Morgunblaðið - 08.04.1998, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ
^52 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998
AFMÆLI
JÓNAS B.
JÓNSSON
Afmæliskveðja frá
skátahreyfíngunni
Jónas B. Jónsson var
10 ára þegar Islending-
ar öðluðust sjálfstæði
og hófu fyrir alvöru á
eigin spýtur að koma á
legg þjóðfélagi sem átti
heima á 20. öldinni.
Hann var fæddur inn í
hugmyndaheim alda-
mótamanna um að
;>"sjálfstæði íylgi sannar
framfarir í andlegum
og verklegum efnum.
Alhliða efling samfé-
lagsins var verkefni, sem kynslóð
Jónasar B. tók sér íyrir hendur og
lét sér fátt fyrir brjósti brenna,
þegar leiða þurfti mál til lykta.
Gilti einu þótt berjast þyrfti við fá-
menni, vankunnáttu, fátækt og
kreppur. Jónas B. Jónsson valdi
sér fræðslu og uppeldi sem við-
fangsefni og hefur æ síðan verið
trúr þeim viðfangsefnum og sinnir
þeim enn af miklum áhuga.
Að loknu námi kenndi Jónas B.
Jónsson í Laugamesskólanum í
■Reykjavík. Jónas B. var vinsæll og
dugmikill kennari og því ríkti
nokkur söknuður í Laugarnes-
skólanum þegar hann fór til ný-
sköpunarstarfa sem fræðslufull-
trúi Reykjavíkurbæjar árið 1943.
í starfi sínu sem fræðslufulltrúi og
síðar fræðslustjóri í Reykjavík í
nærfellt þrjá áratugi lagði hann á
ráðin um uppbyggingu skólanna í
ört vaxandi höfuðborg á miklum
breytingatímum. Þar nutu borgar-
búar framsýni, skipulagsgáfu og
- seiglu Jónasar B. Jónssonar.
Hann kynnti sér vandlega helstu
hræringar í fræðslu- og uppeldis-
málum í nágrannalöndunum, lét
sér annt um skólastjórana í
Reykjavík, studdi félagsskap
þeirra og gekkst fyrir kynnisferð-
um til nágrannalanda svo þeir
fengju notið þess að kynnast
markverðum nýjungum í starfi af
eigin raun. Starfsferill fræðslu-
stjórans í þrjátíu ár, mestu vaxt-
arár höfuðborgarinnar er efni í
mikið rit sem enn er óskrifað.
Hann átti frumkvæði að nýjung-
um í kennsluháttum, bjó til útgáfu
nýjar kennslubækur, lagði grunn
að byltingu í kennslutækni og
* notkun kennslutækja. í embættis-
tíð hans var komið á sérkennslu
og sálfræðiþjónustu í skólum
borgarinnar. A starfsferli Jónasar
voru reist hús yfir 18 skóla. Segir
þetta nokkuð um fjölþætt starf
hans og ávallt var hann í farar-
broddi, óhræddur við að reyna
nýjar leiðir eins og frumkvæði
hans að opnum skóla í Fossvogi og
stofnun fjölbrautaskólans í Breið-
holti sýna.
Þrítugur að aldri gekk Jónas B.
til liðs við skátahreyfinguna og
varð í einu vetfangi einn helsti for-
ystumaður hennar. Hann gerðist
ekki skáti á unga aldri, átti þess
jekki kost, en uppeldisáhrif skáta-
starfsins og fjölbreytt viðfangsefni
þess vöktu áhuga og athygli hans.
Var í forystu skátafélagsins Völs-
unga sem stofnað var í Laugar-
nesskóla og þar ólust upp í skáta-
starfi margir ötulir forystumenn
skátahreyfingarinnar, sem síðar
hafa látið að sér kveða í þjóðfélag-
inu.
Jónasi hefur jafnan verið um-
hugað um uppeldisaðferðir Baden-
Powells, sem meðal annars birtast
í því að láta hvem og einn læra af
. verkinu sjálfu. Sú grundvallar-
hugsun á vel við sveitamanninn í
Jónasi B. og henni beitti hann
óspart á kennara og skólastjóra í
starfi sínu sem fræðslustjóri í
Reykjavík. Birtist hér einmitt
samtvinnaður áhugi á uppeldis- og
fræðslumálum í skipulegu skóla-
starfi borgarinnar og frjálsu fé-
“rlagsstarfi skátahreyfingarinnar.
