Morgunblaðið - 08.04.1998, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 08.04.1998, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTIN AUÐUNSDÓTTIR + Kristín Auðuns- dóttir fæddist 29. júní 1916 á Minni-Vatnsleysu á V atnsley suströnd. Hún lést 1. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Vil- helmína Þorsteins- dóttir, húsfreyja, f. 18.5. 1889, d. 9.2. 1939, og Auðun Sæ- mundsson, útvegs- bóndi og skipsljóri, f. 12.3. 1889, d. 23.3. 1976. Systkini Krist- ínar: Óiafía Kristín, húsfreyja, f. 9.4. 1914, d. 8.2. 1981. Elín, húsfreyja, f. 2.4. 1915, d. 21.4. 1992. Sæmundur, skip- stjóri, f. 4.10. 1917, d. 30.9. 1977. Þorsteinn, skipstjóri, f. 22.2. 1920. Gunnar, skipstjóri, f. 8.6. 1921. Halldór, sjómaður, f. 7.8. 1922, d. 26.4. 1943. Gísli, skip- stjóri, f. 18.1. 1924. Auðun, skip- stjóri, f. 25.4. 1925. Petrea, f. 13.2. 1927, d. 31.5. 1927. Pétur Guðjón, sjómaður, f. 1.10. 1928, d. 13.7. 1949. Guðrún Petrea, húsfreyja, f. 24.9. 1931. Steinunn i Jenný, sjúkraliði f. 16.5. 1933. Hinn 7. maí 1947 giftist Krist- ín Ólafi Jóni Símonarsyni, lög- regluþjóni í Reykjavík, f. 2.10. 1912, d. 5.1. 1992. Þau eignuðust þijú börn, sem eru: 1) Vilhelm- ína, píanókennari, f. 9.3. 1948, gift Birni Æ. Steinarssyni, fiski- fræðingi, f. 2.8. 1951. Börn: Stein- arr, f. 28.5. 1974, Ólafur Jón, f. 10.6. 1976, Kristín, f. 7.2. 1978, Bryndís, f. 11.7. 1983. 2) Pétur, viðskiptafræðingur, f. 23.8. 1949, kvænt- ur Margréti Hilmarsdóttur, skrifstofumanni, f. 21.12. 1951. Börn: Kristín, f. 24.7. 1969, gift Árna Guð- brandssyni, f. 10.11. 1964, og er barn þeirra Dóra Björg, f. 3.8. 1994. Helgi Örn, f. 27.5. 1975, Ásta, f. 29.12. 1976, Edda, f. 29.2. 1984. 3) Símon, f. 15.7. 1956, verk- fræðingur, kvæntur Guðrúnu Sch. Thorsteinsson, kennara, f. 28.3. 1958. Barn: Margrét Rún, f. 28.9. 1995. Kristín stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Staðarfelli og vann um skeið við framreiðslu- störf á Þingvöllum. Hún dvaldi í Kaupmannahöfn árin 1939-45 við nám og störf, og lærði þar smurbrauðsgerð. Hún starfaði siðan fjökla ára við smurbrauðs- og matargerð, meðal annars hjá Birninum, Fjarkanum, IBM og Hrafnistu. Utfór Kristínar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðarfor tengdamóður minnar, Kristínar Auðunsdóttur, fer fram í dag og því vil ég minnast hennar. Það er varla unnt að trúa því að Jwííristín sé látin því hún var svo hressileg síðast þegar ég talaði við hana, en hún lést með sviplegum hætti síðastliðinn miðvikudag. Kynni mín af Kristinu hófust fyr- ir hartnær 17 árum, þá tók hún mér strax opnum örmum og síðan hef ég alltaf fundið velvilja hennar í minn garð. Það var mitt lán að hún taldi mig með sínu fólki, því hún gerði vel við það og í þeim efnum taldi hún ekkert eftir sér. Ætíð var ég boðin innilega velkomin í heim- sókn og það var gaman að sækja Kristínu heim og jafnvel íyrirvara- laust var hún ekki lengi að töfra fram alls konar krásir. Oft og tíðum minnti Kristín mig »á kvenhetjur Islendinga sagna því það sem hún gerði, gerði hún af skörungsskap og var einkar ákveð- in, með sterkan persónuleika. Hún var einkar lagin við að fínna góðar gjafir, sérstaklega þegar smáfólkið átti í hlut. Kristín hafði gaman af lestri góðra bóka og var vel lesin og afdráttarlaus í skoðunum sínum og var því oft gaman að ræða við hana. Dóttir mín tveggja ára var í það minnsta komin upp á lag með að láta mig hringja í ömmu sína og áttu þær oft langar samræður með miklum söng sem báðar höfðu yndi af. En ekki fékk hún lengi notið ömmu sinnar og verður hennar sárt saknað. 