Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 10

Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 10
10 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Breytingartillögur borgarstjóra við samþykktir um stjórn Reykjavíkur Almenn atkvæðagreiðsla um fjárfrek verkefni Borgarstjóri hefur fylgt sjálfstæðis- mönnum eins og skugginn, segir í yfir- lýsingu sjálfstæðismanna BORGARSTJÓRI kynnti á fundi borgarstjómar í fyrradag tillögu sína um að vilji borgaryfirvöld ráð- ast í fjárfrekar framkvæmdir skuli efnt til almennrar atkvæðagreiðslu ef tiltekinn fjöldi borgarbúa óskar þess. Lagði borgarstjóri til að framhaldsumræða um tillöguna færi fram þegar ný borgarstjórn hefur verið kjörin. I frétt frá borg- arstjórnarflokki sjálfstæðismanna í gær segir að tillögur borgarstjóra séu dæmi um mál sem tekin séu upp beint eftir sjálfstæðismönnum í borgarstjóm. Tillaga Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra er svohljóðandi: „Ef Reykjavíkurborg fyrirhugar að ráðast í ákveðna framkvæmd og áætlaður heildar- kostnaður borgarinnar vegna hennar nemur hærri fjárhæð en áætluðum fimmtungi árlegra skatt- tekna borgarinnar á yfirstandandi reikningsári, er skylt að efna til al- mennrar atkvæðagreiðslu ef 1/4 hluti þess fjölda sem þátt tók í næst umliðnum borgarstjórnar- kosningum óskar þess. Ósk um al- menna atkvæðagreiðslu skal ber- ast innan 90 daga frá samþykkt borgarstjómar vegna framkvæmd- arinnar. Komi slík ósk fram og hún uppfyllir þau skilyrði sem hér em sett, ber borgarstjórn að fresta fyrirhugaðri framkvæmd þar til at- kvæðagreiðsla um málið hefur far- ið fram. Atkvæðagreiðslan skal fara fram samhliða næstu borgar- stjómarkosningum, þó getur borg- arstjóm ákveðið að efnt skuli til at- kvæðagreiðslu fyrr. Niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu er bind- andi um afgreiðslu málsins ef 3/4 hlutar atkvæðisbæma manna í Reykjavík tekur þátt í henni.“ Við umræður í borgarstjórn sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að þessi tillaga hefði til dæmis náð til Nesjavallavirkjunar, sem áætlað er að kosti um fjóra milljarða króna og til ráðhússins í Reykja- vík. Hún sagði að fjórðungur þeirra sem þátt tók í síðustu borg- arstjómarkosningum væri rúm- lega 16.500 manns en vel mætti hugsa sér að miðað væri við fimmta hluta sem væri þá liðlega 13 þúsund manns. Sýndarplagg, segir minnihlutinn Ámi Sigfússon, borgarfulltrái Sjálfstæðisflokksins, sagði þessa tillögu gamalkunnuga, hún væri úr stefnuskrá R-Iistans frá því fyrir síðustu kosningar. Sagði hann til- löguna sýndarplagg og spurði af hverju hún hefði ekki verið lögð íram á síðasta kjörtímabili svo hægt hefði verið að fjalla um hana á ný og koma í gagnið. Svaraði borgarstjóri því til að þáverandi meirihluti hefði jafnan lítt tekið undir tillögur minnihlutans þá og því vart að vænta brautargengis þeirra. Sagði borgarstjóri hug- myndina að Ijúka fyrri umræðu um tillöguna nú en viðhafa framhalds- umræðu eftir kosningar. Kvaðst hún sannfærð um að tillagan yrði einnig samþykkt við síðari umræðu af borgarstjóm sem þá myndi ráða ríkjum. Jafnframt lagði borgarstjóri fram í fyrradag tillögu um að borg- arstjóm geti efnt til almennrar at- kvæðagreiðslu í Reykjavík eða til- teknum borgarhverfum til þess að kanna vilja kosningarbærra íbúa um tiltekið málefni. „Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er ekki bind- andi