Morgunblaðið - 18.04.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fékk
skólavist
í Yale
BIRKIR Rúnar Gunnarsson hefur
fengið skólavist f Yale-háskóla í
New Haven í Connecticut í Banda-
ríkjunum. Birkir, sem er blindur,
verður 21 árs í haust og hefur í
vetur stundað nám í tölvunarfræði
við HÍ. Hann var með eina hæstu
einkunn stúdenta sem útskrifuðust
frá Verslunarskóla íslands sl. vor
og hefur einnig náð mjög góðum
árangri í sundi.
„Ég sótti um að gamni mínu.
Vinkona mfn sendi mér eyðublöð
og fyrst ég var kominn með þau sá
ég enga ástæðu til að senda þau
ekki inn. Svo fékk ég bréf nýlega
um að ég hefði fengið inngöngu,"
sagði Birkir Rúnar.
Yale var eini skólinn sem Birkir
sótti um skólavist í, en að hans
sögn mun hann fá séraðstöðu þar
sem hann er blindur. „Þeir einstak-
lingar sem komast inn f skólann og
eru líkamlega fatlaðir á einhvern
hátt fá sérstaka aðstöðu f skólan-
um.“
Birkir sagði ennfremur að að-
stæður fyrir sig til að stunda nám f
Morgunblaðið/Ásdís
BIRKIR Rúnar Gunnarsson út-
skrifaðist frá Verslunarskóla ís-
lands sl. vor en hefur nú fengið
skólavist í Yale-háskóla í
Bandarfkjunum.
Háskóla íslands væru á engan hátt
viðunandi og þvf væri mikill kostur
að fá inni í skóla eins og Yale sem
byði upp á ýmislegt honum til að-
stoðar.
Birkir hyggst hefja námið næsta
haust. „En þó ég sé búinn að fá inni
f Yale á ég enn eftir að afla mér
peninga fyrir skólagjöldum. Þau
eru 2 milljónir og ég hef þegar haf-
ist handa við að sækja um styrki.
Það verður erfitt en ég er bjart-
sýnn, verður maður ekki að vera
það?“ sagði Birkir Rúnar.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýna R-listann
fyrir kostnað við skýrslur og úttektir
Um 120 milljómr á
tæpum fjórum árum
VILHJALMUR Þ. Vilhjálmsson,
einn borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins, gagnrýndi á fundi borg-
arstjómar á fimmtudag, að R-list-
inn hefði varið á kjörtímabilinu
120-130 milljónum króna í skýrslur
og úttektir. Kvað hann þetta of há
útgjöld til þessara mála.
Umræðan kom í kjölfar kynning-
ar Guðrúnar Agústsdóttur, forseta
borgarstjómar, á þremur þema-
heftum sem Borgarskipulag hefur
gefið út vegna aðalskipulags. Fjalla
þau um húsvemd, umhverfi og úti-
vist og umferð og umhverfi og
sagði hún mikinn fróðleik saman
kominn í þessum heftum. Nefndi
hún að í heftinu um húsvemd væri
t.d. húsakönnun og húsaskrá um
svæðið norðan Hringbrautar og
vestan Snorrabrautar. Þar væri sú
nýjung að skrá byggingar á svæð-
inu með varðveislugildi sem liggja
mundi til gmndvallar við ákvarð-
anir um húsvemd borgarinnar og
verðagrunnur að henni.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
sagði allt gott um þessi hefti að
segja, þau væru vönduð og um
margt fróðleg. Hann sagði R-list-
ann hafa orð á sér fyrir að gefa út
mikið af skýrslum og stunda út-
tektir og ætti hann sennilega Is-
landsmet í þeim efnum. Sagði
hann borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins hafa nýlega óskað eftir
úttekt á því hversu miklum fjár-
munum hefði verið varið til úttekta
á tímabilinu júní 1994 til mars á
þessu ári. Hann sagði vekja at-
hygli að eytt hefði verið 120-130
milljónum í margs konar úttektir
og skýrslugerðir, mismunandi
gagnlegai-, sumar brúklegar en
aðrar ekki. Borgarfulltrúinn boð-
aði að þessum málum yrðu gerð
frekari skil síðar.
Aðeins 0,1% af
árlegri veltu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri benti á að 120 milljóna
króna kostnaður á fjórum árum
væri ekki stórkostlega há upphæð,
30 milljónir á ári eða um 0,1% ef
miðað væri við árlega 30 milljarða
króna veltu borgarinnar. Þessi
upphæð tæki til alls borgarkerfis-
ins, þ.e. allra stofnana og allra fyr-
irtækja borgarinnar og gæti upp-
hæðin því vart verið minni. Þess
bæri að gæta að þessi kostnaður
tengdist til dæmis rekstrarverk-
efnum, stjómsýsluverkefnum,
spamaðarhugmyndum, tæknilegum
atriðum og fleiri atriðum.