4 Guðrún. Mig langar til að minnast elsku- legrar tengdamóður minnar með nokkrum orðum. Það var fagran sólríkan morgun, fyrsta dag þessa mánaðar, að ég sá Kristínu í síðasta sinn. Við ræddum um fermingu dóttur minnar sem átti að fara fram eftir fjóra daga. Það var svo einstaklega gott að ráð- færa sig við hana því hún var bæði víðsýn, vel lesin og fylgdist vel með Jíðandi stund. Þrátt fyrir aldurs- muninn þá vorum við jafnan sömu skoðunar. Kristín lærði smurbrauðsgerð í Danmörku á sínum yngri árum, vann hún við það fag í fjöldamörg ár. Matargerð hennar bar kunnátt- unni ljóst vitni, því hún gat töfrað fram veislumat á örfáum mínútum. -^ið hátíðleg tækifæri í fjölskyld- unni, sá hún jafnan um matargerð- ina, hvort sem það var smurt brauð eða annar matur. Kristín var einstök og kraftmikil kona og var það mér hvatning og kom mér að miklu gagni. Hún var alla tíð mjög mannblendin og nú síðustu árin var hún iðin við að fara út á meðal fólks. Hún sótti þá mikið í félagsstarfsemi sem í boði var fyr- ir aldraða. Kristín hafði mikinn áhuga á vel- gengni fjölskyldu sinnar og naut ég þess á ýmsan hátt. Samskipti okkar urðu enn nánari eftir fráfall tengdaföður míns, því þá hittumst við m.a. á hverjum laugardegi og gerðum ýmislegt saman. Naut ég þeirra samverustunda sérstaklega. Nú er komið að leiðarlokum og kveð ég Kristínu Auðunsdóttur með söknuði og virðingu. Margrét Hilmarsdóttir. I dag kveð ég elsku ömmu mína með sárum trega og eftirsjá. Ekki óraði mig fyrir því sl. miðvikudags- morgun að ég væri að sjá hana í síðasta skiptið. En slysin gera víst ekki boð á undan sér. Amma mín var engri lík, hvílík nútímakona sem hún var. Nýjungar og nýbreytni áttu vel við hana. Hún hafði skoðanir á flestum hlutum. Hvort sem umræðuefnið var dæg- urmál, heimsbókmenntir eða nýjasta tíska, þá máttum við unga fólkið hafa okkur öll við til þess að eiga í fullu tré við hana. Það var líka alveg ótrúlegt hvernig hún átti alltaf svör við öllu. Hún kom yfir- leitt með nýtt sjónannið sem bætti ákvörðun manns. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki komið til hennar og rætt málin yfir kókglasi og brúntertusneið. Það var eins og hún hefði tekið upp á því að yngjast síðustu árin, þó að aldurinn hækkaði. Sást það bersýnilega þegar hún flutti í Ból- staðarhlíðina. Skjótari flutningar höfðu ekki áður þekkst í fjölskyld- unni. Það var eins og hún hefði búið þarna í mörg ár. Búið var að hengja upp allar myndir og raða innbúinu strax á fyrsta degi. A heimili henn- ar var ekki verið að tvínóna við hlutina. Nú kveð ég ekki aðeins ástkæra ömmu mína, heldur einnig greind- an, glettinn og sjálfstæðan höfð- ingja. Skarð þetta verður vandfyllt, en minningin mun búa með mér alla ævi. Það er ekki hægt að hugsa sér betra veganesti fyrir lífíð. Megi Guð geyma Kristínu ömmu mína. Ásta. Þetta er hinsta kveðja mín til þín, elsku amma. Nú ertu farin og ég sakna þin. Þakka þér fyrir allar samverustundirnar og alla hlýjuna sem ég hef fengið frá