Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 40

Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 40
40 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Glötuð bók T.S. Eliots Hver man ekki Tom og Viv og öll þeirra vandamál sem kannski köstuðu skáldinu í faðm biskupakirkjunnar bresku. Varla var það aftómu snobbi? T.S. Eliot er sífellt um- ræðu- og rannsóknar- efni. Ekki er langt síðan meint gyðingahatur hans yfirskyggði alla breska bókmenntaumræðu. Nú er það hvað hann fékk að láni frá öðr- um skáldum. Með birtingu æskuljóða hans (Inventions of the March Hare. Poems 1909-1917. Edited by Christopher Ricks. 428 bls. Útg. Faber, verð 30 pund) hefur þeta rifjast upp og nú síðast fær það mikið rúm í grein eftir Stephen Romer í TLS (3. apríl). Bókin hefur " VIÐHORF löngum ka last ----- Notebook og Eftir Jóhann hefur verið tal- Hjálmarsson ^ glötuð> en kom í leitirnar og er nú gefin út með samþykki ekkju Eliots, Valerie Eliot, aftur á móti lagði skáldið hart að eig- anda bókarinnar að gefa hana ekki út. Á slíkt er ekki mikið hlustað nú á dögum. T.S. Eliot leitaði oft í smiðju ^ til annaiTa skálda, enda eru sumar línur í ljóðum hans ekki eftir hann sjálfan heldur aðra, til dæmis franska skáldið Jules Laforgue og meistarann Dante Alighieri. Auk þess er sótt til grískra og latneskra skálda og landans Shakespeares. Ljóðin í Inventions of the March Hare þykja einkum draga dám af Laforgue og hefur enskum gagnrýnendum orðið tíðrætt um þetta efni. Þeir minna óspart á orð skáldsins sjálfs: „Vond skáld herma eftir. Góð skáld stela.“ Um áhrif Laforgue á Eliot skrifar Sverrir Hólmarsson í þýðingu og útgáfu sinni á Eyðilandinu (Iðunn, 1990): „Laforgue notar talmálslegan stíl og skiptir oft snöggt um tón- blæ, en fyrst og fremst kenndi hann Eliot að setja upp grímu kaldhæðninnar til að geta ort um innstu tilfinningar sínar án þess að koma upp um sig, að fela viðkvæmni sína með því að gera gys að sjálfum sér. Þetta hentaði fullkomlega feiminni og viðkvæmri lund Eliots.“ Ljóðið Afternoon sem birt er í bókinni var ort 1914 og fylgdi bréfi Eliots til skáldbróðurihs Conrads Aikens. Stephen Romer kallar það með réttu „Laforguian vignett" og verður tíðrætt um það í TLS-grein sinni. Ljóðið segir frá frúm sem eru áhugasamar um assiríska list og safnast saman í anddyri British Museum. Á ísmeygileg- an hátt er dvalist við að lýsa ytra útliti þeirra, höttum og ilm- vatni uns undir lokin er horft innar. Síðustu línumar þar sem það gerist eru reyndar nær orð- rétt þýðing á ljóði eftir Laforg- ue. Ljóðið er í anda fyrstu meistaraverka Eliots, The Love Song of J. Alfred Prufrock og Portrait of a Lady sem hann orti í lok fyrsta og byrjun annars áratugar. í The Love Song of J. Alfred Prufrock er hið kunna stef um konurnar í stofunni í Boston sem koma og fara og Michelang- _ elo er umræðuefnið áður en * kemur að hinni napurlegu mynd kvöldsins þar sem það er sýnt í gervi sjúklings á svæfingar- borði: í stofunni gengu konur inn og út masandi um Michelangelo. Inventions of the March Hare er stór bók þótt ljóðin rámist á 63 síðum og ýmsar gerðir þeirra kalla á 20 síður í viðbót við það blaðsíðutal. Athugasemdir eru 200 síður og aðrar 100 með við- bótum og skýringum. Ljóðin eru ekki líkleg til að auka við hæð skáldsins, enda verður tæpast komist hæma en í bestu ljóðum þess, en þau munu þykja eftirtektarverð