Fundur íbúa í Þingvallasveit um frumvarp um þjóðgarðinn
NEMENDUR í Verslunarskóla íslands að svara spurningum í gæðakönnun í skólanum.
UMFANGSMIKIL gæðakönnun
hefur verið gerð í Verslunarskóla
íslands í vikunni og taka allir nem-
endur skólans, sem eru tæplega
eitt þúsund talsins, þátt í henni. Að
sögn Freys Þórarinssonar, kenn-
ara við Viðskiptaháskólann, sem
hafði umsjón með könnuninni,
svöruðu nemendurnir spumingum
um allar námsgreinar sínar og em
svörin samtals hátt í eitt hundrað
þúsund talsins.
„Það er spurt um kennslugögn,
undirbúning kennslustunda, við-
mót kennara og kennslunni er gef-
in einkunn, auk þess sem spurt er
almennt um skólann. Þetta er allt
Netið notað
til að kanna
viðhorf nem-
s
enda í VI
gert með internetforritum innan-
húss og fara nemendurnir bara inn
á internetið og svara þessum
spurningum, og niðurstöður liggja
í raun og vera strax fyrir ef menn
vilja.
Það er margt sem kemur fram í
þessu og við sjáum t.d. mismun-
andi álag í greinum og hvaða aug-
um nemendur líta það, við sjáum
hvernig ákveðin fög standa hjá
mismunandi árgöngum og við sjá-
um hvernig einstakar greinar
standa. Síðan fá kennarar slnar
niðurstöður ásamt almennu yfirliti
um skólann, og þannig fá menn
þarna nokkuð ítarlega sundurlið-
aða svörun um afstöðu nemenda til
þeirra. Nú má kennslan hins vegar
ekki verða vinsældakeppni, en það
er hveijum manni hollt að fá að
heyra í viðskiptavinum sínum,“
sagði Freyr.
Fjarðarlistinn
Magnús
Jón hafnaði
22. sætinu
ÓVÍST er hvort Magnús Jón
Ámason, bæjarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í Hafnarfirði, mun
taka sæti á lista Fjarðarlistans.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var honum boðið 22.
sætið en hann hafnaði því. í
skoðanakönnun um skipan á
listann varð hann í fjórða sæti.
Kjömefnd er enn að störfum
en leggja þarf tillögu þeirra að
lista fyrir félagsfund Alþýðu-
bandalagsins til samþykktar,
fyrir stjómarfund hjá Jafnaðar-
mannafélaginu og fyrir þær
konur af Kvennalista sem taka
þátt í framboðinu.
Kristján Bersi Ólafsson, for-
maður stjómar Fjarðarlistans,
sagðist ekki vilja tjá sig um
framboðslistann þar sem kjör-
stjómin hefði enn ekki lokið
störfum. Sagðist hann gera ráð
fyrir að listinn yrði lagður fram
í dag.
Samkvæmt skoðanakönnun
sem gerð var varð Lúðvík
Geirsson, bæjarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, í fyrsta sæti, Val-
gerður Halldórsdóttir í öðm
sæti og Guðmundur Rúnar
Amason i þriðja sæti.
Mótmæla stækkun og ótakmark-
aðri lögsögu Þingvallanefndar
IBUAR í Þingvallasveit samþykktu samhljóða
ályktun á fundi í vikunni þar sem mótmælt er fyr-
irætlunum í lagafrumvarpi um mikla stækkun
þjóðgarðsins á Þingvöllum og ótakmarkaðri lög-
sögu Þingvallanefndar á nánast allri Þingvalla-
sveit og Þingvallavatni.
„Við íbúar þessa svæðis ætlumst til að okkur sé
treyst til að lifa hér við almenn lands- og stjórn-
sýslulög eins og öðrum þegnum landsins," segir í
ályktuninni.
