Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 36

Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 36
36 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ IMtogiiiittbiMfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KENNING OG GLÆPIR SAGA tuttugusta aldarinnar er blóðug á köflum og eng- inn skortur þar á grimmdarverkum og harðstjórum. Stalín, Hitler og Maó báru ábyrgð á ótrúlegum fjöldamorð- um. Pol Pot, sem fór fyrir byltingarstjórn Rauðu khmer- anna í Kambódíu á árunum 1975-1979, getur hins vegar ekki síður en þeir talist til mestu ófreskna mannkynssög- unnar. Enginn veit með vissu hversu mörg fórnarlömb Pol Pots voru. Að minnsta kosti milljón manna lét lífið í einhverri sjúkustu þjóðfélagstilraun allra tíma. Hugsanlega er tala fórnarlambanna nær tveimur milljónum. Talið er að fimmti hver íbúi Kambódíu hafi látið lífið á tímum ógnarstjórnar Rauðu khmeranna. Flestir voru myrtir en margir létu lífið úr hungri eða sjúkdómum er kenningar Pol Pots og fylgis- manna tortímdu nær kambódísku þjóðfélagi. Rauðu khmerarnir tæmdu borgir Kambódíu og sendu þjóðina út á akra í samræmi við kreddur þær um marxískt landbúnaðarsamfélag er flokkurinn aðhylltist. Hver sá er ekki hagaði sér í samræmi við duttlunga stjórnvalda var myrtur. Það eitt að vera menntamaður var dauðasök. Þótt Pol Pot hafi hrökklast frá völdum í lok áttunda ára- tugarins og hörfað inn í frumskóga Kambódíu ásamt skæruliðum sínum er landið enn í sárum eftir þetta tímabíl. Flestir þeir er einhverja reynslu höfðu af stjórnmálum, við- skiptum og öðrum verkefnum er inna verður af hendi í venjulegu samfélagi voru annaðhvort myrtir eða komu sjálfir úr röðum hinna Rauðu khmera. Allt þjóðlíf var í upp- lausn og er að mörgu leyti enn. Pol Pot iðraðist aldrei gjörða sinna. í viðtali sem tekið var við hann á síðasta ári sagðist hann hafa starfað í þágu þjóðar sinnar og að samviska hans væri hrein. Pol Pot var aldrei látinn svara til saka fyrir glæpi sína og það sama á við um flesta meðreiðarsveina hans, sem margir eru enn á lífi og sumir í valdastöðum. Það er mikilvægt að glæpir Rauðu khmeranna gleymist ekki heldur standi sem minnisvarði um hættuna af því að setja kenningar um mannlífið ofar lífi raunverulegs fólks. FÍKNIEFNI OG GLÆPIR FÍKNIEFNI eru trúlega sá skaðvaldur sem mestu böli veldur í mannheimi í endaða 20. öld. Milljónir manna láta lífið af þeirra völdum langt um aldur fram. Það fer heldur ekki milli mála að fíkniefni eru helzta ástæða þess að fólk leiðist út margs konar glæpi, sem setja svip sinn á samfélög líðandi stundar. ísland er því miður engin undan- tekning í þessu efni. Dr. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur, hefur kannað fíkniefnaneyzlu íslendinga, sem og afstöðu þeirra til henn- ar, samanber fréttaskýringu hér í blaðinu í gær. Niðurstöð- ur könnunarinnar sýna ótvírætt, að þorri landsmanna skynjar fíkniefnaneyzlu sem alvarlegt vandamál, nánast sem þjóðfélagsmein. í viðtali við blaðið segir afbrotafræð- ingurinn orðrétt, aðspurður um könnun hans: „Flestir telja fíkniefnaglæpi alvarlegustu brotin og einnig telja flestir að fólk leiðist út í afbrot vegna áfengis- og fíkniefnaneyzlu.“ í frétt blaðsins í gær segir: „Viðhorf til heimilda lögreglu til að beita óhefðbundnum aðferðum við að upplýsa fíkni- efnamál var kannað og reyndist afgerandi meirihluti vera fyrir því að leyfa húsleitir, símahleranir, herbergjahleranir og upplýsingakaup.“ Meirihluti landsmanna vill m.