Morgunblaðið - 08.04.1998, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjálfstæðismenn í Reykjavík kynna helstu stefnumál sín
Aukið sjálfstæði skóla, minni
álögur og greiðari umferð
' - Morgunblaðið/Þorkell
FRÁ blaðamannafundi sem sjálfstæðismenn í Reykjavík héldu í gær til að kynna stefnumál sin í komandi
borgarstjórnarkosningum. Frá vinstri: Kjartan Magnússon blaðamaður, Inga Jóna Þórðardóttir borgarfuil-
trúi, Árni Sigfússon, oddviti sjáifstæðismanna í borgarsljóm, Guðrún Pétursdóttir h'feðlisfræðingur, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi og Júli'us Vífill Ingvai’sson lögfræðingur.
LÆKKUN skatta, aukinn kaup-
máttur borgarbúa, meira sjálfstæði
skóla, greiðari umferð einkabfla,
nægar atvinnulóðir og minni álögur
á atvinnulíf eru meðal helstu stefnu-
mála D-lista sjálfstæðismanna í
komandi borgarstjórnarkosningum,
að því er fram kom á blaðamanna-
fundi frambjóðenda listans í Ráð-
húsi Reykjavíkur í gær. Sex efstu
menn á lista sjálfstæðismanna í
Reykjavík kynntu helstu baráttu-
mál D-listans á fundinum og aðrir
frambjóðendur sátu fyrir svörum.
Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðis-
manna, sagði m.a. við þetta tæki-
færi að baráttan um borgina væri
hafin og að kraftar sjálfstæðis-
manna beindust nú að því að fá að
vinna fyrir Reykjavík eftir sveitar-
stjómarkosningarnar 23. maí nk.
Árni Sigfússon sagði í upphafí
fundarins að margt gott gerðist í
því góðæri sem nú ætti sér stað en
hins vegar væru að koma í ljós
ákveðin hættumerki sem ekki
mætti líta fram hjá. „Við horfum til
þess hér í Reykjavík að þrátt fyrir
að skattamir hafi verið auknir á
borgarbúa, þrátt fyrir að góðærið
sé að skila stórauknum tekjum og
þrátt fyrir að arðgreiðslur borgar-
fyrirtækja hafi verið auknar inn í
borgarsjóð, eru skuldir borgarinnar
að aukast. Þetta er hættumerki,"
sagði hann meðal annars.
Ami talaði einnig um önnur
hættumerki, m.a. um það að ungar
fjölskyldur væm í síauknum mæli
að flytja frá Reykjavík. „Við horfum
til þess að af aðfluttum í Kópavog á
síðasta ári vom 60% Reykvíkingar.
Við horfum til þess að fjöldi fólks
flytur af landsbyggðinni á höfuð-
borgarsvæðið. Staðreyndin er hins
vegar sú að þetta fólk er ekki að
flytja til Reykjavíkur, heldur til
annarra sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu," sagði Árni og benti á að
með þessari þróun drægist tekju-
grannur borgarinnar saman.
Lausnirnar eru margar
Árni sagði að sjálfstæðismenn vildu
breyta þessu, þeir litu til framtíðar
og boðuðu lausnir á þeirri „stöðn-
un,“ eins og hann orðaði það sem
einkenndi valdatíð R-listans. Hann
sagði að sjálfstæðismenn stefndu
m.a. að því ?ð styrkja fjárhagsstöðu
borgarinnar með því að laða að
fleira fólk; einstaklinga og fjölskyld-
ur. Það væri til að mynda hægt að
gera með því að skipuleggja ný og
aðlaðandi íbúðarsvæði og hætta við
þá ákvörðun R-listans að gera Geld-
inganesið að iðnaðar- og gámasvæði
en þess í stað að skipuleggja íbúða-
byggð á öllu nesinu.
I máli frambjóðendanna og í þeim
gögnum sem þeir kynntu á fundin-
um kom m.a. fram vilji þeirra til að
lækka fasteignaskatta um 27% og
að heilbrigðisskattur á fyrirtæki
verði lagður af. I gögnunum kemur
einnig fram að sjálfstæðismenn telji
að lækkun fasteignaskattanna þýði
frá 40 til 120 þúsund króna kaup-
máttaraukningu á hvert heimili á
næsta kjörtímabili.
Þá er stefna sjálfstæðismanna að
stuðla að greiðari umferð í borginni
með breikkun stofnbrauta og mis-
lægum gatnamótum og Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi
nefndi áherslu sjálfstæðismanna á
að flýta framkvæmdum við Sunda-
braut.
í skólamálum leggja sjálfstæðis-
menn áherslu á uppbyggingu innra
starfs grannskóla, en að sögn Ingu
Jónu Þórðardóttir borgarfulltrúa
hefur það starf mætt afgangi í
valdatíð R-listans. Sagði Inga Jóna
ennfremur frá því að sjálfstæðis-
menn vildu færa skólunum fjár-
hagslegt og faglegt sjálfstæði þar
sem skólastjórnendur og foreldrar
sætu í stjómum og öxluðu ábyrgð.
Hverfisvaktir
þjóni borgarbúum
í málefnum aldraðra segjast sjálf-
stæðismenn m.a. stefna að því að af-
nema „100% hækkun R-listans á
fargjöldum aldraðra í strætisvagna"
og ennfremur vilja þeir bæta við
130 hjúkrunarrýmum á kjörtímabil-
inu. Guðrún Pétursdóttir lífeðlis-
fræðingur kynnti stefnu sjálfstæðis-
manna í svokölluðum fjölskyldu-
greiðslum og sagði m.a. að sjálf-
stæðismenn vildu gefa foreldram
raunhæfan kost á því að velja milli
þess að hafa börn, á aldrinum 6
mánaða til 5 ára, á leikskóla eða
heima. Verði síðari kosturinn fyrir
valinu geti foreldrar fengið 25 þús-
und krónur á mánuði, sem samsvari
þeirri upphæð sem borgin niður-
greiði fyiár hvert leikskólapláss.
