Morgunblaðið - 18.04.1998, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Rafrænn
OROPAR
Laugaveji 27 * Rayk|avík
Kimxsbraut 112 • Kópavogi
3
B
w
i
Þessi fyrirtæki veita öllum sem
greiða með VISA kreditkorti
rafrænan afslátt
Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt
FRÍÐINDAKLÚBBURINN
www.fridindi.is • www.visa.is
www.mbl.is/fasteignir
Breytt fundarsköp rædd
í borgarstjórn
Tækifæri
verði til
andsvara
KYNNTAR voru í borgarstjórn sl.
fimmtudag tillögur um breytingar á
samþykkt um stjóm borgarinnar
og fundarsköpum. Meðal hug-
mynda er að leyfa strax andsvör við
ræðum borgarfulltrúa í stað þess
að menn þurfi að skrá sig á mæl-
endaskrá sem þýðir að margir
gætu hafa rætt ýmis önnur málefni
en þau sem borgarfulltrúar vilja
svara.
Guðrún Ágústsdóttir, borgarfull-
trúi Reykjarvíkurlistans, og Árni
Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins, endurskoðuðu sam-
þykktina og lögðu til nokkrar
breytingartillögur. Sögðu þau horft
til fundarskapa Alþingis þegar lagt
væri til að leyfa andsvör við ræðum
borgarfulltrúa áður en næsti maður
á mælendaskrá fer í pontu. Telja
borgarfulltrúarnir að með því yrði
umræðan líflegri og markvissari og
tóku aðrir borgarfulltrúar undir
það í umræðum um málið. Þá er
lagt til að tveggja mánaða hlé geti
verið á fundum borgarstjórnar yfir
sumarið eins og hefur verið en að
það sé ekki bundið við mánuðina
júlí og ágúst eins og nú er.
Þá lagði Pétur Jónsson til að
breytt yrði þeirri hefð sem verið
hefur við umræður í borgarstjórn
að ekki séu rædd málefni frá borg-
arráði sem frestað hefur verið þar.
Töldu sumir borgarfulltrúar að
nauðsynlegt væri einmitt að ræða
mál sem borgarráð hefði til með-
ferðar áður en þau væru afgreidd
þar.
Hnika megi til
fundardögum
Þá kom fram sú hugmynd að
hnika mætti til fundardögum borg-
arstjórnar sem ákveðnir eru fýrsta
og þriðja fimmtudag hvers mánað-
ar. Fundir falla niður ef þessa daga
ber upp á almennan frídag. Töldu
borgarfulltrúar of langan tíma geta
liðið milli funda og gæti það tafið
afgreiðslu brýnna mála, ekki síst ef
margir fundir lentu á þessum frí-
dögum.
Ognir við undirdjúpin
Þrávirk, lífræn
efni í gildru á
Norðurhjara?
DOKTOR Össur
Skarphéðinsson al-
þingismaður, líf-
fræðingur og ritstjóri, flyt-
ur síðasta fyrirlesturinn í
röð slíkra á vegum Sjávar-
útvegsstofnunar í tilefni af
ári hafsins, i sal 4 í Há-
skólabíói í dag klukkan
13.15. Fyrirlestur Össurar
nefnist Ógnir við undir-
djúpin þar sem hann mun
fjalla um mengun hafsins
og blikur á lofti þar að lút-
andi.
„Hið merkilega er þegar
maður skoðar mengun
hafsins að viðbrögð okkar
beinast einkum að dramat-
ískum og sýnilegum at-
burðum. Mengun af völd-
um slysa á olíuflutninga-
skipum er eitt dæmi en hún
er innan við 5% af allri olíu-
mengun hafanna. Dagleg losun af
völdum umferðar olíuskipa á höf-
unum veldur á hinn bóginn 19-20
sinnum meiri mengun en oh'uslys-
in. Þetta hlutfall er mjög sláandi.“
- Hvað arwað ógnar hafínu en
olíumengunin?
„Olían er auðvitað skelfilegur
mengunarvaldur en hún er þó líf-
rænt efni sem brotnar niður.
Fimm alþjóðlegir samningar, sem
miða að því að takmarka mengun
úti á höfunum fi-á skipaumferð,
hafa verið gerðir en almenn meng-
un í hafi er einungis fimmtungur af
því sem höfin sæta. Um 80% koma
frá landstöðu og enginn bindandi
alþjóðlegur samningur hefur verið
gerður um slíkt ennþá.“
- Hvaða hættur steðja helst að
Norðurhöfum?
