Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 32
Goo, MtNN k Mhnvcttu
32 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
MARGMIÐLUN
MORGUNBLAÐIÐ
» 233 Mhz
Pentium II m/AGP,
góðurturn kassi, 15" skjár,
64 MB SDRAM, Maxtor
Diamond 4.3 MB Ultra-DMA
diskur, Diamond 4000 AGP
4MB skjákort, Creative
Voodoo 8mb þrívlddar-
hraðali - sá besti (dag, 24x
geisladrif, Soundblaster 64,
280W hátalarar, Win 95
lyklaborð og mús, Windows
'95 uppsett og á CD, Frábær
forritanlegur stýripinni fylgir,
33.6 fax mótald með símsvara,
6 mánuðir á netinu hjá
Margmiðlun ofl. ofl.
5 frábærir
leikir
Starcraft •
H .^incoming G-Police
/Mr*lBiU,timate Race Pro
Actual Soccer 2
ín
BDiforritaiT
Fuji Photonex 10
Sjálfvirkt flass, sjálfvirkurfókus
> filmukerfið. Nett og
skemmtileg
vél
Simi: 550-4444 • Skeifan 11
Póstkröfusíminn: 550-4400
Kapphlaup um
góðmálm
Marga hefur dreymt um leik sem sameinar
það besta úr þrívíddarskotleikjum og
stríðs- og herstjórnarleikjum. Arni Matthí-
asson skoðaði Battlezone, sem hann segir
uppfylla þessi skilyrði bráðvel.
EFTIRSÓKNARVERT fyrir
leikjaframleiðendur hlýtur að
vera að steypa saman ólíkum
gerðum vinsælla leikja því þá má
telja vinsældimar nokkuð tryggar.
Fjölmargir hafa og reynt slíkt en
ekki tekist af neinu viti. Svo var mál-
um að minnsta kosti háttað þar til
Battlezone kom út.
Vinsælustu leikjagerðir heims eru
án efa þrívíddarskotleikir á við Qu-
ake og Jedi Rnight annars vegar og
hins vegar stríðs- og herstjórnarleik-
ir á við Command & Conquer og
Dark Reign. Gefur augaleið að sá
framleiðandi sem tekst að sameina
þetta tvennt stendur með pálmann í
höndunum og fáir hafa komist nær
því en Activison með nýlegum leik
sínum Battlezone.
Battlezone gerist á sjöunda ára-
tugnum, en reyndar öðrum sjöunda
áratug en flestir þekkja því þótt
átökin séu á milli Bandaríkjamanna
og Sovét-Rússa er sviðið nokkuð ann-
að. Sagan hefst þar sem loftsteinar
falla í Beringssund og bandarískir og
sovéskir vísindamenn uppgötva að í
steinunum eru lífrænir málmar sem
henta bráðvel til að búa til öflugri
vopn og verjur en áður hafa sést í
mannheimum. Hefst kapphlaup til að
verða sér úti um meira af málminum
góða og berst fljótlega út í geiminn,
til ýmissa himintungla, fylgihnatta
Júpíters, Venusar og Mars. Lands-
lagið er eyðilegt sem vonlegt er, en
það er byggt á myndum af yfirborði
Mars frá bandarísku geim-
ferðastofnuninni.
erfitt er að stýra í léttabáta, en far-
artækin öll eru einskonar svifnökkv-
ar, því þau frekar fljúga en aka.
Undantekning frá þessu er risavél-
menni sem þramma um. Hægt er að
velja um ýmsar gerðir farartækja
eftir hendinni, en einnig er hægt að
leggja undir sig farartæki andstæð-
ingsins ef tekst að fella ökumanninn.
Fari svo að viðkomandi sé skotinn
niður getur hann skotið sér úr flak-
sérstökum verksmiðjum á púðum,
sem minna um margt á álíka farar-
tæki í Command & Conquer. Einnig
eru sérstakar hreyfanlegar verk-
smiðjur sem sjá um að beisla gos-
hveraorku og þegar búið er að koma
slíku apparati upp er hægt að byggja
verksmiðjur eða vopnabúr. Einnig er
hægt að koma sér upp gervihnetti
sem auðveldar eðlilega mjög að
fylgjast með því sem óvinurinn er að
bauka, bygja má sérstaka
byssuturna og svo mætti telja.