ö.o. leyfa lögreglu að nýta óhefðbundnar vinnuaðferðir svokallaðar, sem geta gengið gegn friðhelgi einkalífsins, í baráttunni gegn fíkniefnabölinu. Fátt sýnir betur hve alvarlegum aug- um þorri þjóðarinnar lítur þetta þjóðfélagsmein, sem fíkni- efnavandinn er þegar orðinn. Það er mikilvægt að landsmenn taki höndum saman í baráttunni gegn fíkniefnum - sem og í hjálp við fórnardýr þeirra. Afstaða almennings er réttur vegvísir í baráttunni við fíkniefni og fulltrúa dauðans. Samræmt sjúkraskrár- og upplýsingakerfi fyr] ÞRÓAÐ MEÐ 1 LEGAN ÚTFI ING í HU( MEÐAL þeirra sem unnið hafa að þróun Sögu er þessi hópur hjá Gagnalind. i Ólafur Mixa, Þorsteinn Ingi Víglundsson, Jörundur Sveinn Matthíasson, Ki son og Ásta Thoroddsen. Með sjúkraskrárkerfínu Sögu verða upplýsingar úr heilbrigðiskerfínu skráðar á samræmdan hátt hjá heilsugæslu og sjúkrahúsum. Jóhannes Tómasson kynnti sér kerfíð, en forráðamenn þess segja upplýsingar þess vel varðveittar með takmörkuðum aðgangi og ströngu eftirliti. SENNILEGA má einkum þakka það íramsýni ráða- manna heilbrigðisráðuneytis- ins að fjórir aðilar sameinuðu krafta sína í Gagnalind árið 1992 í því skyni að þróa og markaðssetja full- komið sjúki'askrár- og upplýsinga- kerfi fyrir heilbrigðisstofnanir," sagði Þorsteinn Ingi Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Gagnalindar, í samtali við Morgunblaðið. Þeir sem sameinuð- ust höfðu allir unnið að þessu mark- miði í nokkur ár og keppt grimmt. „Það kostaði nokkurt átak að koma þessu heim og saman og öll höfðu fyr- irtækin verið í harðri samkeppni en allir sáu í hendi sér að verkefnið var stórt og markaðurinn lítill þannig að erfitt yrði fyrir svo lítil fyrirtæki að ná árangri. Gagnalind varð því til fyr- ir hvatningu og óskir frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og má segja að þar hafi Islendingar farið sömu leið og Norðmenn sem höfðu sameinað hugbúnaðarfyrirtæki í heil- brigðisþjónustu í eitt af þessum sömu ástæðum - og eru Norðmenn þó tals- vert fleiri en íslendingar," segir Þor- steinn ennfremur. Eigið fé, lán og styrkir Áður en Gagnalind kom til var ver- ið að þróa og markaðssetja fjögur kerfi, tvö frá einkaaðilunum Medís- Hjarna og Hugbúnaðarfélagi íslands og tvö í ráðuneytinu. Annars vegar var til kerfi sem nefndist Hip- pokrates og hins vegar hafði frá árinu 1976 verið með styrk ráðuneytisins og landlæknis þróað svokallað Egils- staðakerfi við skráningu samskipta lækna og sjúklinga á heilsugæslu- stöðvum sem komið var í notkun all- víða. „Starf Gagnalindar í dag snýst um það að þjónusta þessi eldri kerfi, en aðalverkefnið hefur verið þróun nýja kerfisins, sem hlaut nafnið Saga. Starfið hefur verið fjármagnað með tekjum af sölu og þjónustu gömlu kerfanna, með hlutafé og síðan hefur Gagnalind fengið styrk frá Rannís og áhættulán frá vöruþróunardeild Iðn- lánasjóðs, sem nú heyrir undir Fjár- festingarbanka atvinnulífsins. Hafa verið lagðar um 50 milljónir króna frá Gagnalind og 100 milljónir frá heil- brigðisráðuneytinu í þróunarstarf á síðustu fjórum árum. Stærstu hluthaf- ar eru Þróunarfélagið, með 40% hlut, starfsmenn eiga 31%, hópur lækna og annarra einstaklinga 20% og Apple- umboðið á 9%.