þér. Guð veri með þér. Edda. Við fylltumst sorg og sárum söknuði þegar við fréttum um frá- fall ömmu okkar, Kristínar. Við átt- um erfitt með að trúa að þessi kröftuga og viljasterka kona væri horfin svo snögglega úr lífi okkar. Maður var alltaf velkominn hjá henni ömmu. Hún tók manni allaf opnum örmum, tilbúin að ræða um heima og geima. Þú varst sem önnur móðir. Við gleymum því aldrei þegar við keyrðum um sveitir landsins og þú sagðir okkur sögur af hverjum sveitabænum af öðrum. Okkur fannst þú vita svo margt. Þú varst besti kokkur í heimi og eitt var víst að þegar maður kom í heimsókn til þín var megrunin fyrir bí. Veislurnar voru ómissandi með öllum ljúffengu snittunum og brauðtertunum sem þú bjóst svo listamannslega til. Það vantaði ekki kraftinn í þig, þjótandi um allar trissur. Þegar þú komst í heimsókn til okkar út héld- um við að við yrðum að fara varlega en svo var ekki. Þú fórst allt og gerðir allt. Ekkert var erfitt fyrir þig, þú fórst í neðanjarðarlestina eins og þú hefðir aldrei gert annað, labbaðir langar vegalengdir og áttir nógan kraft eftir. Við gleymum aldrei mjúka, hlýja og opna faðminum sem var alltaf til staðar, tilbúinn til að hugga eða gleðjast. Ef manni leið illa og kom til þín var maður búin að gleyma af hverju þegar maður fór. Aldrei kvartaðir þú. Við erum mjög stoltar af ömmu okkar, hún var mikilvæg persóna í lífi okkar. Hún kenndi okkur að prjóna, spilaði með okkur. Hún kenndi okkur að gefast aldrei upp og að vera stoltar af sjálfum okkur. Þú varst heimsins besta amma og við munum aldrei gleyma þér. Þú munt allaf eiga besta stað í hjarta okkar. Kristín og Bryndís. Miðvikudagurinn 1. apríl byijaði eins og hver annar miðvikudagur í vetur. Ég var í skólanum til sex og fór svo til ömmu. Fjótlega kom þó í ljós að þetta var enginn venjulegur miðvikudagur, því amma hafði lát- ist fyrr um daginn. Hún hafði allt frá áramótum boðið mér í mat tvisvar í viku, þar sem foreldrar mínir voru fluttir til Belgíu. Það var sama hvað hún bauð manni, alltaf var það fyrsta flokks og höfðingjum bjóðandi. Jafnvel þrátt fyrir að það tæki hana oft ekki meira en 10 mín., svo klár var hún orðin með ör- bylgjuna. Yfir matnum ræddum við öll heimsins mál, þrátt fyrir háan aldur fylgdist hún vel með og hafði yfirleitt mjög ákveðnar skoðanir á því sem var að gerast. Amma var bæði örlát og hæversk, hún lagði sig alla fram við að gestum liði vel hjá henni og eng- inn mátti fara svangur heim. Ef eitthvert okkar barnabarnanna veiktist var hún ekki fyrr búin að frétta það en hún var mætt á stað- inn með dós af Machintosh og kippu af kók auk þess að hringja daglega þar til okkur var batnað. Sjálf stóð hún alltaf á eigin fótum og vildi helst enga hjálp þiggja, því sjálfstæð var hún. Nú er hún farin, þessi sterka, sjálfstæða kona sem ég var svo heppinn að mega kalla ömmu mína. Ólafur Jón. Fréttin af fráfalli ömmu minnar var mér sem þruma úr heiðskíru lofti. Amma var undanfarið búin að vera eins og ég þekkti hana best, hress, glaðlynd, skynsöm, vel inni í tíðarandanum og óaðfinnanlegur gestgjafi. Amma mín var í mínum augum ímynd íslensku konunnar eins og hún gerist best. Hún var kærleiks- rík og ávallt glaðlynd, á þann hátt að það smitaði út frá sér og gaf þannig til fólksins í kringum sig. Hún var