Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 31 AÐSENDAR GREINAR Sanngjarnar leikreglur UMRÆÐUR um samkeppni og leikregl- ur á fjármálamarkaði eru nauðsynlegar. I ræðu minni á ársfundi SPRON benti ég á að þróunin á þessu sviði skipti almenning miklu máli. Þannig hefur samkeppni farið vax- andi og vaxtamunur lækkað hratt í kjölfar- ið til hagsbóta fyrir fólkið í landinu. En þó að miðað hafi í frjáls- ræðisátt á fjármála- markaði er langt frá því að stjórnvöld hafi klárað það verk að búa fjármálafyrirtækjum eðlilegt sam- keppnisumhverfi. Verkið er að sönnu hafið en því er ekki nándar nærri lokið. Gagnrýni mín beinist fyrst og fremst að ákvæðum í lögum og reglum sem enn íþyngja íslenskum fjármálafyrirtækjum, eins og t.d. óhagræðinu af bindiskyldu innláns- stofnana og hinum afleita skatti sem stimpilgjöld fela i sér. Ég legg einnig áherslu á það að í aukinni og æsklegri samkeppni þá sé þörfin þeim mun brýnni á sanngjörnum leikreglum. Stjórnvaldsaðgerðir mega ekki verða til þess að trufla eðlilega þróun markaðar, hvort sem um er að ræða endalausa markaðsherferð við sölu spariskír- Stjórnvöld mega enn, segir Guðmundur Hauksson, grípa til aðgerða sem skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á fjár- málamarkaði. teina ríkissjóðs eða skattfríðindi til einstakra fyrirtækja á fjármála- markaði umfram önnur. Inn í eigið fé Valur Valsson, bankastjóri Is- landsbanka, ritar grein um skatta- mál Islandsbanka í Morgunblaðið 2. apríl sl. og rekur þar skilmerki- lega, eins og hans er von og vísa, hvernig Islandsbanki fylgir gild- andi skattlögutn sem mér eru að sjálfsögðu jafnkunn og honum. Greinargerð hans breytir í engu réttmæti gagnrýni minnar á þá stjórnvaldsákvörðun sem lá til grundvallar því, að Islandsbanki og Landsbanki íslands hafa ekki greitt ríkinu eðlilegan tekjuskatt um margra ára skeið. I báðum til- vikum hafa bankarnir skilað hagn- aði á þessum tíma og þess vegna hefði verið sanngjamt að þeir greiddu skatta eins og aðrar fjár- málastofnanir. Ég hef haldið þvi fram að þegar ákvörðun var tekin um aðstoð við bankana á sínum tíma hafi dæmið ekki verið hugsað til enda. Þegar nafni Útvegsbanka Islands var breytt í Islandsbanka fylgdu 619 milljónir króna í yfirfæranlegt rekstrartap á verðlagi ársins 1990. Þessa fjárhæð, uppreiknaða í sam- ræmi við verðlags- hækkanir, gat bankinn nýtt á móti hagnaði þannig að hann var tekjuskattlaus. Skekkjan liggur í því að þegar ríkissjóður aðstoðaði Landsbanka Islands og Útvegs- banka Islands, sem síðar varð Islands- banki, í erfiðleikum þeirra var það gert með beinum greiðslum til styrkingar eigin fjár bankanna. Greiðslumar komu ekki inn í reksturs- reikning þeirra og þess vegna gátu þeir geymt rekstr- artapið sem ríkissjóður var að bæta þeim og nýtt það síðar á móti rekstrarhagnaði. Ég leyfði mér á ársfundi SPRON að draga það í efa að þeir menn sem tóku ákvarðanir um að hjálpa þessum fyrirtækjum á sín- um tíma hafi áttað sig á því að í raun var verið að verðlauna þau með skattfríðindum inn í framtíð- ina og að með því yrðu þeim sköp- uð forréttindi umfram önnur fyrir- tæki á sama markaði. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur t.d. greitt 232 milljónir króna í tekjuskatta það sem af er þessum áratug og Búnaðarbankinn 436 milljónir króna á meðan Lands- banki Islands og Islandsbanki hafa engan tekjuskatt greitt beint til þjóðfélagsins. Þrátt fyrir hagnað munu þeir væntanlega ekki greiða tekjuskatta fyrr en á næstu öld. Hér sitja samkeppnisaðilar ekki við sama borð. Varasamar skekkjur Valur Valsson heldur því fram að Islandsbanki greiði óbeinan tekju- skatt með því að eigendur bankans, sem njóta arðgreiðslna hans, greiði sinn tekjuskatt. Þetta breytir ekki mínu gagnrýnisefni