og skemmtileg, bæði fyrir lesendur og bókmenntafræðinga sem fá hér tilvalið efni til að skrifa um og rannsaka nánar og nota í kennslu. Bókin mun m.a. sýna að skáld eru ekki einangruð fyr- irbæri, stökkva ekki fram al- sköpuð heldur vaxa hægt, ekki síst vegna mistaka sinna eða þeirra verka sem ekki ganga upp, heppnast ekki alveg. Gaman er að velta íýi-ir sér hvemig bresk samtímaskáld lfta á risann T.S. Eliot, einkum gildi hans fyrir þá. Fyrstan er þá að telja lái-við- arskáldið Ted Hughes sem slær nú öll sölumet með ljóðabók sinni Birthday Letters sem ort er um hjónaband hans og skáld- konunnar Sylviu Plath. Hughes telur Eliot „mjög mikið skáld, meðal hinna allra mestu“ og lít- ur á hann sem tráarlegt skáld fyrst og fremst. Tom Paulin og fleiri hafa bent á tæknilega yfir- burði Eliots, kunnáttu hans, en Paulin engu að síður lýst „hræðilegri skaðsemi“ verka Eliots. I augum margra ungra breskra skálda er hann klassísk- ur samtímahöfundur sem felur í sér viðurkenningu, en líka gagn- rýni vegna þess að þá getur skáldið misst vægi sitt og því verið skipað á bekk með öðram klassískum skáldum eins og Wordsworth og Tennyson. Bitið færi þá úr Ijóðum Eliots og þau yrðu sjálfsögð, aðeins hluti bók- menntahefðarinnar. Stephen Romer hefur því tilhneigingu til að líta á birtingu æskuljóðanna sém þátt í nýju mati á skáldinu, kannski ekki endurmati en að minnsta kosti leið til að lesa hann upp á nýtt. Meistarar eru vitanlega líka til að rífa niður. Um sjálfan Laforgue komst Eliot til dæmis ekki alltaf hlýlega að orði þótt hann hafnaði honum ekki bein- línis. Hann sagði Laforgue í senn tilfinningasaman og góðan athuganda. Tilfinningasemi í skáldskap var Eliot þyrnir í aug- um, en hana tókst honum vissu- lega ekki að forðast, kannski sem betur fer. í Ijóðum Laforg- ues og æskuljóðum Eliots má greina mikla tilfinningasemi þegar upp era dregnar myndir um samskipti kynjanna. Hver man ekki Tom og Viv og öll þeirra vandamál sem kannski köstuðu skáldinu í faðm bisk- upakirkjunnar bresku. Varla var það af tómu snobbi eða eftirsókn eftir virðuleika sem Eliot steig skrefið til fulls í tráarefnum? Tninaður eða leynd FRUMVARP það til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði, sem lagt hefur verið fram á Alþingi fjallar um með- ferð persónutengdra gagna á heilbrigðis- sviði. Undirrituðum þykir rétt að benda á nokkur atriði varðandi meðferð trúnaðar-upp- lýsinga. Siðareglur lækna, sem kenndar era við Hippocrates, munu vera elstu þekktar siða- reglur starfsstéttar sem varðveist hafa. Þar er ein, kannske sú dýrmætasta, sem fjallar um skyldu læknisins til að halda leyndu því sem sjúklingur hefur trúað honum fyrir. Mikilvægi þessarar skyldu felst fyrst og fremst í því að sjúklingurinn getur treyst því að læknirinn gæti þessa trúnaðar og segir honum því allt um sjúkdóm sinn þannig að læknirinn geti komist að réttri sjúkdóms- greiningu og ákveðið meðferð í samræmi við hana. Án þessa trausts væri grundvöllur góðrar heilbrigð- isþjónustu hruninn. Heilbrigðis- starfsfólk tekur trúnaðinn mjög há- tíðlega og hart er tekið á brotum. Læknalög leyfa undantekningar frá trúnaðarskyldunni aðeins í tilfellum þar sem öðra mannslífi er ógnað, eða um landráð gæti verið að ræða. Nútíma læknisfræði byggist á mikilli samvinnu. Samvinnan krefst þess að trúnaður, sem upphaflega var samningur milli sjúklings og