mikill dugnaðarforkur og ósérhlífin þannig að hennar þarfir viku jafnan tU hagsbóta fyrir henn- ar nánustu. Otal minningar streyma í hugann á tíma sem þessum. Mínar fyrstu minningar eru sem lítill strákur í höfuðstöðvum fjölskyldunnar í Álftamýri 75 þar sem var lengi vel mitt annað heimili. Góðu stundirnar voru margar, svo sem þegar ég sat með ömmu minni og afa inni í eld- húsi og lærði að spila svarta-pétur og sá sem tapaði fékk svarta ösku á nefið og var mikið hlegið. Amma gerði manni alltaf skýra grein fyrir því að allt sem hún ætti stæði manni til boða, það var ekki það til sem hún vildi ekki fyrir mann gera og hlýr faðmurinn var allra meina bót. Hún studdi mann með öllum mögulegum hætti, ráðum og dáð, og hafði einstaka hæfileika að láta öllum finnast þeir sérstakir, draga fram það besta í okkur og hvetja okkur til að nýta hvert sína hæfi- leika. A sama tíma forðaðist hún í lengstu lög að gera upp á milli okk- ar og fórst henni það einstaklega vel úr hendi. Alhr þeir sem stigu inn um dyrnar í Álftamýrinni voru á augabragði orðnir höfðingjar og fengu konunglegar móttökur að öllu leyti sem kristallaðist síðan í kræsingum sem lagðar voru á borð enda matargerðarhæfileikar ömmu þekktir víða um bæinn. Síðustu árin var amma í raun alltaf söm við sig þrátt fyrir fráfall afa og ýmsa kvilla sem herjuðu á hana, því aldrei var bilbug á henni að finna og hún hélt fullri reisn alla tíð. Hún var alltaf jafn góð heim að sækja og þegar maður kom fannst manni oft nóg um að láta konu á ní- ræðisaldri snúast svona í kringum sig en hún vildi ekki hafa það öðru- vísi. Amma sagði mér um árið frá draumi þar sem hún og afi voru að keyra um í hvítum bíl í glampandi sólskini einhvers staðar á öðru til- verustigi. Henni fannst það góð til- hugsun og það finnst mér líka. Elsku amma, þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, þú verður alltaf með mér. Steinarr. Fyrsti dagur aprílmánaðar renn- ur upp sólbjartur og fagur. Ljósið hefur sigrað skammdegismyrki'ið. Pendúll mannlífsins tifar mjúklega fram og aftur. Skyndilega stöðvast hjartsláttur. Krístín Auðunsdóttir er látin. Getur það verið satt? Hún sem var með okkur í fermingar- veislu fyrir tveimur dögum hress og glöð. Og með mér að spila fé- lagsvist í Aflagranda í gær. Svarið kemur til okkar. Svarið um að allt hafi sinn tíma. Öllum sé úthlutuð stund. Kristín hans Óla, eins og hún var jafnan nefnd í minni fjölskyldu, var gift Ólafi Símonarsyni bróður mín- um. Við höfum þekkst í hartnær sextíu ár. Hún lifír sannarlega með mér í minningu daganna og er sam- ofin æskuminningum bama minna. Hjá henni voru rausnarlegu jóla- og afmælisboðin sem voru börnunum mikið tilhlökkunarefni. Mér var hún ævinlega hjálparhella ef eitt- hvað stóð til, sem varð æði oft í gegnum árin af ýmsu tilefni. Hún var boðin og búin að hjálpa ef veisl- ur skyldi halda. Smurða brauðið hennar var frábærlega gott, gert af kunnáttu hennar í smurbrauðsfag- inu. í huga minn kemur sérstaklega eitt af mörgum þakkarefnum, þeg- ar hún bauðst til að passa fyrir mig ársgamla dóttur mína svo ég gæti farið og heimsótt yngri systur mína til Danmerkur, en systir mín hafði einangrast frá heimalandi sínu öll stríðsárin. Lét Kristín sig ekki muna um að bæta einu bami við sig, þótt hún hefði sjálf tvö