“ Starfsmenn Gagnalindar eru nú 6 og eru þeir menntaðir í tæknifræði, verk- fræði og tölvunarfræði. Síðan hefur verið Ieitað til fjölmargra sérfræðinga, bæði á sviði tækni og ekki síður heil- brigðisstarfsmanna, aðallega lækna og hjúkrunarfræðinga og segir Þorsteinn að samstarfið við heilbrigðisstéttii-nar hafi gengið mjög vel. Gagnalind og Þjálfi ehf. voru sameinuð í janúar 1998. Þjálfi er fyrir sjúkraþjálfara og eru notendur orðnir milli 70 og 100 og verða Saga og Þjálfi sameinuð í eitt kerfi. En hvað gerir kerfið Saga? Samhæft kerfí „Saga er alhliða sjúkraskrár- og upplýsingakerfi sem nota má á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum, stofum sérfæðinga, hjá sjúkraþjálfur- um og fleiri hópum innan heilbrigðis- kerfisins. Kerfið hefur verið þróað til að auðvelda skráningu, yfirlit og um- sjón með samskiptum heilbrigðiskerf- isins og sjúklings og skráningu sjúkrasögu hans. Keifið má annars vegar nota í daglegu starfi lækna, hjúkrunarfræðinga og fleiri stétta og hins vegar til að vinna í rannsóknar- skyni með upplýsingar um árangur meðferðar, samanburð á lyfjum, kostnað og fleira. Saga heldur utan um aðsókn, sjúkdómsgreiningar, að- gerðir, hjúkran, lyfjanotkun, legudaga og fleira." Þorsteinn segir að einn megin kost- ur kerfísins sé sá að skráning og flokkunarkeifi er hið sama, hvort sem unnið er á sjúkrahúsi eða heilsugæslu- stöð og því séu allar upplýsingar sam- anburðarhæfar milli stofnana. „Með notkun á Sögu hafa heilbrigðisstarfs- menn möguleika á að beita þekkingu sinni og reynslu í daglegri meðhöndl- un sjúklinga til að setja fram tilgátur og rannsaka án þess að þurfa að stunda tímafrekar talningar og leit í gögnum. Samanburður er auðveldur og kerfið leiðir einnig til þess að meiri agi skapast í daglegri skráningu og menn sjá kosti þess að hafa þessar upplýsingar á reiðum höndum. Þannig er hægt að halda á samræmdan hátt utan um sjúkraskýrslu einstaklings í heilsugæslu, í heimahjúkrun, skóla- hjúkrun, hjá sérfræðingum og á ýms- um deildum sjúkrahúsa og fjölmargar stéttir geta notað sama kerfið." Stjórnendur í heilbrigðiskerfinu geta notað upplýsingar úr Sögu til að sjá aðsókn að hverri heilsugæslustöð, hvenær dagsins aðsókn er mest, á hvaða vikudegi og hvaða árstíma og Auðveldar og flýtir söfnun á heilbrigðiS' skýrslum GAGNALIND afhenti landlæknis- embættinu á fímmtudag formlega sjúkraskrár- og upplýsingakerfið Sögu ásamt slysaskráningarkerfi og verður kerfið notað til skrán- ingar þeirra heilsufarsupplýsinga sem landlækni er skylt að skrá. Kerfið auðveldar og flýtir útgáfu á heilbrigðisskýrslum þar sem upp- lýsingum er nú safnað frá heilsu- gæslustöðvunum á samræmdan hátt. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði að nú til dags tíðkaðist að skrá allt sem hreyfðist og það sem ekki hreyfðist en sagði mikilvæg- asta atriðið varðandi alla skrán- ingu að gæta öryggis. Hann sagði upplýsingarnar ekki persónu- tengdar. Hann kvaðst einnig binda miklar vonir við slysaskráningar- kerfið sem er hið fyrsta á Norður- löndunum sem nær yfir landið allt. Lárus Ásgeirsson, stjórnarformað- ur Gagnalindar, sagði Sögu vera árangur margra mannára vinnu og að margir hefðu komið við sögu við þróun þess. Tæknimenn og tölvun- arfræðingar, læknar, hjúkrunar- fræðingar og ýmsir aðrir. Þorsteinn Ingi Víglundsson, framkvæmdastjóri Gagnalindar, sagði öryggi og vörn gegn mis- notkun kerfisins margháttaða. Skráð væri hverjir færu inn í kerf- ið, hvaða upplýsingum þeir leituðu eftir og þannig gæti t.d. yfirlæknir á hverri heilsugæslustöð fengið út- skrift í lok dags yfir það hveijir hefðu farið inní hvaða skrár þann SAGA, sjúkraskrár- og upplýsinga Ólafur Ólafsson landlæknir (t.v.) tc Ásgeirsson, stjórnarforma daginn. Orðaði hann það svo að ekki væri unnt að fara inn í skrárnar án þess að skilja eftir sig fingraför. Hann sagði hveija stofn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.