Af öðrum stefnumálum sjálfstæð-
ismanna sem kynnt vora í gær má
m.a. nefna þá kröfu að unnið verði
að einfóldun stjórnkerfisins í borg-
inni og að dregið verði úr kostnaði í
Ráðhúsinu, sem að sögn sjálfstæðis-
manna er nú 55 milljónum krónum
meiri en í tíð D-listans. Einnig vilja
þeir að stutt verði við byggingu tón-
listarhúss í Reykjavík og að staðið
verði að samstarfi um stofnun lista-
háskóla. Þá vora á fundinum kynnt-
ar hugmjmdir um að setja á stofn 14
hverfisvaktir sem eiga að þjóna
borgarbúum, bæta nánasta um-
hverfi þeirra og samræma störf
borgarstofnana.
í máli Árna kom fram að sjálf-
stæðismenn legðu áherslu á að
stefnumál sín væra framkvæmanleg
og fái þeir stuðning borgarbúa í
kosningunum geti borgarbúar sjálf-
ir metið hvað sjálfstæðismenn stóðu
við og hvað ekki að fjóram áram
liðnum. „Og ég segi það hér, við
munum standa við loforð okkar,“
sagði Árni.
Siglufj arðarvegur
Fjörður sf.
bauð lægst
FJÖRÐUR sf. á Sauðárkróki
átti lægsta tilboðið í vegagerð
á Siglufjarðarvegi frá Hofsósi
út undir Fljót, en alls bárast
Vegagerðinni ellefu tilboð.
Fjörður sf. bauð 87.501.450
kr. í verkið en kostnaðaráætl-
un Vegagerðarinnar var
119.045.000 kr.
Héraðsverk ehf. á Egils-
stöðum var með næstlægsta
tilboðið og bauð 89.788.100 kr.
í verkið, en ístak hf. í Reykja-
vík var með hæsta tilboðið og
bauð 168.149.088 kr. í verkið.
Það var jafnframt eina tilboð-
ið sem var hærra en kostnað-
aráætlun Vegagerðarinnar.
—
Fj ölmiðlakönnun
Félagsvísindastofnunar
59% lesa Morgun-
blaðið dag hvern
MORGUNBLAÐIÐ er að jafnaði
lesið af 59% landsmanna á aldrinum
12-80 ára sérhvern útgáfudag, sam-
kvæmt niðurstöðum fjölmiðlakönn-
unar Félagsvisindastofnunar Há-
skóla íslands, sem gerð var 12.-18.
mars síðastliðinn. Þetta er svipaður
meðallestm' og í tveimur síðustu fjöl-
miðlakönnunum, sem gerðar vora í
október og mars í lyrra, en þá var
meðallestur blaðsins 60%.
Samkvæmt niðurstöðum könnun-
arinnar lesa 42% Dagblaðið-Vísi að
meðaltali hvern útgáfudag, en með-
allestur blaðsins var 41% í október-
og mars-könnunum í fyrra. Meðal-
lestur á hvert tölublað Dags er nú
14% samanborið við 12% í október sl.
og 10% meðallestur Dags-Tímans í
mars í fyrra.
Meðallestur breytilegur
eftir aldurshópum
Samanlagt sögðust 75% eitthvað
hafa lesið í Morgunblaðinu í könnun-
arvikunni, 64% eitthvað í DV, 24%
eitthvað í Degi og 4% eitthvað í Við-
skiptablaðinu.
Séu niðurstöðurnar greindar eftir
aldri kemur í ljós að 46% lesenda í
aldurshópnum 12-19 ára lesa Morg-
unblaðið að meðaltali hvern útgáfu-
dag, 38% lesa DV og 7% Dag. 60% í
aldurshópnum 20-24 ára lesa Morg-
unblaðið að jafnaði, 47% lesa DV og
7% Dag. Meðallestur Morgunblaðs-
ins í aldurshópnum 25-34 ára er 53%,
skv. könnuninni, meðallestur DV er
43% og Dags 14%. 65% í aldurshópn-
um 35-49 ára lesa Morgunblaðið að
meðaltali dag hvem, 48% DV og 15%
DV. 66% svarenda í aldurshópnum
50-67 ára lesa Morgunblaðið að með-
altali dag hvern, 42% lesa DV og
18% Dag. Meðallestur Morgunblaðs-
ins í aldurshópnum 68-80 ára er 58%,
25% lesa DV og 18% Dag.
Flestir hlustuðu á Rás 2
Einnig var spurt um hlustun á út-
varp og sögðust flestir hlusta á Rás 2
eða 65% svarenda á landinu öllu,
sem sögðust hafa stillt á hana ein-
hvern tímann í könnunarvikunni.
51% hafði einhvern tímann hlustað á
Bylgjuna og 50% á Rús 1. Þá höfðu
93% einhvern tíma stillt á Ríkissjón-
varpið, 82% á Stöð 2, 16% á Sýn og
24% á eitthvert annað sjónvarp, skv.
könnuninni.
Könnun Félagsvísindastofnunar
var í dagbókarformi. Tekið var 1.500
manna úrtak úr þjóðskrá með hend-
ingaraðferð og vora samtals sendar
út 1.267 dagbækur. Voru þátttak-
endur beðnir að fylla bækurnar út
jafnóðum og þeir lásu, hlustuðu eða
horfðu eða ekki sjaldnai' en daglega
á könnunartímanum. Nettósvöran í
könnuninni var 58% og 67% af út-
sendum dagbókum.