Morgunblaðið - 08.04.1998, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 53 C"r
í DAG
Hlutavelta
/AÁRA afmæli. í dag,
v/miðvikudagirm 8.
apríl, verður níræður Jónas
B. Jónsson, fyrrverandi
fræðslustjóri. Hann og
kona hans, Guðrún O.
Stephensen, taka á móti
gestum í Oddfellowhúsinu
við Tjörnina í dag á milli
klukkan 17 og 19.
ÞESSIR duglegu strákar söfnuðu með tombólu 2.175 kr. til
styrktar Rauða Krossi íslands. Þeir heita Arnar Gísli Hin-
riksson, Andri Snær Njarðarson og Guðjón Þór Egilsson.
Með morgunkaffinu
BRIDS
IJm.vjón (iuðinuiidiir
l‘áll Arnar.son
JÓN BALDURSSON og
Magnús Magnússon stóðu
sig vel á vorleikum banda-
ríska bridssambandsins í
Reno, sem nú er nýlokið.
Þeir urðu í þriðja til fjórða
sæti í Vanderbiltsveita-
keppninni, sem þeir spiluðu
í liði hins 83 ára gamla Ge-
orge Rapee, ásamt Eisen-
berg, Arnold og Solodar.
Síðan tóku þeir þátt í
tveggja daga sveitakeppni
með Hollendingunum
Westra og Leufkens, og
urðu þai’ í öðru sæti.
Austur gefur; NS á
hættu.
Vestur
♦ D109
V5
♦ Á10942
*ÁG82
Norður
♦ G432
VD7
♦ G87
♦ K1063
Austur
♦ -
VÁG109643
♦ D6
4.9754
Suður
AÁK8765
VK82
♦ K53
4*D
ÞAÐ er gamall siður að
feður bjóði upp á vindil
þegar þeir eignast barn og
ég vil ekki móðga hann.
OG Sigurður tekur vítaspyrnu ... Hvað ætlar þú að gera
í sambandi við hann, Elsa? . .. og hann fær gula
spjaldið ... Elskar þú hann ennþá? . . .
Leikmaður nr. 10 gengur út af ...
COSPER
ER útsýnið fallegt? Mér er alveg sama, ég
gleymdi myndavélinni.
Þetta er síðasta spilið í
undanúrslitaleik Rapee og
Cayne í Vanderbiltkeppn-
inni og staðan í leiknum
var 121-120, Rapee í vil!
Andstæðingar Jóns og
Magnúsar voru Berkowitz
og Cohen. Jón var í austur
og opnaði á þremur hjört-
um. Berkowitz í suður
sagði þrjá spaða, sem varð
lokasögnin. Magnús kom
út með hjarta upp á ás
Jóns, sem spilaði meira
hjarta. Magnús trompaði
og lagði niður laufásinn,
áður en hann spilaði hlut-
laust trompi. Sagnhafi
komst þá ekki hjá því að
gefa tvo slagi á tígul og fór
einn niður.
A hinu borðinu vakti
Passel á fjórum hjörtum
og suður sagði fjóra spaða,
sem voru doblaðir. Þar fór
vörnin eins af stað, hjarta
upp á ás og hjarta stungið
og laufás. En þá skildu
leiðir. Sion hafði ekki
taugar til að bíða með
„dáninn á hendinni“, og
tók tígulásinn. Einn niður,
200, og 3 IMPar til Cayne,
svo endanleg úrslit urðu:
121-123.
„Ég varð að dobla þrjá
spaða,“ sagði Magnús eftir
leikinn.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, Sent í bréfsíma
569-1329, sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík.
STJ ÖRNUSPA
cftir Franccs llrakc
HRIJTUR
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert viljasterkur og duglegur
að berjast fyrir skoðunum
þínum. Þú ert vinum þínum
gott fordæmi.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þú nýtur þín vel í góðra vina
hópi en ættir að varast að
einhver misnoti vináttu þína.
Sinntu stai’fi þínu.
