Morgunblaðið - 18.04.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 27
NEYTENDUR
Búfjár-
áburður
í stað til-
búins
áburðar
ÞAÐ eru margir sem vilja fremur
bera búfjáráburð á grasið í görð-
um sínum og á aðrar garðajurtir
en tilbúinn áburð. Að sögn Óttars
Geirssonar jarðraektarráðunautar
stafar þetta af því að í búfjár-
áburði, eins og til dæmis hrossa-
skít, eru öll næringarefni sem
plantan þarf á að halda. Auk þess
örvast smáverulíf í jarðveginum
þegar skíturinn er borinn á og um
leið öll efnaskipti í jarðveginum
sem auðveldar ræktunina.
Það hefur tíðkast lengi að íbúar
höfuðborgarsvæðisins hafa getað
farið upp í Víðidal þar sem
hrossaeigendur eru með sína
hesta á húsi og náð sér þar í
hrossaskít sér að kostnaðarlausu.
Hafa hestaeigendur verið fegnir
að losna við skítinn á þennan hátt.
Að sögn Sigríðar Björnsdóttur hjá
yfirdýralæknisembættinu er þetta
leyfilegt þrátt fyrir að smitandi
hitasótt hafi verið í hrossum í
Reykjavík og víðar að undan-
fórnu. En ekki má fara með skít-
inn út fyrir varnarlínur sem hafa
verið dregnar vegna sóttarinnar
en þær markast nú af Holtavörðu-
heiði og Mýrdalssandi.
Þrjár
gerðir af
vorrúllum
ÞRJÁR nýjar gerðir af Daloon vor-
rúllum úr hrísmjölsdeigi eru að
koma á markaðinn. I fréttatilkynn-
ingu frá Daníel Ólafssyni ltd. kemur
fram að vorrúllurnar séu sérstaklega
stökkar.
Tegundirnar eru Indónesískar
rúllur fylltar með kjúklingakjöti,
baunaspírum, grænmeti, kínasvepp-
um og öðru kryddi; Thaflenskar rúll-
ur fylltar með svínakjöti, ananas
núðlum, baunaspírum, púrru, kína-
sveppum og öðru kryddi og Kín-
verskar rúllur með nautakjöti og
núðlum, baunaspírum, gulrótum,
lauk, kínasveppum og öðru kryddi.
Vorrúllurnar eru hitaðar upp við
225 gráðu hita í venjulegum heimilis-
ofni. Upphitunin tekur 13 til 15 mín-
útur ef rúllurnar eru frosnar og 8 til
9 mínútur ef þær eru ófrosnar. I
blástursofni tekur upphitunin við
sama hita 12 til 13 mínútur ef rúll-
umar eru frosnar og 7 til 8 mínútur
ef þær eru ófrosnar.
Rúllurnar eru sagðar henta vel á
grillið. Þær eru teknar úr umbúðun-
um og þerraðar. Síðan eru þær sett-
ar á grillið, um 10 cm frá glóðinni.
Gott er að láta álpappír á grindina og
eru rúllurnar grillaðar í um 8 til 12
mínútur. I hverjum 360 g kassa eru 6
frosnar rúllur.
Morgunblaðið/Golli
í búfjáráburði, eins og til dæmis hrossaskít, eru öll næringarefni sem
plantan þarf á að halda.
LGG+ hlýtur
góðar viðtökur
Á FYRSTU þremur vikunum fram
að páskum seldust um 350.000
skammtar af LGG+ mjólkurafurð
Mjólkursamsölunnar eða sama magn
og gert var ráð fyrir að selja á sex
mánuðum. Þar sem framleiðslugeta
og tiltækar umbúðir hafa ekki verið í
samræmi við svo góðar viðtökur hef-
ur þurft að skammta í verslanir. í
frétt frá Mjólkursamsölunni kemur
fram að gerðar hafi verið ráðstafanir
til að fá meiri umbúðir tfl að mæta
eftirspurn almennings og er áætlað
að hægt verði að auka framboðið í
næstu viku.
Gerillinn LGG hefur verið rann-
sakaður einna mest allra mjólkur-
sýrugerla hvað varðar áhrif á heilsu
og heilbrigði manna. „Rannsóknir
sýna að hann styrkir ónæmiskerfi
líkamans og hefur mjög jákvæð
áhrif á meltingarkerfið og veitir
vörn gegn ýmsum sýkingum í melt-
ingarveginum. Meðal annars hafa
rannsóknir leitt í ljós að LGG mjólk-
ursýrugerillinn flýtir fyrir bata eftir
sýkingu af völdum salmonellu," seg-
ir í fréttinni.
Mjólkursamsalan efnir til ráð-
stefnu um áhrif LGG og annarra
mjólkursýrugerla á heilsu manna á
Hótel Loftleiðum, í þingsal 3, kl. 10 í
dag. Ráðstefnan er öllum opin og
aðgangur ókeypis.
HAGKAUP
Skóflur og hrífur
Nýtt greiðslukortatímabiL
VörubíU 80 cm langur