læknis nær einnig til annars heil- brigðisstarfsfólks. Sérfræðingar í myndgreiningu, meinafræði, mein- efnafræði og blóðmeinafræði koma að greiningu sjúklinga. Trúnaðar- upplýsingar þurfa að berast til þeirra frá sjúkradeildum eða lækn- um, og svör þeirra aftur til baka. Þessar upplýsingar eru nauðsynleg- ar til að sjúkdómsgreiningar verði réttar. Sama gildir um upplýsingar um sjúklinginn, sem skipta máli við meðferð hans og hjúkrun. Margvís- leg önnur samvinna á sér stað milli heilsugæslustöðva og sérfræðinga, og heimilislækna og sjúkrahús- deilda. Þetta upplýsingaflæði er að langmestu leyti í þágu viðkomandi sjúklings vegna samskipta hans á hverjum tíma við heilbrigðiskeráð, svo sem innlögn á sjúkrahús, eða koma á heilsugæslustöð. Með- an á þessu upplýsinga- flæði stendur eru per- sónuauðkenni sjúk- lings, nafn og kennitala, notuð, en treyst er á trúnað starfsfólks. Við lang- tíma vörslu á slíkum tránaðarupplýsingum er leyndar gætt með læstum hirslum og með því að tölvur, sem í eru viðkvæm gögn, séu ekki tengdar við önnur tölvukerfi né við síma. Telji yfirvöld það varða almanna- heill geta þau mælt svo fyrir, að upplýsingar, sem flokkast ættu sem trúnaðarupplýsingar verði skráðar. Sem dæmi má taka að læknir á að I umræðunni er frum- varp til laga um gagna- grunn á heilbrigðis- sviði. Hrafn Tulinius telur að frumvarpið samrýmist ekki þeim kröfum sem gera verði á þessu sviði. rita réttar sjúkdómsgreiningar á dánarvottorð, sem síðan berst til Hagstofunnar, en þar eru unnar töflur, án persónutengsla, um dán- arorsakir eftir kyni aldri og árum. Onnur dæmi um slíka skráningu eru slysaskráning, krabbameins- skrá og smitsjúkdómaskrá, en í þeirri síðasttöldu er smitsjúkdóm- um skipt í tvo flokka, þá alvarlegri á að skrá með persónuauðkennum, en um hina nægir að tilkynna fjölda sjúklinga. Sá trúnaður, sem hér hefur verið lýst er trúnaðarsam- band milli einstaks sjúklings og einstaks heilbrigðisstarfsmanns. Vegna nauðsynlegs samstarfs er þessi trúnaður yfirfærður á annað heilbrigðisstarfsfólk, og vegna al- manna hags til stofnana sem sjá um skráningu alvarlegra sjúkdóms- greininga. Þær stofnanir vinna samkvæmt eigin siðareglum, sem Hrafn Tulinius eru yfirleitt á þá leið, að persónu- tengdar upplýsingar eru ekki gefn- ar. Undantekningar eru á þessu vegna vísindarannsókna sem þurfa á persónutengdum upplýsingum að halda. Slíkar undantekningar eru aðeins veittar þegar vísindamaður- inn hefur sýnt fram á að ekki er hægt að vinna rannsóknina nema með persónutengdum upplýsing- um, að tölvunefnd hefur veitt sam- þykki sitt, og þegar hann hefur lýst yfir því, að aldrei verði haft sam- band við einstaklinginn sjálfan eða aðstandendur hans án samþykkis læknis viðkomandi, að trúnaðar- gögn verði ekki fjölfölduð, og að trúnaðargögnum verði skilað (eða þau eyðilögð) á ákveðnum degi. Trúnaður byggist á gagnkvæmu trausti en á hverju byggist leyndin? Leyndin byggist á aðferðum, sem beitt er til að torvelda aðgang að upplýsingum. Þetta er gert með því að nota ekki rétt nöfn eða kennitöl- ur heldur búa til nýjar og varðveita lykilinn, sem tengir nýju og gömlu kennitölurnar saman, í læstri hirslu. I tölvum má takmarka aðgang að viðkvæmum upplýsingum. Banna má aðgang að svæðum þar sem unnið er með viðkvæmar upplýsing- ar og fleiri aðferðum er beitt. Engin af þessum aðferðum er örugg. Leyndin gerir ekki