Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 12
12 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/RAX
Þróun lífríkis Mývatns undanfarin misseri likist þrdun áranna 1988-1989
Sveiflur í lífríkinu eins
og pendúll sem ýtt er við
Langvarandi breyting hófst í lífríki Mý-
vatns um 1970 en frumorsök þeirrar breyt-
ingar er enn ekki þekkt. Margrét Svein-
björnsdóttir gluggaði í nýútkomið frétta-
bréf Náttúrurannsóknastöðvarinnar við
Mývatn og ræddi við forstöðumanninn,
--7---—---------------------------------
Arna Einarsson, um Mývatnsrannsóknir.
FRAMVINDA lífríkis Mý-
vatns og Laxár undanfarin
misseri líkist mjög þeirri
sem varð árin 1988-1989
þegar átustofnum vatnsins, rykmýi
og krabbadýrum, hrakaði snögg-
lega með tilheyrandi veiðileysi og
fækkun í andastofnum, en svipaðir
atburðir gerðust árin 1970, 1975 og
1983. Á undanfórnum árum hafði
lífríkið annars verið í mikilli fram-
för, átustofnar verið sterkir og önd-
um og silungi fjölgað. Þetta kemur
fram í fréttabréfi Náttúrurann-
sóknastöðvarinnar.
Þar segir einnig að flest bendi til
að tímabilið frá 1970 sé afbrigðilegt
miðað við íyrri tímabil aldarinnar.
Frumorsök þessa sé ófundin og
engin skipuleg leit sé gerð að henni
meðan menn einbeita sér að því að
öðlast skilning á atburðarás ein-
stakra sveiflna. Aðeins tveir mögu-
leikar hafa verið nefndir í hópi
fræðimanna; kísilgúrvinnslan á
vatnsbotninum og hugsanleg en
óþekkt breyting eða atburðarás í
veðurfari.
Ekki víst að
frumorsökin sé sýnileg
„Við verðum að reyna að skiija
atburðarásina til að sjá hvers eðlis
þessar sveiflur eru og við erum
einmitt að fá nokkuð gott yfírlit yfír
það núna. Nú erum við komnir með
nógu mikið af gögnum til að geta
farið að átta okkur á mynstrinu, þ.e.
hvaða stofnar eru að sveiflast og
hvort sveiflumar tengjast ytri þátt-
um. En það er hreint ekki víst að
frumorsökin sé sýnileg. Það er ekki
einu sinni mjög líklegt, miðað við
þau gögn sem við höfum, að sveifl-
umar sjálfar séu í einhverjum takt
við veðrið hverju sinni eða vinnslu á
kísilgúr. Hins vegar stöndum við
frammi fyrir því að það er óvenju-
legt ástand í Mývatni, sem á sér
ekki fordæmi á þessari öld og sem
stendur erum við að reyna að lýsa
þessu ástandi," segir Árni Einars-
son, forstöðumaður Náttúrurann-
sóknastöðvarinnar við Mývatn.
„Þetta er stórt mál vegna þess að
Mývatn er óvenjuauðugt vatn. Þar
eru ótalmargir lífverustofnar sem
þarf að íylgjast með og það er meiri
háttar mál að fylgjast með þeim öll-
um í einu. Við höfum gert þetta í
áföngum og reynt að gera fyrst það
sem er einfaldast og ódýrast. Þar
höfum við notað fuglastofnana sem
einhvers konar mælikvarða á
ástandið. Síðan þurfum við að fíkra
okkur lengra og lengra í áttina að
grundvellinum undir lífríkinu í
vatninu en það verður sífellt erfíð-
ara og dýrara eftir því sem við för-
um lengra niður. Við höfum verið að
fíkra okkur niður eftir fæðukeðjun-
um og það er fyrst núna sem við er-
um að fá niðurstöður úr því, sem er
hægt að horfa á í samhengi. Þegar
því er lokið förum við svo í grund-
völlinn undir þessu öllu saman, en
það er þörungaframleiðslan í vatn-
inu og það sem hún byggir á. Allt
endar þetta niðri á vatnsbotninum,
því þar situr átan að mestu leyti,
þar verða þeir efnaferlar sem mestu
máli skipta og frumframleiðslan í
vatninu fer að mjög miklu leyti fram
þar,“ segir hann.
