Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 37

Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 37 ir sjúkrahús og heilsugæslu HÖGU- jUTN- jA Frá vinstri: Kristinn Már Magnússon, etill Gunnarsson, Ingi Steinar Inga- síðan má skoða tölur um aðsókn eftir flokkum og eru nokkrir höfuðflokkar: Læknisverk, hjúkrun, vitjun, koma á stofu, viðtal, heilsuvernd og fleiri. En hvað segir Þorsteinn um varð- veislu þessara viðkvæmu upplýsinga? „Allir heilbrigðisstarfsmenn undir- rita þagnareið og það er líka búið svo um hnúta að aðgangur að kerfínu er takmarkaður og á ábyrgð yfirlæknis á hverjum stað. Læknir á heilsu- gæslustöð í Reykjavík getur ekki skoðað hvað er að finna í skráningu hjá heilsugæslunni á Akureyri og það er líka skráð hvernig læknar og aðrir starfsmenn heilbrigðiskerfisins nota kerfið. Hægt er að sjá hvar flett hefur ver- ið upp í einstökum skrám og rekja ef menn ætla að einhver misnotkun sé í uppsiglingu. Kostur kerfisins er síðan sá að geta safnað ákveðnum upplýs- ingum saman í rannsóknaskyni. Að- gangur að gögnum kerfisins yrði þá án allra persónutenginga og aðeins veittur að fengnu leyfi Tölvunefndar og Vísindasiðanefndar." í þessu sambandi nefnir Þorsteinn einnig að starfsleyfi Gagnalindar er veitt af Tölvunefnd, sem verður að fá allar upplýsingar um ráðningu starfs- manna og getur hafnað þeim, uppfylli þeir ekki skilyrði sem nefndin setur og gera verður nefndinni einnig grein fyrir breytingum á eignarhaldi sem nema meira en 10% eignar. Gagnagrunnur á heilbrigðissviði? Þarna kemur Þorsteinn inn á þann kost kerfisins sem nota mætti hugs- anlega sem stofn að gagnagrunni á heilbrigðissviði og mikið hefur verið rætt um. „Ég myndi orða það svo að fyrsta skrefið hafi verið stigið í þessa átt. Saga getur orðið meginhlekkur í upp- lýsingasöfnun og rannsóknum heil- brigðisstarfsmanna í framtíðinni. Kerfið er þróað fyrir hvatningu heil- brigðisráðuneytisins og fjármagnað af því og það hefur verið lögð gífurleg vinna í það og árangur er að koma í ljós. Öryggi kerfisins er mikið og ef við gerum ráð fyrir að það verði not- að á flestum heilbrigðisstofnunum, má auðveldlega sækja í það hvers kyns upplýsingar og tengja þær sam- an - með þessum fyrirvara sem ég nefndi áðan um leyfi og að persónu- einkenni séu dulkóðuð eða þeim alveg sleppt.“ I lokin er rétt að greina frá er- lendri markaðssetningu sem unnið hefur verið að síðustu misserin. „Frá upphafi var ætlunin að selja kerfið erlendis og það hefur verið þróað með það í huga. Þar á ég við at- riði eins og að auðvelt sé að þýða það á erlend mál og að kostnaður við þró- un og alla vinnu við gerð kerfísins lendi ekki aðeins á íslenskum mark- aði. Við opnuðum kynningar- og markaðsskrifstofu í Bretlandi í febrú- ar og íslenskur starfsmaður okkar hefur heimsótt nokkur stórfyrirtæki til að kynna kerfið. Bretar eru að byrja á heildartölvuvæðingu í heil- brigðiskerfi sínu og Saga virðist því ætla að hitta á rétta tímann. Á sama hátt erum við að byrja að þreifa fyrir okkur í Kanada og erum komnir með áhugasama aðila sem eru að leita eft- ir samstarfi. Samstarfsaðilar í þess- um löndum munu sjá um sölu og þjónustu við kerfið. Gagnalind mun áfram sérhæfa sig í þróun og aðlögun kerfisins en ekki vera í beinni mark- aðssetningu erlendis." Þorsteinn segir að vinna að útflutn- ingi kerfisins sé langtímaverkefni en vonast til að einhverjum áfóngum verði náð á þessu ári í Bretlandi. Gangi vel þar verði í framhaldi skoðað hvort markaðssetning í öðrum löndum komi til greina. Hann leggur áherslu á að Gagnalind sjái eingöngu um þróun kerfisins, þjónustu og markaðssetn- ingu til samstarfsaðilanna en komi hvergi nálægt upplýsingunum sjálfum sem kei-fið hefm- að geyma. Þá nefnir hann líka aðra notkunar- möguleika kerfisins, sem liggja reyndar utan heilbrigðissviðsins: „Kerfið má líka nota til að sjá um þjónustu og allan rekstur á skipum, flugvélum, gámum, halda utan um hin ýmsu vinnuferli sem þessi tæki krefjast og þurfa að vera vel skráð. Við höfum til þessa einbeitt okkur að þörfum heilbrigðiskerfisins, en ég geri ráð fyrir að við munum leita nýrra samstarfsaðila innanlands til að