Ennfremur segir að í ofangreindu fmmvarpi
komi fram að Þingvallanefnd fullyrði að friðun á
landi utan hins friðhelga lands skuli ekki standa í
vegi fyrir því að landeigendur, ábúendur og aðrir
sem þar eigi nytjarétt geti haft hefðbundin beitar-
og búskaparafnot af nytjalandi sínu. Ur því engu
eigi að breyta er spurt hvers vegna þörf sé á svo
stóm vemdarsvæði og hvers vegna þörf sé á svo
víðtækum heimildum gagnvart öllum framkvæmd-
um, heimildum til eignarnáms og kaupum á mann-
virkjum. Þá er spurt í þriðja lagi hvernig hægt sé
að gæta þess við framkvæmd friðunar að vatni á
yfirborði og gmnnvatni á svæðinu verði ekki spillt
eða það mengað þegar friðunin eigi ekki að ná yfir
allt Þingvallasvæðið og land Hitaveitu Reykjavík-
ur sé undanskilið i friðuninni.
Ingibjörg J. Steindórsdóttir, sem situr í hrepps-
nefnd Þingvallasveitar, sagði að auk mikillar
stækkunar þjóðgarðsins séu íbúar að mótmæla
þeirri stjórnsýslu sem Þingvallanefnd eigi að fá yf-
ir sveitinni. Það sé eiginlega verið að búa til þriðja
stjórnsýslustigið, því það megi ekkert framkvæma
eða gera án þess að það hljóti samþykki Þingvalla-
nefndar.
Hún vísaði til þess að samkvæmt frumvarps-
drögunum væri óheimilt að gera nokkuð jarðrask
eða reisa mannvirki innan þjóðgarðsins á Þingvöll-
um nema fá til þess samþykki Þingvallanefndar.
Þetta tæki til húsbygginga, vegagerðar, lagningar
raf- og símalína, borunar eftir vatni, töku jarðefna,
vinnslu auðlinda úr jörðu og ræktunar og fram-
kvæmda. Þá segi í frumvarpinu: „Þingvallanefnd
er heimilt að binda samþykki á framkvæmdum
innan þjóðgarðsins þeim skilyrðum sem hún telur
nauðsynleg vegna friðunar samkvæmt lögum
þessum.“
„Þarna finnst okkur náttúrlega að verið sé að
taka stjórnsýsluvaldið af hreppsnefndinni. Það má
segja að það sé óþarfi að vera að láta þetta fara í
gegnum hreppsnefnd,“ sagði Ingibjörg.
Hún sagði að lögin tækju yfir allar jarðii- í Þing-
vallsveit nema tvær, bæði ríkisjarðir og jarðir í
einkaeign. Þá næði stækkunin inn á afréttarlönd í
Laugardal og í Grímsnes.
Sam-mynd-
bönd bjóða
kvikmynd-
ir á mynd-
diski
SAM-myndbönd setja á mark-
að í næstu viku svonefnda
mynddiska, sem eru kvik-
myndir á diski svipuðum
geisladiski. Verða í fyrstunni
boðnar tíu myndir frá banda-
ríska kvikmyndaframleiðand-
anum Wamer. Myndimar
verða aðeins seldar og kosta
1.800 krónur.
Eyþór Guðjónsson, mark-
aðsstjóri Sam-myndbanda, og
Hallgrímur Kristinsson, sem
annast hefur undirbúning á
markaðssetningu, segja
Wamer-fyrirtækið hafa for-
ystu á þessu sviði í Bandaríkj-
unum en nokkur önnur kvik-
myndafyrirtæki sigli í kjölfar-
ið. Þar í landi hefur þessi
tækni, sem nefnd er DVD,
verið í boði í hálft annað ár.
200 myndir frá Warner í
boði um næstu áramót
Næsta miðvikudag verða tíu
fyrstu DVD-myndimar settar
á markað í öllum Evrópulönd-
um samtímis og verður svo
jafnan um hverja mynd. Verð-
ið verður alls staðar það sama
einnig. Gert er ráð fyrir að
undir áramót verði ekki færri
en 200 myndir í boði í Evrópu
frá Warner.
Á kvikmynd á mynddiski má
velja á milli átta tungumála og
32 textaðra þýðinga. Þá má
nefna þá nýjung að á slíkum
diski má á vissum kvikmynd-
um skoða einstök atriði út frá
fleiri en einu sjónarhomi.
Forráðamenn Sam-mynd-
banda telja myndgæði meiri á
þessum diskum og segja út-
breiðsluna verða hraða.
Nefndi Hallgrímur sem dæmi
að ári eftir að myndbandstæki
komu á markað höfðu 33 þús-
und selst í Bandaríkjunum, 30
þúsund geislaspilarar eftir árið
og 250 þúsund spilarar fyrir
mynddiska en gera má ráð fyr-
ir að verð þeirra hérlendis sé
60-80 þúsund krónur. Hægt er
einnig að nota tölvur til að
spila DVD-diska á.