Morgunblaðið - 08.04.1998, Page 18

Morgunblaðið - 08.04.1998, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Murdoch hefur enn áhuga á tækifærum í Evrópu Birmingham. Reuters. RUPERT MURDOCH, forstjóri News Corp, sem nýlega átti í mis- heppnuðum viðræðum við ítalska sjónvarpsfyrirtækið Mediaset, segir að fýrirtæki sitt muni halda áfram að kanna möguleika á út- þenslu í Evrópu. Murdoch sagði á fjölmiðlaráð- stefnu í Birmingham að News Corp ætti ekki óeðlilega marga evrópska fjölmiðla eins og sumir teldu. „Svo að við munum áfram ræða við evrópsk fyrirtæki sem leita hófanna hjá okkur,“ sagði hann. „Við hörmum að tilraun BSkyB til að stofna sameignarfyrirtæki ásamt þýzka Jörch-sjónvarpinu fór út um þúfur í fyrra og við er- um vakandi fyrir öðrum tækifær- um,“ sagði hann á ráðstefnu um Ijósvakafjölmiðla sem um 550 framkvæmdastjórar og stjórn- málamenn sitja. Nýlega fóru aðrar viðræður News Corp út um þúfur þegar eig- andi Mediaset, Silvio Berlusconi, hafnaði 3,2 milljarða dollara til- boði Murdochs í 50,6% hlut Berlusconis í ítalska fyrirtækinu. Deildi á ríkis- fjölmiðla I ræðu sinni gagnrýndi Mur- doch evrópska ríkisfjölmiðla og varði starfsemi News Corp í Evr- ópu. Hann kvað fjarri lagi að News Corp hefði einokunaraðstöðu. „Ef óeðlileg samþjöppun á sér stað fer hún ekki fram í einkageiranum, heldur í ríkisgeiranum," sagði hann og deildi á BBC og evrópska útvarpssambandið (EBU), þar sem ríkisfjölmiðlar eru fyrirferð- armestir. „Þessi hringur hefur árum sam- an notað óvenjulegan kaupmátt til að tryggja sér einkarétt á íþrótta- efni,“ sagði Murdoch og bætti því við að brezka Sky-sjónvarpið, sem News Corp á 40% í, hefði ekki einkarétt á íþróttalýsingum. ESB kannar nýja fréttarás BBC Briissel. Reuters. ESB kannar hvort ný fréttarás BBC, sem sendir út fréttir allan sól- arhringinn, nýtur góðs af ólöglegri ríkisaðstoð. Könnunin er liður í víðtækari rannsókn á fjármögnun ríkisrekinna hljóðvarps- og sjónvarpsstöðva, að sögn framkvæmdastjórnarinnar í Brúsel. Talsmaður framkvæmda- stjórnarinnar skýrði frá þessu þegar hann var beðinn um viðbrögð við þeim ásökunum forstjóra News Corp., Ruperts Murdochs, að BBC hefði stefnt Sky News sjónvarpi hans i hættu með ókeypis frétta- þjónustu nýju rásarinnar. Framkvæmdastjórnin hefur at- hugað fjármögnun opinberra hljóð- varps- og sjónvarpsstöðva mestallan þennan áratug vegna umkvartana, aðallega í Frakklandi, Spáni og Ital- íu, þess efnis að ríkissjónvarpstöðv- ar fái óeðlilega samkeppnisyfii-burði með opinberum framlögum sem skattborgarar greiði. Síðan BBC hleypti af stað rás með fréttum allan sólarhringinn fyrr á þessu ári hefur sjónvarpsfyrirtæki Murdochs, BSkyB, sakað BBC um yfirgang vegna þeirrar ákvörðunar nokkurra brezkra kapalfyrirtækja að hætta viðskiptum við Sky News og skipta við News 24 í staðinn. Bandarískir fjárfestar AUGLÝSING ÞESSIER EINGÖNGU BIRTIUPPLÝSINGASKVNI Skuldabréf Kópavogs 1. flokkur 1997 á Verðbréfaþing íslands Veröbréfaþing íslands hefur ákveðið að taka skuldabréf Kópavogs, 1. flokk 1997, á skrá Bréfin verða skráð þann 15. apríl næstkomandi. Upplýsingar er hægt að fá hjá umsjónaraðila skráningarinnar, viðskiptastofu íslandsbanka hf„ Kirkjusandi, 155 Reykjavík. ISLANDSBANKI AÐALFUNDUR LYFJAVERSLUNARISLANDS HF. VERÐUR HALDINN í SULNASAL HÓTEL SÖGU, LAUGARDAGINN 25. APRÍL1998, KL. 13.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um að félaginu sé heimilt að kaupa allt að 5% eigin hluti samkvæmt55. grein laga um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegartillögur svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins Borgartúni 7, á 2. hæð, dagana 20. - 24. apríl, kl. 9-16. Hluthöfum er vinsamlegast bent á að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 16, föstudaginn 24. apríl. Stjórn Lyfjaverslunar íslands hf. sýna Islandi áhuga New York. Morgunblaðið. KYNNING á íslensku efnahagsum- hverfi og fjárfestingarkostum sem fram fór í New York á dögunum þótti takast vel. Formaður Islensk- ameríska verslunarráðsins segir að ekki einungis hefðu margir áhrifa- menn komið, heldur hefðu þeir lýst áhuga á að fjárfesta á Islandi. Þrátt fyrir velgengni í Bandaríkj- unum, sem meðal annars birtist í því að Dow Jones vísitalan fór yfir 9.000 punkta markið í fyrsta skipti, eru bandarískir bankar og verðbréfa- sjóðir stöðugt að leita fyrir sér um aðra fjárfestingakosti og þar kemur ísland til