Morgunblaðið - 08.04.1998, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 5ÍT
no£ct- OStrn-Á
■FxrrC hoLuni
Smáfólk
Four weekð Andy and Olaf
went by... still hadn’t found
our brother Spike
who líves in fhe desert.
iSBttBSBsSL.
iVE 5EEN L00KIN6 /tHATS^
AT THI5 MAP, ANP/ GREAT..
I THINK I KNOW/ WHERE
WHERE U)E ARE.. (ARE 10E?
Fjórar vikur liðu
Kátur og Lubbi voru
ekki ennþá búnir að
finna Sám bróður okkar
sem býr í eyðimörkinni.
Ég hef verið að skoða það er frá-
þetta landakort og ég bært ...
held að ég viti hvar hvar erum
við erum ... við?
Einmitt þar sem
þú situr ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Hvítlaukur
Frá Hallgrími Þ. Magnússyni: Reynt hefur verið að losna við
RÓMVERJAR til forna töldu að sig-
ur þeirra og stofnun heimsveldisins
væri að þakka hvítlauknum vegna
þess að enginn reyndi að ná landi af
þeim sem lyktaði af hvítlauk, þeir
notuðu hann mjög mikið. Þenra
frægasti læknir sem hét Dioscorides
sagði að hvítlaukur hjálpaði til við
mjög margt, t.d. eyddi hann band-
ormi í þörmum, virkaði vel á nýrun,
væri mjög góður á bit frá skordýr-
um, þá marinn út í vín og borinn á
sárin. Verkar vel á röddina og linar
hósta þegar hvítlaukur er borðaður
hrár eða soðinn. Soðinn með
kryddolíu drepur hann lýs. Hreinsar
slagæðar, soðinn og blandaður út í
hunang. Þá er hann góður á alls kon-
ar húðútbrot og sár. Hefur í gegnum
aldirnar verið kallaður fátækra
manna lyf. Um árið 200 er til 61
sjúkdómur þar sem hvítlaukur er
ráðlagður sem fyrsta meðferð. í
gegnum tíðina hefur hvítlaukur verið
ráðlagðui- við kvefí, sýkingum, til að
lækka blóðþrýsting, til að lækka
blóðfítu, hindra blóðflögumyndun.
Nútíma rannsóknir hafa staðfest
flestallar þær ábendingar sem sagan
segir til um, en mesti munurinn á
hvítlauknum og á þeim lyfjum sem
notuð eru við þessum sjúkdómum í
dag er að engar aukaverkanir fylgja
hvítlauksnotkun nema lyktin.
lyktina af hvítlauknum með alls kon-
ar vinnslu, en vandamálið er að þau
efni sem eru virk í hvítlauknum eru
alliin allicin og önnur efnasambönd
sem innihalda sulfur, það eru þau
sem hafa virknina og það eru líka
þau sem valda lyktinni. Svo til þess
að fá áhrifin verða þessi efni að vera
til staðar í eðlilegu formi. Hér á
markaðnum er alla vega ein tegund
af hylkjum til með öllum þessum efn-
um, en það er Kjarnahvítlaukur.
Þannig er nú sannleikurinn að til
þess að fá hina réttu virkni þ.e.a.s.
bakteríudrepandi, valdandi lægii
blóðþrýsting, lækkun á blóðfítu og
lækkun á blóðsykri þá verða þessi
efni að vera til staðar. Það eru þau.
sem valda lyktinni, þannig er alger-
lega lyktarlaus hvítlaukur nýju fótin
keisarans, rétt eins og líkamsrækt án
áreynslu. Reynt hefur verið að
tempra lyktina með ýmsum aðferð-
um sem flestar eiga það sameiginlegt
að skerða gildi hvitlauksins. Meðal
þeirra aðferða sem notaðar hafa ver-
ið er þynning með mjólkurafurðum,
suða, langlega, húðaðar pillur þannig
að þær leysist ekki upp fyrr en í •
þörmum og nú síðast frostþurrkun
sem seinkar lyktinni þangað til duftið
blandast súrefni og vatni.
HALLGRÍMUR Þ. MAGNÚSSON
læknir. .
Reykingamenn eru
líka menn ...
Frá Ásgeiri R. Helgasyni:
ÞAÐ ER skondið að fylgjast með
fjölmiðlafárinu heima á Fróni vegna
auglýsinga Tóbaksvarnanefndar
undanfarið. Reykingamenn snúast
nú til varnar og telja sig ofsótta og
útskúfaða eða líkja sér við nornirnar
í gamla daga sem ofsóttar voru og
drepnar hvar sem til þeirra náðist.
Því miður sé ég ekki auglýsingarnai'
í Mogganum á netinu en ætla mætti
af umfjölluninni að Tóbaksvarna-
nefnd hafí gefið út almennt veiðileyfi
á ísienska nikótínfíkla. Líklega hefur
nefndin náð fram því markmiði að
auka umræður um reykingar en hitt
er sorglegra að reykingafólk skuli
snúast til varnar í stað þess að taka
þessu fegins hendi og láta nú verða
af þvi að stíga skrefið og hætta að
reykja. Rannsóknir hafa sýnt að
langflestir reykingamenn vilja hætta
að reykja. Hinsvegar brestur marga
kjark til að láta reyna á það í alvöru.
Við óttumst átökin sem fylgja því að
segja „nei“ þegar löngunin sverfur
að. Þeir sem segjast ekki vilja hætta
eru langflestir búnir að gera árang-
urslausar tilraunir til þess áður. Það
er erfitt að sætta sig við að mis-
heppnast og miklu einfaldara að
setja á sig snúð og segja: „Ég hef
sko bara engan áhuga á að hætta.“
Eins er ekki ólíklegt að sumir setji
sig á þverinn þegar þeim fínnst gróf-
lega að sér vegið og hugsi eitthvað á
þá leið að: „Ég læt enga sjálfskipaðat
heilsupostula segja mér fyrir verk-
um.“ Freud gamli hefði eflaust haft j
einhverjar kenningar um að þetta
kynni að eiga rót sína í óuppgerðu
mótþróaskeiði við foreldrana eða í
einhverju ennþá dónalegra. Ég vona
bara að reykingafólk heima á „land-
inu kæra“ hefni sín ekki á Tóbaks-
varnanefnd með því að reykja sig í «
gröfína. En mannskeppnan er nú ;
ekki alltaf skynsöm og eins og ein- '
hver sagði: „Reykingamenn eru líka
menn þótt þeir séu það í styttri
tíma.“ Í
ÁSGEIR R. HELGASON, ?
sálíræðingur í Stokkhólmi og
doktor í læknavísindum.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Það besta í þ'
Hudosif handkrem,
ávöxtur þrotlausra rannsókna.
Sigríður Erlingsdóttir,
hjúkrunarfræðingur:
HuJosif N
er frábært á sjúkrahúsinu og
y enn betra heima! J
Hafðu hönd á Hudosilprufu í
Apótekið Skeifan.
Dreifing T.H. Arason,
fax/sími 554 5748.