Morgunblaðið - 08.04.1998, Side 29
MORGUNB L AÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 29
LISTIR
Fjögur ungmenni deila
með sér verðlaunum SUS
Morgunblaðið/Þorkell
VBRÐLAUNAHAFAR í ritgerðarsamkeppni SUS: Andrés Jónsson, Eygló S. Arnarsdóttir, Guðmundur Rúnar
Svansson og Eydís Hulda Helgadóttir.
Parsifal á
föstudag-
inn langa
RICHARD Wagner félagið á
íslandi mun sýna óperuna
Parsifal af myndbandi á
fóstudaginn langa kl. 13. Sýn-
ingin verður í Safnaðarheimili
Dómkirkjunnar, Lækjargötu
14a, 3. hæð.
Það hefur verið árviss við-
burður hjá Wagner félaginu
undanfarin þrjú ár að sýna
Parsifal á þessum degi, enda
á efni og boðskapur óperunn-
ar vel við á fóstudaginn langa.
Að þessu sinni verður sýnd
upptaka frá Wagnerhátíðinni
í Bayreuth árið 1981. Hljóm-
sveitarstjóri er Horst Stein,
en leikstjóri og leikmynda-
hönnuður Wolfgang Wagner.
í helstu hlutverkum eru Sieg-
fried Jerusalem, Eva
Randova, Bernd Weikl, Hans
Sotin, Leif Roar og Matti Sal-
minen.
Parsifal var frumsýnd í Ba-
yreuth 26. júlí 1882 og er eina
ópera Wagners sem skrifuð
er sérstaklega fyrir Festspi-
elhaus eftir að það var byggt,
og jafnframt síðasta stórvirki
tónskáldsins.
Hátíðleikur til
vígslu leikhúss
Wagner kallaði Parsifal
ekki óperu heldur
Biihnenweihfestspiel, sem út-
leggja má sem hátíðleik til
vígslu leikhúss. Það var upp-
haflega ásetningur hans að
verkið yrði einungis flutt í eitt
skipti og aðeins fyrir útvalda
áheyrendur, en hugmyndir
hans þróuðust á þann veg að
Parsifal skyldi endurílutt á
þriggja ára fresti, en ein-
göngu í Bayreuth.
Bann Wagners við að flytja
Parsifal utan Bayreuth var
fljótt virt að vettugi og reið
Metropolitan óperan í New
York á vaðið með sýningu
sinni árið 1903 og var frum-
sýningin þar á aðfangadag.
Þetta vakti mikla reiði
Cosimu Wagner, en upp frá
þessu var farið að, sýna
Parsifal víðar og varð það
m.a. venja margra óperuhúsa
að sýna hann árlega á föstu-
daginn langa.
Aðgangur er ókeypis.
Lestur
Passíusálma
í Hjarðar-
holtskirkju
BJÖRN Guðmundsson,
kennari, les Passíusálma
Hallgn'ms í Hjarðarholts-
kirkju í Dölum á fóstudaginn
langa. Lesturinn hefst kl. 14
og tekur um 5 klukkustundir.
Einnig verður leikin tónlist.
Þetta er í fyrsta sinn í presta-
kallinu sem sálmarnir eru
lesnir í heild á þennan hátt.
Síðustu
sýningar
SÍÐASTI sýningardagur
tveggja sýninga sem nú
standa yfir á Kjarvalsstöðum
er 13. apríl.
Þetta ei-u sýningarnar
Paradís? - Hvenær - um-
hverfisverk eftir Rúrí og
Hinn samsíða garður - verk
eftir Ólaf Elíasson.
Opið er alla páskadagana
frá kl. 10-18. Leiðsögn verður
um sýningarnar á annan í
páskum kl. 16.
ÚRSLIT í ritgerðarsamkeppni
Sambands ungi-a sjálfstæðismanna
(SUS) voru gerð heyrinkunn í Val-
höll í gær. Keppnin var fyrir ung-
menni, 20 ára og yngri, og var við-
fangsefnið frelsi. I umsögn dóm-
nefndar kemur fram að verkin sem
báru af voru það sambærileg að
gæðum að ekki var unnt að ákveða
að eitt þeirra fengi fyrstu verðlaun.
Því var afráðið að veita fern verð-
laun til einstaklinga sem skiluðu inn
frambærilegustu verkunum, hvert á
sínu sviði. Verðlaunin hlutu: Eydís
Hulda Helgadóttir frá Sandgerði
fyrir bestu ritgerðina, Frelsi; Guð-
mundur Rúnar Svansson frá Dals-
mynni á Snæfellsnesi fyrir besta
ljóðið, sem nefnist Vegurinn; Eygló
S. Arnarsdóttir frá Akureyri fyrir
bestu smásöguna, Fangi frelsisins,
og Andrés Jónsson úr Reykjavík,
fyrir útvarpsþátt, sem reyndar var
sá eini sinnar tegundar sem sendur
var í keppnina. Öll fengu þau 25
þúsund krónur í sinn hlut.