Naut
(20. aprfl - 20. maí)
Láttu brigslyrði um góðan
vin sem vind um eyru þjóta
og leggðu þig fram um að
sýna honum skilning.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það getur verið erfitt að
vinna úr góðum fréttum en
það ætti að hafast með hjálp
vina og vandamanna.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er svo sem ágætt að
eiga ýmsa hluti, en lífsham-
ingjan felst nú í öðru sem
þú skalt frekar sækjast eft-
ir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Sýndu einbeitni í starfi þínu
og varastu umfram allt að
láta sjálfsmeðaumkvun ná
tökum á þér.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) (DÍL
Nýir starfsmöguleikar eru
þér umhugsunarefni en
farðu þér hægt þvi tækifær-
in hverfa ekki á braut.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú ert vinum þínum góður
drengur og þarft engin láta-
læti til þess að ganga í aug-
un á þeim. Sýndu hagsýni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember) '“tR
Það er hægt að gleðjast án
þess að það þurfi að kosta
mikla fyrirhöfn eða fjár-
muni. Taktu á hlutunum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Hugur þinn stendur til
ferðalaga og þú ættir að
kanna vandlega hvort ekki
getur orðið af einhverju í þá
áttina.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Það er í lagi að gefa öðrum
gjafir þegar mann langar til
en ekki af tilbúnum tilefn-
um eða tilætlunarsemi ann-
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar)
Eftir annasaman dag í við-
urvist margra er þér nauð-
synlegt að eiga rólega stund
með sjálfum þér.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) >%■»
Þú ert á réttri leið í starfi
þínu en ættir að varast að
flýta þér um of. Gættu vel að
heilsufari þínu.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Yfírlýsing frá
hreppsnefnd
Hraungerðishrepps
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftii’farandi yfirlýsing frá hrepps-
nefnd Hraungerðishrepp:
„Vegna þehTar umræðu sem hefur
átt sér stað í fjölmiðlum að undan-
fömu um skólasókn drengs úr
Reykjavík og er í vist í Villingaholts-
hreppi, sendir hreppsnefnd Hraun-
gerðishrepps frá sér efth’farandi:
Hreppsnefnd Hraungerðishrepps
hefur hingað til kosið að tjá sig sem
minnst um mál það er varðar skóla-
vist drengs sem dvelst í Villingaholts-
hreppi, þar sem fyrri umræða hefur
síst orðið til þess að leysa hans vanda-
mál, auk þess sem grannur vandans
varðar einkamál drengsins, sem opin-
bei-ir aðilar hafa ekki rétt til að fjalla
um. Sú umfjöllun sem átt hefur sér
stað að undanfornu, með missögnum
og villandi upplýsingum, knýr okkur
nú til að skýra ýmis atriði sem horft
hefui’ verið framhjá í umræðunni um
þetta mál.
Umræddur drengur er með lög-
heimili í Reykjavík. Hann er í vist í
Villingaholtshreppi. Þingborgarskóli
er í Hraungerðishreppi og þjónar
Hraungerðisskólahverfi.
A vordögum 1996 kom fram munn-
leg beiðni frá fræðslu- og félagsmála-
yfirvöldum í Reykjavík til skólastjóra
Þingborgarskóla og skólanefndar
Hraungerðisskólahverfis um að reynt
yrði með skólavist fyrir drenginn í
Þingborgarskóla til reynslu, en hann
hafði verið án almenm’ar skólavistar í
Reykjavík þann vetur. Þá var sagt að
allur kostnaðui’ vegna drengsins yrði
greiddm’ vegna hugsanlegrar skóla-
göngu hans. Þessir aðilar féllust á að
gerð yrði tilraun með skólagöngu
drengsins. Drengurinn kom í heim-
sóknir í skólann til reynslu í nokkra
daga þá um vorið, ásamt fagaðilum úr
Reykjavík, en aldrei var haft beint
samband við oddvita eða hreppsnefnd
vegna þessa máls á þeim tíma.
Hinn 1. ágúst 1996 fluttist rekstur
grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga.
I ágústmánuði reyndi oddviti Hraun-
gerðishrepps ítrekað að ná sambandi
við skólayfirvöld í Reykjavík, til að
gengið yrði frá málum varðandi
drenginn, fyrir skólabyrjun, með tak-
mörkuðum ái’angi’i. Hinn 6. septem-
ber, en þá var skóli í Þingborg byrj-
aður og drengurinn farinn að sækja
hann, ritaði oddviti bréf til skólayfir-
valda í Reykjavík þar sem þess var
krafist að þegar í stað yrði gengið frá
samningum og áskilinn fullur réttur
til að innheimta raunkostnað vegna
skólavistar drengsins á komandi
skólaári, þar sem rekstur fámennra
skóla sé mun dýrari á hvem nem-
anda, auk sérkostnaður sem fyrirsjá-
anlegur var vegna drengsins.
Þegar yfirvöld í Reykjavík svara
loks, kemur í ljós að útreikningar
þeirra era miðaðir við 75% af meðal-
skólakostnaði á landsvísu, þ.e. kr.