Jónas B. Jónsson
sat lengi í stjóm
Bandalags íslenskra
skáta og var kjörinn
skátahöfðingi Islands
árið 1958 er Helgi
Tómasson féll frá
nokkuð skyndilega.
Gegndi hann því for-
ystustarfí í 13 ár og
beitti sér fyrir marg-
háttuðum nýjungum í
skátastarfínu, svo sem
eflingu menntunar
skátaforingja, nýskip-
an á viðfangsefnum
skátanna, sérstöku
þjálfunarkerfi fyrir eldri skáta,
dróttskáta 15-18 ára. Hann efldi
alþjóðlegt samstarf skátahreyfing-
arinnar og stóð fyrir þremur
glæsilegum landsmótum skáta.
Sem og í starfi sínu að fræðslumál-
um var hann framsýnn og skyggn
á að velja sér samstarfsfólk, sem
lyfti mörgu grettistaki.
Ávallt var samt hugur Jónasar
hjá skátunum ungu, hann var
áhugasamur um skátastörfin sjálf
og spurði unga skáta oft í þaula
um verkefnin þegar hann heim-
sótti skátafélögin og dvaldist hon-
um oft lengi hjá yngstu skátunum
í tjaldbúðinni á landsmótum, hann
vildi vita gjörla hvernig skáta-
störfin gengju fyrir sig í raun og
veru. Hann var því sjálfkjörinn
landnámsmaður að Úlfljótsvatni
er skátahreyfingin hóf þar rekst-
ur skátaskóla. Helgi Tómasson
skátahöfðingi fékk þennan unga
og áhugasama kennara til skóla-
stjórnar í skátaskólanum og hefur
Jónas B. síðan verið innanbúðar-
maður að Úlfljótsvatni eða í tæp-
lega sextíu ár samfleytt. Nú síð-
ast í skólabúðum skátaskólans.
Þegar hann lét af embætti
fræðslustjóra og gerðist eftir-
launamaður hófst annað líf Jónas-
ar B. Jónssonar; síðara starfs-
tímabil hans að Úlfljótsvatni. Þar
átti hann nýja starfsævi fram-
kvæmda og uppbyggingar sem er
ævintýri líkust.
Skátahreyfingin á Islandi hefur
ákveðið að minnast 90 ára afmælis
Jónasar B. og starfa hans að
Úlfljótsvatni með því að reistur
verði minnisvarði um landnám
skáta að Úlfljótsvatni og honum
fundinn staður í lundi Jónasar B.
sem stofnað var til á 85 ára afmæli
hans. Vignir Jóhannsson, skáti og
myndlistarmaður, hefur hannað
minnisvarðann og verður hann af-
hjúpaður að Úlfljótsvatni 18. ágúst
í sumar. Á 85 ára afmæli Jónasar
B. var stofnaður Afmælissjóður
Jónasar B. Jónssonar vegna
Úlfljótsvatns og er nú ætlunin að
efla afmælissjóðinn með framlög-
um þeirra sem vilja senda Jónasi
B. Jónssyni afmæliskveðju. Nánari
upplýsingar veitir skrifstofa
Bandalags íslenskra skáta í síma
562 1390.
Einhvern veginn blandast eng-
um hugur um að á Úlfljótsvatni
slái hjarta Jónasar hraðar og því
er sérstaklega ánægjulegt að
halda upp á afmæli Jónasar með
því að hugsa til landnámsins að
Úlfljótsvatni, sem fjöldi ungmenna
hefur notið í tæpa sex áratugi.
Menn eins og Jónas B. eru svo
hamingjusamir að hafa átt þátt í
ræktunarstarfi á mörgum sviðum
og víðast séð mikinn árangur erfið-
is síns. Ekki síður er það hamingja
að eiga svo frjóan og síungan huga
sem tekst á við öll viðfangsefni
með ákafa og bendir á nýstárlegar
lausnir, hvað sem líður árum og
áratugum.
