Morgunblaðið - 18.04.1998, Síða 6
t : i'IA í í! lAdJI/.i): 'AJ
6 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
FRÉTTIR
aiGAJaííUDHOM
MORGUNBLAÐIÐ
Veitingahúsinu Árbergi lokað vegna matareitrunar í fermingarveislum
Grunur beinist að nauta-
kjöti eða brúnni sósu
HEILBRIGÐISEFTIRLIT
Reykjavíkur telur líkindi benda til
þess að „roast beef‘ eða heit brún
sósa hafi valdið sýkingu sem herjað
hefur á um það bil 150 manns sem
sóttu fimm fermingarveislur á höfuð-
borgarsvæðinu á skírdag.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
hefur stöðvað starfsemi veitinga-
hússins Arbergs við Armúla vegna
gruns um að ástæðu sýkingarinnar
megi rekja til veislufanga sem
keyptar voru þaðan.
Verið er að sótthreinsa veitinga-
húsið og fargað hefur verið úrbein-
uðu kjöti sem fannst þar af því að
ekki var unnt að staðfesta að um ör-
ugg matvæli væri að ræða, að sögn
Rögnvaldar Ingólfssonar, sviðsstjóra
matvælasviðs hjá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur.
Rögnvaldur segir að Heilbrigðis-
eftirlitið hafi haft góða samvinnu við
veitingamanninn í Árbergi um rann-
sókn málsins. Þar hafi ekki fundist
ólöglegar vörur, svo vitað sé, en með-
an á rannsókn standi og þar til unnt
verði að tryggja að staðurinn sé ör-
uggur gagnvart sýkingarhættu hafi
starfsemin verið stöðvuð. „Rannsókn
stendur ennþá yfir og meðan sótt-
hreinsun á staðnum er ekki lokið get>
um við ekki sagt hversu lengi það
verður,“ sagði Rögnvaldur.
Fundur heilbrigðisyfirvalda
I gær komu fulltrúar heilbrigðis-
stofnana og heilbrigðisyfirvalda rík-
isins og sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu saman til fundar í Heil-
brigðiseftirliti Reykjavíkur og báru
saman bækur sínar um ástandið.
Að sögn Rögnvaldar Ingólfssonar
kom m.a. fram að um 65 veislugestir
hafa verið teknii- til viðtals og á
grundvelli svara þeirra hefur líkinda-
reikningur Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur gefið til kynna að líklega
megi rekja sýkinguna til roastbeef
eða heitrar brúnnar sósu. Sýni úr
báðum réttunum eru til rannsóknar,
en niðurstaða er ekki fengin. Sýkla-
deild Landspítalans annast rannsókn-
ir sýnanna og sýna frá sjúklingum.
Lúðvík Olason héraðslæknir í
Reykjavík sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að enn væri beðið nið-
urstaðna rannsókna á 2/3 sýnanna.
„Ræktun úr matarleifum gengur
hægar en ræktun úr saur,“ sagði
Lúðvík.
Orsök enn óþekkt
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu í gær er nú talið víst að sýkingin
verði hvorki rakin til salmoneOa- né
campýlóbacter-sýkla eða annarra al-
gengustu baktería sem finnast í mat-
vælum.
Rögnvaldur segir að verið sé að
kanna hugsanlega aðra sýkla og þótt
menn kunni að hafa kenningar um
hvað valdi sýkingunum sé það ekk-
ert sem hægt er að henda reiður á.
Fólk enn ekki búið að ná sér
Um ástand þess fólks sem veiktist,
en það um það bil helmingur þeirra
300 gesta sem sóttu veislurnar fimm,
segir Rögnvaldur að vitað sé að enn
sé fólk veikt og aðrir séu nú á bata-
vegi. Ekki er vitað um sjúki'a-
hússinnlagnir.
Einkenni matareitrunarinnar eru
niðurgangur, kviðverkir og vægur
hiti við upphaf veikinda. Flestir
veiktust á laugardag eða páskadag-
ana eftir veislurnar á skírdag og seg-
ir Rögnvaldur að sú staðreynd hefði
getað gefið til kynna að salmonella-
sýking væri líkleg en annað er nú
sem sagt komið á daginn.
Rotaðist í
Sundahöfn
VINNUSLYS varð í Sundahöfn um
klukkan tvö í gærdag, þegar verið
var að flytja kost um borð í togarann
Sólborgu. Erlendur skipverji rotað-
ist og var fluttur á slysadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur.
Verið var að flytja kostinn um
borð með krana og slitnaði vírinn,
með þeim afleiðingum að brettið sem
kosturinn var á féll á höfuð skipverj-
ans. Meiðsli hans voru ekki talin al-
varleg.