14.800 á skólamánuði, alls kr. 133.200
fyrir skólaárið, og að auki yrðu
greiddir 10 sérkennslutímar. I sam-
ræmi við áður sent bréf Hraungerðis-
hrepps vai’ litið á þetta sem upp-
ígreiðslu í raunkostnaði við skóla-
Það besta í þí
HuJosií handkrem,
ávöxtur þrotlausra rannsókna.
Sigríður Erlingsdóttir,
hjúkrunarfræðingur:
Hudosií ^
er frábært á sjúkrahúsinu og
y enn betra heima! J
Hafðu hönd á Hudosilprufu í:
Lyfju Rvík-Hafnaf., Apóteki
Austurbæjar, -Engihjalla,
-Laugavegs, -Garðabæjar,
-Grafarvogs, -Ingólfs, Apótekið
Skeifan, Akranesapóteki.
Dreifing T.H. Arason,
fax/sími 554 5748.
göngu drengsins.
Einn af meginkostunum við að
drenguiTnn sækti Þingborgarskóla
var talinn að þar var starfandi kenn-
ari með sérkennsluréttindi. Þessum
kennara voru greiddir 9,25 tímai-
vegna sérkennslu drengsins þennan
vetur. Meðalskólakostnaður á nem-
anda í Þingborgarskóla fyrir þennan
vetui’ er um kr. 400.000. Þar að auki
ná greiðslur Jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laga ekki til drengsins, þai’ sem hann ’
á ekki lögheimili í sveitarfélaginu, og
hækkar því hlutfallslegui- skólakostn-
aður hans umtalsvert. Þá varð að
gera ýmsar breytingar á skipulagi
skólans vegna drengsins og greiða
fyi’ir talsverða aukagæslu. Undirrit-
uðum er ómögulegt að skilja hvemig
áðurgreind framlög Reykjavíkur-
borgar eiga að gi’eiða fyrir allan
kostanð við skólavist drengsins, þó
svo að Félagsmálastofnun Reykjavík-
ur hafi boðist til að greiða 0,5 til 1,0
tíma vegna gæslu á dag. Allt bendir
nú til þess að úrskurðar verði leitað
hjá nýstofnaðri úrskurðarnefnd Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga um
grunnskólakostnað vegna þessara at-
riða. *
Um mánaðamótin júní-júlí 1997
bai-st umsókn frá Reykjavíkui’borg
um skólavist fyrir drenginn fyrir
næsta skólaár. I bréfi frá Hraungerð-
ishreppi, dags. 7. júlí 1997, var ítrek-
að að enn hefði ekki verið gengið frá
uppgjöri vegna skólakostnaðar nýlið-
ins skólaárs, sem hreppsnefnd liti á
sem grundvallar forsendu fyrir því að
afstaða yrði tekin til umsóknar um
frekari skólavist. Svör Reykjavíkur-
borgar voru móttekin hinn 27. ágúst,
sem voru þau að áður uppgefnar tölur
þeirra skyldu standa. Þar með varð
ljóst að grundvöllur fyrir afgreiðslu
umsóknarinnar var brostinn.
Þar fyrir utan var kominn upp sú
staða að sérkennari sem áður kenndi
við skólann hafði hætt störfum, auk
þess að þá um sumarið og haustið
fluttu tvö böm inn í hreppinn, þannig
að óhægt var um vik að bæta nem-
endum við bekkinn. Þá átti einnig eft-
ir að leysa ákveðin vandamál sem
ekki er hægt að rekja hér nánar, en
ljóst að til þess þyrfti aukið fjármagn.
Hraungerðishreppur hefur þrátt
fyrir þetta komið að viðræðum til að
finna lausn á málum drengsins. M.a.
var skoðaðui’ möguleiki á að drengur-
inn sækti nokkra tíma í viku í Þing-
borgarskóla, þar til önnur lausn fynd-
ist til framtíðar, gegn greiðslu raun-
kostnaðar. Skilyrði þess var m.a. sett
að allir hlutaðeigandi aðilar sættu sig
við slíkt fyrirkomulag. Það náðist
ekki. Þá hefur Reykjavíkurborg at>-
hugað með skólavist drengsins í öðr-
um skólum víðsvegai’, án mikils ár-
angui’s til þessa.
Hraungerðishreppur mun ekki tjá
sig frekar um mál þetta á opinberum
vettvangi, en vonar að þeir aðilar sem
hugsanlega eiga eftir að gera það,
vandi sig betur í málflutningi og um-
fjöllun sinni en til þessa og haidi sig
við staðreyndir en ekki afbakanir og
mistúlkanir.“