Greinileg merki um átubrest
Sumarið 1996 sáust greinileg
merki um að áta færi minnkandi,
bæði mý og krabbadýr, og miðað
við fyrri reynslu af sveiflum í lífríld
vatnsins mátti búast við mikilli
fækkun átu á síðasta ári. Fyrsta vís-
bendingin um átubrest var þegar
nær ekkert kom upp úr vatninu af
litlu toppflugu, öðru nafni slæðu-
mýi, þegar þeirrar tegundar var
von fyrri hluta júnímánaðar.
Slæðumý er langalgengasta
mýflugan í Mývatni en athugun á
vatnsbotninum sl. sumar ieiddi í ljós
að nær engar lirfur voru þar af
þeirri tegund. í júníbyrjun kviknaði
talsvert af stóru toppflugu, eða
toppmýi. Lítið virðist hafa komið af
lirfum sem rekja má til þeirrar
göngu, en allmikið var þó af árs-
gömlum toppmýslirfum í vatninu sl.
haust og voru þær nær einu
mýlirfurnar sem sáust í vatninu
þrátt fyrir að víða væri leitað. Að
öllu forfallalausu munu topp-
mýslirfurnar púpa sig og fljúga upp
nú í vor.
Eftir mýgönguna sl. vor kviknaði
rykmý ekki í neinum mæli við vatn-
ið en í Víkingavatni og Svartárvatni
var hins vegar óvenjumikið rykmý á
síðastliðnu sumri og bar mikið á
slæðumýi. Einnig sást talsvert ryk-
mý við Grænavatn.
Þá kemur fram að krabbaáta sú
sem mestu skiptir fyrir endur og
silung, þ.e. kornáta, halafló og
skötuormur, létu nær ekkert á sér
kræla allt sl. sumar en talsvert var
af árfætlum. Mikill þörungablómi
var í vatninu um sumarið og langt
fram á haust og var vatnið brúnleitt
að lit. Lítið virtist vera af græn-
þörungnum kúluskít, a.m.k. rak
hann aldrei á land svo neinu næmi,
þótt oft væri nægilega hvasst.
Mikið var af hornsíli í öllu vatninu
allt sumarið og virðist hrygningin
hafa tekist vel, að því er fram kem-
ur í fréttabréfinu. Þá var bleikju-
veiði þokkaleg framan af vori, þótt
bröndurnar væru kviðþunnar, en
veiðin snöggminnkaði þegar leið á
sumarið. Fæða lileikjunnar var
mest homsíli og bobbar en fyrir
kom að bleikjur höfðu étið fylli sína
af gjallmöl.
Langvarandi breyting
hófst um 1970
Athuganir á fæðuvali algengustu
kafandategundanna á Mývatni stað-
festu að skortur var á eftirsóttustu
átutegundunum. Mest fannst af
stórum mýlirfum og kúluskít í anda-
mögum en einnig bobbum og horn-
síli. Fullorðnar endur horuðust mik-
ið um sumarið. Nær engir ungar
komust upp á Mývatni af hrafns-
önd, skúfönd og duggönd og fáir hjá
rauðhöfða. Talsvert komst hins veg-
ar upp af toppandar- og flór-
goðaungum en þeir lifa á hornsíli,
sem nóg var af. Nokkrir duggand-
ar-, hrafnsandar- og skúfandarung-
ar komust upp á Grænavatni og á
Laxá.
Á Laxá var mikið af húsandar-
ungum og allmikið af straumandar-
ungum en húsandarstofninn hélt sig
að mestu á ánni um sumarið. Þar
var mikið af varglirfu, þ.e. bitmýi,
og var mikill mývargur í lofti um
sumarið og langt fram á haust.
Urriðaveiði var ágæt og urriðinn
óvenjufeitur. Nokkuð bar á hornsíli,
einkum fyrri hluta sumars, og þar
héldu sig toppendur með unga, sem
er nokkuð óvenjulegt.