um afgreiðslu málsins íyrir borgarstjóm nema að hún hafi fyr- irfram ákveðið að svo skuli vera,“ segir einnig í tillögunni en báðar tillögumar varða breytingu á 19. grein samþykktar um stjóm Reykjavíkur og fundarsköp borg- arinnar. Tók upp tillögu sjálfstæðismanna I frétt frá borgarstjómarflokki sjálfstæðismanna í gær segir að til- lögur borgarstjóra séu dæmi um mál sem tekin séu upp beint eftir sjálfstæðismönnum í borgarstjóm. „Tímsaetning tillögu borgarstjóra kemur ekki á óvart. Skömmu fyrir páska kynntu sjálfstæðismenn rót- tækar tillögur um aukið lýðræði í borginni. Þar var gert ráð fyrir að borgarbúar fengju að kjósa ef þeir væm ósáttir við tilteknar ákvarðan- ir í skipulagsmálum," segir m.a. í frétt sjálfstæðismanna. Síðan segir: „Borgarstjóri hefur haft þann hátt á undanfarna mánuði að gera tillög- ur og ábendingar sjálfstæðismanna að sínum. Borgarstjóri hefur þannig fylgt sjálfstæðismönnum eins og skugginn í umræðunni um samgönguvandamál í Grafarvogi og einkaframkvæmdir á Sundabraut.“ Þá segir að sú árátta borgar- stjóra að elta tillögur sjálfstæðis- manna stafi væntanlega af löngun hennar til að kenna sig við góðar hugmyndir og forðast deilur. Styðji það þá skoðun að eina markmið R- listans sé áframhaldandi seta á valdastólum i borgarstjóm fremur en vilji tl ákveðinna verka. Veitt lausn um stundarsakir GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra hefur veitt Ágústi Guðmundsyni lausn um stundarsakir frá embætti forstjóra Landmælinga íslands, með vísun til skýrslu Ríkis- endurskoðunar um fjárhagsleg sam- skipti Ágústs við Landmælingar. I fréttatilkynningu frá umhverfis- ráðuneytinu kemur fram að því hafi borist athugasemdir forstjórans við skýrslu Ríkisendurskoðunar og um- sögn Ríkisendurskoðunar um at- hugasemdir forstjórans. í ft-amhaldi af því hafi málinu verið vísað til nefndar sem skipuð er samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna og forstjóranum verið veitt lausn frá störfum meðan málið er þar til meðferðar. I samræmi við lögin verður það síðan nefndarinnar að gera tillögu um hvort Ágústi, sem nýtur hálfra launa meðan málið er til meðferðar, verði veitt embættið að nýju eða hann verði varanlega leystur frá störfum. Fækkar um 139 í þjóðkirkjunni Á FYRSTA ársfjórðungi þessa árs var í þjóðskrá gerð 331 breyting á trúfélagsskráningu samanborið við 316 árið áður. Flestar þessar breytingar voru vegna brottskráningar úr þjóðkirkj- unni í þann hóp sem stendur utan tráfélaga. AIls voru 194 skráðir úr þjóðkirkjunni á fyrsta fjórðungi árs- ins samanborið við 192 á sama tíma í fyrra. Á móti 194 brottskráðum komu 55 nýskráðir í þjóðkirkjuna á fyrsta fjórðungi ársins. Brottskráðir umfram nýskráða voru því 139 sam- anborið við 163 á sama tíma í fyrra. Af þeim 194 sem létu skrá sig úr þjóðkirkjunni létu 58 skrá sig utan tráfélaga. Athugasemd með nokkrum dæm- um frá Sverri Hermannssyni Morgunblaðið/Ásdis INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra tekur í hönd Daníels Þórarinssonar, formanns landsnefndar, við undirritun samstarfssamn- inga Lionshreyfingarinnar og samstarfsaðila átaksins í gær. „Leggjum öldruðum lið“ ÉG HAFÐI ekki hugsað mér að eiga orðastað við ríkisendurskoð- anda úr þvi sem komið er, en neyð- ist til að greina í örfáum orðum frá því hvernig þessum opinbera starfs- manni þóknaðist að halda á málum gagnvart mér. Ríkisendurskoðandi, eins