skoða sh'ka markaðssetningu." un bera ábyrgð á notkun kerfisins á sínum stað. Þorsteinn sagði hins vegar ólíklegt að starfsmenn gætu komist að upplýsingum sem þeim ættu ekki að vera heimilar þar sem aðgangur væri mjög takmark- aður og þröngur. Saga var fyrst tekin í notkun á siysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í ársbyrjun 1997 og frá maibyrjun á heilsugæslustöðinni í Fossvogi. Þá hefur kerfið einnig verið í notkun á bæklunarlækningadeild Landspitala, allmörgum heilsu- gæslustöðvum bæði í Reykjavfk og úti á landi. Sagði Þorsteinn not- endur nú vera orðna nokkur hund- ruð. í desember á síðasta ári var ákveðið að kerfið yrði einnig tekið í notkun hjá landlækni og var það lagað nokkuð að þörfum embættis- ins. Jafnframt því sem Gagnalind af- henti Sögu formlega aflienti Tryggvi Þorsteinsson frá Tækni- vali embættinu netþjón frá Compaq. Sagði hann meðal annars fylgja sérstaka forvarnarábyrgð sem væri nýjung. Felst hún í því að með fyrirvara er greint hvort eitthvað gæti verið að fara úr- skeiðis í kerfinu og þá er unnt að bregðast við því án þess að kerfið fari úr sambandi eða gögn týnist. Fyrsta umræða á Alþingi um frumvarp til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði Heilbrigðisráðherra ætlar ekki að koma í veg fyrir afgreiðslu í vor (v ii x f „ il-íhæ; ALÞINGI Þinfflnenn stjórnar- andstöðu sögðust |margir hverjir hafa já- kvæða afstöðu til frumvarps heilbrigð- isráðherra um gagnagrunna á heil- brigðissviði. Málið væri hins vegar umdeilt og þyrfti ítarlega efnislega umræðu. Arna Schram fylgdist með fyrstu umræðu um jingmálið á Alþingi á fimmtudag. INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingaráð- herra sagði fyrir fyrstu um- ræðu um framvarp til laga um gagnagrunna á heilbrigðis- sviði á Alþingi á fimmtudag að hún myndi ekki koma í veg fyrir afgreiðslu frumvarpsins á þessu vorþingi væri vilji til þess að hraða afgreiðslu þess innan þings- ins. Hún ítrekaði þó fyrri ummæli sín um að hún væri ekki að pressa á afgreiðslu framvarpsins og að hún vildi að það fengi ítarlega og efnislega umræðu. „Eftir fyrstu umræðu fer þing- málið til heilbrigðis- og trygginga- nefndar og hraðinn þar fer eftir því hvort háttvirtir þingmenn eru jákvæðir fyrir því að klára málið eða ekki. Ef það klárast ekki nú verður þráðurinn að sjálfsögðu tekinn upp að nýju í haust og þá verður málinu lokið,“ sagði hún. Þingmenn stjórnarandstöðu voru ekki sáttir við þessi orð ráð- herra og vildu að það kæmi skýr- ar fram í upphafi fyrstu umræðu hvort ráðherra hygðist mæla fyrir frumvarpinu til kynningar og af- greiða það næsta haust, eins og hún hefði gefið í skyn í fjölmiðl- um, eða hvort hún ætlaði að af- greiða það í vor. Margir hverjir lögðu áherslu á að hér væri um athyglisvert og stórt mál að ræða en mikilvægt væri að það yrði skoðað vandlega. Fráleitt væri að það ætti að fara í gegnum þingið á „svo skömmum tíma“, eins og Ásta R. Jóhannes- dóttir, þingflokki jafnaðarmana, orðaði það. Ætti hins vegar að af- greiða málið á þessu þingi þyrftu þingmenn meiri tíma til að undir- búa sig efnislega. Ki-istján Páls- son og Tómas Ingi Olrich, þing- menn Sjálfstæðisflokks, voru á hinn bóginn þeirrar skoðunar að brýnt væri að hraða afgreiðslu frumvarpsins. Því með frumvarp- inu væri m.a. verið að skapa störf fyrir fjöldann allan af ungu og vel menntuðu fólki. Eftir stutt þinghlé þar sem for- seti Alþingis ræddi við þingflokks- formenn varð niðurstaðan sú að taka framvarpið nú þegar til fyrstu umræðu og halda henni áfram á þingfundi næstkomandi þriðjudag. Flýtt fyrir upplýsingavæðingu í framsögu sinni kynnti heil- brigðisráðherra tilurð frumvarps- ins og helstu efnisþætti þess. Hún sagði frá því að þegar Kári Stef- ánsson, forstjóri Islenskrar erfða- greiningar, hefði lýst áhuga á að koma á fót og starfrækja gagna- grunn með heilsufarsupplýsingum um alla Islendinga hefði verið séð fram á þá möguleika að flýta veru- lega fyrir upplýsingavæðingu heil- brigðiskerfisins, án þess að taka fé frá öðrum verkefn- um. „Fyrirtækið gerir ráð fyrir að gerðir verði samningar við heilbrigðisstofnanir um vinnslu á upplýs- ingum úr