og benda má á að SPRON greiðir einnig arð til 550 stofnfjáraðila auk þess að gjalda ríkinu eðlilegan tekjuskatt. Það gildir hins vegar um hlutafélög og sjálfseignarstofnanir, sem rekn- ar hafa verið í áratugi með hagn- aði, eins og t.d. Eimskip og SPRON, að hlutafé eða stofnfé verður lægra hlutfall af eigin fé heldur en í yngri félögum. Islands- banki á þetta í vændum ef vel gengur í rekstri hans næstu ára- tugi. Það var aldrei ætlun mín að karpa við forráðamenn íslands- banka um skatta og arðgreiðslur enda ekki við öðru að búast en þeir nýti sér þá stöðu sem fyrir hendi er. Tilgangur minn með því að vekja máls á nauðsyn sanngjamra leikreglna á fjármálamarkaði var að hvetja stjórnvöld til þess að huga vel lögum og reglum um þennan markað. Þá er ekki síður mikilvægt að hugsa stjórnvaldsað- gerðir á þessu sviði til enda svo að þær skekki ekki samkeppnisum- hverfi fyrirtækja. Slíkar skekkjur verða almenningi í landinu seint til hagsbóta. Höíundur er sparisjóðsstjóri SPRON Guðmundur Hauksson Tónleikar Kirkjukór Grensáskirkju flytur lög tengd föstunni í Grensáskirkju, miðvikudaginn 8. apríl kl. 20.30. Stjórnandi: Árni Arinbjarnarsson. Einleikur á fiðlu: Pálína Árnadóttir. Aðgangur ókeypis. 1. apríl árið um kring? FYRSTA apríl út- listaði Alfreð Þor- steinsson í útvarps- fréttum nýjustu tæknihugmyndir R- listans um að nota vatnsleiðslurnar til að flytja tölvuboð. Fyrsti apríl og allir hlógu. En það var ekki 1. apríl þegar Helgi Hjörvar útlistaði hugmyndir um að flytja tölvuboð með rafleiðslum, sem hann síðan hefur fylgt eftir með tillögu í stjóm Veitustofnana um að hátt í tveimur tugum milljóna verði varið í tilraunaverkefni hér á næstunni. Það þarf ekki að liggja lengi yfir þessari hugmynd til þess að sjá, að þetta em draumórar. Líkurnar á að hugmyndin gangi upp em hverfandi. Því fer fjarri að þessi aðferð sé vel þróuð, - hún er á frumstigi og hefur aðeins verið reynd á örfáum tölvum erlendis. Þótt það sé hægt að ná sambandi við internetið gegnum rafmagns- línur, er ekki tryggt að boðin ber- ist með þeim gæðum og hraða sem nútímamaðurinn krefst. Þar vant- ar mikla þróunarvinnu og vandséð hvers vegna Reykvíkingar eiga að taka á sig kostnað og áhættu við það. Jafnvel þótt tæknileg vandamál væra yfirstigin, er ljóst að þessi aðferð verður ekki sam- keppnishæf fjárhags- lega. Hún er einfald- lega of seint á ferð- inni. Hér á landi hefur Landsíminn unnið sér gífurlegt forskot með því að leggja um allt land breiðbandsljós- leiðara, sem vitað er að mætir tæknilegum kröfum. Þegar er búið að tengja hann tutt- ugu þúsund heimilum og bara tímaspursmál Þróun tæknimála í Reykjavík, segir Guð- rún Pétursddttir, er ekkert punt fyrir unga menn á framabraut sem langar að sýnast nútímalegir. hvenær hann verður kominn í hvert hús. Hvaða vit er í því fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur að steypa sér í botnlausa rándýra Guðrún Pétursdóttir Halldór Björns- son, skýring’a er krafíst! VEGNA ummæla Halldórs Bjömssonar, formanns Dagsbrúnar og Framsóknar - stétt- arfélags, hér í blaðinu 27. mars sl., þess efnis að ekki sé rétt að gagn- rýna stjóm félagsins fyrir einræðiskenndir, vil ég að eftirfai-andi komi fram. Þar sem langur veg- ur er milli þess að við- hafa ólýðræðisleg vinnubrögð og einræð- is er rétt að upplýsa Halldór í stuttu máli um hvað málið snýst í rauninni um, enda sýnt að hann mun seint átta sig án utan- aðkomandi aðstoðar. Olýðræðisleg og óvönduð vinnu- brögð teljast nýjasta framkvæmd stjómar D&F í fyrirhuguðum sam- einingarmálum D&F við Sókn og Félag starfsfólks í veitingahúsum. Alla almenna umræðu forðaðist formaðurinn og að viðhafa venjuleg skoðanaskipti við félagsmenn virð- ist formaðurinn telja óþarft með öllu. Einhliða yfirlýsing