„Eitt af því sem við íslendingar
óttumst er geislavirk mengun frá
Sellafield. Sesín 137 mælist í
Norðurhöfum og fiskinum þar og
því mun ég ræða flutningsleiðir
hingað. Síðan mun ég fjalla sér-
staklega um nýtt efni, teknisíum,
sem farið er að sleppa í talsverðu
magni frá Sellafield og virðist ber-
ast hraðar norður á bóginn. Það er
frábrugðið sesíni að því leyti að
vera algerlega manngert efni og
gríðarlega lífseigt. Helmingunar-
tími þess er 213 þúsund ár og mað-
ur veit ekki hvaða áhrif það kann
að hafa í framtíðinni. Vitað er hins
vegar að það mun vera með okkur
svo að segja til eilífðar."
- Hvað fleira mun koma til með
að hafa éhrif á lífríki hafsins?
„Þynning ósonlagsins kann að
hafa áhrif í framtíðinni en aðalmál-
ið sem varðar Island og ég mun
fjalla um er þrávirk lífræn efni á
borð við DDT og PCB-efni. Þau
eru lífseig og rokgjörn, gufa upp
þegar hlýnar og berast með
straumum, og þegar kólnar falla
þau til jarðar aftur. Einhvern tím-
ann munu þau berast með vindum
inn á kaldari svæði, til dæmis
Norðurhjarann eða Norðurhöf.
Falli þau niður fyrii- norðan Island
eru þau komin inn á svæði þar sem
hlýnar aldrei nóg til þess að ferða-
lagið haldi áfram og safnast þar
saman. Þetta er kallað --------------------
kuldagildra Norður- Fólk kann að
hafanna.“ verða hrætt
- Hvaða afleiðmgar -- fi k ,
getur það haft fyrir Vl° T'SKneyslU
samfélög þar?
Össur Skarphéðinsson
► Össur Skarphéðinsson fæddist
í Reykjavík árið 1953. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 1973, BS-
prófi í líffræði frá Háskóla ís-
lands árið 1979 og doktorsprófi í
lífeðlisfræði frá háskólanum í
Austur-Anglíu árið 1984. Að því
búnu stundaði hann framhalds-
rannsóknir á vaxtar- og kyn-
hormónum laxfiska í Lundúnum.
Össur hefur gegnt starfi sem rit-
stjóri Þjóðviljans og Alþýðu-
blaðsins og er núna ritstjóri DV.
Hann var lektor við Háskóla Is-
lands eitt ár, aðstoðarforsljóri
Reykvískrar endurtryggingar
og náði lyöri til Alþingis árið
1991. Össur var umhverfisráð-
herra árið 1993. Hann er kvænt-
ur dr. Árnýju Erlu Sveinbjörns-
dóttur og eiga þau hjónin dótt-
urina Birtu Marsilíu.
„Þar sem þessi efni brotna ekki
niður flytjast þau upp fæðukeðj-
una; frá þörungum í svifkrabba-
dýr, sem eru fæða fiska. Þeir
verða selum að bráð sem sjálfir
eru étnir af tannhvölum og ís-
björnum. Á toppi fæðukeðjunnar
trónir maðurinn í sumum tilvikum.
í ljós hefur komið að hvergi í
heiminum hafa mælst jafn gríðar-
lega há gOdi af þessum efnum og í
spendýrum Norðurhjarans.
Enn er miklu minna af þessum
efnum í fiski hér við strendur en
úti í heimi. Við borðum hins vegar
meiri fisk en aðrir og í móðurmjólk
íslenskra kvenna hafa fundist af-
leiður þessara efna í þriðjungi
hæira magni en í Evrópu þar sem
mengunin ætti þó að vera meiri.
Þetta eru váleg tíðindi.
Vitað var að þessi eftii gætu vald-
ið alls kyns sjúkdómum, bilun í
ónæmiskerfi, örvað krabbamein,
aukið ofnæmissvörun og fleira en
nú hefur nýlega komið í Ijós að þús-
und sinnum minna magn þeirra en
áður var talið hættulegt getur vald-
ið öðruvísi skaða. Fóstur manna og
dýra virðast til dæmis mjög næm
fyrir mjög lágu magni þessara efna,
sem valda að vísu ekki beinum sjá-
anlegum skaða en hafa áhrif á
taugakerfi og heila. Einnig hafa
þau verið tengd ófrjósemi.
Við íslendingar þurfum að berj-
ast mjög harkalega gegn þessu,
meira en við gemm í dag, á al-
þjóðavettvangi. Árangurinn mun
kannski ekki sjást fyrr en eftir
áratugi eða aldir en það er engu að
síður mjög mikilvægt. Mikil um-
ræða um þessi heilsu-
spillandi áhrif, sem til
dæmis hefur verið í
Bandaríkjunum, kann
að leiða til þess að fólk
“verði hrætt við að
borða fisk. Ef fólk áttar sig á því
að þessi efni muni safnast saman á
Norðurhveli kann að draga mikið
úr fiskneyslu. Því þarf að svara
með vöktun á umhverfinu svo
alltaf séu til reiðu upplýsingar sem
sýna að fiskurinn okkar er laus við
geislavirkni og að minna sé af þrá-
virkum lífrænum efnum hér en
annars staðar.“