Grafíkin í Battlezone er frábær-
lega vel af hendi leyst, landslagið að
vísu eyðilegt, en á reyndar að vera
það, með djúpum gjám og háum
fjallgörðum. Himinninn er afskap-
lega vel gerður og síbreytilegur eftir
því á hvaða plánetu er verið að berj-
Allt frá skriðdreka í
risavaxin vélmenni
Sá sem leikur stýrir ýmsum
farartækjum, allt frá skriðdreka
í risavaxin vélmenni, og um leið
liði manna. Við stjórn vígtóla
lendir hann iðulega í návigi og
þarf að sprengja og skjóta sem
mest hann má, en sem liðsstjóri
þarf hann að gæta að mönnum sín-
um, skipa þeim á viðeigandi staði,
treysta vamir og safna góðmálmin-
um af kappi. Þeim sem þekkja leiki
eins og Dark Reign og Quake fínnst
þetta tvennt sjálfsagt rekast á en
eftir stutta þjálfun í upphafí leiks
gengur það eins og í sögu þótt vissu-
lega þurfi að vera vel með á nótunum
þegar mest gengur á. Einfalt er að
stýra leiknum með mús og lyklaborði
og mikill kostur er snjöll útfærsla á
þrívíddarkorti sem er ævinlega
neðst til vinstri á skjánum, en á því
má sjá hvar vinir og óvinir hafa kom-
ið sér fyrir aukinheldur sem gott er
að glöggva sig á landslagi því það
skiptir miklu máli.
Djúpar gjár og háir Ijallgarðar
Eins og getið er stýrir sá sem leik-
ur ýmsum gerðum farartækja, allt
frá þungvopnuðum skriðdrekum sem
inu
og barist áfram. Við-
komandi hefur þá tvær byssur,
plasmabyssu, sem kemur sjaldan að
notum, og leyniskytturiffil. Með því
að bregða sjónaukanum á honum
fyrir auga og beina rifflinum að far-
artæki andstæðings sést hann sem
hvítur depill og hægt að fella hann
með nákvæmu skoti. Þegar búið er
að ganga milli bols og höfuðs á hon-
um er síðan hægt að stökkva í öku-
mannssætið og halda á braut.
Eins og getið er þarf að safna
málminum góða, en það er gert með
ast það skiptið.
Leikmunir eru ekki síður vel gerðir,
hvort sem um er að ræða skriðdreka,
vélmenni eða byggingar ýmiskonar.
Smáatriði ekki að
fullu frágengin
Eins og getið er er auðvelt að
stýra mannskapnum og senda hing-
að og þangað á vígvellinum eftir því
sem þörf krefur. Ekki er þó hægt að
treysta þeim að fullu til að vinna
verkin, því iðulega kom fyrir að við-
komandi fylking fór af stað en lauk
síðan ekki við verkefnið. Dæmi um
það er þegar liðssöfnuður er valinn
Activison, vefþjónar í þrengingum.
Samkvæmt því sem sagt er á netinu
og víðar er Battlezone mjög góður
netleikur.
í sem stystu máli er Battlezone
frábærlega vel heppnaður í flestu og
þó á honum megi fínna ýmsa galla er
hann dæmi um snjalla hugmynd sem
gengur vel upp. Helsti ókostur er að
þau á þriðja tug borða eða verkefna
sem fylgja eru ekki nógu fjölbreyti-
leg, en hægt að bæta úr því með net-
leik, þar sem mótherjinn sér um að
koma á óvart. Handbókin sem fylgir
gerir ekki mikið gagn þótt hún sé
skemmtileg aflestrar.
Battlezone keyrði bráðvel á 266
MHz Pentium II með 64 Mb innra
minni, 4 Mb Matrox Millennium- og
8 Mb Creative Voodoo 2-skjákortum
og 24 hraða geisladrifí. Samkvæmt
upplýsingum á umbúðum er hægt að
keyra hann á allt niður í 120 Mhz
Pentium-tölvu með 16 Mb innra
minni. Leikurinn styður þrívíddar-
kort með Microsoft Direct3D.
og síðan slegin inn skipun um að
fylgja í humátt á eftir leiðtoganum,
en sé hindrun í veginum kemur fyrir
að liðið staðnæmist við hana, hefur
ekki rænu á að taka á sig sveig.
Þannig þarf oftar en ekki að fara til
baka og benda liðinu á að beygja
framhjá einhverri hindruninni, sem
er frekar pirrandi. Þannig virðist
víða sem smáatriði hafí ekki verið að
fullu frágengin áður en leikurinn fór
á markað. Hann er og nokkuð hrár í
samsetningu, þar sem leikin hreyfi-
myndaskeið og leikurinn mætast,
auk þess sem raddsetning er ekki vel
heppnuð.
Hægt er að spila Battlezone yfir
net í gegnum sérstaka vefþjóna Acti-
vision. Ekki tókst þó að reyna það af
neinu viti, því eitthvað virtist að hjá