og allir aðrir málinu viðkomandi, vissi að ég myndi verða fjarvistum í dymbil- viku. Áður en ég fór fullvissaði hann mig um að ekkert, alls ekkert, myndi frá honum fara um athugun hans áður en mér gæfíst kostur á að gera athugasemdir við það sem að mér sneri. Ég hélt af landi brott laugardaginn 4. apríl. Miðvikudag- inn 8. apríl var heiðursmaðurinn Sigurður Þórðarson búinn að svíkja þetta loforð. Þegar ég spurði hverju gegndi sagði hann að mikill þrýst- ingur væri á sig og vísaði sérstak- lega á Kjartan Gunnarsson í því sambandi. Ég gekk úr skugga um í samtali við Kjartan að þetta voi-u ósannindi. Á skírdag, 9. apríl, átti ég enn tal við Sigurð og gekk mjög fast á hann um að frekari upplýsingar yrðu ekki öðrum gefnar fyrr en ég gæti komið svörum við, ella hlyti ég að koma heim þegar í stað. Sigurður lýsti því þá yfir að ekkert myndi frekar frá honum fara fyrr en á þriðjudaginn eftir páska enda „ætla ég ekki að hafa það yfir höfði mér að þið Björgvin fáið ekki að gera grein fyr- ir ykkar rnálum". Ég veit ekki nákvæmlega hvenær Sigurður var búinn að svíkja þetta loforð, en föstudagurinn langi var a.m.k. ekki liðinn þegar hann hafði lokið því af. Skýring embættis- mannsins var sú að hann yrði að svíkja loforð sín vegna þrýstings, í þetta skiptið skildist mér frá við- skiptaráðherra. Eins og gefur að skilja hef ég ekki gengið úr skugga um sannleiksgildi þessa, enda úti- lokað. Á laugardag fyrir páska, frekar en páskadag, tjáir Sigurður mér að ég megi koma og hitta sig strax annan í páskum þegar ég verði landfastur. Að kvöldi hins annars fékk ég senda þriðju skýrslu Sig- urðar án þess að mér gæfist kostur á athugasemdum. í henni var hið sama upp á teningnum og í fyrri skýrslum um risnukostnað Sverris Hermannssonar; sem hér skulu birt sýnishorn af: 1. Skv. tillögu Helga S. Guð- mundssonar í bankaráði í des. 1996 fór bankaráð og bankastjóm ásamt mökum í jólahlaðborð að Hótel Loftleiðum. Það fylgdi tillögu Helga að Sverri veislustjóra yrði fengin framkvæmdin í hendur. Kostnaður var rúmar 200 þúsund krónur, sem Sverrir Hermannsson kvittaði fyrir og staðlar ríkisendurskoðanda sögðu honum að ætti að færa á einkareikning Sverris. 2. í mörg ár hefi ég verið umsjón- armaður með starfsemi Landsbank- ans á Norðurlandi og farið árlega a.m.k. í vikuheimsókn hverju sinni til útibúa og helstu viðskiptavina. Allan þennan kostnað upp á hund- ruð þúsunda eða meir setti ríkis- endurskoðandi á prívat reikning minn í fyrstu þrem atrennunum í skýrslugerð sinni. 3. Síðdegishóf fyrir 650 stúdenta var í fyrstu þrem atrennunum fært inn á prívatrisnu Sverris Her- mannssonar. Kostnaður var krónur 415 þúsund. 4. Það var venja í bankanum að halda hátíð við hvem 100. fund bankaráðs. Upp rann sá dagur að halda skyldi upp á 1700. fundinn og Sverri veislustjóra fengin fram- kvæmdin í hendur. Hann ákvað að halda hátíðina í mötuneyti bankans að Laugavegi 77. Hann ákvað mat- seðil og réð fólk til starfans. Allur kostnaður þessari hátíð viðkomandi, laun starfsmanna og hvað eina, var færður á risnureikning Sverris Her- mannssonar, þar til í 4. atrennu. 