greinarmun á þeim sem eiga rétt á upplýsingun- um og þeim sem ekki eiga slíkan rétt. Trúnaðurinn gerir það. Það er því grundvallarmunur á trúnaði, annars vegar, og leynd, hins vegar. Leynd getur ekki komið í stað trún- aðar. Mikill hluti þekkingar á heilsufari Islendinga er trúnaðarupplýsingar að uppruna. Tránaðar er best gætt í smáum hópum. Slíkir hópar gætu verið sjúklingar eins læknis, eða fárra heilbrigðisstarfsmanna, sem vinna saman, svo sem á heilsu- gæslustöð. Deildaskipt sjúkrahús eru fullstórar einingar, en samvinna sérgreinanna gerir, að óheft upplýs- ingaflæði er nauðsynlegt. Stærri mega einingarnar tæpast vera, og óhugsandi er að gæta trúnaðar, ef einingarnar yrðu enn stærri. Hug- myndin um gagnagrunn sem hefði upplýsingar um heilsufar allrar þjóðarinnar er því ekki framkvæm- anleg. Þá yrði leynd að koma í stað trúnaðar, og heilbrigðisstarfsfólk mundi hætta að leyfa skráningu við- kvæmra upplýsinga vegna þess að slíkt mundi íyi'irsjáanlega rýra trúnaðartraust sjúklinga til heil- brigðisstarfsfólks með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Hér hefur verið rætt um trúnað og að frumvarp það, sem íyrir Al- þingi liggur, samrýmist ekki þeim kröfum, sem gera þarf. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands. Óheilindi Halldórs og félaga HINN 7. aprfl sl. birtist maka- laus yfirlýsing í Morgunblaðinu frá stjóm Dagsbrúnar og Framsóknar (D&F), þar sem stjórnin reynir að svara gagmýni Framboðs verka- fólks vegna póstatkvæðagi’eiðslu varðandi sameiningu D&F, Sóknar og Félags starfsfólks í veitingahús- um (FSV). Ég hef aldrei orðið vitni að öðrum eins óheilindum af hálfu stjórnar D&F fyrr eða síðar nema ef vera skyldi yfirlýsing stjórnar- innar er Halldór og félagar viku mér úr stjórn á sínun tíma. Fyrst halda þeir því fram að Framboð verkafólks saki þá um persónunjósnir! Við höfum aldrei haldið slíku fram hvorki í ræðu né riti. Þessi fullyrðing er ósönn. Stjórnin ver framkvæmd póstat- kvæðagi-eiðslunnar í löngu máli og skírskotar til þess að fulltrái sýslu- manns sjái um að fyllsta hlutleysis sé gætt og kosningin sé leynileg. Ég hef enga tryggingu fyrir því hvað verður um minn „merkta" atkvæðaseð- il. Er ekki alveg hugs- anlegt að hann „glat- ist“ í pósti? Varla sér fulltrái sýslumanns um að tæma póstkassann hjá D&F! Ekki sér stjórnin ástæðu til að svara gagnrýni Framboðs verkafólks um áróður á kjörstað. Þar sem stjórnin hvatti félags- menn í ítarlegu máli til að kjósa með samein- ingu í bréfí sem fylgdi með kjörseðli. Aftur á móti segir stjórnin að „þetta fólk“ (eiga við Framboð verkafólks) hafi barist á móti sam- einingu Dagsbrúnar og Framsókn- ar. Má ég minna stjórnina á það að ég var kosningastjóri A-listans í síðustu stjórnarkosningum og það var ég sem skrifaði stefnuskrá listans þar sem ég hvatti Dags- bránarmenn til að kjósa með sameiningu Dagsbránar og Fram- sóknar. Stjórn D&F kýs í þessari yfirlýsingu að vitna í stefnuskrá Framboðs verkafólks. Þar tína þeir upp setningar, breyta þeim og slíta úr sam- hengi. Til dæmis segja þeir: enda segir í stefnuskrá þeirra stærð er ekki af hinu góða“ og áfram halda þeir, „Framboð verkafólks hafnar á þessum tíma- punkti sameiningu D&F, Sóknar og FSV.“ Stjórninni til glöggvun- ar segir aftur á móti í stefnuskrá Framboðs verkafólks: „Stærð er Árni H. Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.