Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 25

Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 25 Vopnaeft- irlitið engu nær STJÓRNANDI vopnaeftirlits Sameinuðu Pjóðanna sagðist í gær engu nær um það hvort Irakar hefðu eytt gjöreyðing- arvopnum sínum. Richard Butler segir í skýrslu sinni: „Ef markmið Iraka með deil- unni við Bandaríkin var að hindra vopnaeftirlitið í störf- um sínum má segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt.“ Fádæma vin- sældir Aherns EF MARKA má nýja skoðana- könnun The Irísh Times hefur Bertie Ahern, forsætisráð- herra ír- lands, stuðn- ing 84% landsmanna, meira en nokkur for- sætisráð- herra áður. Vinsældir Aherns nú eru raktar til friðarsamkomulagsins á N- írlandi sem Ahern tók þátt í að móta. Þjóðarfylk- ingin áfrýjar PJÓÐARFYLKING Jean- Marie Le Pens, sem fer með völd í bænum Vitrolles í Frakklandi, ætlar að áfrýja þeirri ákvörðun dómstóls að banna flokknum að verðlauna „sanna“ Frakka með fjárfram- lagi fyrir bameignir. Réttur- inn dæmdi að tilboð flokksins bryti mannréttindi þeirra íbúa Vitrolles sem ekki ættu rætur að rekja til ríkja Evrópu. Létust í snjoflóði TVEIR sænskir skíðamenn fórust í gær í snjóflóði í Nor- egi, í Vauldalen við bæinn Rpros. Voru þeir sjö saman og lenti flóðið á þremur þeirra en einn slapp óskaddaðúr. Nýr forsætis- ráðherra GERT var ráð fyrir því í gær að Tsakhiagiin Elbegdorj, 35 ára gamall fyrrum blaðamað- ur, tæki við sem forsætisráð- herra Mongólíu eftir að rfkis- stjóm landsins hafði sagt af sér fyrr um daginn. Elbegdorj var einn þeirra sem hröktu ríkisstjórn kommúnista frá völdum árið 1990 eftir 70 ára stjórnartíð og kröfðust lýð- ræðislegra kosninga. Ræðir vopna- hlé við Afgani BILL Richardson, sendifull- trúi Bandaríkjastjómar, ræddi í gær við fulltrúa afgönsku stjórnarandstöðunnar. Hann hafði áður átt „mikilvægar" viðræður við ríkisstjórn Talí- bana og vonast til að geta stuðlað að vopnahléi stríðandi fylkinga en Talíbanar náðu völdum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, árið 1996. Ahern Elsta kona heims látin MARIE Louise Meilleur, sem sögð var elsta kona í heimi, dó í fyrradag á hjúkrunarheimili í Ontario-fylki í Kanada. Meilleur var 117 ára og sjö og hálfum mánuði betur þegar hún dó og taldist elsta kona í heimi í Heimsmetabók Guinness eftir að franska konan Jeanne Calment féll frá ekki alls fyrir löngu, 122 ára að aldri. Að sögn hjúkrunarkonu á hjúkrun- arheimilinu, sem er í bænum Corbeil í Ontario, dó Meilleur eðlilegum dauðdaga, en hún hafði lengi verið veikburða og búin að missa að mestu sjón og heyrn. Inn á hjúkrunarheimilið flutti hún þó ekki fyrr en hún var 107 ára. Meilleur fæddist 29. ágúst 1880 í Kamourska í Quebec- fylki í Kanada og giftist tvisvar á ævinni. Flest tíu barna hennar eru látin, aðeins fjögur þeirra Iifa móður sína, en hins vegar skilur Meilleur eftir sig 85 barnabörn, 80 barnabarnabörn og 57 barnabarnabarnabörn. A 117 ára afmælisdegi hennar í fyrra sagði dóttir hennar Rita Guzman að lykillinn að langri ævi móður sinnar væri vinnu- semi. „Hún sagði alltaf að vinnusemi myndi aldrei ganga af neinum dauðum." n hljót* ^nun '°rnum kóláér. ýá frf Forskot tiL framtí Landssíminn mun veita 20 bömum LANDSSÍMASTYRK til tölvunáms hjá Framtíðarbömum allt næsta skólaár. Sækja þarf skriílega um styrkinn til Framtíðarbarna. Umsóknarfrestur er til 20. mai og eiga öll börn á aldrinum 4-14 ára möguleika á að ■< hljóta styrk. ◄ Utanáskriftin er: Framtíðarbörn, Landssímastyrkur, Grensásvegur 13, 108 Reykjavík. Einnig er hægt að senda umsóknir í bréfasíma 553 33 72. Framtíðarbörn eru alþjóðlegur tölvuskóli fyrir böm á aldrinum 4 -14 ára. Námsefnið byggist á þemavinnu þar sem bömin vinna með tölvur og fræðast um tölvutengt efni á skemmtilegan og skapandi hátt. Útibú skólans em í Reykjavík, Keflavík, ísafirði, Vestmaiuiaeyjum, Akureyri, Selfossi, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Hafnarfirði, Akranesi, Dalvik, Sandgerði og Neskaupstað. Upplýsingar og skráning er í síma 553 3322 Nýskráningu í tölvunám hjá Framtíðarbörnum fylgir: Tveggja mánaða kynningaxáskrift hjá Intexneti Landssimans °8 Fxamtíðaxbaxnabolux hePPin böt h° ^nd%> tö^um rrar°tíÖarb s. Erestur tii að sækja um Landssímastyrkinn er til 20. maí. LANDS SIMINN FRAMTÍÐARBÖRN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.