5. í tilefni af því að starfsmanna- svið bankans hafði lokið við gerð tólf hundruð starfsmannasamn- inga vegna einkavæðingar bank- ans samþykkti bankastjórnin að starfsfólk sviðsins fengi að fara í jólahlaðborð í Naustið. Kostnaður nam 49.300 krónum. Auðvitað setti ríkisendurskoðandi þetta á einkarisnu Sverris veislustjóra, af því hann kvittaði fyrir. Og þannig áfram endalaust og allt saman inni í hinni frægu 6 milljóna króna tölu sem ýmsir fjölmiðlamenn tönnlast enn á. Og það stóralvarlega í mál- inu er að ríkisendurskoðandi neit- ar að taka allar mínar skýringar gildar út af því sem þá myndi sannast, að öll hans risnufærsla á minn kostnað var bábilja og út í hött. Það vill hann ekki játa á sig og þess vegna neitar hann einföld- um skýringum. Að lokum örfá orð í tilefni af vitn- isburði Árna Tómassonar í sama blaði. Hann er heiðursmaður sem ekki má vamm sitt vita. En hann fann ekki að risnureikningum við mig persónulega né frágangi skjala. Sjálfsagt vegna þess að honum hef- ur verið kunnugt um venjur og siði í bankanum. Vegna viðskipta við Bálk ehf. mun hann hafa orðfært málið áður við formann bankastjórnar sem sá um kaupin á veiðileyfunum af Bálki ehf. alla tíð, en ekki við mig, svo ég muni, fyrr en 27. febráar 1997. Þá kom ég þar inn á skrifstofu Björg- vins þar sem þeir Árni sátu á rök- stólum og Árni segir að hann telji að viðskiptin við Bálk ehf. séu var- hugaverð vegna fjölskyldutengsla minna. Um að hann myndi kæra málið til bankaráðs ef ekki yrði breyting á hafði hann engin orð við mig, enda vita allir sem eitthvað þekkja til Árna Tómassonar að slík- ar hótanir myndu honum aldrei um munn líða. Sverrir Hermannsson. LIONSFÓLK á íslandi hóf form- lega í gær söfnunarátakið Rauð fjöður á Norðurlöndum. Átakið felst að þessu sinni í söfnun til handa öldruðum og nefnist „Leggjum öldruðum lið“. Söfnun- in er samnorræn og taka Lions- hreyfingar á öllum Norðurlönd- unum þátt, en samkvæmt sam- þykkt allsherjarnefndar Samein- uðu þjóðanna er árið 1999 tileink- að öldruðum. Daníel Þórarinsson formaður Landsnefndar Lionshreyfingar- innar kynnti markmið átaksins á kynningarfundi í gær og sagði það vera að leggja öldruðum lið með þvf að stuðla að bættri að- stöðu fyrir þá, bæta aðbúnað þeirra og aðhlynningu, og stuðla að rannsóknum á öldrunarsjúk- dómum. Daníel sagði að þetta væri í sjö- unda sinn sem Lionshreyfingin á íslandi stæði fyrir átakinu Rauð fjöður. í síðustu söfnun, sem fór fram árið 1995, var safnað í sjóð til gigtarrannsókna ogjtá söfnuðust 18 milljónir króna. Aætlanir gerðu hins vegar ráð fyrir að 1 milljarð- ur safnaðist í þessu sameiginlega átaki á öllum Norðurlöndunum, þegar 70 þúsund Lionsfélagar myndu sameinast undir merki Rauðu fjaðrarinnar. Lionsfélagar á fslandi eru um 2.500. Samstarfsfélagar Lions í átak- inu eru heilbrigðisráðuneytið, Landssamband eldri borgara, Fé- lag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga og Félag öldrunarlækna, og undirrituðu fulltúar félaganna samstarfs- samninga á kynningarfundinum í gær. Af heildarsöfnunarfénu verður 20% varið til sameiginlegra vís- indarannsókna til dæmis á öldr- unarsjúkdómum, eins og Alzheimer og elliglöpum en að öðru leyti verður fénu ráðstafað í hverju einstöku landi til að bæta aðstæður aldraðra og auðga líf þeirra. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra flutti ávarp á fundinum og í máli Benedikts Davíðssonar formanns Landssam- bands eldri borgara kom fram að huga þyrfti að málefnum eldri borgara þar sem spá Hagstofunn- ar sýndi að eftir 30 ár yrðu ein- staklingar eldri en 67 ára orðnir um 54 þúsund, en þeir væru um 28 þúsund í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.