygningin
skoðuð/C6
Auka styrjueldi í
Kaspíahafi/C8
íþróttir
Bikarúrslitaliðin Valur og Fram keppa á
ný um íslandsbikarinn í handbolta/C2
Njarðvíkingar unnu Suðurnesjaslaginn og
mæta KR-ingum um Íslandstitilinn/C3
Fytgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
I
;
i
I
I