Morgunblaðið - 18.04.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.04.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 27 NEYTENDUR Búfjár- áburður í stað til- búins áburðar ÞAÐ eru margir sem vilja fremur bera búfjáráburð á grasið í görð- um sínum og á aðrar garðajurtir en tilbúinn áburð. Að sögn Óttars Geirssonar jarðraektarráðunautar stafar þetta af því að í búfjár- áburði, eins og til dæmis hrossa- skít, eru öll næringarefni sem plantan þarf á að halda. Auk þess örvast smáverulíf í jarðveginum þegar skíturinn er borinn á og um leið öll efnaskipti í jarðveginum sem auðveldar ræktunina. Það hefur tíðkast lengi að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa getað farið upp í Víðidal þar sem hrossaeigendur eru með sína hesta á húsi og náð sér þar í hrossaskít sér að kostnaðarlausu. Hafa hestaeigendur verið fegnir að losna við skítinn á þennan hátt. Að sögn Sigríðar Björnsdóttur hjá yfirdýralæknisembættinu er þetta leyfilegt þrátt fyrir að smitandi hitasótt hafi verið í hrossum í Reykjavík og víðar að undan- fórnu. En ekki má fara með skít- inn út fyrir varnarlínur sem hafa verið dregnar vegna sóttarinnar en þær markast nú af Holtavörðu- heiði og Mýrdalssandi. Þrjár gerðir af vorrúllum ÞRJÁR nýjar gerðir af Daloon vor- rúllum úr hrísmjölsdeigi eru að koma á markaðinn. I fréttatilkynn- ingu frá Daníel Ólafssyni ltd. kemur fram að vorrúllurnar séu sérstaklega stökkar. Tegundirnar eru Indónesískar rúllur fylltar með kjúklingakjöti, baunaspírum, grænmeti, kínasvepp- um og öðru kryddi; Thaflenskar rúll- ur fylltar með svínakjöti, ananas núðlum, baunaspírum, púrru, kína- sveppum og öðru kryddi og Kín- verskar rúllur með nautakjöti og núðlum, baunaspírum, gulrótum, lauk, kínasveppum og öðru kryddi. Vorrúllurnar eru hitaðar upp við 225 gráðu hita í venjulegum heimilis- ofni. Upphitunin tekur 13 til 15 mín- útur ef rúllurnar eru frosnar og 8 til 9 mínútur ef þær eru ófrosnar. I blástursofni tekur upphitunin við sama hita 12 til 13 mínútur ef rúll- umar eru frosnar og 7 til 8 mínútur ef þær eru ófrosnar. Rúllurnar eru sagðar henta vel á grillið. Þær eru teknar úr umbúðun- um og þerraðar. Síðan eru þær sett- ar á grillið, um 10 cm frá glóðinni. Gott er að láta álpappír á grindina og eru rúllurnar grillaðar í um 8 til 12 mínútur. I hverjum 360 g kassa eru 6 frosnar rúllur. Morgunblaðið/Golli í búfjáráburði, eins og til dæmis hrossaskít, eru öll næringarefni sem plantan þarf á að halda. LGG+ hlýtur góðar viðtökur Á FYRSTU þremur vikunum fram að páskum seldust um 350.000 skammtar af LGG+ mjólkurafurð Mjólkursamsölunnar eða sama magn og gert var ráð fyrir að selja á sex mánuðum. Þar sem framleiðslugeta og tiltækar umbúðir hafa ekki verið í samræmi við svo góðar viðtökur hef- ur þurft að skammta í verslanir. í frétt frá Mjólkursamsölunni kemur fram að gerðar hafi verið ráðstafanir til að fá meiri umbúðir tfl að mæta eftirspurn almennings og er áætlað að hægt verði að auka framboðið í næstu viku. Gerillinn LGG hefur verið rann- sakaður einna mest allra mjólkur- sýrugerla hvað varðar áhrif á heilsu og heilbrigði manna. „Rannsóknir sýna að hann styrkir ónæmiskerfi líkamans og hefur mjög jákvæð áhrif á meltingarkerfið og veitir vörn gegn ýmsum sýkingum í melt- ingarveginum. Meðal annars hafa rannsóknir leitt í ljós að LGG mjólk- ursýrugerillinn flýtir fyrir bata eftir sýkingu af völdum salmonellu," seg- ir í fréttinni. Mjólkursamsalan efnir til ráð- stefnu um áhrif LGG og annarra mjólkursýrugerla á heilsu manna á Hótel Loftleiðum, í þingsal 3, kl. 10 í dag. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. HAGKAUP Skóflur og hrífur Nýtt greiðslukortatímabiL VörubíU 80 cm langur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.