greina. Réttri viku áður en metið var slegið í kauphöllinni í Wall Street, voru haldnir tveir fundir á vegum þriggja íslenskra peninga- stofnana, Landsbankans, Fjárfest- ingarbankans og Kaupþings og Am- erísk-íslenska verslunarráðsins, til þess að kynna íslenskt efnahagsum- hveifi og fjárfestingarmöguleika á íslandi. Fjöldi hérlendra peninga- stofnana sendi fulltrúa á fundina og voru viðtökur þeirra góðar. Þótt vissulega sé það nokkrum vand- kvæðum bundið að festa fé á Islandi, er það talinn raunhæfur kostur. Að sögn Magnúsar Bjarnasonar verslunarfulltrúa í sendiráðinu í New York voru fundirnir vel sóttir og komu þangað fulltrúar flestra stærstu bankastofnana og sjóða hér. Má þar nefna Chase Securities, JPMorgan, Merrill Lynch, CIBC Oppenheimer o.fl. Þar var hinum bandarísku bankamönnum boðin Islenskir fjárfest- ingakostir kynntir í New York kynning á íslenskum peningamálum og efnahagsumhverfi. Magnús Pét- ursson ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, Stefán Halldórsson forstjóri Verðbréfaþings Islands, Agnar Hansson hjá Fjárfestingar- banka atvinnulífsins hf. og Ingi- mundur Friðriksson aðstoðarbanka- stjóri Seðlabanka Islands fluttu stutt erindi. Bein þátttaka ólíkleg Það var mál hinna erlendu ráð- stefnugesta að þeim litist vel á ís- lenskt efnahagsumhverfi og pen- ingamál. ísland væri að mörgu leyti aðlaðandi kostur fyrir bandaríska og kanadíska fjárfesta. Landið væri hreint og hefði gott orð á sér fyrir umgengni við náttúruna og auðlind- ir hennar, fólkið gott, vel menntað og heilbrigt, hluth-nir virtust ganga allvel hér og í landinu ríkti pólitískt jafnvægi. Hið eina sem gæti talist neikvætt væri smæð landsins og peningamarkaðarins. Það hefði í för með sér að bein þátttaka banda- rískra fjárfesta á verðbréfa- og hlutabréfamarkaði á íslandi væri ólíkleg. Þeir festu fé í stórum mæli, yfirleitt ekki lægri upphæðir en 100 milljónir bandaríkjadala og svo stór- ir bitar mundu óhjákvæmilega hafa bein og skyndileg áhrif á markaðinn. Þá væri um leið gerð krafa um að peningarnir væru auðleysanlegir með stuttum fyrirvara. Á sama hátt og fjárfestingin gæti valdið verð- hækkunum gæti slíkt brotthvarf jafnvel valdið hruni. Allir heiðarlegir fjárfestar forðast að gera nokkuð sem valdið getur slíku róti á mark- aðinum. En hinir erlendu peninga- menn bentu jafnframt á að þetta væru aðeins erfiðleikar sem þyrfti að yfirstíga. Enginn peningamark- aður væri án erfiðleika, sérstaða hins íslenska markaðar og smæð hans væri einungis ein tegund slíkra vandamála og við þeim væri ekkert annað að gera en finna lausn. Jon Yard Amason, forseti Is- lensk-ameríska verslunarráðsins, sótti þessa fundi og kvaðst í samtali við Morgunblaðið mjög ánægður með viðbrögðin sem þessi kynning hefði fengið í New York. Ekki ein- ungis hefðu mjög margir áhrifa- menn komið, heldur hefðu þeir lýst áhuga á að fjárfesta á íslandi. Jon Yard Arnason sagðist telja að nú þegar komið hefði í ljós að áhugi væri fyrir hendi hér, væri komið að Islendingum að gera það kleift að nýta hann, t.d. með gagnkvæmum sjóðum, sem fjárfestu bæði í banda- rískum og íslenskum bréfum, með þeim hætti að ekki væri hætta á að fjárfestingar og einstakar ákvarðan- ir yllu róti á hinum smáa og við- kvæma íslenska markaði. AUGLÝSING ÞESSIER EINGÖNGU BIRTIUPPLÝSINGASKYNI Skuldabféf Samvinnusjóðs Islands hf. 1. flokkur 1998 á Verðbréfaþing íslands Verðbréfaþing íslands hefur ákveðið að taka skuldabréf Samvinnusjóðs íslands hf„ 1. flokk 1998, á skrá Bréfin veröa skráð þann 15. apríl næstkomandi. Skráningarlýsingu og önnur gögn er hægt aö nálgast hjá umsjónaraöila skráningarinnar, viðskiptastofu (slandsbanka hf„ Kirkjusandi, 155 Reykjavík. ISLANDSBANKI Landssíminn Sólarhrings- vakt fyrir farsíma- notendur LANDSSÍMINN mun frá og með 1. apríl svara allan sólar- hringinn í þjónustunúmeri far- símanotenda, 800 6330. Allar upplýsingar um farsímaþjón- ustu fyrirtækisins hafa fengist í þessu gjaldfrjálsa númeri um alllangt skeið en nú er farið að svara í símann allan sólarhring- inn. Sólarhringsþjónustan er einkum ætluð þeim sem týna GSM-kortinu sínu eða lenda í því að símanum þeirra er stolið. Þeir geta þá hringt í fyrrgreint númer og látið loka fyrir frek- ari notkun úr sínu númeri. Ekkert kostar að hringja í þjónustunúmerið, ekki heldur þó hringt sé úr farsíma. i t . . I I: I . I I I L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.