Skátahreyfingin flytur Jónasi
B. Jónssyni hlýjar afmæliskveðjur
og óskar fjölskyldu hans allri
hjartanlega til hamingju með dag-
inn.
Ólafur Ásgeirsson,
skátahöfðingi.
í DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Rod „Stefán“
Martel leitar
vina á Islandi
„BJARNI Þór Jónatans-
son, Jóhann Jóhannsson,
Páll Jörundsson, Gunn-
laugur „Gulli“ Ingólfsson
eða fjölskylda Þórbjargar
Magnúsdóttur: Ég þekkti
ykkur í kringum 1970 og
nú er ég að koma til ís-
lands þann 18. maí og vildi
endurnýja kynnin. Vin-
samlega hafið samband
sem fyrst við:
Rod „Stefán“ Martel
4012 Linden Hills Blvd.
Minneapolis
MN 55410-1246.
e-mail:
shrink2049@aol.com
Sími: 612 928 9934,
fax: 612 928 0896.“
Heyr fyrir Jóhönnu
Sigurðardóttur!
ÞAÐ er mikið gott að vita
að ennþá skuli vera til fólk
með siðferðiskennd í Is-
lensku þjóðfélagi sem hef-
ur kjark til að reyna að
hafa áhrif á þá sem eru
siðferðisblindir. Hér þorir
varla nokkur maður að
hafa skoðun á nokkru -
nánast eins og í einræðis-
ríki - afskiptaleysið er al-
gjört og til að undirstrika
það yppir fólk bara öxlum.
Mæðgur.
Tapað/fundið
Eyrnalokkur úr blá-
um steini týndist
EYRNALOKKUR úr blá-
um indverskum steini
týndist í Kaupstað í
Reykjavík föstudaginn 3.
apríl. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 565 2052.
Spariskór týndust á
laugardagskvöld
SPARISKÓR, gylltir,
týndust á Lindargötu sl.
laugardagskvöld. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 588 5898. Fundarlaun.
Lyklakippa fannst
LYKLAKIPPA með 3
húslyklum og bQlykli
fannst á göngustígnum
fyrir neðan Ægisíðu sl.
sunnudag. Upplýsingar í
síma 551 9118.
Trúlofunarhringur
týndist á Laugavegi
TRÚLOFUNARHRING-
UR týndist sl. fóstudag í
Vínberinu á Laugavegi
eða nágrenni. Inni í
hringnum stendur þinn
Adam og dagsetning. Skil-
vís finnandi vinsamlega
hafi samband í síma 551
2475.
Dýrahald
Grár fress týndist
í Garðabæ
GRAR fress með stór eyru
og dökka rönd á baki
týndist 30. mars frá Bæj-
argili í Garðabæ. Þeir sem
hafa orðið varir við kisa
hafi samband í síma 565
9150.
Kettlingar fást
gefíns
FJÓRIR kassavanir kett-
lingar fást gefins. Upplýs-
ingar í síma 587-3356.
Læða týndist frá
Alftanesi
GRÁ og hvít læða, tveggja
ára, týndist frá Álftanesi
þar sem hún var í pössun.
Læðan er líklega villt ein-
hvers staðar í nágrenninu.
Hún er með bleika ól sem
er ómerkt. Þeir sem hafa
orðið varir við læðuna hafi
samband við Helga í síma
896 2410.
SKAK
IJmsjón Marguír
Pétursson
STAÐAN kom upp á stóra
opna mótinu í New York
fyrir páskana. Hvít-Rússinn
Aleks Aleksandrov (2.615)
var með hvítt, en Litháinn
Sarunas Sulskis hafði svart
og átti leik. 17. _ Hxf2+! og
Aleksandrov gaf, því eftir
18. Rxh2 _ Dh4 19.
g3 _ Dxh2 getur
hann ekki valdað
riddarann á f2 og
verður því mát.
Teflendur þess-
arar skákar voru
einmitt andstæð-
ingar Jóhanns
Hjartarsonar á
heimsmeistaramót-
inu í Groningen í
desember. Fyrst
sló Jóhann Sulskis
út, en tapaði fyrir
Aleksandrov í
bráðabana.