ung börn að hugsa um. Kristín var alin upp á mann- mörgu myndarheimili ásamt mörg- um tápmiklum systkinum. I mínum huga var Kristín gæfumanneskja. Hún eignaðist þrjú mannvænleg böm og níu barnabörn, öll vel af Guði gerð. Manni sínum var hún stoð og stytta, ekki síst seinustu ár- in sem hann lifði, sárveikur af ban- vænum sjúkdómi. Þá reyndi mikið á þau bæði. En góðu minningarnar lifa áfram. Af okkur börnum mínum og systkinum er hún kvödd með virðingu og þökk. Góður Guð verndi syrgjendur og varðveiti sál hennar að eilífu. Guðrún Símonardóttir. Á sólbjörtum degi í apríl fyrir réttum 6 ámm dró ský fyrir sólu í fjölskyldunni og aftur núna á sól- fögrum degi með væntingu vorsins í andvaranum. Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr. Mér skilst, hve lífsins gjöf er dýr - að mega fagna fleygri tíð við fuglasöng í morgunhh'ð og tíbrá ljóss um loftin víð. (Þorsteinn Valdimarsson.) Furðulegt er lífið en þó furðu- legri dauðinn. Bræðurnir, sem stunduðu sjóinn með öllum sínum hættum og komust flestir í hættu, sluppu gæfusamlega með heilli há. Tvær systurnar eru aftur á móti kallaðar burt með voveiflegum hætti. Mér varð hugsað til mömmu þegar ég frétti af dauða Stínu og er ekki sáttur við hvernig þetta hefur atvikast. Það er merkilegt að Stína var margoft búin að segja við mig að sér fyndist svo leiðinlegt hvernig mamma fór. Af systkinum mömmu þótti mér alla tíð vænst um Stínu. Það kom til bæði af því að í fyrsta skipti sem ég fór að heiman var það í nokkra daga af Lokastíg upp á Miklubraut til Stinu og Óla. Ég var ekki hress með dvölina en hafði samt alltaf hlýjar taugar til Stínu eftir það. Eina minningin, sem ég hef af Pétri Auðunssyni er frá þessum dögum. Hann fór einn daginn með okkur út á Klambratún til að skjóta af boga sem hann átti. Þegar ég var í Stýri- mannaskólanum borðaði ég í há- deginu hjá Stínu, og það styrkti vináttu okkar. Þá kynntist ég henni vel eins og hún var. Stína var óskaplega hlýr, kátur og bjartur einstaklingur. Hún var myndarleg kona og myndarleg í sér bæði við matargerð og heimilis- störf. Hún og Ólafur, sem dó fyrir nokkrum árum, áttu alla tíð mjög fallegt heimili. Þegar Stína var ung á stríðsárunum varð hún innlyksa í Danmörku yfir stríðið og dvölin þar mótaði hana vissulega mikið. Hún var dönsk smorrebrodsdame og frjálslyndur heimsborgari. Hún giftist fráskildum manni, sem var ekki alveg samkvæmt siðferðismati þess tíma. Siðferðismat hennar var mjög heilbrigt og hún hafði t.d. ein fyrir því að ávíta mig, á sinn létta húmoríska hátt, fyrir að giftast ekki fyrstu barnsmóður minni. Vinir okkar eru burt kallaðir og fara en það er harkalegt að það gerist svona. Hennar tími var kom- inn en við söknum hennar. Þökk sé þessu M hve það var mér örlátt, hlaut ég af því hlátur, hlaut ég einnig tregann til að greint ég gæti gleðinafráharmi. Þetta tvennt sem elur alla mína söngva og söngvar mínir eru ykkar söngvar og söngvar allra eru sömu söngvar. (Violeta Parra/Þýð. Þórarinn Eldjám.) Farðu í friði og þakka þér fyrir birtu og húmor, sem er allt of lítið af. Ég votta börnum hennar og allri fjölskyldunni innilegustu samúð mína. Eyjólfur Friðgeirsson. Á fallegum vordegi þegar sólin er farin að hækka á lofti, endaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.