Skrá um silungsveiði í Mývatni
sem haldin hefur verið allt frá síð-
ustu aldamótum bendir til að ára-
skipti hafí verið að veiðinni en um
1970 hófst langvarandi breyting. Þá
hrakaði veiðinni mjög og hefur að-
eins þrisvar síðan náð ársmeðaltali.
Vitað er að síendurtekinn átuskort-
ur hamlar viðgangi bleikjunnar í
Mývatni. „I lágmarksárum er svo
lítil áta í vatninu og hún hverfur það
snögglega að með nokkrum rétti má
kalla að hrun hafi orðið í lífríkinu.
Átan er nokkur ár að byggja sig
upp að nýju. Fiska- og fuglastofnar
fylgja í humáttina á eftir, hver teg-
und með sínu sniði. Betur er fylgst
með síðustu sveiflu en nokkurri
hinna fyrri og einnig er fylgst með
lífríki þriggja annarra vatnakerfa á
Norðurlandi til samanburðar," segir
í fréttabréfinu.
Sveiflur vegna breytinga sem
lirfur valda á Ieðjuuni?
Vísindamenn við Háskóla íslands
og Náttúrurannsóknastöðina við
Mývatn hafa sýnt þessum sveiflum í
vatninu talsverðan áhuga, þar sem
þær gefa innsýn í orsakasamhengi í
lífríkinu. Fæðukeðjur vatnsins hafa
verið rannsakaðar ítarlega og nú er
unnið að rannsóknum á samspili
slæðumýsins og botnleðjunnar, en
botnleðjan og kísilþörungarnir í
henni eru aðalfæða mýlirfanna, en
um leið byggingarefni í bústaði
þeirra.
Ámi segir eina tilgátu af mörgum
í þessu sambandi vera þá að sveifl-
umar viðhaldist vegna breytinga
sem lirfurnar valda á leðjunni, ann-
að hvort vegna ofbeitar eða með því
að breyta eðliseiginleikum hennar.
„Ef þú býrð þér til hús úr matnum
þínum, þá geta orðið ákveðnir hags-
munaárekstrar. Þegar mjög mikið
mý er getur það farið að hafa áhrif á
sín eigin lífsskilyrði. Þetta getur
haft keðjuverkun í för með sér og
getur komið af stað niðursveiflu í
átustofnunum," segir hann.
„Nú eru tvær rannsóknir í gangi
sem lúta að þessari tilgátu. Ónnur
byggist á því að skoða líkamsstærð
mýflugna. Þegar mýlirfur hafa lítið
að éta verða flugurnar sem af þeim
kvikna mjög smáar, en ef þær hafa
nóg að bíta og brenna meðan þær
em á lirfustigi verða flugurnar stór-
ar. Og það er mjög mikill áramunur
á því hversu stórt mýið er. Þessu
höfum við fylgst með síðan 1977.
Hin rannsóknin byggist á því að
mæla hve mikið mýlirfurnar geta
bundið af botnleðjunni. Hér áður
töldu menn að súrefnisskortur í
vatninu dræpi mýið á nokkurra ára
fresti en sú tilgáta stenst ekki,
þannig að nú leitum við orsakanna í
fæðuskilyrðum mýflugnanna frekar
en efnafræðinni," segir Árni.
Eins og fyrr sagði hefur enn ekki
verið hægt að fullyrða neitt um
frumorsök þess sérstaka sveiílu-
kennda ástands sem hófst í lífríki
Mývatns um 1970. Rannsóknir hafa
hingað til ekki leitt í ljós neinar þær
sveiflur í umhverfisþáttum sem
tengja má beint við sveiflur lífríkis-
ins. Hitt þykjast fræðimenn vita að
sveiflur geti haldið áfram í lífríki „af
sjálfu sér“ hafi þeim verið komið af
stað.
Árni líkir þessu við pendúl sem
ýtt er við. Þannig sjáum við pendúl-
inn sveiflast þó að við höfum ef til
vill ekki verið vitni að því þegar
hann var fyrst hreyfður. Keðjuverk-
un í lífríkinu gæti því sem hægast
viðhaldið sveiflum í Mývatni ein-
hverja hríð eftir að truflun á sér
stað.