--------------
Nemendur í sér-
námi fái dreif-
býlisstyrk
SVANFRÍÐUR Jónasdóttir, þing-
maðui' þingflokks jafnaðarmanna,
hefur mælt fyrir frumvai-pi til laga
þar sem lagt er til að það ákvæði falli
brott sem kveður á um að framhalds-
skólanemendur eigi einungis kost á
námsláni en ekki svokölluðum di'eif-
býlisstyrk ef þen stunda sérnám á
framhaldsskólastigi Þess í stað verði
það val þessara nemenda hvort þeir
taki námslán eða þiggi námsstyrk.
Stækkun Járnblendiverksmiðjunnar
Samskip flytja efnið
SAMSKIP og íslenska jámblendi-
félagið hf. hafa samið um að Sam-
skip flytji til landsins allt að sjö þús-
und tonn af byggingarefni, tækjum
og búnaði af ýmsu tagi vegna
stækkunar Járnblendiverksmiðj-
unnar á Grundartanga. Gert er ráð
fyrir að flutningarnir eigi sér stað á
tímabilinu júlí 1998 til júlí 1999 frá
höfnum í Evrópu og Bandaríkjun-
um, aðallega með áætlunarskipum
Samskipa. Á myndinni eru Bjarni
Bjarnason, framkvæmdastjóri ís-
lenska jámblendifélagsins, Ólafur
Ólafsson, forstjóri Samskipa, og í
aftari röð frá vinstri Guttormur
Ólafsson, innkaupa- og sölustjóri
hjá íslenska jámblendifélaginu,
Tryggvi Sigurbjarnason, ráðgjafi
hjá Islenska járnblendifélaginu, Ás-
björn Gíslason, deildarstjóri út-
flutningsdeildar Samskipa, og Ólaf-
ur Steinarsson, deildarstjóri inn-
flutningsdeildar Samskipa.
Ráðning nýs bankastjóra Landsbanka fslands
Mat á lánshæfi átti
þátt í hraða ákvörðunar
EIN af ástæðunum fyrir því að hraði
var hafður á þegar Halldór J. Krist-
jánsson var ráðinn bankastjóri
Landsbanka Islands daginn eftir að
Björgvin Vilmundarson, Halldór
Guðbjarnason og Sverrir Hermanns-
son, fyrrverandi bankastjórar, sögðu
af sér, var að koma í veg fyrir að
bankinn félli í áliti erlendis og það
hefði áhrif á lánshæfi.
Halldór J. Kristjánsson sagði í
gær að tvennt væri mikilvægt í sam-
bandi við lánshæfi Islands erlendis.
Bæði Moody’s og Standard & Poor’s
hefðu talað um það lengi vel að eign-
arhald ríkisins á fjármálakerfinu á
íslandi væri eitt af því, sem hefði
neikvæð áhrif á lánshæfismat á ís-
landi. Þegar lánshæfismat var hækk-
að hefði ein af ástæðunum fyrir þvi
verið hinar miklu breytingar, sem
fyrir dyrum stóðu á íslenskum fjár-
magnsmarkaði.
„Það var þess vegna rpjög mikil-
vægt til að styrkja það traust í sessi
að það yrðu alveg fumlaus skipti við
þessar aðstæður og það yrði þeim al-
veg ljóst að öll áform þar að lútandi
hefðu í engu raskast," sagði hann.
„Þetta vom mjög mikilvæg skilaboð,
sem stjórnvöld sendu með því að
grípa svona hratt inn í myndina."
Halldór sagði að þær umræður,
sem átt hefðu sér stað um Lands-
bankann vegna risnu- og laxveiði-
mála, hefðu spurst hratt út í ákveðn-
um hópum erlendis.
Helstu viðskiptabankar
íslands fylgjast með
„Þeir, sem á annað borð fylgjast
með íslenska fjármálamarkaðnum,
fylgjast býsna náið með honum,“
sagði hann. „Allar fréttir af þessu
tagi og umræður spyrjast hratt út
meðal þeirra, sem fylgjast vel með.
Ég er ekki að segja að þetta sé stór
hópur á alþjóðavísu, en það er sá
hópur, sem ræður um lánskjör og
viðskiptavild Islands og íslenskra
fjármálastofnana.“
Að sögn Halldórs er þarna um að
ræða þá banka, sem mest hafa lánað
til íslands í gegnum tíðina, og þá
ákveðna starfsmenn, sem sæju um
þau mál. Þetta ætti við um flestar af
stærri alþjóðlegum lánastofnunum,
sem yfirleitt hefðu Norðurlanda-
deildir.
„Hin hliðin í sambandi við sam-
skiptin við Moody’s og Standard &
Poor’s er að bankinn sjálfur þarf að
viðhalda góðu lánshæfismati og
auka og bæta möguleika sína til fjár-
mögnunar erlendis," sagði hann.
„Það var þess vegna líka mikilvægt
fyrir hlutafélagið Landsbanki Is-
lands hf. að þetta gerðist hratt og
örugglega."
Það er mat Halldórs að þessi
hröðu viðbrögð stjórnvalda hafi haft
tilætluð áhrif. Hann kvaðst þekkja
nokkuð vel tO hjá lánshæfismatsfyr-
irtækjunum.