sjúki-a- skrám. Sú vinna verði unnin af starfsmönn- um viðkomandi heil- brigðisstofnunar en kostuð af Islenskri erfðagreiningu," sagði hún og benti jafnframt á að upplýsingarnar yrðu aftengdar per- sónuupplýsingum fyrir flutning í gagnagrunn- inn. „Ljóst er að kostnaður Is- lenskrar erfðagreiningar við gerð slíks gagnagrunns yrði mikill og því er veruleg óvissa tengd arð- semi þeirrar fjárfestingar. Fyrir- tækið telur því ekki unnt að ráð- ast í þetta verkefni nema hafa ein- hverja tryggingu fyrir því að aðrir aðilar sem kynnu að vilja koma á fót heildargagnagnmni í sam- keppni við fyrirtækið geti ekki nýtt sér þá vinnslu upplýsinga sem þeir hyggjast kosta vegna gerðar gagnagi-unnsins,“ sagði hún. Að síðustu kvaðst ráðherra telja að í þeirri hugmynd sem lægi að baki frumvarpinu fælust tæki- færi sem íslenskri heilbrigðisþjón- ustu og þjóðinni allri bæri að nýta. Það er tækifæri til framþróunar í læknisfræði, tækifæri til bættrar meðferðar sjúkdóma, tækifæri til nýrra sóknarfæra í alþjóðlegu vís- indasamfélagi og til uppbyggingar atvinnutækifæra fyi'ir heilbrigðis- starfsfólk. Sameign þjóðarinnar? Ásta R. Jóhannesdóttir, þing- flokki jafnaðarmanna, kvaðst koma að þessu frumvarpi með mjög opnum huga. Um merkilegt mál væri að ræða sem þyrfti að vinna vel. Ásta sagði það m.a. mikilvægt að menn áttuðu sig á því að upplýsingarnar og væntan- legur gagnagrunnur væri sameign þjóðarinnar og taldi nauðsynlegt að kveðið yrði á um það í lögum. Hún sagði að upplýsingarnar væru mikill auður sem væri eftir- Ingibjörg Pálmadóttir sóttur og að hún velti því fyrir sér hvort ekki væri rétt að bjóða þann auð út og fá þannig gjald fyrir. „Ég tel rétt að þjóðin njóti af- rakstursins af þessari auðlind til dæmis til að bæta heilbrigðiskerf- ið og menntakerfið,“ sagði hún m.a. Lítill hópur samdi frumvarpið Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, tók fram í upphafi máls síns að hún kæmi að umræðunni um þetta frumvarp með ákveðinni jákvæðni. En eins og aðrir þing- menn lagði hún áherslu á að það fengi mikla umfjöllun. Margrét fór yfir einstaka þætti frumvarps- ins en gagnrýndi einkum þau vinnubrögð sem ráðherra hefði viðhaft við vinnslu og kynningu þess. Til dæmis fannst henni að- finnsluvert hve sá hópur sem hefði samið frumvarpið í samráði við heilbrigðisráðuneytið hefði verið lítill. Til að mynda hefði komið í ljós í fjölmiðlum að tölvunefnd hefði ekki átt neinn þátt í gerð frumvarpsins. Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, benti á að umrætt mál væri stórt í sniðum. Það varðaði framtíðarmöguleika þessa þjóðfélags til að nýta sér til framdrátt- ar þá þekkingu og menntun sem margar kynslóðir íslendinga hefðu byggt upp í ára- tugi. „Jafnframt varð- ar málið ókomnar kyn- slóðir Islendinga því það er í eðli sínu tvíþætt. Það er bæði aðhlynn- ingar-, heilsufars- og mannrétt- indamál og á ég þar við þessa stórbættu heilbrigðisþjónustu sem miðað er við að þessi gagna- grunnur geti ýtt undir. Hins veg- ar er það einnig atvinnuskapandi á sviði hugbúnaðar og líftækni, en á hvoru tveggja sviðinu eru miklir vaxtarmöguleikar á alþjóðlega vísu,“ sagði hann m.a. Hver er réttur einstaklingsins? Hjörleifur Guttormsson, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, taldi m.a. að eðlilegt væri að spyrja að því hver ætti þessar upplýsingar sem hér væri rætt um og Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalista, benti m.a. að hér væri ekki bara verið að fjalla um hagsmuni í þágu vís- inda og heilbrigðis heldur þyrfti líka að huga að rétti einstaklings- ins. Spurði hún m.a. hvort sjúk- lingur gæti neitað því að heilsu- farsupplýsingar um hann færu inn á samhæfðan gagnagrunn. Sagði ráðherra það skýlausan rétt sjúk- lingsins. Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði, eins og Tómas Ingi, að þarna væri um af- skaplega mikilvægt mál að ræða og í máli sínu lagði Pétur H. Blön- dal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, m.a. áherslu á að heilbrigðis- og trygginganefnd skoðaði það og tryggði að gagnagrunnurinn yrði sameign þjóðarinnar að 12 árum liðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.