Það er alltaf fróðlegt að
sjá hvernig menn fara að
þvi að vinna 2.600 stiga
stórmeistara í 17 leikjum.
Byrjunin gekk þannig fyrir
sig: L d4 _ Rf6 2. c4 _ e6 3.
Rc3 Bb4 4. e3 _ Re4 5.
Dc2 _ f5 6. Bd3 _ 0-0 7.
Rge2 _ b6 8. 0-0 _ Bxc3 9.
Bxe4 _ fxe4 10. Rxc3 _ d5
11. b4 _ Rc6 12. Db3 _ Ba6
13. Da4 _ Bxc4 14. Dxc6 _
Bxfl 15. Dxe6+ _ Kh8 16.
Kxfl _ Dh4 17. Rdl og nú
kom þruman 17. _ Hxf2+.
HÖGNI HREKKVÍSI
,,þet(U' erfiðlas&n oSe'ms hundar heyra. I.
Víkverji skrifar...
NOKKUR umræða varð í liðinni
viku um reykingar unglinga
og voru þær í tengslum við bréf
Tóbaksvamanefndar og Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur. Ein-
hvem veginn fannst Víkverja aðal-
atriðið gleymast í þessum umræð-
um, þ.e. að unglingar eiga ekki að
reykja, hvorki í vinnuskólum eða
annars staðar, og það er verkefni
þeirra sem fullorðnir teljast að
koma í veg fyrir slíkt.
Það er bannað að selja ungling-
um tóbak, en þessum lögum er illa
fram fylgt. Það er bannað að
reykja í vinnuskólum, en reglum
þar að lútandi er ekki sinnt sem
skyldi og dæmi um að verkstjórar
reyki á vinnustað og í afdrepi
vinnuflokkanna. Það er vitað að
reykingar em hættulegar heils-
unni, en samt reykja allt of margir
bæði unglingar og fullorðnir. Að
sjálfsögðu er fræðsla betri en for-
dómar og upplýsing betri en öfgar
og á þann veg hefur verið staðið að
fræðslu um skaðsemi reykinga, en
það getur líka verið ágætt endmm
og sinnum að vekja fólk til um-
hugsunar með hressilegri afstöðu,
eins og fram kom í fyrrnefndu
bréfi um reykingar unglinga í
vinnuskólum.
XXX
ENN ER blásið til sóknar í Bláa
lóninu. Nú á að færa lónið og
byggja upp glæsilega og örugga
aðstöðu á nýjum stað. Fyrir um
tveimur áratugum þegar örfáir
einstaklingar, sem margir hverjir
leituðu sér lækninga við þrálátum
húðsjúkdómum, byrjuðu að nýta
sér lækningamátt lónsins, óraði
varla nokkurn mann fyrir því, að
þarna yrði eitt mesta ferðamanna-
svæði landsins innan skamms
tíma.
Staðreyndin er sú að ótrúlega
margir erlendir ferðamenn vilja
helst byrja á því að heimsækja lón-
ið áður en þeir halda áfram til
Reykjavíkur eða í annan áfanga-
stað. Umfjöllun um Bláa lónið í er-
lendum fjölmiðlum hefur sennilega
verið meiri á síðustu árum en um
nokkurn annan stað á landinu og
eru Gullfoss, Geysir og Þingvellir
ekki undan skildir.
Slík umfjöllun skilar sér eðlilega
í aukinni aðsókn og nú á að hefja
uppbyggingu á staðnum að nýju
þar sem ekkert verður til sparað
og ekki um neina bráðabirgðaað-
stöðu að ræða.
XXX
FJOLDI ferðamanna fer á
hverju ári í hvalaskoðunarferð-
ir og það er eins með hvalaskoðun
og Bláa lónið, hver hefði trúað því
fyrir 20 árum að slíkar ferðir yrðu
mikilvæg atvinnugrein á Islandi
fyrir aldamót. Ekki er ólíklegt að í
þessum tveimur þáttum séu fólgnir
miklir vaxtarbroddar, sem eigi eft-
ir að skila ómældum gjaldeyris-
tekjum í þjóðarbúið ef rétt er að
málum staðið á næstu árum.