„Ég þekki mjög vel aðila hjá þess-
um fyrirtækjum, sem sjá um ís-
land,“ sagði hann. „Ég hef hitt þetta
fólk reglulega þegar það kemur
hingað, bæði til að skoða einstök fyr-
irtæki og landið sjálft. Það hefur
vafalaust verið jákvætt."
TEKIST á við sjóbirting í svokölluðum „Stöðvarhyl" í Varmá.
Borgarstjóri um hugmyndir
Miðborgarsamtakanna
Framtíðarsýn
næstu árþúsunda
Gott í Eld-
vatni - rýrt
í Skaftá
ÁGÆT veiði hefur verið í Eldvatni
á Brunasandi allra síðustu daga.
Einn daginn veiddust til dæmis 7
birtingar, daginn áður 9 og þar á
undan 14 stykki. Mest eru menn
að draga bjarta geldfiska 2-4
punda, en gamlir hrygningarfisk-
ar eru einnig í bland og hafa þeir
vegið allt að 7 pund.
„Það var fín veiði þarna og
greinilega talsvert af fiski. Það
var alveg tilefni til að veiða mun
meira en þessa sjö sem við feng-
um, en við tókum það létt, fórum
seint út, hættum snemma og ein-
beittum okkur að því að leyfa
strákunum að ærslast með stang-
irnar. Það vilja verða talsverð læti
í kring um þá og þama þarf að
fara varlega og hvíla á milli. Þeir
veiddu enn meira sem vom á und-
an okkur og þeir fengu einnig
stærri fiska. Við voram mest með
2-3 punda birtinga, en hinir fengu
allt að 7 punda. Þetta er mest tek-
ið neðarlega í ánni og spónn hefur
verið drýgstur, „Buck’s Special"
og ýmsir „spinnerar". Við fengum
líka nokkra á fiugu og það er gott
að koma henni við þama,“ sagði
Jörandur Guðmundsson í samtali
við Morgunblaðið í gær, en hann
var nýverið við veiðar f Eldvatni.
Þorsteinn Gíslason í Nýjabæ við
Skaftá sagði að vorvertíðin hefði
að þessu sinni verið ein sú rýrasta
f nokkur ár. „Þetta leit ekkert illa
út fyrst í vor, það var mikill fískur
á hrygningarslóðunum haustið f
fyrra og þeir sem veiddu fyrstu
dagana urðu vel varir og veiddu
vel. Síðan versnuðu skilyrðin svo
mjög að botninn datt úr veiðinni.
Nú er áin að skána aftur og það
verða menn við veiðar um helgina.
Ég er því að vona að endasprett-
urinn verði góður, en það fer hver
að verða síðastur, birtingurinn fer
að síga niður þegar hlýnar," sagði
Þorsteinn.
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir það áhugavert við
framtíðarsýn Miðborgarsamtaka
Reykjavíkur um þéttingu byggðar
og byggingu 25 þúsund manna
hverfis á uppfyllingu við Akurey að
þar sé útópía á ferðinni sem geti
verið mikilvæg þegar mótuð sé
framtíðarsýn fyrir borgina næstu
árþúsund. Hins vegar sé það nokkuð
öfugsnúið að þjóð sem eigi meira
land en nokkur önnur þurfi að búa
til svo mikið land eins og lagt sé til.
„Það eru ýmsir sem hafa sett fram
í gegnum tíðina útópískar hugmynd-
ir varðandi skipulag Reykjavíkur og
þær hafa haft áhrif á kannski hugs-
un manna og hugmyndir um skipu-
lag og þróun byggðar. Að því leytinu
eru þær mjög mikilvægar," sagði
Ingibjörg Sólrún.
Hún sagðist reikna með að í
framtíðarsýn Miðborgarsamtaka
Reykjavíkur um byggð á uppfyll-
ingu við Akurey væri höfð háhýsa-
byggð til að ná því að landfyllingin
gæti orðið arðbær.
„Mér finnst þetta svolítið úr takt
við karakter borgarinnar," sagði
Ingibjörg Sólrún.
„Ég hef verulega gaman af því
þegar fólk leyfir sér að fara dálítið á
flug eins og Miðborgarsamtökin
gera í tillögum sínum sem þau ætla
að kynna á ráðstefnu á morgun,"
sagði Guðrún Ágústsdóttir, borgar-
fulltrúi og formaður skipulags- og
umferðarnefndar Reykjavíkur.
„Mér finnst ekki fráleitt að upp-
fyllingar nýtist meira íbúðabyggð.
Uppfyllingar hafa hingað til mest
nýst hafnsækinni starfsemi í borg-
inni með einni undantekningu sem
er bryggjukerfið i Grafarvogi," seg-
ir Guðrún.
Henni finnst þó í fljótu bragði
hæpið að reisa háhýsi í borginni þar
sem þau skapi ókyrrð í kringum sig
og séu vindsækin. Einnig þyrfti þá að
gæta að útsýnisskerðingu og fleiru.