af hans hálfu um ágæti sameiningarinnar á að duga félagsmönnum til ákvarðanatöku í jafn stóm máli og slík sam- eining er. Þar næst þröngvaði formaðurinn og stjóm félagsins því í gegn að póstatkvæða- greiðsla skyldi gera út um málið án sérstakr- ar umræðu í félaginu. Halldór Björnsson veit að fái félagsmenn að bera saman kosti og galla sameiningarinnar er hans hjartans mál í mikilli hættu. Annað mál til að skerpa huga Halldórs er Ölfusborgar-sukkið. Tæplega má teljast eðlilegt að fé- lagsmenn í D&F frétti í fjölmiðlum að formaður félagsins standi í vafasömum framkvæmdum, svo ekki sé sterkar til orða tekið, með fjármuni úr orlofssjóði félagsins. Byggja skal maiTnarahöll í Ölfus- borgum á kostnað sjóðsins, þrátt fyrir lögfræðiálit um að slíkt sam- rýmist trauðla reglum hans. Greinarhöfundur situr í trúnað- arráði D&F, sem er æðsta ákvörð- unarvald félagsins ef undanskilið er vald félagsfunda. Ekki minnist ég Björgvin Þorvarðarson Trefjagifsplötur til notkunar á veggi, loft og gólf * ELDTRAUSTAR * HLJÓÐEINANGRANDI * MJÖG GOn SKRÚFUHALD * UMHVEFISVÆNAR PLÖTUR VIÐURKENNDAR AF BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS ÞP &CO Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ARMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVlK SÍMI 553 8640 568 6100 samkeppni á þessum markaði út á mjög óvissan ávinning? Gleymum því ekki, að almenningur á að borga brúsann. Helgi setur þetta fram í nafni lægri kostnaðar til neytenda. Það er ekkert í eðli raf- veitna sem gerir þær að ódýrari kosti en símkerfið við svona boð- flutning. Dreifikerfi rafveitna er á engan hátt búið til að flytja boð af þessu tagi, og þyrfti að gera víð- tækar ráðstafanir með tilheyrandi kostnaði við að tengja mörg hund- ruð skiptistöðvar í Reykjavík við internetið og setja svo sérstakan búnað í hverja stöð til viðbótar, - meðan síminn þarf ekki að tengj- ast nema rúmiega tug skipti- stöðva. Kostnaður til almennings er fyrst og fremst spurning um gjaldskrá þess sem þjónustuna veitir, - og vandséð að það sé al- mannahagur að standa undir kostnaði við tvöföldun kerfisins gegnum rafveiturnar líka. Með ímynd hins framsýna nú- tímamanns sveif Helgi í fyrsta sætið hjá R-listanum. Það er gott að vera opinn fyrir nýjum hug- myndum, - en menn verða líka að hafa fætuma á jörðinni. Heimur- inn er morandi í tækninýjungum og það þarf kunnáttu til að velja og hafna. Þróun tæknimála í Reykjavík er ekkert punt fyrir unga menn á framabraut sem langar að sýnast nútímalegir. Hver er drifkrafturinn að baki ákvörðum um að setja tuttugu milljónirnar af almannafé í til- raunaverkefni sem engar líkur em á að skili neinu? Vanþekking eða sýndarmennska? Höfundur er lífeðlisfræðingur og skipar 9. sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins. Þeir er njóta lýðræðis á vísu Hall- dórs, segir Björgvin Þorvarðarson, eru ekki öfundsverðir. þess að hafa fengið vitneskju um áðumefndar framkvæmdir fyrr en ég las um þær í dagblaðinu Degi 3. api-fl sl. Ef siðgæðisvitund Halldórs og félaga hans í stjórn D&F er ekki þess brokkgengnari skora ég á þau að boða án tafar til félagsfundar þar sem fundarefni verði aðeins eitt: Hin rétta staða orlofssjóðs fé- lagsins. Það kom nefnflega fram á síðasta aðalfundi að títtnefndur sjóður stæði mjög höllum fæti en nýjustu fréttir benda til hins gagn- stæða. Félagsmenn eiga rétt á að stjórn félagsins skýri málið. Það skyldi þó ekki vera hér á ferðinni enn eitt „stór-laxa-hneykslið“. Höfundur er verkamnður og situr í trúnaðarráði D&F. MilSiíð iáá Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Fermingargjafir Fyrir iömur og kerra Okkar amíði Frákært verð demanTáhúsið NÝJU KRINGLUNNI | SfMI 588 9944
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.