Matthías Johannessen ritstjóri,
formaður dómnefndar, afhenti verð-
launin. Lét hann þess getið að áhugi
á keppninni hefði verið mikill og að
markmið SUS, að fá ungt fólk til að
hugsa um mikilvægi frelsisins fyiir
einstaklinga og samfélagið allt,
hefði náðst.
Reyndar sagði Matthías það hafa
vakið athygli dómnefndar hve lítinn
áhuga þátttakendur hefðu haft á
frelsi og lýðræði í þjóðfélaginu sem
heild - höfuðáhersla hefði verið lögð
á frelsi einstaklingsins. Sagði hann
þetta tákn um breytta tíma enda
kalda stríðið minningin ein. „Þið
eruð til marks um það, sem kristnin
kennir, að forsjónin hefur áhuga á
hverjum og einurn," sagði hann við
verðlaunahafana. „Við sem eldri er-
um höfðum ekki eins mikil efni á að
hugsa um hvern einstakan, heldur
frelsi í miklu víðtækari skilningi."
Frumleg hugsun
Alls bárust 60 ritgerðir, ljóð og
smásögur, auk útvarpsþáttar
Andrésar. Dreifing þátttakenda var
jöfn yfir landið en nokkru fleiri
stúlkur en drengir tóku þátt.
Var það mat dómnefndar að inn-
sent efni væri að meðaltali betra en
að jafnaði í sambærilegum keppn-
um. Frumleg hugsun hefði verið
áberandi og textinn oft einkennst af
mikilli tilfmninganæmi. Þá segir í
niðurstöðum nefndarinnar að um-
fjöllun um fíkniefnavandann og
dauða hafi hvílt eins og skuggi yfir
mörgu af því sem barst.
Þá vakti það athygli dómnefndar
að allt ritað mál sem hlýtur viður-
kenningu kemur frá nemendum
sem stunda nám við Menntaskólann
á Akureyin, Eydísi Huldu, Guð-
mundi Rúnari og Eygló. Sagði
Matthías þetta sýna að vel væri
unnið í MA og að menn legðu metn-
að í það sem þeir gerðu þar á bæ.
Óskaði hann skólanum til hamingju
með verðlaunahafana.
Verðlaunahafarnir fjórir voru á
einu máli um að í verðlaununum
væri fólgin mikil viðurkenning og
hvatning til frekari verka á sviði rit-
starfa og þáttagerðar.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég
skrifa eitthvað án þess að bera
skylda til,“ sagði Guðmundur Rúnar
og bætti við að viðurkenningin
kæmi sér ekki síst vel þar sem hann
stæði á tímamótum - lyki stúdents-
prófi í vor. „Þetta hvetur mann tví-
mæialaust til dáða.
Eygló kvaðst jafnframt gera ráð
fyrir að viðurkenningin myndi örva
sig til áframhaldandi verka á sviði
ritlistar. „Mér fínnst eins og dyr
hafi opnast. Það vil ég færa mér í
nyt.“
Eydís Hulda ber nú öðru sinni
sigur úr býtum í keppni sem þess-
ari. Að hennar mati er það alltaf
mikil áskorun að hella sér út i verk-
efni af þessu tagi. „Ritstörf eru
krefjandi meðan á þeim stendur en
þegar verkefninu er lokið fer alltaf
sama sælutilfinningin um mann.“
í máli þeirra kom fram að áhugi á
ritlist væri umtalsverður meðal
nemenda í MA en árangur sinn
þakka þau ekki síst öflugri bók-
menntakennslu og einvalaliði kenn-
ara þar nyrðra. „Ég hafði engan
áhuga á bókmenntum áður en ég
settist á skólabekk í MA,“ sagði
Guðmundur. Nú stendur hann uppi
sem verðlaunahafi í ritgerðarsam-
keppni.
Andrés, sem starfar við þáttagerð
á Rás 2, sagði frelsið verðugt við-
fangsefni. Það væri skylda okkar
Vesturlandabúa að nýta það vel
enda væri frelsi, eins og við þekkt-
um það, síður en svo sjálfsagður
hlutur alls staðar í heiminum. „Þeg-
ar öllu er á botninn hvolft getum við
öll gert það sem við viljum. Nýtum
okkur frelsið sem er fyrir hendi!“
I dómnefnd, auk Matthíasar,
sátu: Asdís Halla Bragadóttir for-
maður SUS, Súsanna Svavarsdóttir
blaðamaður, Tómas Ingi Olrich al-
þingismaður og Þór Whitehead pró-
fessor.
H O N D A
5 d y r a 2.0 i
12 8 h e s t ö fl
Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður
nnifalið í verði.......MIiIm
s 2.01 4 strokka 16 ventla léttmátmsvél
V Loftpúðar fyrir ökumann og farþega
s Rafdrifnar rúður og speglar
s ABS bremsukerfi
s Veghæð: 20,5 cm
v Fjórhjóladrif
/ 15" dekk
v' Samlæsingar
s Ryðvörn og skráning
v" Útvarp og segulband
S Hjólhaf: 2.62 m
■/ Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæö: 1.675m
samanburð
Verð á götuna: 2.285.000 með ABS
Sjálfskipting kostar 80.000,-
(0
HONDA
Slml: 520 1100